Morgunblaðið - 16.09.1990, Síða 12

Morgunblaðið - 16.09.1990, Síða 12
hjálparvana bóndakonu hvað eftir annað, meðan vitorðsmenn ógnuðu manni hennar og börnum með byssu í næsta herbergi Dómarinn Isaae Parker ávarpaði hina seku og sagði: „Afbrot það sem þið hafið verið fundnir sekir um, vekur viðbjóð allra karlmanna sem ekki eru rudd- ar. Lögin líta á þetta athæfí sem glæpsamlegt brot á velsæmi og hrottafengna árás á heiður og sið- læti hins veikara kyns. Þetta er afbrot gegn almennri viðtekinni sómakennd og þeirri stoltu vitund um dyggð sem náttúran hefur gætt hjarta konunnar til að ljá kynlífí ljúfan blæ, enda hafa löggjafar Bandaríkjanna lagt slíkt afbrot að jöfnu við morð, jafn óskaplegt og af jafn illum hvötum sprottið . . .“ „Glæpaverk ykkar geta í engu tilliti vakið neina minnstu samúð. Ekki getið þið heldur vænst samúð- ar umfram þá sem unnendur dyggða og hatursmenn lasta geta auðsýnt þeim mönnum sem gerst hafa sekir um eitt hrottalegasta, illmannlegasta, ógeðslegasta og níðingslegasta ódæði sem um getur í glæpaannálum." Að svo mæltu dæmdi dómarinn þá alla sex til dauða. En tæpum 100 árum síðar var nauðgari sýknaður af kviðdómend- um í Suðurríkjum Bandaríkjanna á þeim forsendum að fórnarlambið hefði boðið upp á nauðgunina með klæðaburði sínum. Umrenningur frá Georgíu-fylki hafði ógnað ungri konu með hnífi og nauðgað henni á bflastæði við veitingahús eitt í bænum Ford Lauderdale hinn 6. nóvember 1988. Konan hafði verið klædd stuttpilsi úr blúndu og grænum hlýrabol en ekki verið í undirfötum. Oddviti kviðdómsins, Roy Diamond, reifaði röksemdirnar fyrir úrskurðinum og sagði: „Okkur finnst öllum að hún hafi beinlínis boðið hættunni heim með því að vera þannig klædd.“ í stað framþróunar frá frum- stæðri fortíð er hér um að ræða afturför til myrkustu miðalda og fábjánalega röksemdafærslu illa upplýstra kviðdómenda. Ef rangar flíkur eða of fáar flíkur nægja til þess að verða fómarlamb einhvers glæpamanns, má vel Iíta svo á að banna verði sundföt með öllu, og eins verði það réttlætanlegt að ræna konur sem bera skartgripi. Þær bjóði jú hættunni heim og eiga ekk- ert betra skilið en að vera rændar úr því þær eru „flagga“ gulli og perlum. Neyðarmóttan Flestir sem rætt var við í sam- bandi við nauðganir voru sammála því, að viðhorf almennings hér á landi og þeirra aðila sem rannsaka þessi mál hafí verið að breytast síðustu fímm árin. Sennilega á op- inská umræða um sifjaspell og al- varleg kynferðisafbrot hér þátt að máli. Árið 1984 samþykkti Alþingi að fela dómsmálaráðherra að skipa 5 manna nefnd er kanna skyldi hvem- ig rannsókn og meðferð nauðgunar- mála væri háttað, og gera tillögur til úrbóta í þeim efnum. Skýrsla nauðgunarmálanefndar, um 360 blaðsíðna rit, var gefin út af dóms- málaráðuneytinu árið 1989, og er þar ítarlega fjallað um nauðgunar- mál og breytingartillögur nefndar- innar þar að lútandi. Auk tillagna um breytingu á al- mennum hegningarlögum og lögum um meðferð opinberra mála, em tillögur um neyðarmóttöku og nám- skeið fyrir lögreglumenn og starfs- fólk heilbrigðisþjónustu. Athyglisverðar em tillögur um neyðarmóttöku, sem opin yrði allan sólarhringinn, þar sem málið yrði tekið föstum tökum strax frá upp- hafí. Gert er ráð fyrir starfshópi sem annast mundi brotaþola, en í honum yrði m.a. stuðningsmann- eskja og t.d. geðhjúkmnarfræðing- ur, læknir, félagsráðgjafi og sál- fræðingur. Eftir fyrstu móttöku fengi brotaþegi sálfræðilega aðstoð og stuðningsviðtal hjá félagsfræð- ingi eða sálfræðingi. Síðan færi læknisskoðun fram og að því búnu kæmi lögreglan í móttökuna, safn- aði gögnum og fengi allar nauðsyn- legar upplýsingar. Brotaþoli gæti síðan dvalist yfír nótt í neyðarmót- tökunni ef hann vildi, en daginn eftir hæfust skýrslutökur hjá lög- reglunni. Ekkert bólar á neyðarmóttökunni enn sem komið er, en hins vegar vom „Stígamót", miðstöð fyrir kon- ur og börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, stofnuð