Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 1

Morgunblaðið - 25.10.1990, Síða 1
80 SIÐUR B 242. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Óeirðir á Indlandi: Vaxandi lík- ur á þing- kosningum Nýju Delhí. Reuter. VISHWANATH Pratap Singh, forsætisráðherra Indlands, hyggst boða nýjar þingkosning- ar vegna illvígra trúar- og stéttadeilna að undanförnu, að sögn háttsettra embættismanna í flokki ráðherrans, Janata Dal, i gær. Flokkur heittrúaðra hindúa, Bharatiya Janata-flokk- urinn (BJP), hætti nýlega stuðn- ingi við samsteypustjórn Singhs vegna þess að einn forystu- manna flokksins var handtekinn fyrir að ætla að reisa hindúa- musteri þar sem fyrir er moska múslima. 20 manns féllu í trú- málaóeirðum í nokkrum borgum í gær. Minnihlutastjórn Singhs hefur átt í vök að veijast frá því að hún tók við að loknum ósigri Kongress- flokks Rajivs Gandhis á síðasta ári. Stjórnvöld óttuðust að leiðtogi BJP, Lal Khrisnan Advani, myndi með áróðri sínum magna enn óvild milli 100 milljóna múslima og hindúa sem eru í meirihluta í landinu en íbúar Indlands eru nær 850 milljónir. Advani var handtek- inn í fyrradag. Þá efndi BJP til verkfalls og sigldu óeirðir í kjölfar- ið milli hindúa og múslíma með fyrrgreindum afleiðingum. I ágúst sl. ákvað Singh að auka 22,5% fasta hlutdeild lágstétta í opinberum störfum í nær 50%. Málið hefur valdið klofningi í flest- um stjórnmálaflokkum og kostað Singh fylgi meðal hástéttafólks í borgunum. Ungt fólk úr röðum þess telur að nýju lögin geri því ókleift að fá góðar stöður hjá opin- berum aðilum og hafa tugir ung- menna brennt sig til bana til að mótmæla ákvörðun forsætisráð- herrans. Til stuðnings Moldövum Reuter Mikil mótmæli urðu í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, í gær til stuðnings Moldövum en land þeirra sem áður tilheyrði Rúmeníu var innlimað í Sovétríkin fyrir fimmtíu árum. Moskvuútvarpið sagði frá því í gær að ástandið í Moldavíu væri mjög alvarlegt og væri mikil hætta á borgarastyijöld. Tyrkir sem eru í minnihluta í Moldavíu hafa ákveðið að efna til kosninga á sunnudag um sjálfstæði sitt og hefur það vakið mikla reiði Moldava. Utanríkisráðherra Iraks: Frökkun- um sleppt án skilyrða París. Reuter. TAREK Aziz, utanríkisráðherra íraks, fullyrti I gær að frelsun frönsku gíslanna í Irak væri ekki bundin ncinun skilyrðum. „Við höfum aldrei rætt þessi mál við Frakka ... En vilji þeir endur- gjalda greiðann þá er það undir þeim komið,“ sagði Aziz. Um 330 franskir gíslar eru í írak og Kúvæt. Abdul Razzak al-Hash- imi, sendiherra íraks í Frakklandi, sagðist í gær vonast til að allir yrðu komnir heim á laugardag. Hann neitaði því að það væri skilyrði að franskir embættismenn sæktu fólk- ið til Bagdad þótt vissulega væri það ákjósanlegt. Sendiherrann sagði að Bandaríkjamönnum og. Bretum í írak og Kúvæt yrði einnig sleppt ef ríkisstjórnir þessara landa græfu stríðsöxina. Frakkar neita því statt og stöð- ugt að hafa samið um lausn gíslanna en Michel Rocard forsætis- ráðherra sagði í gær að ekki væri hægt annað en fagna einhliða ákvörðun af þessu tagi. Sjá „Saddam yfirvegaður ...