Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTOBER 1990 21 Samviskuspurning- ár fyrir prófkjör sjálfstæðismanna eftirÁrna Sigfússon Sagt er að í ungliðahreyfingu sjálfstæðismanna búi samviska Sjálfstæðisflokksins. Átt er við að þar verði hugmyndir til í anda sjálf- stæðis, þar komi þær fram hreinar og tærar, áður en fyrir þeim liggi að verða þvegnar upp úr samstarfi vinstri flokka, roðna þar og togna, en stundum að mýkjast í meðhöndl- un hinna reyndari sjálfstæðis- manna. Allir sjálfstæðismenn skilja hversu mikilvægt er að hlúa að siíku starfi í Sjálfstæðisflokknum. Forystumenn okkar hafa jafnan lagt ríka áherslu á að virkja krafta hinna ungu manna. Því í þeim býr ekki aðeins hugmyndaþróttur, held- ur einnig starfsþróttur. Við sem höfum glímt við próf- kjörin, glímt við reynda og þekkta stjórnmálamenn á þeirra heima- velli, vitum að aðeins með skilningi hins almenna sjálfstæðismanns á mikilvægi þess að gefa nýju, ungu fólki tækifæri, höfum við hlotið brautargengi. Ekkert okkar sem lagt höfum í hina hörðu glímu, hefð- um náð árangri án þessa sérstaka skilnings sjálfstæðismanna á því að gefa okkur tækifæri. Það er mjög ánægjulegt að þessi skiiningur hefur verið ríkjandi í röðum sjálfstæðismanna. Ungt fólk hefur fengið sitt tækifæri, en ekki alltaf sem aðalfulltrúar í fyrstu til- raun þeirra til áhrifa í prófkjörum. Hér er talað hreint út. í fram- boði er nú óvenju hæfur hópur sjálf- stæðisfólks. Það þýðir að hæfir menn munu væntanlega sitja eftir þegar baráttan er yfirstaðin. Mjög líklegt er að hinir ungu sjálfstæðis- menn verði að sætta sig við baráttu- sæti eða varaþingmannssæti í fyrstu tilraun. Ég hvet sjálfstæðis- menn til þess að hugleiða að það skiptir einnig máli hvernig raðast í þau sæti. Þar er mikilvægt að ungt sjálfstæðisfólk fái sína reynslu. Það er mikilvægt fyrir framtíð Sjálfstæðisflokksins. Ég hef lýst yfir stuðningi við Hrein Loftsson, lögfræðing, sem sækist eftir 6.-8. sæti í prófkjörinu. Ég tel brýnt að menn sem setjast á þing hafi sterka lagaþekkingu jafnhliða reynslu úr atvinnulífinu. Alþingi er löggjafarsamkoma þjóð- arinnar. Við þekkjum því miður fjöl- mörg lög í dag sem reynast ólög, vegna þess að lagalega yfirsýn hef- ur skort. Menn þekkja ekki lengur mun á reglugerðum og lagabók- staf. Við höfum ekki þörf fyrir fleiri lög, heldur færri og skýrari. Lögfræðingum hefur fækkað á þingi á undanförnum árum. Ég tel það síður en svo hafa aukið virðingu eða virkni Alþingis. Hreinn hefur starfað í röðum ungra sjálfstæðismanna frá því hann var 17 ára gamall. Hann hef- ur verið einn af hugmyndasmiðum okkar, og er þekktur fyrir einarðan málflutning í baráttu gegn auknum ríkisrekstri, fyrir opnun íslensks fjármagnsmarkaðs, baráttu fyrir Árni Sigfússon jöfnum atkvæðisrétti og afdráttar- lausri afstöðu í utanríkismálum. Þegar saga SUS fyrir níunda og tíunda áratuginn verður skráð, hygg ég að nafn Hreins Loftssonar verði í hópi fárra einstaklinga sem raunverulega hafa haft áhrif á stefnumótun ungra sjálfstæðis- manna á þessum árum. Þess vegna er hann framtíðarmaður í þingliði sjálfstæðismanna. Ég heiti á sjálf- stæðisfólk að veita Hreini Loftssyni verðugan stuðning og sýna þannig eins og jafnan áður að við höfum alltaf rúm fyrir ungt og hæft fólk í Sjálfstæðisflokknum. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fyrrverandi formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. ...ekki bara kalli Við styðjum OLAF ISLEIFSSON r r |«| • •• • i proiKjori Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 26.-27. október, og hvetjum sjálfstæðisfólk í Reykjavík til að veita honum brautargengi. Anna Maack, frú Auður Stefónsdóttir, bankastarfsmoður Ásdís Guömundsdóttir, kennari Ásdís Raf nar, lögmoður Ásgeir Einarsson, fmmkvæmdastjóri Áslaug Cassata, frú Barði Friðriksson, hæstoréttar/ögmoður Björn Hermannsson, framkvæmdastjóri Björn ÞÓrhallsson, viðskiptafræðingur Brynhlldur Sörensen, fyrrverandi starfsmoður í utanrikisþjónustunni Davíð Stefónsson, formoðurSUS Elín Siguröardóttir, húsmóðir Erla Guðrún Sigurðardóttir, gangavörður Friðrik R. Jónsson, flugmaður Geir Zoega, fmmkvæmdastjóri Glúmur Jón Björnsson, hóskólanemi Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, læknir Guðjón Ármann Eyjólf sson, skólameistari Stýrimannaskólons í Reykjavík Guðmundur Magnússon, fyrrvemndi hóskólarektor Guðrún P. Helgadóttir, fyrrvemndi skólostjðri Gunnar S. Björnsson, byggingomeistari Gunnlaugur Snædal, prófessor Gyða Gísladóttir Keyser, frú Halldór Gíslason, byggingoeftirlitsmaður Halldór Pólsson, hjólreiðakappi Helgi Elíasson, fyrrvemndi útibússtjóri Jakob R. Möller, starfsmannastjóri Jon Á. Gissurarson, fyrrvemndi skólastjóri Jónas Fr. Jónsson, lagonemi Kjartan Jónsson, innanhússarkitekt Kristjón Jóhannsson, rekstmrhagfræðingur Magnús Bergsteinsson, byggingameistari Margrét Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur B.Sc. Marta Pétursdóttir, frú Ólafur Davíðsson, fmmkvæmdastjóri Fl'l Ólafur G. Karlsson, tannlæknir PÓII Kr. Pólsson, forstjóri Iðntæknistofnunar Pétur Kjartansson, bólstmri Pétur Sigurðsson, forstjóri Hrafnistu, DAS Sigurður G. Thoroddsen, lögfræðingur Sigurður M. Magnússon, kjorneðlisfræðingur Snorri Hjaltason, byggingameistari Sveinn Andri Sveinsson, borgarfulltrúi Tómas Hansson, ritstjóri Stefnis Unnur Jónasdóttir, frú Valborg Snævarr, lögfræðingur Valdimar Kristinsson, ritstjóri Valgeir Pólsson, lögfræðingur Vilhjólmur Þ. Vilhjólmsson, borgarfulltrúi Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdasjóri VSÍ Þórður Sverrisson, augnlæknir Þórhallur Runólfsson, íþróttakennari Þórunn Guðmundsdóttir, hæstaréttarlögmaður Þróinn Guðmundsson, skólostjóri Þuríður Sigurðardóttir, fóstrn Örn Bjarnason, læknir P&Ó/SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.