Morgunblaðið - 16.09.1990, Page 38

Morgunblaðið - 16.09.1990, Page 38
38 KARLAR ... að koma á réttum tíma... Stundum finnst mér eins og lífið snúist um það eitt að bíða eft- ir karlmönnum. Eiginmaðurinn, synirnir, póst- urinn, vinnufélagarnir og vinirnir, allir láta standa á sér á erfiðustu stundum. Æ, þið vitið ör- ugglega hvað ég á við, ein biðmínúta er eins og sólar- hringur þegar ekkert bólar á manninum. Loks koma þeir, ég orð- in eldrauð af æsingi og á alltaf von á afsökunarbeiðni. En í staðinn heyri ég eitthvert rugl eins og „Hæ, hefur einhver hringt?" (eiginmað- urinn) „Er kaffi á könnunni?", - (pósturinn) „Er búið að fara i bank- ann?“ (vinnufélaginn). Ekki orð um það hvers vegna ég er látin bíða lon og don. Ef ég svo voga mér að spyrja hversiags háttalag þetta er, „þá eru þeir annaðhvort að bjarga mannslifi, vininum eða bílnum". Þvílíkir kvennatraðk- •arar. Konur, jú, jú, viðgetum alltaf beðið, varla merkilegt það sem við gerum. Vonandi er ég bara ein sem hef þetta vandamál, því stelpur, þetta er óþolandi. Er ekki sann- leikur í orðunum „Kona án karl- manns er eins og fiskur án reið- hjóls". Eða „þegar kona giftir sig lætur hún áhuga margra karl- manna fyrir áhugaleysi eins". Svo er fólk að hneykslast á drauma- prinsinum. Súsanna skrifaði um daginn að hún hefði ekki fundið drauma- prinsinn, það er alveg ótrúlegt ^hvað við konurnar verðum að kyssa heilan djöf . . .dóm af frosk- um áður en við finnum drauma- prinsinn. Jólin koma vist bara einu sinni á ári (gott að vera ekki jólin . . . smá spaug svona). Súsanna hefur nægan tíma, og þó svo að hjónabandið sé dásamleg stofnun, þá er ekkert sjálfgefið að allir vilji eyða ævinni í stofnun. Ég neita því ekki að þegar, ef svo ólíklega vildi til, að eiginmaðurinn kæmi á réttum tíma, með blóm í hendi, demantshring og nýjan bíl. Hvað maður gæti verið þakklátur og þó svo að við giftu konurnar eigum okkur sjálfar, i raun og veru, þá er nú alltaf gaman að splæsa á aðra! Já nýjan bíl, ég fékk nú reyndar nýjan bíl þegar ég flutti til Svíþjóð- ^ar frá draumaprinsinum. Nefni- lega Volvo. Undrandi? Málið er að draumaprinsinn minn er krati. Hann getur ekki gert að því, hann fæddist víst svona. Hugsið ykkur þvílík örlög að fæðast krati. Jæja, í öllu falli, aka jafnaðarmenn í Svíþjóð á Volvo. Volvo er góður fjöl- skyldubíll, ekki mjög áberandi og eyðir litlu. Sérkennilegt að oft þeg- ar ég skrifa um karla dettur mér i hug bílar, einhvers konar freud- ískar vangaveltur. Annars á maður ekki að kvarta, hvað með það þó við konurnar biðum öðru hvoru eftir að karl- mennirnir komi. Hvað að vera að öfundast út í Súsönnu þó hún þurfi aldrei að biða. Er ekki grasið alltaf grænna á gröf náungans? Og 'X. hvernig komast svo stúlkur yfir að eignast mink? Súsanna, jú rétt eins og minkur kemst yfir mink. Valið er jú okkar, því eins og Ösku- buska forðum getum við alltaf hlaupið (munið bara eftir að hafa fengið minkinn áður). Það er nefni- lega fljótlegra að hlaupa með pilsið upp um sig en með buxurnar á hælunum. Jæja þarna kemur harin loks- ins . . . „Sæll elskan, hvernig gekk í vinnunni? Maturinn er á eldavél- inni, börnin sofnuð, ég ætla að strjúka yfir gólfin áður en ég slæ í nokkra botna. Hvíldu þig nú, ást- ~ í- in mín. Ekki eðlllegt hvað lagt er á ykkur læknana. Þær verða að hjálpa ykkur meira þessar hjúkk- ur, svo þið komist fyrr heim á kvöldin . . .