Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 „pcfó fá&tar JOCO fcjr fi/rír /V k/s t. * Stefnum að keppni Til Velvakanda. Hinn 11. október var skrifuð lítil grein í Velvakanda með fyrirsögn- inni Konur í handbolta. Við viljum byrja á því að þakka greinarhöfundi fyrir áhugaverða grein varðandi kvennahandknatt- leikinn. Það er ekki oft sem við kvenfólkið finnum fyrir stuðningi frá almenningi. Það er rétt að við komumst í aðra umferð í Evrópukeppni meist- araliða og munum við mæta norska liðinu Biosen í janúar nk. Við höfum hinsvegar ekki sagt okkur úr keppni ennþá og gerum okkur von- ir um að til þess þurfi ekki að koma. Það er rétt að 1981 sagði Fram sig úr keppninni vegna fjárs- korts, eftir að hafa komist í aðra umferð. Við ætlum rétt að vona að sú staða komi ekki upp nú í ár. Meistaraflokkur kvenna hefur tekið þátt í Evrópukeppni meistara- liða meira og minna sl. 10 ár. Auð- vitað kostar þessi þátttaka peninga, en með dugnaði hefur okkur tekist að safna fyrir þessum ferðum nær alfarið sjálfar. Og hvað hefur verið gert? Jú, við höfum selt rækjur, wc-pappír, unnið við að hreinsa iðn- aðarhúsnæði (sem við fengum reyndar aldrei greitt fyrir að fullu) og margt fleira, enda erum við opn- ar fyrir öllum fjármögnunarleiðum til að hafa upp í ferðirnar okkar. Ef einhverjir hafa áhuga á að styðja okkur fjárhagslega þá erum við með tékkareikning nr. 1700 í íslandsbanka — Háaleitisútibúi. Meistaraflokkur kvenna Fram Konurí handbolta Til Velvakanda. Þetta þykir mér alveg „týpískt" eins og einhver myndi segja. Is- lenskar handboltakonur vinna stór- sigur á erlendu liði og komast í framhaldsriðil í fjölþjóðakeppni, en þær hafa ekki efni á að halda áfram. Og í sakleysislegu útvarpsviðtali uppgötvast óvænt að slíkt hið sama gerðist fyrir nokkrum árum, en fáir vissu af því. Kvennaliðið þurfti þá að segja sig úr keppninni vegna peningaskorts. Hvenær hefði það gerst hjá karlaliði? Mér er ,bara spum. Þá hefði verið blásið í söfnunar- lúðra og fjársöfnun hrint af stað með lúðraþyt og söng. Það hefði nú ekki verið látið viðgangast að karlálið hefði ekki komíst út vegna peningaleysis. En alltaf eru konum- Mundu: Mikla útivist og skokk! Með morgunkaffinu Nei, þú færð ekki bilinn í kvöld. Við höfum ekki fundið út hvernig húddið er opnað. HÖGNI HREKKVÍSI Sameinumst um ungan mann á þing Til Velvakanda. Vafalítið hefur það ekki farið fram hjá neinum að sjálfstæðisfólk í Reykjavík gengur til prófkjörs um helgina. í ljósi þess mikla fylgis er Sjálfstæðisflokkurinn nýtur um þessar mundir þykir líklegt að hlut- ur hans á þingi muni aukast til muna eftir næstu alþingiskosning- ar. Því er það mikilvægt að þinglið flokksins sé skipað breiðum hópi manna og kvenna sem skírskotar til allra þeirra hópa sem þjóðfélag okkar samanstendur af. Til þess að það geti orðið verður framboð sjálf- stæðismanna að höfða til allra kjós- enda. Þess vegna tel ég það ekki einungis afskaplega æskilegt, held- ur algerlega nauðsynlegt að ungir Til Velvakanda. Lítilþæg þótti mér nafna mín sem reit nokkrar línur í Velvakanda 18. október sl. þar sem hún talar um að gefa væntanlegum framboðslista sjálfstæðismanna í Reykjavík „and- litslyftingu“ með því að hafa konu í öruggu sæti. Fyrir mér er það sjálfsagður hlut- ur að bæði konur og karlar skipi örugg sæti á listanum. Það er gam- aldags og ópólitískt að viðhalda því kjósendur, á aldrinum 18-35 ára, sem telja rétt tæplega helming kjós- enda, gangi að ungum fulltrúa vís- um í öruggu sæti. Hann hefur til að bera ríkari skilning á þeim vand- amálum sem ungt fólk hefur á sinni könnu. I því skyni hvet ég sjálfstæðisfólk í Reykjavík að tryggja Guðmundi Magnússyni sagnfræðingi 6. sætið í komandi prófkjöri. Hann hefur nú í langa tíð verið einn helsti talsmaður sjálf- stæðisstefnunnar utan þings, eins og skrif hans sem leiðarahöfundur á Morgunblaðinu sem og í kjallara- greinum í DV sanna. Baráttumál hans eru bein ögrun þeirrar heims- sýnar sem stjórnlyndir pólitíkusar gamla