þann 8.mars sl. Stofnendur Stígamóta em Bamahópur Kvennaathvarfs- ins, Kvennaráðgjöfin, Ráðgjafar- hópur um nauðgunarmál, og Vinnu- hópur gegn sifjaspellum. Stígamót veita konum og bömum ráðgjöf, einkum þeim sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi, og hægt er að ná til þeirra allan sólarhringinn. Markmið Stígamóta er fyrst og fremst að vera með öfluga fræðslu og ráðgjöf. Námskeið eru haldin á vegum Stígamóta og hefst t.d. eitt þeirra nú í september, þar sem konum er kennt að veija sig. Áhersla er lögð á að vinna bug á óttanum, reyna að hugsa skýrt og bregðast rétt við aðstæðum. Nám- skeið þetta, sem á sér bandaríska fyrirmynd, hefur gefið mjög góða raun og er ekki síður ætlað eldri konum en þeim yngri. Þegar skýrslutökur hjá lögreglu fara fram, er brotaþola heimilt að háfa konu frá Stígamótum hjá sér. Smáatriðin mikilvæg Rannsóknaraðferðir í nauðgun- armálum hafa verið að breytast síðustu árin og segir Sigurbjöm Víðir hjá RLR, að fyrir 1986 hafí t.a.m. sýnum af sæði sem fundust við læknisskoðun verið hent. Á þeim tíma var einungis athugað hvort sæði fyndist í leggöngum konunnar eður ei. En meinafræðingar hefðu ef til vill getað fundið ýmislegt í sýninu, sem vísbendingu gæti gefíð um árásarmanninn, hefði það verið varðveitt. Rannsóknarlögreglan hefur nú í samvinnu við lækna útbúið skýrslu- eyðublöð fyrir læknisskoðun, þar sem skýrsla nauðgunarmálanefnd- ar var höfð til hliðsjónar, til að tryggja að rannsóknaraðferðir verði eins hvarvetna á'landinu. Skýrsla þessi sem gerð er að norskri fyrir- mynd er nú til umfjöllunar hjá land- lækni. Konur hafa oft gagnrýnt rann- sóknarlögreglumenn þegar um skýrslutökur í nauðgunarmálum er að ræða, og ásakað þá fyrir ónær- gætni og óþarfa spurningar, sem þær álíta að komi málinu ekkert við. Sigurbjörn Víðir var spurður hvort gagm-ýni þessi væri réttmæt, og svaraði hann því til, að sennilega gætti hér einhvers misskilnings. Þeir hjá RLR legðu allan sinn metn- að í að upplýsa hvert mái, en í nauðgunarmálum væri sönnun erf- ið, engin vitni og oftast eini mögu- leikinn að fella brotamenn á smá- atriðunum. Það krefðist að sjálf- sögðu nákvæmrar atvikalýsingar. Konur hafa ef til vill misskilið þær spurningar sem lúta að klæðn- aði þeirra, en um hann eru þær einungis spurðar í þeim tilgangi að sannprófa framburð brotamanns og brotaþola. Eins gæti konu þótt það áhugaleysi á verknaðinum sjálfum og nánast út í hött að vera að spyija hana um hvernig áklæði bflsins var, þar sem verknaðurinn var framinn. En fyrir rannsóknar- lögregluna getur það skipt miklu máli. Oft fínnast sönnunargögn á vett- vangi eins og í hrottalegu nauðgun- armáli sem gerðist fyrir nokkrum árum og lesa má um í hæstaréttar- dómum. Eldri kona var að huga að leiði í gamla kirkjugarðinum þegar árás- armaður kom henni að óvörum og nauðgaði henni. Konan gat ekki borið kennsl á árásarmanninn, en við vettvangsrannsókn fann lög- reglumaður fíngrafor á staumum sem geymir númer leiðisins. Var talið líklegt að árásarmaðurinn hefði haldið í staurinn meðan hann framdi verknaðinn. Lögreglan vakt- aði vettvang næstu daga og ekki leið á löngu þar til þeir urðu varir við mann er hegðaði sér grunsam- lega. Var maðurinn yfírheyrður og tekin af honum fíngraför, og kom í ljós að maðurinn átti fingraförin sem voru á staurnum. Árásarmaður játaði síðan verknaðinn. í nauðgunarmálinu sem gerðist í Kópavogi fundust engin fmgraför á vettvangi, en það má segja að þau hafí fundist í fatnaði konunnar. Ofangreint nauðgunarmál sýnir ótyírætt hversu mikilvægt það er að varðveita öll slík sönnunargögn. FRÁ 1. janúar 1985 til 31. deseraber 1989 voru 93 nauðaranir kærðar til rannsóknarlögreglu ríkisins. Á þessu ári, frara til 1. september sl., voru kærurn- ar orðnar 12. Síðustu árin hafa öll mál, hvort sem þau upplýsast eða ekki, verið send saksóknara ríkis- ins. Hjá saksóknara var einungis hægt að fá tölur um afgreiðslu mála frá síðustu tveimur árum, og kom í ljós að á árunum 1988 og 1989 voru 35 mál til umfjöllunar, af þeim voru 20 mál felld niður, en útgefnar 15 ákærur. Fram til 1. september á þessu ári hafa 5 ákærur verið gefnar út og 1 áminn- ing, en 13 mál verið felld niður. Kærur til RLR skiptast þannig milli ára: Kærðar nauðganir 1985 14 1986 21 1987 16 1988 22 1989 1990, til 1.9... Ríkissaksóknari fær send mál frá landinu öllu og skiptist af- greiðsla mála þannig frá 1. janúar 1988. 