Morgunblaðið - 25.10.1990, Side 59

Morgunblaðið - 25.10.1990, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 59 VELVAKANDI SVARAR I SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS AMERÍSK ANDASÁPA MJÖG VANDAÐIR MOKKAJAKKAR DÖMU OG HERRA SENDUM MYNDALISTA - SENDUM í PÓSTKRÖFU Til Velvakanda. Við félagarnir hlökkuðum ekki svo lítið til að sjá loksins íslenska þáttaröð í Sjónvarpinu um hina ís- lensku þróun Nýaldarhreyfíngar- innar eins og sumir kalla hana. Því meiri urðu vonbrigðin þegar svo færi gafst á að líta á þessa Bjarma- landsför ísfilms hf. sáluga. Fíaskó er orðið sem notað er yfir svona hörmung. Það er eins og alla yfirsýn hafi skort við gerð þessara þátta í um- sjá íslensku hreyfimyndastofnunar- innar sem ísfilm var fengið til að gera fyrir Sjónvarpið. Og ekki er heldur hægt að átta sig á því með nokkru móti í hvaða smiðju Jón Proppé heimspekingur (???) hafi gengið er hann samdi handritið að þáttaröðinni. Varla nokkru. Fyrir nú utan alla tæknilegu hnökrana á gerð þáttanna þá vant- ar nánast alla faglega vinnu við úttektina. Einhæft val viðmælenda í undarlegu ljósi á skjánum, líkam- legar hreyfingar með eða án sverðs eða kodda, eða gosdósa, og mikið orðskrúð um fáa hluti gerðu það að verkum að héildaryfirlit áhorf- enda yfir fyrirbærið varð nánast ekkert. Fáum alvarlegum spurning- um hreyfingarinnar er velt upp, hvað þá að bjóða uppá smáskilning í víðu samhengi á viðfangsefninu. Svo eftir stendur enn stærri og dýpri gjá iðkendanna og andmæ- lendanna ef eitthvað er. Hreyfing þessi sem reynt er að fjalla um í þáttunum er þó í 'raun miklu eldri og merkilegri hér á ís- landi en flestir halda í fyrstu. Menn mega alls ekki gleyma frumkvöðl- um spíritistahreyfingarinnar og öll- um þeim mótbyr sem þeir höfðu í fangið lengst af. Og ekki síður hversu afar margar og merkilegar tilraunir þeir gerðu í gegnum tíð- ina. Á það var vart minnst einu orði í þáttunum. Því miður er mestallri þeirri til- raunastarfsemi lokið þar á bæ þótt það sé aftur annað mál, og alls ekkert einkamál Sálarrannsóknafé- lagsins. En það hefði eigi að síður átt að segja frá því starfi þar í gegnum árin í stuttu máli og árangrinum af því. Að mörgu öðru ógleymdu sem ekki síður er merki- legt í þessu samhengi og nauðsyn- legt hefði verið að gera a.m.k. ein- hver skil. En alls þessa var bara alls ekki getið frekar en flests annars sem ekki hefur verið flutt inn tollfrjálst og milliliðalaust beint frá Amer- íkunni nú sl. misseri í stórgámainn- flutningnum mikla. Ekki einu orði í þáttunum. Ég veit það vel að margir fussa hér og sveia og segja sem svo að t.d. spíritisminn sé alls ekki hluti Nýaldarhreyfingarinnar, né nokkuð annað honum skylt. En þetta er bara alls ekki rétt. Spíritisminn, Guðspekifélagið og hreyfingar Nýjalssinna eru einn merkilegasti hluti þessarar hreyf- ingar í heild sinni, hvað sem mönn- um annars finnst persónulega um þau mál. í reynd miklu merkilegri en fiest allt sem sumir nærsýnir Nýaldarsinnar nýkomnir frá Amer- íkunni flokka undir „The New Age Movement", eða Hreyfingu hinnar nýju aldar uppá íslensku, þótt þessi fyrirbæri hafi