“ á bls. 28. Þingkosningar í Pakistan; Bhutto sakar yfírvöld um stórfellt kosningasvindl Larkana í Pakistan. Reuter. BENAZIR Bhutto, fyrrum for- sætisráðherra Pakistans, lýsti því yfir að vegna svindls yfir- valda hefði hún tapað þingkosn- ingunum í landinu í gær. Sam- kvæmt fyrstu tölum sem birtar Efnahagsörðugleikar Svía: Jafnaðarmenn hyggjast fækka ríkisstarfsmönnum um 10% Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsins. MEÐAL þess sem ríkisstjórn jafnaðarmanna undir forystu Ingvars Carlssons ráðgerir til að vinna Svía út úr þeim efna- hagsvanda sem þeir eru komnir í er að segja upp 10% ríkisstarfs- manna og skerða sjúkratrygg- ingar. Stjórnin mun leggja fram neyðaráætlanir sínar um ráð- stafanir í efnahagsmálum á morgun eða laugardag. Meðal þess sem þar verður kynnt er niðurskurður á framlögum til heilbrigðismála og meðal annars verður hætt að borga bætur fyrir fyrsta veikindadag. Mikil leynd hefur hvílt yfir ráð- stöfunum og er stjórn jafnaðar- manna sögð eiga í miklum erfið- leikum með að koma málinu í höfn í þingflokknum. Meðal þess sem lekið hefur til Ingvar Carlsson fjölmiðla er að gert sé ráð fyrir niðurskurði útgjalda og sparnaði upp á a.m.k. 25 milljarða sænskra króna, jafnvirði 245 milljarða ISK. Einnig að ríkisstarfsmenn verði 10% færri innan þriggja ára en þeir eru nú. Allan Larsson fjármálaráðherra spáði því í gær að þjóðin myndi ærast þegar efnahagsráðstafanirn- ar yrðu kynntar. Nýlegar deilur um bensínverðhækkun yrðu eins og stormur í vatnsglasi miðað við það sem í vændum væri. Stig Malm, formaður sænska alþýðusambandsins, hefur varað við hinum fyrirhuguðu ráðstöfun- um og sagt að það væri lágmarks- krafa samtakanna að stjórnin skerti ekki kjör þeirra lægst laun- uðu og þeirra sem minnst mættu sín í þjóðfélaginu. voru í gærkvöldi eftir að Ijós var niðurröðun í 66 þingsæti af 217 fékk Þjóðarflokkur Bhutto 13 sæti en helstu keppinautarn- ir í íslömsku lýðræðisfylking- unni 29. Atta manns féllu og hundrað særðust í átökum sem tengdust kosningunum. Bhutto spáði því þegar hún greiddi atkvæði í heimabæ sínum Naudero í Sind-héraði að hún myndi vinna yfirburðasigur ef yfir- völd gripu ekki til kosninga- svindls. En undir kvöld sagði hún að fjölda kjörkassa hefði verið stol- ið og kassar fullir af atkvæðum andstæðinganna hefðu verið settir í staðinn. Hún sakaði útsendara bráðabirgðastjórnar landsins um að hafa rænt fulltrúum hennar á kjörstað til að þeir gætu ekki fylgst með framkvæmd kosning- anna. Aðstoðarmenn Bhutto sögðu mörg dæmi þess að kjörkössum hefði verið stolið. Bhutto var rekin frá völdum í ágúst síðastliðnum og síðan hafa hún og eiginmaður hennar verið ákærð fyrir spillingu. Helstu keppinautar Bhutto og flokks hennar eru Nawaz Sharif og Ghulam Mustafa Jatoi, leiðtog- ar bandalags niu flokka, sem nefn- ist íslamska lýðræðisfylkingin. Þeir beijast þó einnig innbyrðis um völdin og er búist við að ríkis- stjórn á þeirra vegum yrði ótraust. Þijár aiþjóðlegar nefndir fylgd- ust með framkvæmd kosninganna en ekki er búist við niðurstöðum þeirra fyrr en á morgun, föstudag. Kosningarnar fóru hægt af stað og benti það til þess að kjörsókn yrði dræm en 48 milljónir manna eru á kjörskrá. Þýskaland: Stjórnir myndaðar Berlín. Reuter. RÍKISSTJÓRNIR hafa verið myndaðar í þremur af fimm sambandsríkjum í austurhluta Þýskalands þar sem kosið var 14. þessa mánaðar. í Thúringen og Mecklenburg- Vorpommern tókst samkomulag um stjórnarmyndun milli kristi- legra demókrata, sigurvegara kosninganna, og fijálsra demó- krata. I Brandenborg mynda jafn- aðarmenn hins vegar stjórn með fijálsum demókrötum og Banda- lagi 90, sem samanstendur af umhverfisverndarsinnum og ýms- um frumkvöðlum byltingarinnar fyrir ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.