1988 voru 3 ákærurgefnar út en 7 mál felld niður. 1989 voru 12 ákærur gefnar út en 13 mál felld niður. 1990, til 1. septem- ber, 5 ákærur gefnar út og 1 áminning, en 13 mál voru felld niður. Málsmeðferð hjá dómstólum tekur mislangan tíma, en í skýrslu nauðgunarmálanefndar kemur fram að meðaltími er 297 dagar. í skýrslu nauðgunarmálanefnd- ar er einnig fjallað um aðstæður þegar nauðgun á sér stað, eins og t.a.m. árstíma, vikudag, stund, stað sem aðilar hittast á, vettvang brots og fleira. Kemur f Ijós að kærur eru ekki árstíðabundnar, en flest brot eiga sér stað um helgar, eða á laugardögum, og algengasti tíminn er frá kl. 4 til kl. 6 að morgni. Oftast hittast aðilar á skemmtistað og vettvang- ur brots er í flestum tilvikum heimili kærða. í níu af hverjum tíu málum hefur að minnsta kosti annar aðilinn verið undir áhrifum áfengis þegar brotið er framið. Margar konur sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi leita til Stígamóta og fá þar styrk og aðstoð, allt frá því þær fara í læknisskoðun og þar til réttar- höldum er lokið. Einnig eiga þær kost á að taka þátt í námskeiðum þar sem áhersla er lögð á sjálfs- styrkingu. Ingibjörg Guðmundsdóttir, starfsmaður Stígamóta, segir að sektarkenndin einkenni flestar konur nauðgað hefur verið. Skipti þá engu máli hvort konunni hafi verið ógnað með hnífí, eða hvort um kunningjanauðgun hafí verið að ræða. Hún ásaki sjálfa sig fyr- ir að hafa ef til vill drukkið of mikið, eða fyrir það að hafa geng- ið heim en ekki tekið leigubíl, fyrir að hafa verið á röngum stað eða jafnvel fyrir klæðnað sinn. Fyrir kemur að unglingsstúlkur hafí ekki kært nauðgun því þær voru einmitt að gera það sem for- eldrarnir höfðu bannað, verið að drekka í einhverju teitinu. Til Stígamóta koma einnig kon- ur sem orðið hafa fyrir nauðgun en af einhveijum ástæðum ekki kært. Þær hafa t.d. verið hræddar um að það fréttist, þeim hefur verið hótað, eða þær hafa samúð með aðstandendum nauðgarans, eins og t.d. í einu tilviki þar sem konan vildi ekki kæra manninn því hún vissi að hann ætlaði að ferma bam sitt eftir viku. Kunningjanauðganir hafa ekki síður alvarlegar afleiðingar fyrir konuna en þær nauðganir þar sem árásarmaður er vópnaður. Oftast er minni samúð með konunni í fyrra tilvikinu en líðan hennar er þó hin sama á eftir. Ingibjörg segir, að nauðgun sé mesta niðurlæging sem kona geti orðið fyrir, völdin séu tekin af henni og á hana ráðist þar sem hún er viðkvæmust. Þær eru skelfingu lostnar af ótta og mjög algengt að þær þori ekki að vera einar á eftir, né heldur að fara út úr húsi eða svara í síma. Oft hafa þær martraðir á næturna, og þjást af þunglyndi, svefnleysi og doða. Vilji þeirra hefur verið brotinn á bak aftur, enda sé það yfirleitt hugsunin um að drottna yfir og niðurlægja sem liggi á bak við nauðgun en ekki óviðráðanleg kynhvöt. Fordómar og ranghugmyndir gagnvart nauðgunum eru aigeng- ar, eins og t.d. að einungis sé ungum konum nauðgað, að nauðgarinn hafl ekki ráðið við sig því konan hafi æst hann upp, að ekki sé hægt að nauðga konu gegn viija hennar, að allar konur dreymi um að láta nauðga sér eða að nauðgarar séu oftast geðveikir menn. Konurnar hjá Stígamótum hjálpa þolendum til að öðlast sjálf- straust á nýjan leik og segir Ingi- björg að mikilvægt sé að þær skilji, að þær séu jafngóðar og þær voru áður en þær urðu fyrir þessari hræðilegu reynslu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.