undir ýmsum öðrum fánum siglt í gegnum tíðina. í ljósi sögulegrar þróunar hér á íslandi í gegnum aldirnar, s.s. álfa- sagnanna og huldufólkssagnanna, og nú á tuttugustu öldinni meints sambaíids við látna íslendinga í öðrum heimi á öðrum tilverustigum (eða á öðrum hnöttum eins og Nýj- alssinnar segja að næsta líf okkar verði) verður ekki vikist undan því að viðurkenna þá staðreynd að gagnrýnin á hina þurru efnishyggj- ulegu hlið tilverunnar í íslensku þjóðfélagi hefur átt sér höfuðvígi þar og hvergi annars staðar, og á sér það mjög líklega enn þrátt fyrir allt. Þetta ættu allir að geta fallist á sem kynnt hafa sér máiin nokkuð. Hins vegar eru höfuðstöðvar innihaldslausu og sálarlausu efn- ishyggjunnar á íslandi í dag án efa í Háskóla íslands og í blindum og innisæislausum fylgjendum hans. En það er aftur annað mál og óskiljanlegra og miklu flóknara en öll Nýaldarhreyfingin í heild sinni annars er. Magnús H. Skarphéðinsson MENGUN Til Velvakanda. Það lítur út fyrir að álver verði reist hér á landi en þessir góðu menn hugsa ekkert um hvernig landið okkar lítur út eftir nokkur ár, bæði loft og sjór í hættu. Af hverju vilja aðrar þjóðir losna við þessi álver? Af því að þeir eru búnir að fá nóg af mengun af þeim og vilja koma þeim í hreint og ómengað land. Svo hafa þeir komist að því að ráðamenn okkar eru nýjungagjarnir og gleipa viðjþessu. Eg hef nú heyrt að ráðherrann Jón Sigurðsson eigni sér þessa blessun. En hann fær ekkert hrós frá mér. Ef ráðherrann hefði stungið upp á annarri atvinnu- grein sem hefði orðið þjóðinni til heilla þá hefði hann fengið hrós fyrir. Eg er nú ekki.búinn að sjá mikinn hagnað af álveri ef það verða 10 til 20 ár þangað til að raforkan fer að skila hagnaði, þá verður álið orðið einskis virði og annað efni komið á markaðinn. Það er ekki gott að láta aðrar þjóð- ir eiga eignir hér á landi. Við eig- um að hlynna að afurðum okkar til sjós og lands, því við eigum fagurt og gott land og líklega besta land í heimi. Ingimundur Sæmundsson Þessir hringdu . . Reiðhjól í óskilum í Sæviðarsundi Kona hringdi og vildi láta vita af tveimur reiðhjólum sem eru í óskilum hjá henni, eri hún býr i Sæviðarsundi. Bæði hjólin eru drengjahjól. Annað er nýlegt, svart og bleikt, en hitt gult eldra hjól. Upplýsingar í síma 30593 eftir kl. 19. Dikk Treisi kallar a Gomes Dikk kallar á Gö-Gó Gómes Gó-Gó ertu þarna? Hann er ekki her! Gð-Gó er farinn til Parísar að sjá Kan-Kan stúlkurnar í Rauðu Myllunni, enda verðið aðeins frá kr. 25.280. FLUGLEIÐIR Fljótari en VKA Safalinn, Laugavegi 25, 2. hæð. Sími 17311 Ungan mann til ábyrgðar! VID KJÓSUM Cuðmund Magnússon í 6. sætið. Stuðníngsmenn. Kökubasar Kvenfélagið Heimaey heldur sinn árlega köku- basar laugardaginn 27. október kl. 14.00 á Hallveigarstöðum. Móttaka á basarinn verður föstudaginn 26. október kl. 1 7.00-19.00 og laugardaginn 27. október frá kl. 10.00 fyrir hádegi. Stjórnin h'EtfyMNl^URENT snyrtivörukynningar ★ Bylgja, Hamraborg 14 a, Kópavogi, fimmtud. 25. okt. kl. 13-18. ★ Snyrtivörubúðin, Laugavegi 76, föstud. 26. okt. kl. 13-18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.