Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 1990 M M M M M M M M M M AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAJ STORSYNINGIN DYRIÐ GENGUR LAUST RÍÓ TRÍÓ í 25 ÁR ásamt stórhljómsveit Gunnars Þórdarsonar Stórkostleg 18 manna sýning - Glæsilegur matseðill - Skemmtistaðurá heimsmælikvarða - „Þvílík skemmturt. ‘ FiííiS seýir; , Viðhöfum ekkískemmt okkur eins vel ífleiri ár.' „Stemningin varrosaleg. “ Borðapantanir í símum 77500 og 78900 Miðaverð kr. 3.900,-. Eftir kl. 23.30 kr. 700.- Snyrtilegur klæðnaður Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar leikur fyrir dansi ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni BKEICVANGLC ^ SÍMITTSOO I HJt l I <5= M M M M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 M ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 ►4 k M ) M ►4 ->4 C ^VfíS^ og syning Hótel Loftleiðum fimmtudaginn 25. október 1990 DAGSKRÁ 12:45 Skráning þátttakenda hefst. 13:15 Fjármálaráðherra, Ólafur Ragnar Grímsson ávarpar ráöstefnuna. 13:30 Hvaö eru pappírslaus viöskipti? Sigurbcrgur Bjömsson, Landssamband iönaðarmanna. 13:45 Yfirlit yfir starfsemi EDI - félagsins. Vilhjálmur Egilsson, fonmaSur EDI-félagsins 14:00 Pappírslaus viöskipti í dag og framtíöarhorfur. Curl Daniclscn, Vice-chairman UN/IÍCE/WP.4, chairman NORPRO 14:30 Stefnumótun í upplýsingamálum verslana og pappírslaus viöskipti. Ingi Þór Hermannsson, vcrslunardeild Sambandsins. 14:45 Kaffíhlé 15:00 Reynslan af DACOM verkefninu og framtíöarhorfur. Bengt Friggcbo, EAN strikamerkjancfnd Svíþjóðar. 15:30 EDI þjónusta SKÝRR og ÍSNETS. Jón Þór Mrhallsson, forstjóri Skýrr 15:50 Fyrirhuguö EDI þjónusta IBM á íslandi. Guómundur Hannesson markaðsfulltrúi IBM á íslandi 16:05 Fyrirhuguö EDI þjónusta Pósts og Sfma. Karl Bcnder yfirverkfrœóingur, Pósti og Síma 16:20 Ráöstefnuslit. 16:30 Opnunsýningar. Vilhjálmur Egilsson.formaður EDI-félagsins (Bomar veröa fram léttar vcitingar) Ráðstefnustjóri: Holbcrg Másson, Netvcrk Staðsetnlng: Hótel Loftleiðir, ráðslefna í Höfða og sýning í Tanga. Tímasetnlng: Ráðstcfna: 25-10-90; kl. 12:45 -16:30 Sýning: 25-10-90; kl. 16:30 - 18:00 og 26-10-90; kl. 10:00 -15:00 GJald: Ráðstefna kr. 2.900,- Sýnendur: IBM á Islandi kynnir alþjóðancl IBM og EDI hugbúnað. Skýrr, ísnet og samstarfsaöilar kynna hugbúnaö fyrir EDI og sýna EDI - samskipti. Póstur og sími kynnir gagnahólfaþjónustu. Icepro kynnir Tedis áaetlun EFTA og Eb. EAN strikamerkjanefndin kynnir strikamerki og EDI. Tollstjóraembættið kynnir upplýsingalínu tollsins. Tæknival kynnir samskiptabúnað fyrirstaðamet. Þátttaka tilkynnist til Skrifstofu viöskiptalífsins í síma 83088, í síöasta lagi miðvikudag 24 október. EDI- félagið á Íslandi/Skrifstofa viðskiptalífsins skk ■ forritaþróunhf. Ríkistoilstióri opusallt £■ Póstur og sími GAGNAHÓLF ggTAKNIVAL ENDURREISN DAGSBRÚNAR eftir Þóri Karl Jónasson Eins og flestir vita þá er fyrir- hugað mótframboð gegn sitjandi stjórn í Dagsbrún. Auðvitað höfum við bæði fundið mótbyr og með- byr, sem eðlilegt er. Sumir hafa slegið því upp í fjölmiðlum að við séum ungir og óreyndir æsinga- menn, sem einungis ætli að æsa til verkfalla. En það er alrangt. Við erum á öllum aldri. Við erum málefnalegir og með góðar hug- myndir og stefnuskrá sem kynnt verður fljótlega. Er það eðlilegt að í 4.000 manna félagi sé eining um alla stjórnarmenn félagsins, jafnvel í áratugi? Það er óeðlilegt að ekki skuli hafa komið löglegt mótframboð í 18 ár. Sumir stjórn- armenn hafa setið í 38 ár í stjórn. Ég er ekki að finna stjórn félags- ins allt til foráttu og auðvitað ber að virða það sem vel er gert. Ég er persónulega ekki ósammála ýmsum hugmyndum formanns fé- lagsins. Eins og til dæmis þeim hugmyndum að beijast gegn fá- tækri undirstétt, eins og er í Eng- landi, og gegn einkaskólum, einkasjúkrahúsum og þess háttar, en verkin tala. Það er ekki nóg að það séu hugmyndir á blaði. Það verður að framkvæma þessar hug- myndir og beijast gegn þeim hug- myndum, sem mismuna