kerfi Sjálfstæðisflokksins að vera „einnar konu flokkur“. Núna kjósum við margar konur og sem flestar í örugg sæti. Vil ég sérstaklega benda á að Ragnhildur Helgadóttir stendur upp úr 3. sæti og finnst mér eðlilegt að í það sæti veljist Sólveig Pétursdóttir sem ver- ið hefur fyrsti varaþingmaður sjálf- stæðismanna í borginni. Ingibjörg Björnsdóttir huga að auka frelsi einstaklinga og að hefta afskipti ríkisins af þeim og er ekki vanþörf á. Reykvískt sjálfstæðisfólk, tryggjum Guð- mundi Magnússyni sangfræðingi, 6. sætið. Arni J. Magnús Tómlæti umull NÚ LÍÐUR senn að því að bændur fari að hýsa fé og hafa bændur í vaxandi mæli tekið af fé sínu á haustdögum, en þá er ullin hreinust og verðmætust. Einnig ætti það að vera akkur fyrir Álafoss að fá ullina sem besta til vinnslu. Hins vegar hefur ekkert heyrst frá þeim á Álafossi hvort þeir vilji góða ull. Það er staðreynd að stjóm- völd hafa ekki áhuga á að bændur framleiði gott hráefni því að báðar tilraunastöðvarnar sem náð hafa árangri í ullarræktun hafa verið lagðar niður. Bændur eru því á báðum áttum hvað gera skal. - Sveinn Guðmundsson, Miðhús- um. búa við, enda hefur hann bæði í Konur í örugg sæti Víkverji skrifar Heimsmeistaraeinvígið í skák milli Kasparovs og Karpovs fór af stað með miklum látum. Margeir Pétursson stórmeistari tjáði Víkveija að ekkert fyrri ein- vígja þeirra félaga hefði byijað jafn vel og það einvígi sem nýhafið er. Þetta er í raun furðulegt því þess- ir tveir skákmenn hafa barizt við skákborðið um árabil og gjörþekkja hvor annan. En skákin er svo magn- aður leikur (eða list) að snillingar virðast geta töfrað fram nýjungar hvenær sem er. Gaman verður að fylgjast með framvindu einvígisins. Heimsmeistaraeinvígin í skák vekja æ meiri athygli heimsbyggð- arinnar. Víkveiji vill gera það að tillögu sinni að íslendingar byiji strax að vinna að því að fá næsta einvígi. Árið 1992 verða 20 ár liðin frá einvígi aldarinnar í Laugardals- höll, þegar þeir leiddu saman hesta sína Bobby Fischer og Boris Spasský. Það einvígi var hið fyrsta sem komst í heimsfréttirnar og ís- land var á allra vörum. Það er verð- ugt viðfangsefni fyrir Islendinga að sjá um mesta viðburð skáklistar- innar, sem heimsmeistaraeinvígin óneitanlega eru. xxx Víkveiji fékk nýtt greiðslukort fyrir skömmu, sem ekki er í frásögur færandi. Það fór hins veg- ar í taugarnar á honum sem endra- nær hversu lítið pláss er ætlað fyr- ir eiginhandaráritunina aftan á öll- um plastkortum, sem eru víst orðin nútímamanninum nauðsynleg. Vík- veiji dagsins hefur víðáttumikla undirskrift og er vanur að leggja undir sig tvær línur í línustrikuðum gestabókum, svo dæmi sé nefnt. Pappírsræman á plastkortunum, sem fólki er ætlað að skrifa nafnið sitt á til auðkennis, er aðeins 9,5 millimetrar á hæð samkvæmt ná- kvæmri mælingu Víkveija. Skrifara dagsins nægja hins vegar ekki minna en tveir sentimetrar á hæð- ina fyrir alla leggi og dúllur, sem fylgja hans undirskrift. Að reyna að troða nafninu sínu á þessa mjónu aftan á plastkortinu endar ævinlega með ósköpum, undirskriftin verður samanböggluð og óþekkjanleg og afgreiðslufólk í verzlunum horfir á korthafann með tortryggnisvip þeg- ar hann úndirritar greiðslukorta- nótuna. Víkveiji skorar á greiðslu- kortafýrirtæki um allan heim og aðra útgefendur plastkorta að koma til móts við þarfir þeirra, sem ekki spara blekið í undirskriftina, og breikka ræmuna aftan á kortunum! xxx Víkveija finnst áberandi í borg- inni þessa dagana að fræsað hafi verið upp úr götum eða grafn- ir skurðir og ekki malbikað ofan í jafnóðum, heldur standa sárin í götumar opin dögum eða jafnvel vikum saman. Þetta er óþægilegt fyrir ökumenn og veldur slysa- hættu, því að oft snarhemla menn þegar þeir sjá ófrágenginn skurð eða malbiksbrún framundan og skapa þar með hættu á aftaná- keyrslu. Það hlýtur að vera hægt að samræma fræsingar, skurðgröft og malbikun þannig að verkin séu ekki lengi ófrágengin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.