Morgunblaðið - 05.09.1990, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 1990
Þing Fjórðungssambands Norðlendinga:
Störfum í opinberd þjón-
ustu verði í stórauknum
mæli beint út um land
Á ÞINGI Fjórðungssambands Norðlendinga sem haldið var um helgina
voru samþykklar nokkrar ályktanir, m.a. um atvinnu- landbúnaðar-
>og ferðamál.
í áiyktun um atvinnumál skorar
þingið á ríkisstjórnina að beita sér
fyrir því að nýju álveri verið valinn
staður við Eyjafjörð. „í ljósi þess að
staðsetning álvers mun hafa afger-
andi áhrif á þróun byggðar í landinu
næstu 10-20 árin er mjög mikilvægt
að fyllsta tillit verið tekið til byggða-
sjónarmiða við þá ákvörðun,“ segir
í ájyktuninni.
í ályktun um ferðamál lýsir þingið
yfir ánægju sinni með beint milli-
landaflug til Norðurlands. Þá leggur
það áherslu á lengingu ferðamannat-
ímans, t.d. með markvissri uppbygg-
ingu vetraríþróttasvæða.
Hvað landbúnaðarmálin varðar
leggur þingið áherslu á að samning-
ar takist fyrir næstu áramót milli
ríkis og bænda um gerð nýs búvöru-
samnings, þannig að eytt verði óvissu
sem ríkir um í framleiðslumálum
landbúnaðarins. Þingið varar við því
að gefa sölu á fullvirðisrétti fijálsan
og í ályktun segir að hlífa þurfí jaðar-
byggð og þeim byggðalögum þar sem
búvöruframleiðsla er undirstaða bú-
setu við frekari skerðingu á fullvirð-
isrétti en orðin er. Þingið bendir á
að landbúnaðarframleiðsla er ein
megin undirstaða atvinnulífs margra
þéttbýlisstaða á landsbyggðinni og
frekari samdráttur muni því leiða til
fækkunar starfa í þjónustugreinum.
Þá leggur fjórðungsþingið áherslu
á mikilvæ'gi þess að störfum og stofn-
Yfirstjórn
Alafoss
flutt í Mos-
fellsbæ
BÆJARFULLTRÚUM á
fundi bæjarstjórnar Akur-
eyrar sem Iialdinn var í gær
var mörgum heitt í hamsi
vegna flutnings yfirstjórnar
Álafoss hf. frá Ákureyri til
Mosfellsbæjar, en nú um
mánaðamótin fluttu alls 11
yfirmenn fyrirtækisins sig
um set suður.
Gagnrýndu bæjarfulltrúarað
með þessu væri verið að flytja
atvinnu af landsbyggðinni þar
sem hana skorti, sem væri sér-
staklega ámælisvert þar sem
ríkisfyrirtæki ætti í hlut. Lýstu
þeir yfir þungum áhyggjum
vegna þessa og þeim spurning-
um var varpað fram hvort og
þá hvenær allt fyrirtækið flytti
starfsemi sína úr bænum.
Atvinnumálanefnd skoraði á
stjórn og eigendur fyrirtækisins
á fundi sínum fyrir skömmu,
að koma í v,eg fyrir flutning
starfsmanna suður tafarlaust.
Á fund bæjarstjórnar barst
bréf frá forstjóra Álafoss hf.
þar sem fram kom að stjórn
fyrirtækisins sæi sér ekki fært
að breyta fyrri ákvörðun frá í
vor um flutning yfirmanna suð-
ur.
unum í opinberri þjónustu sé í stór-
auknum mæli beint út á landsbyggð-
ina. Því er sérstaklega beint til sveit-
arstjórna að notfæra sér þjónustu
sérfræðinga sem fáanleg er á lands-
byggðinni, frekar en leita hennar á
höfuðborgarsvæðinu. Þá verði stefnt
að því að öll fjölgun starfa á vegum
ríkisins verði utan Reykjavíkursvæð-
isins.
„Þingið skorar á ríkisvaldið að
standa myndarlega að uppbyggingu
Háskóians á Akureyri og að beina
rannsóknar- og þróunarstarfsemi,
ásamt gagnavinnslu í ríkari mæli út
um landið,“ segir einnig í ályktun frá
þingingu.
