Morgunblaðið - 05.09.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 05.09.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 Framfærsluvísitalan 0,5-0,6 prósentum yfír rauða strikinu GERT ER ráð fyrir að vísitala framfærslukostnaðar fari 0,5-0,6% fram úr þeim mörkum sem sett voru í kjarasamningun- um í febrúar og því komi til kasta launanefnda að úrskurða hvort hækkun framfærsluvísi- tölu umfram mörk verði bætt með launahækkun. Hagstofa íslands og Verðlags- stofnun vinna nú að því að taka út vísitöluna og er reiknað með að hún liggi fyrir í byrjun næstu viku. í bytjun ágúst var vísitalan komin 0,27% fram úr rauða strikinu og búist er við að annað eins bætist við nú í byijun september, þrátt fyrir að afnám virðisaukaskatts af bókum verði til þess að lækka fram- færsluvísitöluna um 0,2%. Fjórar launanefndir þurfa að fjalja um þessi mál, launanefnd ASÍ, VSÍ og VMS, launanefnd bankamanna og bankanna, launa- nefnd BSRB og ríkisins og launa- nefnd Kennarasambands íslands og ríkisins. Úrskurður nefndarinn- ar á að liggja fyrir 20. dag útreikn- ingsmánaðar og laun hækka frá og með 1. næsta mánaðar, úr- skurði nefndin hækkun. Næsta rauða strik er 1. maí á næsta ári, en í millitíðinni eiga laun að hækka um 2,0% 1. desember og 2,5% 1. mars. Veður í ágúst: Hlýtt en sólarlítið VEÐUR í ágúst var hlýtt en úrkomusamt og sólarlítið, sam- kvæmt samantekt Veðurstofu íslands. Hiti í Reykjavík var 11,1 stig að meðaltali í ágúst og er það 0,6 stigum hlýrra en í meðal- ári. Á Akureyri var meðalhiti 10,5 stig, sem er 0,8 gráðum hlýrra en í meðalári. í Reykjavík mældist úrkoma 66 millimetrar, sem er um 20% umfram meðaltalið,. að sögn Trausta Jónssonar veðurfræð- ings og á Akureyri var úrkoman 48 millimetrar, eða um 50% umfram meðaltal. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 136, 28 færri en í meðal- ári, og á Akureyri skein sól í 115 stundir, sem er 16 stundum minna en í meðalári. Meðalhiti í Hjarðarnesi var 10,6 stig og á Hveravöllum 6,8 stig. Hvorttveggja er um hálfri gráðu umfram meðaltal. Á Hjarðarnesi mældist úrkoma 120 millimetrar og 93 millimetrar í Hveradölum og er úrkoma á báð- um stöðum um 20% meiri en í meðalári. VEÐUR veður vm um mm kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hHI ve»ur Akureyri 6 skýjað 9 skýjað Bergen 12 Helsínki 13 Kaupmannahöfn 16 Narssarssuaq 6 Nuuk 3 Óstó 16 Stokkhólmur 14 Þórshöfn 11 skýjaft skur slydda skýjaft skýiað skýjað Algarve Amsterdam Barcelona Berlln Chicago Feneyiar Frankfurt Qlasgow LaaPalmas London toaAngeles lúxemborg Madn'd Mallorca Montreal NewYork Orlando París Róm Vín Wlnnipeg 28 18 27 15 19 26 17 14 16 18 18 18 30 29 28 14 18 23 26 19 21 10 heWskfrt hilfskýjaft rnistur rignhtg skýjaft rignin skur vantar skýjað heiðskírt skýjaft skýjað helftskýrt léttskýjaft léttskýjað léttskýjað mistur vantar léttskýjað alskýjaft skýjað léttskýjað VEÐURHORFUR í DAG, 5. SEPTEMBER YFIRLIT í GÆR: Fyrir austan land er grunn lægð, sem hreyfist lítíð en á Grænlandshafi er vaxandi 1000 mb lægð sem færist austar, Þriðja lægöin er um 800 km utar í hafi og fer hún vaxandi og hreyf- ist austsuðaustur. SPÁ: Fremur hæg suðaustiæg átt og súld eða rigning við vestur- ströndina, en breytileg átt, skýjað með köflum en víðast þurrt aust- aniands. Hiti 8 til 13 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg breytileg eða norðfæg átt. Skýjað og skúrir á stöku stað á Norður- og Austurlandi, en víðast þurrt og bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Hiti 6-12 stig, hlýjast sunnanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg átt og þykknar upp á Suður- og Vesturfandi, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Heldur hiýnandi í bili. TAKN: Heiðskirt Léttskýjað •á Hálfskýjað A Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO° Hitastig: 10 gráður á Celsíus ý Skúrir * V E. = Þoka = Þokumóða ’, > Súld GO Mistur —Skafrenningur R Þrumuveður Morgunblaðið/Ólafur Bemðdusson „Nú vita allir krakkar á Skagaströnd að græna hliðin á að snúa upp.