Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 53 Signrbjíirtur Vil- hjálmsson, húsasmíða- meistari - Minning Fæddur 2. nóvember 1908 Dáinn 18. ok'tóber 1990 í dag er jarðsunginn tengdafaðir minn Sigurbjartur Vilhjálmsson húsasmíðameistari. Sigurbjartur fæddist 2. nóv. 1908 í Grænagarði í Leiru. Foreldrar hans voru hjónin Bergsteinunn Bergsteinsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson. Bergsteinunn átti ættir að rekja til Keflavíkur og um Suðurnes, en Vilhjálmur var ættað- ur austan úr Holtum í Árnessýslu. Árið 1915 flytja þau hjón til Hafn- arfjarðar. Alls áttu þau hjón 11 börn sem komust öll til fullorðins ára og eru 6 þeirra ennþá á lífi. Sigurbjartur var sendur austur í sveit á sumrin að gæta búsmala ásamt öðru sem til féll. Á sextánda aldursári fór Sigurbjartur að vinna í ullarverksmiðjunni Álafossi ásamt systur sinni Hallberu. Seinna fór Sigurbjartur til sjós og var á síld norður á Siglufirði. Ekki mun sjó- sókn hafa átt við hann enda hneigð- ist hugur hans til smíða. Árið 1927 byrjaði hann að nema húsasmíði hjá Þóroddi Hreinssyni og Árna Siguijónssyni. Eftir að námi lauk fóru þeir Sigurbjartur og Vigfús Sigurðsson að vinna saman við húsasmíðar í Hafnarfirði, samstarf þeirra hefur verið gott í gegnum árin. Árið 1934 ganga þau í hjónaband Sigurbjartur og Þuríður Magnús- dóttir frá Dysjum í Garðahreppi. Foreldrar hennar voru Ragnheiður Þorbjömsdóttir og Magnús Brynj- ólfsson sem þar bjuggu. Þau Sigur- bjartur og Þuríður byggðu sér heim- ili á Skúlaskeiði 10, á friðsælum og fallegum stað í Hafnarfirði. Eignuðust þau tvær dætur, Sigrúnu f. 31.jan. 1936, sem gift er undirrit- uðum og eiga þau þrjú börn, og Ragnheiði f. 23. sept. 1942, gift Ingólfi H. Ámundasyni skipasmíða- meistara og eiga þaujrjögur börn. Barnabarnabömin eru orðin sjö talsins. í október 1941 stofnuðu 12 aðil- ar í Hafnarfirði fyrirtækið Dröfn hf., sem sá um skipasmíðar og við- hald skipa. Seinna var byggingarfé- lagið Þór stofnað, þá til að hasla sér völl við húsbyggingar. Sigur- bjartur var einn af þessum mönnum sem stofnuðu þessi fyrirtæki, og vann hann ötullega að uppbyggingu þeirra. Eg var þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að vinna með Sigurbjarti við byggingar hér í bænum, og ég held að ég megi fullyrða að ég hafi aldr- ei unnið með manni sem hafði jafn gott verkvit og hann. Sigurbjartur var oft með marga menn í vinnu og aldrei sá maður hann bregða skapi, enda hreif hann alla með sér og dró ekki menn í dilka. Sigur- bjartur var hjálpsamur og greiðvik- inn maður. Mér verður það ávallt minnis- stætt þegar systkini Sigurbjarts og fjölskyldur komu saman og gerðu sér dagamun, þá var uppi glens og grín og sagðar smellnar sögur. Það er skarð fyrir skildi að einn af gleð- innar mönnum fjölskyldunnar sé genginn til feðra sinna. Sigurbjart- ur átti við erfiðan sjúkdóm að stríða síðastliðin þrjú ár. Ég vil fyrir hönd aðstandenda þakka starfsfólki á fjórðu hæð Sólvangs fyrir umönnun og hjúkrun. Nú lætur þú drottinn þjón þinn í friði fara, blessuð sé minning Sig- urbjartar Vilhjálmssonar. Halldór Hjartarson í dag fer fram frá Hafnarfjarðar- kirkju útför afa okkar, Sigurbjarts Vilhjálmssonar, sem Iengst af bjó á Skúlaskeiði 10 í Hafnarfirði. Síðast- liðin þijú ár hefur hann verið heimil- ismaður á Sólvangi í Hafnarfirði. Þar andaðist