Morgunblaðið - 16.09.1990, Page 11

Morgunblaðið - 16.09.1990, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1990 11 Iofangreindu máli, sem gerðist aðfaranótt föstudagsins 17. nóvember 1989, var starfs- stúlka í íþróttamiðstöð í Kópavogi á leið heim úr vinnu. Vinnustaðurinn var í iðnaðarhverfi og unga konan seint á ferð, því síðustu gest ir yfirgáfu ekki íþróttamiðstöðina fyrr en upp úr miðnætti, en þá átti konan eftir að ganga frá í sjopp- unni sem var á staðnum og í saln- um. Ekki hafði konan farið langt frá vinnustaðnum þegar grímuklæddur maður, vopnaður hnífi, réðist á hana og neyddi hana með ofbeldi til að fylgja sér að viðbyggingu íþróttahússins. Þar þröngvaði hann henni til samræðis við sig. Árásar- maðurinn, sem er 29 ára gamall og hefur ekki komið áður við sögu lögreglunnar, sat fyrir konunni og talið er að hann hafi undirbúið nauðgunina. Konan kærði nauðgunina strax um nóttina og var málið sett í hend- ur Rannsóknarlögreglu ríkisins. Við læknisskoðun á konunni fannst sæði árásarmannsins og var það varðveitt. Blóðsýni sextíu borgara Strax um nóttina hófst rannsókn á vettvangi, en að sögn Sigurbjörns Víðis Eggertssonar deildarfulltrúa hjá RLR, sem stjórnaði rannsókn- inni, voru Íítil ummerki á staðnum og upplýsingar allar óljósar. Örlitla vísbendingu um árásar- manninn gat konan gefið í viðtölum sínum við rannsóknarlögregluna, en hún þótti of veik til að hægt væri að byggja á henni. Líklegt þótti að árásarmaðurinn væri einhver úr nánasta umhverfi konunnar, og var því fljótlega tekin sú ákvörðun að boða alla þá sem voru í næsta nágrenni við fórnar- lambið kvöldið sem verknaðurinn var framinn, alls um 60 manns, á fund lögreglunnar og spyija þá ákveðinna spurninga. Eina sönnunargagnið sem lög- reglan hafði í raun í höndum sínum var sæði árásarmannsins sem fannst við læknisskoðun í kápu konunnar. í samráði við Gunnlaug Geirsson prófessor í réttarlækning- um, var ákveðið að beita hefðbund- inni erfðamarkarannsókn og því farið fram á það við mennina sextíu að þeir létu í té blóðsýni til saman- burðarrannsóknar. Niðurstöður þeirrar rannsóknar þóttu ekki full- nægjandi og var þá ákveðið að senda blóðsýnin og fatnað með sæði árásarmannsins utan í DNA- erfðafræðirannsókn. DNA-rannsóknum var fyrst beitt í sakamálum erlendis fyrir u.þ.b. þremur árum, en þetta var í fyrsta sinn sem Rannsókna'-lögregla ríkis- ins notfærði sér h; .a. Rannsókn- inni hafði þó á'' >r verið beitt í íslenskum barnsf. i.ernismálum, að sögn Gunnlaugs Geirssonar. En þetta var einnig í fyrsta skipti sem rannsóknarlögreglan fékk hóp borgara til að vinna með sér að lausn sakamáls og á slík samvinna sér fá fordæmi þótt víða væri leit- að. Reynsla rannsóknarlögreglunn- ar var yfirleitt sú, að almenningur væri mjög samvinnufús þegar um afbrotamál var að ræða, en þó kom samstarfsvilji mannanna sextíu þægilega á óvart. Segir Sigurbjörn Víðir, að hann sýni ekki einungis þann vilja mannanna að hreinsa mannorð sitt, heldur einnig og miklu fremur þá óbeit sem menn hafa á nauðgunum, og ósk um að fá slík mál upplýst. í eina viku unnu þrír rannsóknar- lögreglumenn að því að ná til hinna 60 manna, ræða við þá og senda til réttarlæknis sem tók blóðsýni. Hinn seki var þar á meðal og lét blóðsýni fúslega af hendi, enda annað sjálfsagt vakið grunsemdir. í desember, stuttu eftir þennan hrottalega glæp, fór Gunnlaugur Geirsson utan með sönnunargögnin og vann í viku að rannsókninni ásamt sérfræðingum Cellmark- stofnunarinnar, en síðan tók dr. Keith Turner alfarið við rannsókn- inni. Nú hófst löng bið, því rannsókn- araðferð sem þessi er umsetin og því margir á biðlista. Eftir níu mánuði lágu niðurstöður fyrir, en rannsóknarlögreglumenn höfðu þó vitað nokkru áður hvað klukkan sló, því sérfræðingar úti óskuðu eftir öðru blóðsýni" úr ákveðnum manni til að sannprófa niðurstöður sínar. Blóðsýnið sem beðið var um reyndist vera árásarmannsins. Nauðgarinn grímuklæddi játaði verknaðinn þegar niðurstöður rann- sóknarinnar lágu fyrir, og var dæmdur í gæsluvarðhald. Rannsóknarlögreglan boðaði til blaðamannafundar í lok ágústmán- aðar sl., og skýrði frá þessari sér- stæðu aðferð sem notuð var til að upplýsa þennan hrottalega glæp. Ekki var skýrt frá einstökum þátt- um rannsóknarinnar af tilliti við fórnarlambið. Uppljóstrun þessa sérstaka saka- máls markaði tímamót í sögu rann- sókna í nauðgunarmálum og má ætla að menn hugsi sig ef til vill tvisvar um i framtíðinni áður en þeir ráðast á konur til að nauðga þeim. Glæpurinn var nú upplýstur, en hveiju breytti það fyrir fórnarlamb- ið?