“ Krakkar í vinnuskólanum ásamt verkstjórum. Skagaströnd: Miklar framkvæmdir í umhverfísmálum Skagaslrönd. MIKIÐ hefur verið unnið að um- hverfísmálum á Skagaströnd í sumar. 2000 m2 af gangstéttum voru lagðar og mikið af óræktar- svæðum hefur verið sléttað og þökulagt. Helgi Gunnarsson bygginga- meistari sá um að steypa gangstétt- arnar sem aðallega voru lagðar meðfram aðalgötum bæjarins. Krakkarnir í vinnuskólanum hafa að mestu séð um þökulagninguna og má segja að á tveimur síðastliðn- um sumrum hafi bærinn gjörbreytt um svip. Með þökulagningunni hafa krakkarnir séð um að halda opnum svæðum í bænum nýslegnum og snyrtilegum. Þá settu krakkarnir í vinnuskól- anum ásamt verkstjórum sínum nið- ur í sumar 21 þúsund ttjáplöntur í fjallshlíðinni ofan við bæinn. Vinnu- skólanum fer nú að ljúka þar sem krakkarnir eiga að mæta í skólann 7. september. - ÓB. Strand Vöggs GK: Skipverjum ber ekki saman um stefnuna í SJÓPRÓFUM vegna strands Vöggs GK, sem strandaði við ósa Þjórsár fyrir skömmu, kom fram að skipstjóra og háseta bátsins ber ekki saman um stefnuna, sem stýrt var eftir. Jafnframt viður- kenndi skipstjórinn að hafa ekki skipstjórnarréttindi. Skipstjórinn á Vöggi bar við sjó- prófin að hann væri ekki með skip- stjórnarréttindi. Vöggur var sautján tonna bátur, en skipstjórnarréttindi þarf til að sigla bátum allt niður í báta, sem eru sex metrar eða lengri, hér um bil 1 'U tonn. Við sjóprófin, sem haldin voru í bæjarþingi Njarðvíkur, bar hásetinn á Vöggi að hafa fylgt stefnunni aust-suðaustur, samkvæmt fyrir- mælum skipstjórans. Skipstjórinn telur hins vegar að hann hafi stillt sjálfstýringuna á 136 gráður áður en hann fór úr stýrishúsinu, og er þvi misræmi í framburði skipveij- anna. Báðir haida fast við framburð sinn. Við sjóprófin kom fram af hálfu fulltrúa siglingamálastofnunar, Sig- uijóns Hannessonar, að miðað við ganghraða bátsins, tímasetningu frá Selvogsvita að strandstað og stað- setningu við Selvogsvita, komi heim og saman að stefnan hafi verið aust-suðaustur. Sjálfstýring bátsins hafði bilað fyrr um daginn, sem strandið varð, en gert var við hana í Grindavík. Báðir skipveijarnir telja að hún hafi verið í lagi er slysið varð. 22 má ekki selja vín um helgina Lögreglusljóriim í Reykjavík hefur ákveðið að banna vínveit- ingar í veitingahúsinu 22, að Laugavegi 22, um næstkomandi helgi, 7. - 9. september, í fram- haldi af ítrekuðum brotum á regl- um um hámarksfjölda gesta. Lögreglan taldi fjölda gesta í hús- inu aðfaranótt síðastliðins laugar- dags. Þeir mega vera 105 en voru 159. Að sögn Ómars Smára Ar- mannssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns höfðu tvær fyrri athuganir á veitingahúsinu í ágústmánuði einnig leitt í ljós að gestir væru fleiri en leyfilegt var. Ingi Bjöm 1 próf- kjör í Reykjavík INGI Björn Albertsson alþing- ismaður hefur ákveðið að fara í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir næstu Al- þingiskosningar. Ingi Björn lýsir þessu yfir í nýútkominni Heimsmynd. Ingi Björn segir í viðtali í Heimsmynd, að margir hafi hvatt sig til að fara í prófkjör í Reykjavík, bæði almennir kjós- endur, menn úr viðskiptalífinu, íþróttahreyfingunni og þingmenn flokksins. Hann segist búast við að Sjálfstæðisflokkurinn bæti við sig tveimur mönnum í Reykjavík en þar eru þingmenn flokksins nú sex. Ingi Björn Albertsson var kjör- inn á þing 1987 fyrir Borgara- flokkinn á Vesturlandi. Árið 1989 gekk Ingi Björn úr Bqrg- araflokknum og stofnaði Fijáls- lynda hægri flokkinn en gekk síðan í Sjálfstæðisflokkinn í vet- ur. Hann segist ekki auglýsa sig sem fyrirgreiðslupólitíkus eins og faðir sinn, Albert Guðmundsson, en muni beijast fyrir fijálslyndri hægri stefnu og gegn hagsmuna- gæslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.