“ „Ég? Jú, jú, ég var að skrlfa greinina mina í Morgunblað- ið . . .“ „Alþýðublaðið? Jú, jú ég gæti svo sem boðið þeim grein. Eru einhverjar konur i flokknum? . . . Til hvers? Borðaðu nú, vinur, svo maturinn frjósi ekki, hann hefur beðið svo lengi . . . eftir Jónínu Benediktsdóttur MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. SEFTEMBER 1990 BRÚÐHJÓN VIKUNNAR Brúðguminn kom hringn- um ekki upp á fingurinn Brúðhjón vikunnar að þessu sinni eru Melanie Buckles og John Pelerson sem hefði heitið Jón Georgsson hefði hann ekki fæðst og alist upp í Bandaríkjun- um sem Vestur-Islendingur. Hann er sonur hjónanna Georgs og Guðrúnar Peterson. Melanie er aftur Bandaríkjamaður í húð og hár. John á ættir að rekja til Eyjafjarðar gerir það hann gjald- gengan í þáttinn Brúðhjón vik- unnar. Þau Melanie og Jón hafa þekkst í fjögur ár, en þau kynntust er hann hóf nám við Háskólann f Vermillion í Suður-Dakóta. Þá var hún sest þar á skólabekk og nam tölvutækni, en Jón fór í viðskipta- fræði. Melanie lauk námi í fyrra, en Jón kláraði sitt nám á síðasta vori og leitar dyrum og dyngjum að vinnu. Tókust kærleikar með þeim með þeim afleiðingum sem menn sjá nú, brúðkaupi. Brúðkaup eru ekki léttvægar athafnir, en Bandaríkjamenn vilja vera stærstir og mestir á því sviði eins og öðrum. Því er það, að það dugar engan veginn að hafa hjónaleysurnar, prestinn og svaramenn til staðar, heldur „heiðursbrúðarmeyju“, svara- mann, fjórar brúðarmeyjar, fjóra brúðsveina, tvo „leiðsögumenn“ í kirkjunni, þ.e.a.s. menn sem vísa til sætis. Sérstakan hringburðar- mann og kynni auk einsöngvara, organista og prests. Dugar ekkert minna og er gefin út nokkurs konar „leikskrá" með dagskrá brúðkaupsins prentuð innan í fal- legt kort. íburðurinn er því tals- vert meiri heldur en gerist og gengur á Fróni og svo eru brúð- hjónum í Bandaríkjunum auðvitað ekið til og frá á skreyttum „lim- úsínum“. Þegar venjulegum forathöfnum dagsins var lokið hugðist brúður- inn setjast út í bifreið og láta aka sér til kirkju. Ekki gekk það eft- ir, því hinn sérsaumaði brúðar- kjóll féll þétt að líkamanum, svo þétt að augljóst var að hann brysti ef brúðurin léti það eftir sér að setjast í „limúsínuna“ sem sótti hana. Nú voru góð ráð dýr, athöfnin senn að hefjast og allt útlit fyrir að brúðurin kæmist ekki án þess að rífa kjólinn! í skyndingu var pöntuð önnur glæsibifreið, ekki útlitslakari, en drjúgum lægri og gat þá brúðurin smeygt sér inn í bílinn án þess að rífa flíkina í hengla. Ekki varð töf af þessu þótt skuggalega hefði horft um tíma. Hófst svo athöfnin, en ekki tók betra við er brúðguminn átti að renna hringnum upp á fingur eig- inkoi u sinnar. Tókst það ekki betur til en svo, að hringurinn sat fastur fremst á fingrinum og fór hvergi, sama hvernig brúðguminn reyndi að lempa hann til og frá. Brúðhjónin. Þetta varð til þess að brúðurin skellti upp úr og þá presturinn, sr. Timothy Heupel, einnig og loks allir brúðkaupsgestir með tölu. Meðan allir hlógu tókst Jóni að koma hringnum alla leið, athöfnin hélt áfram og tókst að ljúka henni án frekai skakkafalla. Er út kom áttu þau Jón og Melanie von á að lenda í skæðadrífu hrísgijóna, en ekki fór það nú svo. Gestir þeirra höfðu ákveðið að gera eitthvað annað og meira, eitthvað litskrúðugra og tignarlegra. Því var það, að marglitum blöðrum var sleppt upp í loftið er brúðhjónin gengu út úr kirkju. Segja má að í lok athafnar hafi farið fram