fólki vegna stéttar þeirra og efnahags. Sum slagorð hafa verið notuð ára- tugum saman, eins og slagorðið að dagvinnulaun nægi til fram- færslu. Þetta slagorð mátti sjá í kröfugöngu 1. maí mest alla þessa öld eða frá því að þær hófust. Við erum ekki að bjóða gull og græna skóga. En við Vitum, að það er til nóg til skiptanna. Það er athyglis- vert að á undanförnum vikum hafa hin ýmsu fyrirtæki verið að bjóða hlutabréf til sölu og hafa þau selst upp, jafnvel á einum degi, og hafa færri fengið en vildu. Þetta segir okkur að það er til nóg af peningum í þessu iandi. Það er hægt að borga hærri laun á íslandi en raun ber vitni og það vita allir. En það gerist ekki af sjálfu sér að laun hækki. Ekki fara atvinnurekendur að taka það upp hjá sjálfum sér að hækka laun okkar. Það verður að sækja þau laun með baráttu og raunhæfri kröfugerð. En þegar hinir ýmsu verkalýðsleiðtogar eru farnir að gæta sömu hagsmuna og atvinnurekendur, eins og að sitja í bankaráðum, kann það ekki góðri lukku að stýra. Það samrýmist ekki tilgangi verkalýðsfélaga að standa í banka- rekstri eða öðrum rekstri. Þarna hljóta að verða hagsmunaárekstr- ar og það meira en litlir. Þetta mótframboð okkar sýnir, að það er ennþá til hugsandi fólk í verka- lýðshreyfingunni. Verkafólk og annað ófaglært fólk verður að bijótast út úr þeirri skel sem það er í. Það verður að láta hætta að líta á sig sem annars flokks fólk og láta líta niður á sig eins og við höfum orðið undir í þjóðfélaginu. Það verður að virkja fólk til meiri stéttarmeðvitundar. Sú hreyfing sem komin er í gang verður ekki stöðvuð eða þögguð niður. Við ætlum okkur að sigra í þessum kosningum, ef ekki nú þá næst. Lög félagsins gera okkur erfitt fyrir og sitjum við ekki við sama borð og stjórn félagsins. Við fáum ekki aðgang að félagaskrá félags- ins og erum mjög ósáttir við það. En það þýðir ekki að gefast upp þó móti blási. Það einfaldlega styrkir trú okkar á því að það þarf að breyta lögum félagsins til að auðvelda mönnum að bjóða fram í Dagsbrún. Auka þarf lýð- Þórir Karl Jónasson „Það er hægt að borga hærri laun á Islandi en raun ber vitni og það vita allir.“ ræði í félaginu og láta hinn al- menna félagsmann taka virkari þátt i gerð kjarasamninga. Auka þarf allt félagsstarf í Dagsbrún og gera trúnaðarráðið virkara og kalla það oftar saman. Auka þarf námskeiðahald innan félagsins, til dæmis ræðunám- skeið, og ýmis önnur námskeið sem snúa að félagslegum réttind- um verkafólks. Eitt atriði þarf sérstaklega að athuga vel. Og er það að vegna hinnar miklu tækni- þróunar sem verið hefur á undanf- örnum árum, verður að tryggja í komandi samningum að verkafólki verði ekki sagt upp vegna þessa, heldur að þjálfa það til að læra ný störf, svo ekki þurfi að segja fólki upp vegna sjálfvirkni og tækniþróunar. Við teljum það vera grundvallar mannréttindi, að hver einstakling- ur hafi atvinnu. Atvinnuleysi hefur verið notað sem hræðsluáróður til að koma í veg fyrir að launafólk geti farið fram á mannsæmandi laun. Miklar hræringar hafa verið á vinnumarkaðnum að undanförnu og hefur það aðallega bitnað á verkafólki og ófaglærðu fólki, þó aðallega á eldra fólki, sem jafnvel hefur unnið í áratugi hjá sama atvinnurekanda. Það er yfirleitt hæfasti og besti starfskrafturinn. Það hlýtur að vera erfitt hlut- skipti fyrir þetta fólk að vera ófor- varandis kippt út af vinnumark- aðnum. Þessu viljum við fá breytt. Breytt þannig, að fólki sem er komið yfir miðjan aldur, sé tryggt meira atvinnuöryggi. Tíma þjóðarsáttarinnar er lokið haustið ’91. Ætlar verkalýðsfor- ystan að semja aftur uppá núll? Ég vil minna á það, að í okkar félagi var minnstur munur á því að síðustu samningar yrðu felldir. Já sögðu 52%, nei sögðu 48%. Samningarnir hefðu verið felldir ef við hefðum fengið að greiða atkvæði um þá fyrstir. Það þýðir ekki að bjóða Dagsbrúnarmönnum aftur núllsamninga. Höfundur er í trúnaðarráði Dagsbrúnar og einn aðstandenda mótframboðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.