Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 16

Morgunblaðið - 05.09.1990, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990 Ólafur P. Stefánsson fyrrv. prentsmiðju- sijóri - Minning Fæddur 9. nóvember 1902 Dáinn 17. ágúst 1990 Góðvinur minn og náinn frændi, Ólafur Páll Stefánsson, sofnaði sinn síðasta blund föstudaginn .17. ágúst sl. Vinum hans og vandamönnum kom þetta fráfall ekki á óvart, því að hann hafði fyrir u.þ.b. 5 árum fengið slæmt áfall, er dró smátt og smátt úr lífskrafti hans og mót- stöðuafli þar til yfir lauk. Ólafur var fæddur í Reykjavík 9. nóvember 1902, sonur hjónanna Amfríðar R. Ólafsdóttur frá ísafirði og Stefáns Runólfssonar prentara frá Bergvaði í Hvolshreppi. Áð þeim báðum stóðu sterkir og merkir ætt- stofnar. Arnfríður, f. 1. mars 1871, var dóttir hjónanna Elínar Halldórs- dóttur frá Gili í Bolungarvík og Ólafs Ólafssonar frá Skjaldfönn við norðanvert ísafjarðardjúp. Elín var af hinni kunnu Arnardalsætt, er rakin er skilmerkilega í ritinu „Vestfirzkar ættir“ sem Valdimar B. Valdimarsson frá Hnífsdal gaf út á árunum 1959-68 með aðstoð Ara Gíslasonar ættfræðings á Akranesi. Ólafur, f. 23. desember 1835, var sonur Ólafs, f. 16. september 1797, bónda á Skjaldfönn, Jónssonar. Er sú ætt fjölmenn kringum Djúp og annáluð fyrir dugnað. Kona Ólafs Jónssonar var Arnfríður Ólafsdóttir Matthíassonar Þórðarsonar stúd- ents í Vigur, Ólafssonar lögsagnara á Eyri við Seyðisfjörð vestra, en hann var einn mesti höfðingi Vest- firðinga á sínum tíma. Kona hans var Guðrún, dóttir Árna prests í Hítardal Jónssonar Jónssonar og konu hans Ingibjargar Magnúsdótt- ur Jónssonar lögmanns. Móðir Arnfríðar var Helga, systir Þórdís- ar, móður Jóns forseta Sigurðsson- ar, en þær voru dætur séra Jóns prófasts í Holti í Önundarfirði Ás- geirssonar ög konu hans Þorkötlu Magnúsdóttur prófasts á Söndum í Dýrafirði Snæbjamarsonar. (Eru þessar ættir raktar í ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Pál Eggert Óla- son, er „Hið íslenzka þjóðvinafélag" gaf út á árunum 1929-1933.) Stefán Runólfsson fékk ættfræð- ing, B. Guðmundsson, til þess að gera skrá yfir ættir sínar. Hún var til á handriti í fórum Ólafs Páls. Er þar að finna margt þjóðkunnra manna, en ekki er þess kostur að birta hana hér. Stefán mátti heita þúsundþjalasmiður. Hann var úr- smiður, prentari, prentsmiðjustjóri á ísafirði og prentsmiðjueigandi, blaðaútgefandi (tímaritsins Hauks), ritstjóri og síðast en ekki síst ágæt- ur leikari. Þetta voru stofnarnir er stóðu að Ólafi Páli. Hann fetaði í fótspor föður síns. Eftir barnaskólanám fór hann í Iðnskólann og hóf jafnframt nám í prentlist í Isafoldarprent- smiðju. Að námi loknu vann hann í 25 ár í ísafold, en hann átti sér draum, þann að eignast sjálfur prentsmiðju og stjórna. Sá draumur rættist 1948, er hann stofnsetti „Ingólfsprent“. Fyrirtækið blómg- aðist undir stjórn jJlafs og hann fékk þá hugmynd að endurlífga hið gamla og góða tímarit föður síns „_Hauk“. Sá draumur rættist einnig. Ólafur fékk ágætan fræðimann, Ingólf Kristjánsson, sem ritstjóra að blaðinu. Efni þess varð ijöl- breytt, fróðlegt og skemmtilegt, t.d. vöktu listamannaþættir Ingólfs allmikla athygli. Foreldrar Ólafs höfðu eignast 9 börn, en tvö þeirra dáið mjög ung. Á legg komust 5 drengir og 2 stúlk- ur. Þau -voru öll látin á undan Ólafi. Eldri systirin, Guðrún Mar- grét, sem lengi var baðvörður