„ , # Morgunblaðið/Rúnar Þór
Ármann Ármannsson eigandi Ingimundar hf. og Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra takast í
hendur eftir undirskrift samningsins. Við borðið sitja Ari Guðmundsson framkvæmdastjóri Ingimund-
ar, Sjöfn Haraldsdóttir, Svanfríður Jónasdóttir aðstoðarmaður ráðherra og Magnús Pétursson ráðuneyt-
issljóri.
Ingimundur hf. kaupir Sigló:
Fyrirtækið flytur alla starf-
semi sína til Sigluíjarðar
„ÞAÐ ER mjög ánægjulegt þegar öflugt einkafyrirtæki af höfuðborg-
arsvæðinu flytur starfsemi sína hingað. Hér er verið að stíga merki-
legt skref, með þessum samningi snúum við þeirri þróun við, að allt
flytjist til Reykjavíkur," sagði Ölafur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra, en í gær var skrifað undir samninga um sölu þeirra eigna sem
kenndar eru við „Sigló“ til fyrirtækisins Ingimundar hf. sem starfað
liefur í Reykjavík. Sölusamningurinn byggist á makaskiptum við Ingi-
mund hf. þar sem eignirnar á Siglufirði voru metnar á móti húseign
fyrirtækisins við Súðavog í Reykjavík og er milligreiðsla ríkissjóðs
67 milljónir króna. Þá er þess vænst að Byggðastofnun taki þátt í
flutningi fyrirtækisins til Sigluljarðar með því að létta allt að 25 millj-
ón króna skuld af Ingimundi hf.
Ingimundur hf. mun flytja alla
sína starfsemi til Siglufjarðar, en
áður höfðu skip félagsins, Ögmund-
ur RE, Helga RE og H^lga II RE
lagt upp á Siglufirði, en aflinn síðan
fluttur suður til vinnslu. Með samn-
ingnum er tryggt að framhald verð-
ur á störfum 20-30 manna við
rækjuvinnsluna, auk þeirrar atvinnu
sem skapast við útgerð þriggja skipa
Ingimundar hf. sem hér eftir verða
skráð og gerð út frá Siglufirði.
Tvær rækjuverksmiðjur verða
sameinaðar í eina í kjölfar samnings-
ins, sem auka á hagkvæmni í þeirri
grein fiskvinnslunnar. Þær eignir
sem ríkið lætur af hendi á Siglufirði
eru vinnsluhúsið við Norðurgötu 20,
tæki öll og búnaður, þ. á m. rækju-
vinnsjuvélar og meðfylgjandi kaup-
leigusamningur, en eignunum fylgja
einnig áhvílandi skuldir. Á móti þess-
um eignum koma fasteignir Ingi-
mundar hf. við Súðavog 6 í
Reykjavík, ásamt ýmsum tækjum
en eignunum fylgja líka áhvílandi
skuldir. Niðurstaða samninganna er
sú að ríkissjóður yfirtekur 67 millj-.
óna króna lán Ingimundar hf. um-
fram eignaskipti.
Þá er þess einnig vænst að
Kirkjuklukkur teknar í
notkun í Glerárkirkju
Miklar framkvæmdir við kirkjuna í sumar
KIRKJUKLUKKUR voru formlega teknar í notkun við guðsþjónustu
í Glerárkirkju á sunnudag. Klukkurnar eru danskar og kosta tæpar
279 þúsund krónur. í sumar hefur verið unnið að lokafrágangi kirkj-
unnar að utan, en mjög mikil sjálfboðavinna hefur verið unnin við
kirkjubygginguna frá upphafí og er áætlað að um 300 manns hafí
á einn eða annan hátt komið nálægt byggingunni. Kirkjubyggingin
er um 2100 fermetrar að stærð, um 1100 fermetra á efri hæð og
kjallariiin er um 1000 fermetrar.
Byggðastofnun taki þátt í flutningi
fyrirtækisins norður með því að létta
allt að 25 milljóna króna skuldum
af Ingimundi hf.
