Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Skattasljórnin - verður Gorbatgov bjargvætturinn? eftir Láru Margréti Ragnarsdóttur Ríkisstjórnin hefur lagt á það áherslu í ræðu og riti að hækkun skatta sé eitt mikilvægasta verkefni hennar. Þetta hefur hún gert með því að sýna með hagræddum dæm- um samanburð skattálagningar hér við helstu viðskiptalönd. Þessa skattagleði tíundar ríkis- stjómin rækilega í frumvarpi til fjárlaga sem lagt var fram í þessum mánuði. Þar kemur m.a. fram á blaðsíðu 259: „Gróft reiknað hefur hlutfall heildartekna ríkissjóðs hækkað úr 25,5% í 27,5% af lands- framleiðslu, eða rétt um 2%. Út- gjaldahlutfallið hefur hækkað ívið meira, eða úr 25% í 28-29% á sama tímabili." Skattar hækka um 7 'Amilljarð! - 120 þúsund krónur á fjögurra manna fjölskyldu! Þessi prósentuleikur þýðir með öðrum orðum að ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka skatta um tæp- lega 7 Vz milljarð króna og ríkisút- gjöld hafa þau ákveðið að auka um 13 milljarða króna. Ætlunin er að hrifsa til sín aukalega 120 þúsund krónur af tekjum hverrar fjögurra manna fjölskyldu næsta ár og þyk- ir þó flestum nóg um. Við skulum muna að kaupmáttur tekna heimil- anna hefur rýrnað um 16% á síð- ustu þremur árum. Ekki er að furða þótt fólki fari að ofbjóða. Og áfram hækka þau Ríkisstjómin leggur á það áherslu í þessu fjárlagafrumvarpi Vilt þú stjórna loftinu á þínum vinnustað? ÞÁ kemur JÖTUNN til liðs við þig. Loft- og hitablásararnir frá NOVENCO henta vel á alla vinnustaði, stóra og smáa. Þeir fást í stærðum frá 4500-40000 kgkal/t. Þá má tengja við hitaveituvatn, gufu og ketilvatn. Hægt er að fá inntak fyrir ferskt loft til loftræstingar og inntak fyrir blandað loft. Þreplaus stilling eða þriggja hraða. Nýju HJV þakblásararnir frá NOVENCO fást í fimm stærðum. Hámarksafköst eru 2,9 m3 á sekúndu. Að baki allrar framleiðslu NOVENCO liggur mikið starf í rannsóknarstofum fyrirtækisins. Afraksturinn er hágæða vara á góðu verði. Beinn sími sölumanna er 68 56 56. að skattar á íslandi séu með lægsta móti meðal iðnríkja. Þetta er að sjálfsögðu í takt við yfirlýsingar Ölafs Ragnars Grímssonar að und- anfömu. Fullyrt er að skatthlutfall- ið hér sé 34% borið saman við 38,4% í OECD-ríkjum. Þessar full- yrðingar fela beinlínis í sér að sjálf- sagt sé að hækka skatta hérlendis að sama skapi eða um 4,4%. Þessir skattmenn ætla ekki að láta staðar numið heldur bæta 250 þúsund krónum við þær 120 sem þeir þeg- ar hafa ákveðið að hrifsa af hverri fjögurra manna fjölskyldu. Samtals fyrirhuga þeir því skattahækkanir upp á 370 þúsund krónur á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Hve margar flölskyldur ætla að þola þennan yfirgang? Sannleikanum hagrætt Fullyrðingar fjármálaráðuneytis- ins um skattaálögurnar em mjög villandi. Margt kemur til álita þegar skattar em bornir saman milli landa. Það er ekki einhlítt að a. m.k. fjórir aðilar, Félag íslenskra iðnrekenda, Vísbending, Fréttabréf verðbréfaviðskipta Samvinnubank- KYNNIN G ARVERÐ Ofn Yfir-undirhiti, blástur og grill, fituhreinsun, svart eöa hvítt glerútlit, tölvuklukka með tímastilli. Helluborð Keramik yfirborð, svartur eða hvítur rammi, fjórar hellur, þar af tvær halogen, sjálfvirkur hitastillir og hitaijós. Funahöfða 19 sími 685680 ans og Hannes Sigurðsson hag- fræðingur Vinnuveitendasam- bandsins hafi allir komist að sömu niðurstöðu í þessu efni: í fyrsta lagi: Að málflutningur fjármálaráðuneytis sé villandi hvað varðar þennan skattasamanburð. í öðm lagi: Að skatthlutfallið af landsframleiðslu hérlendis sé í