Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.08.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 21 ■ JEDDAH. Háttsettir embættis- menn frá Irak og Kúvæt komu til Jeddah í Saudí-Arabíu í gær til að reyna að jafna ágreining ríkjanna um olíu og landamærasvæði. Irakar lýstu því yfir að þeir myndu ekki sýna biðlund, Kúvætar yrðu að ganga að kröfum þeirra þegar í stað. Bandaríska dagblaðið Was- hington Post skýrði frá því í gær að nær 100.000 írakskir hermenn, með allt að 500 skriðdreka, stór- skotavopn og færanlegar brýr, væru við landamæri ríkjanna. Vest- rænn stjórnarerindreki í Kúvæt sagði hins vegar við fréttaritara Reuters að 30-40.000 hermenn væru við landamærin. Viðræðunum hafði verið frestað í þijá daga og efnt var til þeirra vegna mikils þrýstings frá leiðtogum annarra arabaríkja. Dagblað í írak, a 1- Thawra, gaf til kynna að Saddam Hussein, forseti Iraks, vænti þess að litla en auðuga nágrannaríkið í suðri gengi að kröfum hans um milljarða dala skaðabætur. „írakar koma til fundarins til að tryggja rétt sinn, ekki til að hlusta á frek- ara mas um „bræðralag og sam- ■ stöðu“, sem ekkert hefur upp á sig,“ sagði í málgagni stjórnarinnar í írak, al-Jumhuiya. Lögreglumenn rannsaka slysstaðinn við heimili Gows á þriðjudag. lands en var neitað því ekki þótti sannað að hann hefði verið ofsóttur í heimalandi sínu. Annar ungur sovéskur flugræningi, Mikhaíl Vorfolomejev, er ennþá í haldi eftir að hafa snúið flugvél til Finn- lands en hann hefur getað sannað að hann hafi verið ofsóttur. Míkha- ílenko hafði sagt í réttarhöldum að hans biði hugsanlega dauðadómur í Sovétríkjunum ef hann yrði fram- seldur, því hann hefði verið virkur í þjóðernishreyfingunni í Úkraínu ' og að hann hefði vikist undan her- þjónustu. Mona Sahlin, starfandi dómsmálaráðherra, sagði að sænsk yfirvöld, hefðu verið fullvissuð um að Míkhaílenko yrði aðeins ákærður fyrir flugrán og að þau fengju að fylgjast með afdrifum hans. „Mjög mikilvægt er að gera öllum ljóst að Svíþjóð er ekki sælureitur flug- ræningja," sagði Sahlin en þremur sovéskum flugvélum var snúið til Svíþjóðar á tæpum mánuði. EB boðar minni land- búnaðamiðurgreiðslur Dromoland-kastala, írlandi. Reuter. Á TVEGGJA daga fundi ráðherra frá Ástralíu, Kanada, Japan, Banda- ríkjunum og Evrópubandalaginu (EB) þokaðist nokkuð í samkomulags- átt í deilum um niðurgreiðslur og aðra styrki til framleiðslu Iandbún- aðarvara en um ieið kom vel í ljós hversu mikið ber í milli. Ray Mac- Sharry, sem fer með landbúnaðarmál fyrir EB, sagði á mánudag að EB væri tilbúið að leggja til við GATT (alþjóðaviðræður um tolla- og viðskiptamál) að niðurgreiðslur til landbúnaðar í EB-löndunum yrðu þriðjungi minni 1996 en þær voru 1986. Clayton Yeutter, landbúnaðar- vilja mun lægri styrki en ríkisstjórn- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að tilboðið væri sannarlega af hinu góða en það væri aðeins góð byij- un. GATT-viðræðurnar eru svo að segja komnar í strand vegna ágrein- ings Bandaríkjamanna og EB-ríkj- anna um þetta mál. Bandaríkja- menn, dyggilega studdir af fjöl- mörgum löndum þriðja heimsins, ir EB-landanna hafa hingað til vilj- að samþykkja. Neal Blewett, ráðherra viðskipta- samninga í Ástralíu, sagði frétta- mönnum Reuters að tilboðið gerði ráð fyrir mun minni minnkun á nið- urgreiðslum en vonir hefðu staðið til. ■ BONN. Vestur-þýsku skæru- liðasamtökin Rauða herdeildin hafa heitið því að heyja stríð við sameinað Þýskaland, sem þeir segja að muni breytast í fasískt „Fjórða ríki“. í bréfi til fjölmiðla í Vestur- Þýskalandi, sem lögregla segir vera ófalsað, segist Rauða herdeildin hafa komið fyrir sprengju sem sprakk á föstudag og særði Hans Neusel, sérfræðing í baráttu við hryðjuverkamenn. í bréfinu er Neusel sagður vera ímynd þýsks fasisma frá þriðja ríkinu til „Stór- þýskalands". „Vestur-Þýskaland og hið nýja stórveldi Austur-Þýskaland eiga sér sömu heimsveldamarkmið og nasistar," sagði í bréfi Rauðu herdeildarinnar. „Við munum beij- ast gegn þessari þróun af öllum kröftum því það er hlutverk okkar í alþjóðlegri stéttabaráttu að sjá til þess að þessar áætlanir mistakist,“ sagði ennfremur í bréfinu. ■ HELSINKI. Finnar framseldu á föstudag Oleg Kozlov, 19 ára Sovétmann, sem rændi sovéskri flugvél á leið frá Riga, höfuðborg Lettlands, til Helsinki í síðasta mánuði. Svíar hafa einnig ákveðið að framselja Anatoly Míkha- ílenko, 19 ára sovéskan flugræn- ingja. Finnar og Svíar hafa sett þau skilyrði flugræningjarnir verði að- eins ákærðir fyrir flugrán, ekki fyr- ir að fara úr landi án leyfis. Kozlov H LONDON. frski lýðveldisher- inn, IRA, hefur lýst ábyrgð á morði Ians Gows á hendur sér og sagt ástæðuna hafa verið þá að Gow hafi verið einn nánasti vinur Marg- aret Thatcher forsætisráðherra og einn helsti höfundur stefnu bresku stjórnarinnar í málum Norður ír- lands. Gow, sem var harður gagn- rýnandi IRA, lést þegar bíll hans var sprengdur í loft upp við heimili hans á mánudag. í yfírlýsingu sem IRA sendi frá sér í Dublin í gær sagði að herinn bæri ábyrgð á morði Gows og að hann myndi grípa til vopna hvar og hvenær sem tæki- færi gæfist. sótti um hæli sem pólitískur flótta- maður strax við komuna til Finn- GALANT stallbakur 5 manna lúxusbíll Sjálfskiptur - handskiptur Eindrif - sítengt aldrif (4WD) Verð frá kr. 1.233.040 GALANT hlaðbakur HF Laugavegi 170-174 Simi 695500 Sjálfskiptur - handskiptur Eindrif - sítengt aldrif (4WD) 5 manna fólksbíll, breytan- legur í 2 manna bíl meö gríðarstórt farangursrými Sannkallað augnayndi hvar sem á er litið Verð frá kr. 1.244.166

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.