Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Þökk fyrir Reykjavíkurbréf 4* Ribena sóiberjasafi varia til neitt hollara ? SÆNSK GÆÐANÆRFÖT FYRIR ALLA FJOLSKYLDUNA ^Stingaekki «Úr fínustu merinóuil ®Mjög slitsterk * Má þvo viö 60°C UTIUF" GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM 74, S. 82922 0DEXION IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 eftir Gísla Jónsson Ennþá getur íslensk stjórnmála- umræða risið upp af flatneskjunni. Svo er fyrir að þakka. Líklega er það vegna þess, að skil milli skálda og stjórnmálamanna eru ekki orðin alger. Nóg er einangrun skáldanna þó. En ég man í bili eftir því, að Indriði G. Þorsteinsson er ritstjóri Tímans, Matthías Johannessen rit- stjóri Morgunblaðsins og Davíð Oddsson borgarstjóri í Reykjavík. Hinn síðastnefndi var formaður svokallaðrar aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins. Eins og nafnið bendir til, reyndi nefndin að horfa fram til aldamótanna 2000 og setja fram drög að stefnu sem fylgja bæri í stjórnmálum þangað til, að minnsta kosti. Álit þessarar nefndar var merkilegt, það var hófsamlegt, vel fram sett og meira að segja á mannamáli, en ekki stofnanaís- lensku. Fyrir þetta nefndarálit var reynt að draga spé að Davíð Oddssyni og hann kallaður_ „aldamótaskáld" í háðungarskyni. Árangurinn birtist í því, að „aldamótaskáldið" fékk um 60% atkvæða í næstu kosningum í höfuðborg landsins. Sá sem þetta skrifar, er sveita- maður og hefur áhuga á því vanda- sama starfi sem unnið er í landbún- aðarnefnd Sjálfstæðisflokksins undir forystu ágæts manns, dr. Sig- urgeirs Þorgeirssonar búfjárfræð- ings. Sömuleiðis hefur undirritaður látið sér vel líka sjónarmið og orð Jóhannesar Kristjánssonar bónda á Höfðabrekku, formanns íslenskra sauðfjárbænda. En aðaltilefni þessara fáu orða er síðasta Reykjavíkurbréf Morgun- blaðsins. Þar er tekið á þessum málum af þeirri réttsýni, víðsýni og skörungsskap sem hæfir flokki allra stétta. Ég ætla að leyfa mér að Gísli Jónsson „Þegar við hrífumst af skáldskap, er það oft vegna þess, að skáldið segir það sem við vild- um sagt hafa, tjáir það með snjöllum hætti sem okkur býr í bijósti en við komum ekki orðum að.“ eigna skáldinu Matthíasi Johann- essen þetta Reykjavíkurbréf. Þegar við hrífumst af skáldskap, er það oft vegna þess, að skáldið segir það sem við vildum sagt hafa, tjáir það með snjöllum hætti sem okkur býr í brjósti en við komum ekki orðum að. Nú langar mig til að taka upp eftirfarandi kafla úr Reykjavíkur- bréfi 21. október. Ég get með engu móti reynt að orða þetta betur: „Við verðum að búa saman í landinu sem ein þjóð. Flestir sem búa á þéttbýlissvæðum eiga ættir að rekja til sveitanna. Þeir sem þar búa eru ekkert öðruvísi íslendingar en þéttbýlisfólkið. En hagsmunir fara ekki alltaf saman. Við þurfum þá að vinna að því að það geti orð- ið. Sveitirnar eru jafnmikilvægar og áður, í raun. Þar er ekki einung- is verið að yrkja jörðina og fram- leiða góðar afurðir, þótt dýrar séu. Sveitirnár og landsbyggðin öll hafa meira hlutverki að gegna en að framleiða matvæli. í sveitunum hefur íslenzk menning og arfleifð okkar ávallt verið varðveitt með þeim árangri sem raun ber vitni. Sveitirnar eru öðrum stöðum frem- ur varðveizlu- og uppeldisstöðvar rótgróinnar íslenzkrar menningar. Hlutverk þeirra í þeim efnum er ómetanlegt. Þar sem tungan er ræktuð og geymd, þar sem hlúð er að arfinum, þar slær þjóðarhjartað. Þessu skulum við ekki gleyma í öllum umræðunum um