rauninni að minnsta kosti jafn hátt því sem gerist að meðaltali hjá OECD-ríkjum. Ef þessi ósannindi em að kenna lélegri lestrarkunnáttu ijármálaráð- herra og hans manna eins og sum- ir vilja telja þá verður að leggja áherslu á að á ári læsis verði fyrst og fremst lögð áhersla á úrbætur í lestrarkunnáttu núverandi ráða- manna, ella mun sú vankunnátta hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir almenning í landinu. Önnur ástæða gæti þó verið skortur á góðum lestr- argleraugum og mega þá þessir valdamenn sjálfum sér um kenna eftir miðstýringarleið í heilbrigðis- málum sem leitt hefur til stórversn- andi þjónustu fýrir almenning. Stóri bróðir og Gorbatsjov Sú stefna sem nú er verið að boða lýsir fyrirlitningu valdhafanna á rétti hvers og eins til að hafa vit fyrir sjálfum sér og rétti til að ráð- stafa peningum sínum sjálfur. Rík- isstjórnin setur sig enn og aftur í hlutverk stóra bróður sem á að vita mun betur hvemig þú og ég eigum að fara með þá peninga sem við höfum aflað. Þrátt fyrir góðan vilja Lára Margrét Ragnarsdóttir „Sú stefna sem nú er verið að boða lýsir fyr- irlitningu valdhafanna á rétti hvers o g eins til að hafa vit fyrir sjálfum sér og rétti til að ráð- stafa peningum sínum sjálfur.“ Gorbatsjov og áhrif fijálslynd- isstefnu hans um allan heim hefur ekki tekist að eyða sjónarmiðum kommúnismans hér á landi. Kannski þurfum við að fá Gorb- atsjov aftur í Höfða til fylgis við þá sem beijast vilja gegn núverandi ríkisstjórn. Höfundur er hagfræðingur og tekur þáti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins i Reykjavík. SVAR TIL SPARI FJÁREIGENDA eftir Ólaf ísleifsson í Morgunblaðinu í dag, 23. októ- ber, birtast þijár spurningar, sem samtök sparifjáreigenda beina til væntanlegra frambjóðenda. Sem þátttakanda í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík um helgina er mér ljúft og skylt að svara þess- um spurningum. Spurt er: Hyggst þú standa fyr- ir lækkun eignarskattsins? Já, ég tel að feila eigi niður hækkun eign- arskatts, sem lögfest var af ríkis- stjóm jafnréttis og félagshyggju. Þessari skoðun hef ég áður lýst hér í blaðinu, t.d. í greininni Rang- látur skattur og heimskulegur, sem birtist 3. sept. 1989 og fjall- aði um harðneskjuna, sem skatt- heimta þessi fól í sér gagnvart ein- staklingum, einhleypingum, frá- skildu fólki, ekkjum og ekklum. Spurt er: Styður þú frekari skattheimtu, t:d. skattlagningu vaxtatekna einstaklinga? Nei, ég styð ekki slíka skattheimtu m.a. vegna þess að hún dregur úr sparn- aðarhvöt og gæti leitt til vaxta- hækkunar. Þetta sjónarmið hef ég áður sett fram hér í blaðinu, t.d. í greininni Óvænt loforð um vaxtahækkun, sem birtist 1. októ- ber 1989. Spurt er: Telur þú tímabært að afnema lánskjaravísitöluna og banna verðtryggingu sparifjár? Nei, ég tel það hvorki tímabært né skynsamlegt. Þessari skoðun lýsti ég síðast hér í blaðinu 25. ágúst sl. í grein undir fyrirsögn- inni. Nýr verðbólguskattur. Þar benti ég á, að bann við verðtrygg- ingu gengi þvert á meginregluna um samningsfrelsi og gæti lagt Ólafur ísleifsson „Þar benti ég á, að bann við verðtryggingu gengi þvert á megin- regluna um samnings- frelsi og gæti lagt klafa á bak skuldara.“ klafa á bak skuldara, því búast mætti við, að þeir yrðu krafðir um hærri vexti til að bæta upp aukna verðbólguáhættu. Meginmálið er að halda verð- bólgunni í skefjum. Þá er hagur allra best tryggður. Höfundur er hagfræðingur og tekur þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91 -670000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.