í Sundhöll Reykjavíkur, var dugleg og áhugasöm skátastúlka. Hún þurfti stundum að bregða sér í heimsókn til frændfólks síns á ísafirði. Hún gerði sér lítið fyrir, safnaði um sig tug eða tylft áhuga- samra stúlkna og þær stofnuðu kvenskátafélagið Valkyijuna. Með- al stofnenda var Anna, dóttir hjón- anna Þórhildar Arinbjarnardóttur og Pálma Kristjánssonar. Þau voru ættuð frá Eyjafirði en fluttust til ísafjarðar 1912 ásamt tveimur ung- um dætrum, Evu og Önnu. Pálmi var lengi verkstjóri hjá fiskkaup- mönnum á ísafirði, en nú stóðu mál þannig að eldri systirin, Eva, hafði þá fyrir ca. 10 árum gifst Elíasi Halldórssyni sem _nú var for- stjóri Fiskveiðasjóðs íslands og bjuggu þau hjón í Reykjavík. Það, ásamt fleiri ástæðum, olli því að fjölskylda Pálma ákvað að flytjast til Reykjavíkur árið 1935. Eftir að þangað kom var það ein af fyrstu athöfnum Önnu að heim- sækja skátasysturina, stofnanda Valkyrjanna, Guðrúnu, að Þing- holtsstræti 16. Þær urðu brátt góð- ar vinkonur, en þar kynntist hún einnig bróður Guðrúnar, Ólafi Páli. Sá kunningsskapur leiddi síðar til þess, að þau ákváðu að ganga í það heilaga og fór vígslan fram 8. maí 1948. Þau eignuðust fljótlega eigin íbúð og fallegt heimili. Síðar eign- uðust þau ágætan sumarbústað við Þingvallavatn og það mátti segja að lánið léki við þau. En jörðin snýst hratt og tíminn líður fljótt. Fyrr en varði voru þau komin á eftirlaunaaldur og ellin í nánd. Ólafur sá að hyggilegast Upplýsingasími um breytingar útibúanetsins! Nú í haust eiga sér staö breytingar á útibúaneti ísiandsbanka. Hafir þú einhverjar spurningar í tengslum viö breytingarnar, geturöu hringt ísérstakan UPPLÝSINGASIMA: 91-678 678 Síminn er opinn frá kl. 9.15-16.00 alla virka daga. ÍSLANDSBANKI -í takt við nýja tímal væri að draga sig út, úr öllu amstri, seldi fyrirtækið og húseignirnar og festi kaup á þjónustuíbúð í Bólstað- arhlíð 45. Það var góð og hentug íbúð og ágæt þjónusta. En svo kom áfallið_ og því fylgdu þungbær veik- indi. Ólafur kaus að dvelja heima, en hann þurfti mikla hjúkrun og umönnun og það var undrunar- og aðdáunarvert hve Anna lagði hart að sér til að gera honum lífið létt- ara. Stundum þurfti Ólafur þó að dvelja lengri eða skemmri tíma á sjúkrahúsum. Síðustu mánuðina dvaldi hann á hjúkrunarheimilinu Skjóli og naut þar ágætrar læknis- hjálpar og umönnunar hjúkrunar- fólks. Hinn örlagaríka dag 17. ágúst sl., kom Anna til hans skömmu eftir hádegi eins og venju- lega. Þá var mjög af honum dregið. Anna sat hjá honum og hélt í hönd hans, er hann sofnaði í hinsta sinni. Ég sendi Önnu og öðrum áð- standendum innilegar samúðar- kveðjur. Að lokum vil ég þakka Ólafi margar ánægjulegar samveru- stundir fyrr og síðar og óska honum góðrar heimkomu. Ég hygg að Ólafur hafi oft hið síðasta eða síðustu ár hugsað likt og hið ágæta sálmaskáld, Valdimar Briem, er hann kvað: Stýr minu fari heilu heim í hðfn á friðarlandi. Þar mig í þinni gæslu geym, ó, guð minn allsvaldandi. Ólafur I. Magnússon Tvísköttunarsamningur við Frakka undirritaður í TENGSLUM við opinbera heimsókn Francois Mitterrand, Frakk- landsforseta, fóru fram viðræður milli Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, utanríkisráðherra, og frú Edwige Avice, ráðherra í frönsku ríkis- stjórninni, sem er staðgengill Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands. Jacques Mellick, sjávarútvegs- ráðherra