Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 47 neitað að koma hefðu þeir verið kvaddir til. En það voru þeir aldrei. Lögregla metur niðurstöðu fógeta Það sem er þó augljóslegast rangt í þessari afstöðu lögreglunnar er að með þessari lögskýringu tekur fulltrúi lögreglustjóra að sér að meta, hvort fógeti fer að lögum. Mér er spurn:. Hvað ef Hæstiréttur hefði komist að þeirri niðurstöðu, að gerðin ætti að fara fram án at- beina barnaverndarnefndar? Hefði Signý þá vísað á lagagreinina og sagt, — ónei, þetta stendur í lögum og mér er sama hvað dómstóllinn segir?!! Þessi afstaða lögreglustjóraemb- ættisins var kærð til ráðherra. Hann hefði getað breytt henni en gerði ekkert. Undirskriftasöfnun lögreglu- manna í máli þessu er blettur á starfsheiðri þessara manna. Þegnar landsins eiga ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að lögreglan sinni því aðeins starfsskyldum sínum að hún telji það afla sér vinsælda. Ráðherra var gerð grein fyrir því að niðurstaða um lögskýringu full- trúa lögreglustjóra gæti fengist með því að skjóta málinu til Hæsta- réttar. Það eitt virtist geta komið í veg fyrir að Hæstiréttur tæki á málinu að ráðuneytið tæki það til efnislegrar meðferðar að nýju. Á fundi hinn 1. október sl. sagð- ist ráðherra hafa leitað til þriggja sérfræðinga sér til ráðgjafar í mál- inu. Hann neitaði þvi staðfastlega að tekin hefði verið ákvörðun um endurupptöku málsins. V Ráðherra endurupptekur málið Hinn 4. október sl. var upp kveð- inn úrskurðurinn um að vegna af- stöðu lögreglunnar skyldi ekki farið í innsetningu. Því var þegar lýst yfir, að málinu yrði skotið til Hæsta- réttar. Þann sama dag tilkynnti ráðherra konunni að málið hefði verið falið þremenningunum vegna umsóknar hennar um endurupptöku málsins. Þannig var komið í veg fyrir að Hæstiréttur tæki á málinu. Ég leyfi mér að fullyrða, að lög- lærðir embættismenn í dómsmála- ráðuneytinu eru andvígir þessari ákvörðun ráðherra. Með henni er hann ekki einungis að ganga á bak orða sinna og gera ráðuneytið ómerkt, heldur kom hann í veg fyr- ir að úrskurður fengist um fram- kvæmd málsins í Hæstarétti. Sú skipan löggjafans, að forsjár- mál skuli tekin til úrlausnar af æðsta stjórnvaldi í stað dómstóla er við höfð í þeirri vissu, að í ráðu- neytinu fjalli um málið til þess bærir lögfræðingar. í þeirri vissu að í ráðuneytinu verði fjallað um þessi mál af hlutlægni af ekki minni nákvæmni en fyrir dómstól af mönnum sem hafa dómarahæfi. Það er gert í þeirri vissu, að þeir sem veljast til æðstu embætta hafi til að bera þá rökhugsun, að greina á milli hvaða mál eru pólitísk, og hver mega ekki vera pólitísk. Orlög barns í þessari hræðilegu stöðu mega ekki hafa neitt með pólitískan frama að gera. Það er siðleysi. Omarktæk könnun Könnun á nú að gera á hugar- þeli barnsins við þær aðstæður, sem móðir þess hefur búið því í blindu hatri á föðurnum. Ef þessi athugun ætti að vera marktæk yrði barnið að búa í hlutlausu umhverfi í nokk- uð langan tíma. En dómsmálaráð- herra hefur ekki einu sinni megnað að koma á fundi föður með barninu nema eftir forskrift konunnar. Get- ur nokkur búist við því að könnun, sem þessi sami dómsmálaráðherra lætur framkvæma, verði marktæk? Ég vil að lokum geta þess, að eitt af gefnum loforðum dómsmála- ráðherra hefur verið efnt að hluta. Þegar ég framvísaði reikningi vegna starfa minna að málinu í ágúst og byijun september. Sá reikningur var greiddur, þótt ráð- herra hefði á orði, að hann væri nú ekki viss um að hann hefði ver- ið hafður með í ráðum þegar loforð þetta var gefið. Nokkru síðar var það tilkynnt til skrifstofu minnar, að frekari reikningar vegna starfa að málinu yrðu ekki greiddir. Það er starfsskylda okkar lög- manna að