hann að kvöldi 18. október, eftir að heilsu hans hafði farið hægt hnignandi. Amma okk- ar, Þuríður Magnúsdóttir, lifir mann sinn og er einnig til heimilis að Sólvangi. Afi ólst upp í stórum systkina- hópi þar sem kjörin voru stundum kröpp og húspláss lítið. Hann fór snemma að vinna fyrir sér, lærði húsasmíði og tók þátt í byggingu fjölmargra opinberra bygginga og húsa í Hafnarfirði. En beint fyrir ofan Hellisgerði, með útsýni yfir bæinn og höfnina, byggði hann fal- legt hús sem var heimili þeirra afa og ömmu í hálfa öld. Þar fæddust dætur þeirra tvær, Sigrún árið 1936 og Ragnheiður árið 1942. Afi var geðgóður maður, við sáum hann aldrei skipta skapi, þó svo hann hljóti að hafa átt misgóða daga eins og allir. Hann hafði gam- an af söng og ósjaldan bauð hann okkur upp í dans á stofugólfinu, undirleikurinn var söngurinn hans og hláturinn. Hann hafði einnig unun af ferðalögum og þó svo utan- landsferðirnar yrðu aðeins tvær, þá voru ferðirnar um landið okkar Is- land fleiri. Vinnusemi, sparsemi og reglusemi voru honum í blóð borin, en leti, bruðl og óhóf voru orð sem ekki fundust í orðabókinni hans. Hann er nú lagður af stað í ferðina löngu, laus við þreytu og þjáningu. Eftir sitjum við og lítum um öxl og minningarnar flögra um hugann, um mann sem mátti muna tímana tvenna. Blessuð sé minning hans. Aldís og Helga Sigurbjartur Vilhjálmsson lést 18. þ.m. tæplega 82 ára að aldri. Hann lærði trésmíðaiðn og vann allan sinn starfsaldur við trésmíðar. Hann var einn þeirra 12 félaga sem stóðu að stofnun Skipasmíðastöðv- arinnar Drafnar hf., árið 1941 en 10 stofnendanna voru iðnaðar- menn. Sömu aðilar stofnuðu síðan Byggingafélagið Þór hf. Skömmu eftir stofnun Drafnar hf., hóf Sigur- bjartur störf hjá fyrirtækinu og vann alla tíð síðan hjá fyrirtækjun- um báðum og hafði jafnan verk- stjórn á hendi. Hann var góður smiður, vandvirkur og afkastamik- ill. Hann var mjög hagsýnn og góð- ur verkstjóri og var einkar laginn á að stilla alla þætti verka saman þannig að þau gengu vel og snurðu- laust. Og það var eins og þetta gerðist meira og minna af sjálfu sér og þeir sem hann þurfti að vinna með og stjórna urðu samhent- ur hópur sem kappkostaði að koma verkum áfram og þau væru vel af hendi leyst. Sigurbjartur sat í stjórnum félag- anna um langt árabil. Hann hafði mikinn áhuga á því að hagur þeirra yrði sem bestur og lagði mikið af mörkum til að svo mætti verða. Hann var ávallt boðinn og búinn að ganga í þau verk sem leysa þurfti og var það ekki dregið á lang- inn. Sigurbjartur var hógvær maður og traustur. Hann var léttur í lund og skapgóður og því gott að eiga hann að vinnufélaga. Góður sam- starfsmaður, góður og heilsteyptur drengur er kvaddur með þökk í huga. Blessun fylgi minningu hans og við biðjum honum velfarnaðar á nýjum vegum. Eftirlifandi konu hans, Þuríði Magnúsdóttur, og fjöl- skyldu flytjum við innilegar samúð- arkveðjur. Páll V. Daníelsson Þann 18. október sl. lést í hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafnar- firði, vinur minn og samstarfsmað- ur í sextíu ár, Sigurbjartur Vil- hjálmsson húsasmíðameistari, Skúlaskeiði 10, Hafnarfirði. Útför hans fer fram í dag, fimmtudaginn 25. október, frá Hafnarfjarðarkirkju. Sigurbjartur var fæddur í Grænagarði í Leiru 2. nóvember 1908 og var því tæpra 82 ára er hann lést. Foreldrar hans voru