Við undirritun samningsins í gær
voru m.a. viðstaddir nokkrir af þing-
mönnum kjördæmisins og létu þeir
í ljós mikla ánægju vegna flutnings
fyrirtækisins frá Reykjavík til Siglu-
fjarðar. Fjármálaráðherra sagði að
flutningunum hefði verið líkt við það
að fá álver inn í byggðalagið, en
skipum fyrirtækisins fylgir 600
tonna rækjukvóti og 1.600 tonna
botnfiskkvóti í þorskígildum.
„Þetta er söguleg stund, sem
áreiðanlega verður skráð í byggða-
sögu Siglufjarðar. Þetta er byggða-
stefna sem bragð er að,“ sagði
Kristján Möller.
Á síðasta ári var leitað tilboða
hjá nokkrum aðilum um kaup og
uppsetningu kirkjuklukkna og
ákveðið var að taka boði fyrirtækis-
ins Dansk kirkeklokketeknik. Til-
boðið hljóðaði upp á tæpar 279
þúsund króna fyrir klukkur og allan
búnað þeim tilheyrandi, þ. á m.
tölvustýrðan fjarstýribúnað, tölvu-
klukku o.fl. Klukkurnar sjálfar eru
steyptar í Hollandi, en annar búnað-
ur kemur frá Danmörku. Stærsta
klukkan er um 690 kíló og 104
Skipstjóri - stýrimaður
Vanur maður óskar eftir skipstjóra- eða
stýrimannsplássi, helst við togveiðar.
Upplýsingar í síma 96-24572.
sentimetrar í þvermál, sú næsta um
400 kíló, en sú minnsta er 285 kíló
að þyngd.
Fyrsta skóflustunga var tekin í
lok maí 1984 af þáverandi biskupi
Islands, herra Pétri Sigurgeirssyni,
dg það var einnig hann sem vígði
fyrsta hluta kirkjunnar í febrúar
1987. Mikil sjálfboðavinna hefur
verið unnin við bygginguna og
áætlað að ekki færri en 300 manns
hafi þar komið nærri.
Eftir að innréttingu neðri hseðar
var lokið var skátafélaginu Klakki
leigður hluti húsnæðisins og á
síðasta ári hóf barnaheimilið Króga-
ból þar starfsemi einnig. Þá hefur
Fræðsludeild þjóðkirkjunnar á
Norðurlandi einnig verið leigð þar
aðstaða.
Bílastæði vestan og norðan kirkj-
unnar verða malbikuð nú í septem-
ber, én f súmar hefur verið unnið
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Nýjar kirkjuklukkur voru teknar
í notkun við Glerárkirkju á
sunnudag.
að ýmsum lokafrágangi utanhúss,
m.a. var kirkjan máluð og nokkrir
vinnufélagar úr Slippstöðinni
smíðuðu í sjálfboðavinnu kross sem
settur hefur verið upp á turn kirkj-
unnar.
Framreiknaður byggingakostn-
aður var um sl. áramót rúmar 102,5
milljónir króna. Byggingin hefur
verið fjármögnuð með sóknargjöld-
um, styrkjum, frjálsum framlögum
og gjöfum, auk lána og ýmiskonar
fjáröflunar. Heildarskuldir vegna
byggingar kirkjunnar voru um ára-
mót 24,1 miUjón- króna,
Gísli Jóns-
son ráðinn
yfírmaður
Flugleiða á
Norðurlandi
GISLI Jónsson framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofu Akureyrar
hefur verið ráðinn yfirmaður
starfsemi Flugleiðaá Norður-
landi. Hann tekur við af Gunnari
Oddi Sigurðssyni, sem hefur ver-
ið umdæmisstjóri Flugleiða á
Akureyri í tæp í 7 ár.
í frett frá Flugleiðum segir m.a:
„Gísli Jónsson hefur starfað að
ferðamálum á Norðurlandi um ára-
tugaskeið. Ferðaskrifstofa Akur-
eyrar hefur verið mikilvségasta fyr-
irtækið þar um slóðir í þjónustu við
innlenda og erlenda ferðamenn.
Gísli verður áfram framkvæmda-
stjóri ferðaskrifstofunnar, jafn-
framt því að stýra starfi Flugleiða.
Með ráðningu hans efla Flugleiðir
samstarf við heimamenn og styrkja
jafnframt ferðaþjónustu í fjórð-
ungnum með nánara samstarfi við
, FerðaskrifstofU: Ákureyraiv",