Morgunblaðið - 25.10.1990, Side 60

Morgunblaðið - 25.10.1990, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 BADMINTON Bima og Broddi unnu tvöfalt Broddi Kristjánsson og Birna Petersen sigruðu í einliða- og tvíliðaleik karla og kvenna á Atla- mótinu í badminton sem fram fór á vegum íA á Akranesi um síðustu helgi. Mótið er haldið til minningar um Atla Þ. Helgason og var það fyrst haldið 1982. Keppt var í meistaraflokki og í A- og B-flokki. Broddi sigraði Árna Þór Hallgrímsson, TBR, í úrslitum í einliðaleik karla, 15:7 og 15:5. ' Þeir Árni og Broddi sigruðu i tvíliðaleik karla. Unnu Ármann Þorvaldsson og Þorstein Pál Hængsson úr TBR í úrslitum, 15:7, 16:7og 15:13. Bima sigraði Guðrúnu Júlíus- dóttur í einliðaleik kvenna nokkuð óvænt, 11:1, 8:11 og 12:9. Birna og Guðrún sigruðu í tvíliðaleik kvenna, unnu Ásu Pálsdóttur, ÍA pg Elsu Nilsen, TBR, 15:8 og 15:11. I tvenndarieik sigruðu þau Árni Þór Hallgrímsson og Ása Pálsdóttir þau Guðmund Adolfsson og Guðrúnu Júlíusdóttur, 15:7 og 15:4. Tryggvi Nilsen, TBR, sigraði í A-flokki í einliðaleik karla. Hann vann Gylfa Pétursson, ÍA, 18:17 og 15:4. í tvfliðaleik karla sigruðu Stefán Stefánsson og Jóhannes Helgason, KR, þá Einar Einarsson og Þórarinn Arason, TBA, í úrslit- um, 15:11 og 15:5. Þórarinn Arason, TBA, sigraði í B-flokki í einliðaleik karla. Hann sigraði Þorstein Guðbjartsson, TBA, 15:10 og 15:12. Reynir Ge- prgsson og Þórður Guðmundsson, IA, sigruðu Rúnar Magna Jónsson og Benedikt Einarsson, IA, í úrslit- um í tvíliðaleik, 15:1 og 15:1. í einliðaleik kvenna í B flokki sigraði Brynja Pétursdóttir, ÍA, Bjarney Hinriksdóttir, ÍA, í úrslit- um, 11:3, 7:11 og 11:7. Í.tvíliðaleik kvenna sigruðu Bjarney og Berg- þóra Jónsdóttir þær Birnu Guð- bjartsdóttur og Brynju Pétursdótt- ur, 15:6 og 17:15. I tvenndarleik sigruðu Þórður Guðmundsson og Birna Guðbjarts- dóttir þau Reyni Georgsson og Brynju Pétursdóttur, 15:7 og 15:6. Birna Petersen gerði sér lítið fyrir og sigraði Guðrúnu Júlíusdóttur í ein- liðaleik kvenna. .„amundurÞorbjó'^on ig^tajohnson {L held mér ífínu formi með Diet Coke.“ Porgrúnur Þráinsson „Eg vil halda méri Soduformi og vel Diet Coke“ jvlarta Ernstdottir „Ég tek Diet Coke framyfir; það ersvo svalandi“ •Hitaeiningan 0,32 kcal i lOOml BLAK Að höggva mannog annan . . . eftirBjörn Guðbjörnsson VEGNAathugasemdarfor- ‘ svarsmanns blakdeildar Fram sl. föstudag vill undirritaður koma fram nokkrum atriðum í málinu, þó svo að stefnan sé ekki sú að fara út í einhvern æsing á íþróttasíðum blað- anna. Að deila um grundvallaratriði og grundvallarskilning á 16g- um og reglum í íþróttum, hvaða nafni sem þær nefnast kann oft að vera erfitt. Skoðanir og túikanir manna geta verið ólíkar og oft get- ur það hent að menn komist að mismunandi niðurstöðum í sama máli. Enda eru menn misjafnir eins og þeir eru margir og ætla ég for- svarsmanni Fram það einnig. Það sem gekk á í íþróttahúsi Hagaskóla fyrir leik ÍS og Fram á vonandi ekki eftir að koma fyrir aftur, enda öllum fyrir bestu. Það er staðreynd að dómarirtn, Kjartan Páll Einars- son, varð fyrir aðkasti af hálfu Framara fyrir leikinn, og talar það sínu máli nú. Einn okkar reyndasti dómari hefur ákveðið að draga sig í hlé, og það er ísköld staðreynd, sem ekki einu sinni leikmenn Fram geta neitað. Hvað viðvíkur þeirri fullyrðingu forsvarsmanns blakdeildar Fram, „að ekkert lið eigi að þola það að maður úr liði andstæðinganna sé settur í dómarasæti", þá er einhver misskilningur á ferðinni. Dómarinn var ekki boðaður til leiksins sem leikmaður ÍS heldur sem dómari á vegum dómaranefndar BLÍ og vegna þess að til hans er borið hið fyllsta traust. Það er rétt að Kjart- an Páll lék á árum áður með ÍS, en leikur nú sér til gamans með öldungaliði félagsins, Það er stað- reynd að undanfarin ár hafa bæði spilandi leikmenn og þeir sem hætt hafa keppnl þurft að sinna dóm- gæslu hjá sinum llðum sökum dórn* araskorts, og hægt er að benda á mörg dæmi þar að lútandi, þannig að ekki var þarna um eitt einstakt dæmi að ræða, Hafi forsvarsmenn Fram verið ósáttir með framkvæmd leiksins þá hefðu þeir átt samkvæmt reglum BLÍ að sækja rétt sinn til að fá úrskurð í málinu að leik lokn- um, en ekki að skapa álika leikþátt og raun varð á. Það er einnig leiðin- legt til þess að vita að Kjartan Páll hafi orðið þolandi í þessu leið- indamáli, þegar til þess er horft að hann var fyrsti þjálfari blakdeildar Fram á sínum tíma. Og í lokaorðum mínum þá óska ég forsvbarsmönn- um og liði Fram velfarnaðar í ís- landsmótinu. Höfundur er formaður dómaranefndar BLÍ.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.