Morgunblaðið - 16.09.1990, Side 39

Morgunblaðið - 16.09.1990, Side 39
39 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBÉR 1990 Hópurinn á „kirkjugóinnu".. NESJAVELLIR * Alfaklúbbur tekur umhverf! álfakírkju í fóstur Jú, við höfum frétt að borgarráð hafi úthlutað okkur þessu landi á Nesjavöllum til ráðstöfunnar. Það verður formlegt á næstu dögum og þar með hefur SÁÁ tekið skikann í fóstur og við ætlum að skila hon- um af okkur grónum og fallegum, enda annað ekki við hæfi þar sem þarna er að finna stærstu álfa- kirkju landsins," sagði Grétar Berg- mann í samtali við Morgunblaðið. En um hvað snýst málið? Grétar heldur áfram: „Þetta byijaði síðastliðið vor er SÁÁ stóð fyrir fjáröflun og var lítill álfur seldur í einn dag. Þessu var gríðarlega vel tekið og margir álfar seldust, en sölufólkið, sem allt er úr röðum SÁÁ , stofnaði með sér Álfaklúbb til þess að halda hópinn og skipuleggja álfasölu næsta árs. Meðal annars sótti þessi klúbb.ur um að fá afgirt skógrækt- arsvæði á Nesjavöllum þar sem Einar á Einarsstöðum fann stærstu álfakirkju landsins á sínum tíma. Nú hefur það gengið eftir og við erum þess albúnir að taka þennan landskika í fóstur." Hinir mennsku „álfar“ SÁÁ fóru austur á Nesjavelli í sumar sem Álfakirkjan. leið og skoðuðu sig um. Sagði Grét- ar að þeim hefði litist alveg sérstak- lega vel á sig og menn hefðu fund- ið að þeir væru að hella sér út í þarft verk og gott. Nú væri búið að úthluta svæðinu og menn biðu með óþreyju eftir því að láta til skarar skríða. GLERLIST Viðbúnað- ur Skota vegna Jón- asar Braga Ungur íslenskur myndlistar- maður, Jónas Bragi Jónas son, hefur fengið inngöngu í Kon- unglega listaháskólann í Edinborg sem þykir með betri og eftirsótt- ari skólum sinnar tegund. Aðeins tveir fslendingar hafa áður fengið sæti í þessum skóla, Leifur Breið- fjörð og Sigríður Ásgeirsdóttir. Inntaka Jónasar í skólann er ekki síður merkileg fyrir þær sakir, að skólayfirvöld ákváðu að festa kaup á dýrum tækjum til þess að Jónas gæti sem best skapað list sína, en hann steypir skúlptúra í gler og er það vandasamur starfi svo ekki sé sterkara að orði kveð- ið. Jónas hefur verið í þijú ár við nám í Englandi og sérhæft sig í umræddum skúlptúr. Það er mikið vandaverk, því fyrst þarf að smíða Glerlistamennirnir Leifur Breiðijörð t.h. og Jónas Bragi Jónasson. mót sem þolir hitann frá bræddu glerinu. Sú vinna getur tekið allt að tvo mánuði. Síðan getur það tekið tvo til þijá daga að hella glerinu í mótin til þess að fá rétt blæbrigði. Búnaðurinn sem fyrr greinir kostaði skólann tæpa milljón og var hann keyptur eingöngu vegna væntanlegrar setu Jónasar í skól- anum. Jónas Bragi hefur haidið nokkrar sýningar á glerskúlptúr- um sínum í Englandi, en aldrei heima á íslandi. Mun það heldur ekki vera á dagskrá, ekki fyrst um sinn að minnsta kosti. 511 Þjjóðleikhúsið frumsýnir í íslensku óperunni gamanleik með söngvum Örfá sætí laus eftir Karl Ágúst Úlfsson, Pálma Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árnason. Handrit og söngtextar: Karl Ágúst Úlfsson Leikstjóri: Egill Eðvarðsson Tónskáld: Gunnar Þórðarson Leikmynda- og búningahönnuður: Jón Þórisson Dansahönnuður: Ásdís Magnúsdóttir Hljómsveitarstjóri: Magnús Kjartansson Ljósahönnuður: Páll Ragnarsson Sýningarstjóri: Kristín Hauksdóttir Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Bessi Bjarnason, Jóhann Sigurðarson, Karl Ágúst Úlfsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Rúrik Haraldsson, Sigurður Sigurjónsson, Steinn Ármann Magnússon, Tinna Gunniaugsdóttir, Þórarinn Eyfjörð og Örn Árnason. Dansarar: Asta Henriksdóttir, ÁsdísMagnúsdóttir, Heiga Bernhard og Guðmunda H. Jóhannesdóttir. Leikpersónurm.a.: Ragnar Reykás, Kristján Ólafsson, Grani, útfararstjóri, Heimir, Bogi róni, Ófeigur, tenór, Davíð borgarstjóri, Geir, menntamálaráðherra, Haddi banjó, Fróði, Reinhart, Harry, Örvar róni, Friðrik, Snævar, Steingrímur, spaugmunavörður, sætavísa, Skugga-Sveinn, Ástvaldur, saumakona, hvíslari, Ólafía, Ingibjörg, Ásta í Dal, Hreiðar, Heiðar, Viðar, Ólafur Ragnar, Kapítóla, Þormóður, Ketill skrækur, sviðsmenn, sjónvarpsmenn og áhorfendur. Föstud. 21. sept. (frumsýning), laugard. 22. sept., 2. sýn., sunnud. 23. sept., 3. sýn., fimmtud. 27. sept., 4. sýn., föstud., 28. sept., 5. sýn., sunnud. 30. sept., 6. sýn., föstud. 5. okt., 7. sýn., laugard. 6. okt., 8. sýn., sunnud. 7. okt., föstud. 12. okt. laugard. 13. okt. og sunnud. 14. okt. Miðasala og símapantanir í íslensku óperunni alla daga nema mánudaga frá kl. 13-18. Símapantanir einnig alla virkadagafrá kl. 10-12. Símarl 1475 og 11200.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.