ljúka þeim störfum, sem við tökum okkur fyrir hendur. Að öðrum kosti gætu umbjóðendur okkar orðið fyrir ómældum réttar- spjöllum. Það loforð var gefíð áður en ég tók að mér að vinna að þessu máli, að kostnaður yrði greiddur af ráðuneytinu. Ég tel ekki að ráð- herra sé heimilt að afturkalla slíkt loforð í miðju verki og mun því krefja ráðuneyti hans um greiðslu fyrir verkið allt. Jafnframt mun ég kreíja ráðuneytið um greiðslu á kostnaði, er Stefán Guðbjartsson hefur þurft að leggja í vegna ferða- lags hingað til landsins til að reyna að ná fram rétti sínum. En það er vandséð hvenær þessu máli getur lokið. Sú meðferð, sem málið hefur hlotið sýnir að á þessu sviði gildir nú hnefarétturinn, en ekki lög og réttur. Stefán Guð- bjartsson hefur reynt til þrautar að fara réttarfarsleiðir í málinu en komið hefur verið í veg fyrir að hann nái fram rétti sínum. Hugsan- legt er að maðurinn leiti til ónefndra mótorhjólamanna í stað lögreglu. Þá myndi rétturinn í máli þessu ráðast af því hvort liðið yrði fjöl- mennara, sendibílstjórarnir eða mótorhjólamennirnir og hverjir væru harðsæknari eða betur vopn- um búnir. Kannski situr maðurinn fyrir barninu við Langholtsskólann einn góðan veðurdag eins og móðir- in gerði á Spáni. Þetta er að sjálf- sögðu allt getgátur. Ég treysti því að maðurinn geri ekkert þessu líkt. En þetta eru engu að síður þeir möguleikar sem maðurinn á tii þess að ná fram rétti sínum og barnsins í réttarkerfi Óla Þ. Guðbjartssonar. Höfundurer hæstaréttarlögmaður. Margs að gæta eftir Aðalstein Jóhannsson I Morgunblaðinu birtist hinn 16. þ.m. grein eftir Jóhann Ásmunds- son um iðnaðarmál. Ekki þekki ég greinarhöfund, en þar sem ég hef áhuga á þessum málum og hef skrifað þó nokkuð um þau í þetta blað, vil ég gjarnan taka í sama streng. í grein Jóhanns segir: „Það sem við erum að sjá í dag eru eðiisbreyt- ingar í iðnaðarsamfélaginu. Át- vinnuskiptingin er að riðlast. Mann- afli og velta hvíta og mjúka geirans (sem getur verið harður) er að auk- ast á kostnað iðnaðar. Þessu sam- fara eru ríkjandi viðhorf í þjóðfélag- inu að breytast." Og greininni lýkur höfundur þannig: „Félagsgerð okkar getur ekki verið án iðnaðar, en ef við leggjum höfuðið í bleyti getur iðn- aðurinn verið án mengunar og orku- og hráefnissóunar í sátt við um- hverfið; þannig nýtum við best þekkingarbyltingu nútímans.“ Ég er þessu mjög sammála, og kemur þá strax upp í hugann ál- verksmiðja, sem mjög hefur verið til umræðu síðustu mánuðina. I útvarpserindi, sem ég flutti fyr- ir þó nokkrum árum, segir: Flestir sjá nú að ekki er heillavænlegt að einangra sig á einn eða annan hátt. Færustu menn Þjóðverja, dr. Aden- auer og dr. Erhardt o.fl., voru brautryðjendur á því sviði að færa Evrópuþjóðirnar saman, menn- ingarlega og efnahagslega, — miðla öðrum af þekkingu sinni og vera opnar fyrir nýjungum annars staðar frá. Hreint ioft og heilnæmt um- hverfi er ómetanlegt. Iðnþróunin hefur verið mjög hröð,- og horfir því víða til mengunarvandræða. Þeir, sem ferðast á meginlandinu á heit- um sumardegi, finna fljótt að and- Aðalsteinn Jóhannsson „Hreint loft og heil- næmt umhverfi er ómetanlegt.“ rúmsloftið er mettað óhreinindum. reynt er eftir mætti að sporna við þessu, en ýmislegt er óleyst í þess- um efnum. íslenzkt veðurfar veldur því, að vandamálin eru ekki eins mörg hér, en minnug málsháttarins „að byrgja skuli brunninn áður en barnið dettur ofan í“ ber okkur að vera vel á verði. Eitt brýnasta verk- efni okkar er samræmd Qg öflug nýsköpun atvinnuveganna með notkun þeirrar orku, sem við getum beizlað, — og í framhaldi af því, að hlúa að iðnaði og skapa honum eðlilega vaxtarmöguleika. Höfundur er tæknifræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.