landbúnað- inn, sveitirnar og framtíðina. Hver einasti sveitabær er musteri arf- leifðar sem er mikilvægari en öll sú framleiðsla sem send er á sam- keppnismarkað þéttbýlisins. Við þurfum því á sveitabæjunum að halda. Baðstofuandrúmið er mikil- vægt, en ástæða er til að fækka bæjum svo að fólkið haldist þar sem lífvænlegast er. Hokur á að vera liðin tíð á íslandi. En hitt er jafn- víst að arfleifð okkar verður ekki varðveitt og ræktuð á erlendum sveitabæjum, þótt þeir gætu séð okkur fyrir innfluttum landbúnað- arvörum. Það er dýrt að vera Islend- ingur, það höfum við alltaf vitað. En það á ekki að vera okkur ofviða." Hafi svo höfundur bréfsins þökk og þeir aðrir stjórnmálamenn sem hætta ekki að vera skáld. Höfundur er cand.mag. í íslenskum fræðum. Bandaríkin: íslensk fyrirtæki á flöskuvatnsráðstefnu Washington, frá fvari Guðmundssyni fréttaritara Morgunblaðsins. SEXTÍU og níu fyrirtæki, sem framleiða tært drykkjarvatn, eða sem hyggja á sölu „flöskuvatns“ eins og það er almennt kallað hér, hafa boðað þátttöku sína í ráðstefnu, sem hefst hér i Was- hington í dag, fimmtudag. Tvö íslensk fyrirtæki hafa boðað þátttöku sína í ráðstefnunni: Thor hf. og Vífilfell hf. Það vantar unga menn á þing! HREINAR LINUR. **■ Hreinn Loftsson hefur um langt skeið starfað innan Sjálfstæðisflokksins og verið öflugur málsvari þeirra hug- mynda, sem sameina sjálf- stæðismenn, og þannig aflað sér virðingar andstæðinga jafnt sem skoðanasystkina. t*- Ilreinn Loftsson er einn helstu forystumanna ungra sjálfstæðismanna. Hann á að baki stjórnarsetu í SUS, var um skeið ritstjóri Stefnis og var frambjóðandi ungs sjálf- stæðismanna til miðstjórnar (lokksins, en í því kjöri varð hann næsthæstur að atkvæðum. **■ Ilreinn Loftsson var aðstoðarmaður Matthíasar Á. Mathiesen í viðskipta- ráðuneytinu, utanríkisráðu- neytinu og samgönguráðu- neytinu. Hann hefur látið utanríkismál til sín taka og hefur verið formaður Utan- ríkismálanefndar ilokksins frá 1987. Veitum forystumanni ungra sjálfstæðis- manna brautargengi í prófkjörinu; Kj ósum HREIN LOFTSSON í 6.-8. sætið! Skrifstofa stuöningsmanna Hreins Loftssonar er aö Laugavegi 47, IV. hœð. Skrifstofan er opinfrá 17.00 til 21.00 í dag og meöan kjörfundur stendur yfir, á fóstudag og laugardag. Símar eru: 29397, 29392, 27943, 27936 og 27933. Flest þátttökufyrirtækjanna eru frá Kanada, alls 25. Sex eru frá Ástralíu, 5 frá Bretlandi, eitt frá Danmörku og eitt frá Svíþjóð. Fyr- ir ráðstefnunni gengst félagsskapur er nefnist „Alþjóðlega flöskuvatns- sambandið", sem hefir aðalbæki- stöðvar sínar í Alexandríu, ná- grannabæ Washington-borgar. í Bandaríkjunum eru nú starf- andi fyrirtæki, sem framleiða flöskuvatn undir 600 mismunandi vörumerkjum. Á sl. ári nam fram- leiðsla þessara fyrirtækja samtals 1.632,5 milljón gallónum af tæru flöskuvatni. Verðmæti framleiðsl- unnar nam 1.347,5 milljónum doll- ara. Auk þess framleiddu bandarísk fyrirtæki 137,1 milljón gallóna af gosvatni (sódavatni), 346,9 milljón dollara virði. Á sl. ári nam innflutningur flöskuvatns og gosvatns samtals 137,1 milljón gallónum að verð- mæti 55,6 milljónir dollara. Talið er að einn af hveijum sex íbúum Bandaríkjanna neyti reglu- lega flöskuvatns til drykkjar. í Kali- forníu er hlutfallið 1 af hveijum þremur. íbúar Kaliforníu neyta nærri helmings alls flöskuvatns, sem selt er í Bandaríkjunum. Glæsflegir (ataskápar f úrvali Smiðjuvegi 2, Kópavogi, s: 44444
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.