Frakklands, tók einnig þátt í fundinum. Við það tækifæri undirrituðu ut- anríkisráðherra og frú Avice tvísköttunarsamning milli íslands og Frakklands, sem verið hefur í undirbúningi að undanförnu. Und- anfari þessa samnings var samning- ur sem gerður var árið 1981 vegna starfsemi Flugleiða í Frakklandi. Samningurinn mun auðvelda íslenskum fyrirtækjum að starf- rækja skrifstofur sínar og útibú í Frakklandi. Umræðurnar á fundinum snerust einkum um möguleikana til að auka viðskipti ríkjanna. Ennfremur var rætt um yfirstandandi samninga- viðræður EFTA við Evrópubanda- lagið og lagði utanríkisráðherra áherslu á að góður árangur yrði að nást i þeim viðræðum. Að afloknum fundinum voru ráð- herrarnir viðstaddir stofnun fransk-íslenska verslunarráðsins og ávörpuðu stofnfundinn. Til formanns Þj óðleikhúsráðs eftirJón Viðar Jónsson Kæra Þuríður Pálsdóttir. Eins og þú veist hefur Þjóðleik- húsið sætt margvíslegri gagnrýni á síðustu misserum. Þó að þú hafir verið formaður Þjóðleikhúsráðs um árabil hefur þú yfirleitt forðast að taka þátt í þeirri umræðu. Sama máli gegnir raunar um aðra fulltrúa í ráðinu. Stöðu ykkar vegna berið þið samt sannarlega ykkar ábyrgð á gengi leikhússins eða gengisleysi. Um störf ykkar og starfshætti alla mætti spyija ýmissa spurninga, þó að ég láti það ógert að sinni. í fyrrakvöld (3. sept.) brást þú hins vegar út af vananum og tjáðir þig stuttlega um málefni leikhúss- ins í fréttatíma Stöðvar 2. Tilefnið var frétt stöðvarinnar um að hópur leikhúsfólks, þ. á m. starfsmanna Þjóðleikhússins, hefði sent mennta- málaráðherra bréf þess efnis, að til þess að stjórna leikhúsinu yrði ráð- inn maður með þekkingu og reynslu af leikhússtarfi, en ekki atvinnu- stjórnmálamaður. Þér var greini- lega nokkuð heitt í hamsi og þú talaðir um ólýðræðislega framkomu leikhúsfólksins. Nú vill svo til, að einn Þjóðleik- húsráðsfulltrúa hefur staðfest í samtali við mig, að ráðið hafi þegar komið saman og fjallað um tvo væntanlega umsækjendur — ég endurtek: tvo væntanlega umsækj- endur — löngu áður en auglýstur umsóknarfrestur var runninn út. Mér hafði verið sagt, að þetta hefði verið gert að ósk menntamálaráð- herra sjálfs. Ráðið hefði gengið til atkvæða um þessa tvo væntanlegu umsækjendur og annar hlotið tvö atkvæði, hinn þijú. Hið fyrra, þ.e. að ráðherra hefði beitt sér í málinu, bar þessi ráðsmaður til baka. Hinu síðara neitaði hann ekki. Nú má vera, að þú kallir þetta Iýðræðislega að farið. Það, geri ég hins vegar ekki og þess vegna bið ég þig um, að skýra þessi vinnubrögð ykkar hér í blaðinu. Jón Viðar Jónsson Ég tek það svo að lokum fram, að undirskriftarlista þann, sem tal- að var um í frétt Stöðvar 2, hef ég hvorki séð né sett nafn mitt á. Ég sæki ekki heldur um stöðu Þjóðleik- hússtjóra. En mér er ekki sama hvað verður um Þjóðleikhúsið. Með bestu kveðju. Höfundur er leiklisUirstjóri Ríkisútvarpsins. ■ DAGANA 28.-30. september nk. halda HlV-jákvæðir Norður- landabúar ráðstefnu í Ósló. Á þessari ráðstefnu gefst fólki tæki- færi til að bera saman bækur sínar og ræða sameiginleg viðfangsefni. Samtök áhugafólks um alnæmis- vandann hafa ákveðið að greiða fargjöld til Óslóar fyrir tvo ein- staklinga, en fæði og gistingu veita norskir gestgjafar. Umsóknar- eyðublöð fást hjá stjórnarmönnum og á skrifstofu Rauða krossins, Rauðarárstíg 10,105 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.