_ I fyrsta lagi voru færðar sannan- ir fyrir framburði konunnar, og í öðru lagi var árásarmaðurinn nú loks kominn undir lás og slá eftir að hafa leikið lausum hala í níu mánuði. Fórnarlambið gat í það minnsta farið ferða sinna án þess að óttast um líf sitt. En skaðinn var jafnmikill eftir sem áður og afleiðingar verknaðar- insjafn hörmulegar. í „Skýrslu nauðgunarmálanefnd- ar“, riti sem dómsmálaráðuneytið gaf út árið 1989, er m.a. skýrt frá þeirri tegund nauðgunar þar sem nauðgarinn dulbýr sig eða fer með konuna á afvikinn stað og níðist á henni, og þeim afleiðingum sem slík nauðgun getur haft: „Þær kon- ur sem verða fyrir árásum af þessu tagi og lifa þær af, eiga í ólýsanleg- um sálrænum og tilfinningalegum erfiðleikum og oft bíða þær áfalls- ins aldrei bætur.“ Kona í stuttpilsi Gunnlaugur Geirsson prófess- or segist líta á nauðganir sem alvar- legustu afbrotamálin. Oftast hafi þær hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir fórnarlambið, fjöl- skyldu þess og hjónaband, sem stundum rofnar. Oft endi þær i morði eða bæklun til líkama og sálar, og í sumum tilvikum geti árásarmaður verið haldinn alvarleg- um kynsjúkdómi. Hins vegar væru mörg mál ómarktæk, sprottin upp af ofneyslu vímugjafa og konan ekki til frá- sagnar fær, eða væri ef til vill að hefna sín á karlmanninum sem hún kærði. Mál sem þessi kæmu óorði á málaflokkinn í heild. Konur veigra sér oft við að kæra eða draga kærur sínar til baka, og gæti orsökin einmitt verið það óorð sem á nauðgunarmálum er. í meira en helmingi brotanna er vitað með vissu, að báðir eða allir aðilar hafa neytt áfengis áður en brotið er framið. Nauðgur. er jafn alvarlegt brot hvort sem konan er drukkin eða ódrukkin, en margir mættu ef til vill líta þennan glæp alvarlegri augum en þeir hafa gert. Yiðhorf til nauðgana geta verið með ýmsu móti og athyglisvert er, að ekki er alltaf hægt að ræða um framfarir í þeim efnum. í síðasta júníhefti tímaritsins „Crime Facts“ má lesa um tvenns konar viðhorf til nauðgana. Árið 1895 stóðu sex karlmenn fyrir rétti í Arkansas-fylki í Banda- ríkjunum. Þeir höfðu nauðgað F J A DÐADT16 K AJ^ Bæjarhrauni 20, Hafnarfirði Nýjar, vandaðar og fallegar vörur frá MISS BRITT Þýskalandi Sjúkraþjálfun Hef hafið störf hjá Sjúkraþjálfun Reykjavíkur, Seljavegi 2. Tekið er á móti tímapöntunum í síma 621916. Stefán Ólafsson, löggiltur sjúkraþjálfari. KVÍÐANÁMSKEIÐ Námskeið um stjórnun streitu, kvíða og spennu í mannlegum samskiptum. Kenndar eru og æfðar aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við þessi ein- kenni. Upplýsingar um helgar og öll kvöld ísíma 39109. Oddi Erlingsson, sálfræðingur. Hraðlestrarnámskeið...með ábyrgð! Vilt þú margfalda lestrarhraða þinn? Vilt þú auðvelda þér námið með auknum lestrarhraða og bættri námstækni? Vilt þú lesa meira af fagurbókmenntum? Vilt þú hafa betri tíma til að sinna áhugamálunum? Svarir þú játandi, skaltu skrá þig á hraðlestrarnám- skeið. Næsta námskeið hefst mánudaginn 17. septem- ber. Skráning alla daga í síma 641091. Hraðlestrarskólinn HRAÐLESTRARSKOLINN QB 10 ÁRA HEIMILISF.. INNANHUSSARKITEKTUR Viö kynnum nýtt námskeiö í bréfskólaformi. Námskeiðið er gjörólíkt því, sem áður hefur boðist hérlendis. Það getur annað tveggja verið undirbúningsnámskeið fyrir nám erlendis í faginu eða fyrir þau sem vilja hanna sitt eigið umhverfi innanhúss. Námið gefur ekki fag- leg réttindi, en er auðveld leið til þess að kanna haefileika þína á sviði innan- hússarkitektúrs. Við byrjum innritun strax. HANDMENNTASKOU íslands BOX1464 121 REYKJAVÍK SÍMÍ: 91/27444 ÉG ÓSKA EFTIR AD FA SENT KVNNINGARRIT HMÍ MÉR AD KOSTNAÐARLAUSU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.