hefðbundin veisla, en síðan héldu hjónin til Arizona þar sem þau bjuggu í sumarhúsi á afviknum stað um nokkurra daga skeið. LÖGGÆSLA * Vinnusemi Islendinga athyglisverð Nýlega er farinn af landi brott Svíinn Hans Leister sem dvaldi hér í tíu daga á vegum sænsku ríkisstjórnarinnar. Leister er yfirlögregluþjónn í Jakobsburg sem er 100.000 manna nágranna- bær Stokkhólms, og nánast út- hverfi höfuðborgarinnar. Leister var að inna af hendi verkefni sem fólst í því að fylgjast með því hvern- ig lögreglan í Reykjavík vinnur ef vera skyldi að Svíar gætu eitthvað af Islendingum lært í löggæslumál- um. Morgunblaðið ræddi við Leister skömmu áður en hann kvaddi kóng og prest og hélt til síns heima með möppu fulla af athugasemdum og minnispunktum. Leister sagði fyrst, að í stærstum dráttum væri unnið að löggæslu- málum með sama hætti í Svíþjóð og á íslandi, hins vegar væri vand- inn að nokkru leyti ekki hinn sami, því í Reykjavík væru færri afbrot á ári heldur en þar sem hann rækti sitt starf, 9.000 afbrot á móti 10.000 afbrotum og til þess að sinna þeirri afbrotatíðni hefði hann yfir 160 lögregluþjónum að ráða en í Reykjavík væru þeir 300 tals- ins. Þá væri yfirvinnuþak á sænska lögreglumenn á ársgrundvelli 250 klukkustundir, en margir íslenskir lögreglumenn ynnu um 1.000 yfir- vinnustundir á ári. „Ég skil þetta svo sem að launin á Islandi séu svo lág og verkalýðsfélög eru ekki að setja stólinn fyrir dyrnar með eftir- vinnu. Á íslandi eru lögreglumenn með helmingi lægri föst laun heldur en í Svíþjóð. Að vísu er bein skött- un líklega hvergi hærri heldur en í Svíþjóð, en þetta eru engu að síður sláandi tölur. Heima sjá verkalýðs- félögin til þess að halda yfirvinnu niðri og það er erfitt að fá því breytt.“ En hvers vegna ætti Leister að Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Hans Leister, lögregluforingi frá Svíþjóð. vilja breyta því? „Jú, niðurstaðan er einfaldlega sú, að löggæsla er ekki nægilega mikil og góð. Það er mikið um afbrot tengd fíkniefna- neyslu í Svíþjóð og slíkum afbrotum fjölgar. Vandi íslendinga af þeim sökum er lítill miðað við það sem annars staðar gerist og íslenskir lögreglumenn geta einbeitt sér að öðrum verkefnum. Löggæslan heima mætti batna og það gerist helst ef fjölgað yrði í lögreglunni og yfirvinnutími yrði rýmri, en það er víst ekki á döfínni. Annað sænskt löggæsluvandamál er yfirmanna- fargan. Einhveijum þykir kannski nóg um hér á landi, en þið megið trúa því að það er hátíð hjá því sem víða gerist, m.a. í Svíþjóð.“ En upp á hveiju mun Leister stinga til úrbóta fyrir sænska lög- gæslu er hann hittir fyrir yfirboð- ara sína í Svíþjóð? „Ég á nú eftir að taka athuganir mínar saman og get því kannski ekki gefíð tæmandi svar við spurningunni. Atriði eins. og meiri yfirvinna og fleiri lögreglu- menn eru liðir sem fást erfiðlega í gegn. En ég mun ekkert draga undan í skýrslu minni. Eitt sem ég mun þó reyna að fá innleitt er sá góði siður íslendinga, að ráða há- skólastúdenta í afleysingar á sumr- in. Það er góð nýting á mannskap og góður skóli fyrir skólafólk í fríi. Heima þekkist slíkt ekki,“ sagði Hans Leister. Herrasnyrtivörur 4 stk. kr. 814,- 2 kg. Cadbury’s Roses konfekt kr. 1.898,- Jólatréslampi kr. 1.478,- BÚSÁHÖLD - GJAFAVÖRUR - LEIKFÖNG OFL. PANTIÐ JÓLAVÖRURNAR NÚNA PÖNTUNARSÍMI52866. Verð miðað við gengi 23.8.1990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.