hjón- in Bergsteinunn Bergsteinsdóttir og Vilhjálmur Guðmundsson. Flutt- ist hann með foreldrum sínum og eldri systkinum til Hafnarijarðar árið 1915. Alls urðu þau systkin 11, ólust þau upp í Hafnarfirði, oft við þröngan kost, eins og títt var á þeim tíma hjá barnmörgum fjöl- skyldum. Öll urðu þau systkin dugnaðar- og mannkostafólk. Sig- urbjartur var hamingjumaður í sínu ijölskyldulífi, hann kvæntist 27. október 1934 sinni ágætu konu, Þuríði Magnúsdóttur frá Dysjum í Garðabæ. Þau eignuðust tvær dæt- ur, þær eru: Sigrún Ásta, gift Hall- dóri Hjartarsyni tollþjóni, og Ragn- •heiður, gift Ingólfi H. Ámundasyni skipasmíðameistara, báðar búsettar í Hafnarfirði. Sigurbjartur Vilhjálmsson hóf nám í húsasmíði 1927, hjá húsa- smíðameisturunum Árna Siguijóns- syni og Þóroddi Hreinssyni, sem voru á þeim tíma umsvifamiklir byggingaverktakar, sveinsprófi lauk hann árið 1931. Að námi loknu starfaði hann næstu árin með meisturum sínum og undirrituðum að ýmsum byggingaframkvæmdum í Hafnarfirði og víðar. Það kom fljótt í ljós að hann var gæddur hæfileikum til að stjórna verkum, enda varð hann fljótlega verkstjóri og kennari iðnnema. A þeim árum var venja að verkstjórar í bygginga- riðnaði ynnu með starfsmönnum sínum, en svo létt fórst honum verk- stjórnin, að hann skilaði auk hennar fullri vinnu og vel það, enda var hann mjög eftirsóttur til hverskonar smíða, því saman fór dugnaður, ■^pndvirkni og útsjónarsemi og sér- lega góð skapgerð. Verkstjórn Sig- urbjarts var ekki framkvæmd með eftirrekstri eða hörðum fyrirmæl- um, heldur með lipurð við undir- menn sína, hann hafði lag á að vekja áhuga þeirra á verkefnunum með góðlátlegu, léttu og örvandi tali, sem orkaði þannig á starfs- menn, að þeir voru ávallt reiðubún- ir að fylgja honum eftir. Nemendur í húsasmíði, sem æði- margir hafa gegnum árin unnið undir stjórn Sigurbjarts, minnast þess oft hversu gott hafi verið að vinna undir hans stjórn og telja. ómetanlegt hvað mikið þeir hafi af honum lært og hafi orðið þeim gagnlegur leiðarvísir, þegar þeir sjálfir fóru að stjórna verkum og þurftu að standa á eigin fótum. Sigurbjartur var sem kallað er fé- lagslega sinnaður maður og átti gott með að starfa með öðrum, hann var stofnandi og starfaði í ýmsum félögum, hann var um ára- bil formaður í Trésmiðafélagi Hafn- arijarðar og var oft fulltrúi þess á iðnþingum, hann gekk í Iðnaðar- mannafélagið í Hafnarfirði, var lengi formaður í skemmtinefnd þess þótti sæti hans þar vel skipað sem annars staðar, hann var kosinn heiðursfélagi þess 26. október 1978 í tiiefni af 50 ára afmæli félagsins, voru honum þá þökkuð ágæt störf í þágu félagsins. Sigurbjartur var einn af tólf stofnendum Skipasmíðastöðvarinn- ar Drafnar hf. 25. október 1941 og Byggingafélagsins Þórs hf. 16. júlí 1944, hann var lengi í stjórn þeirra og starfsmaður frá stofnun þeirra og eins lengi og heilsa hans leyfði, lengst af verkstjóri. Ég tel mér það mikið happ að hafa á unglingsárum kynnst Sigur- bjarti, leiðir okkar lágu saman þeg- ar ég hóf nám í húsasmíði hjá sömu meisturum og hann nam hjá. Allt frá þeim tíma eða full sextíu ár höfum við verið starfsfélagar og vinir. Betri samstarfsmann get ég ekki hugsað mér, öll þessi ár hefur ekki fallið skuggi á samstarf okkar og tel ég að þar hafi miklu ráðið hæfileiki hans til samstarfs við aðra að ógleymdri hans góðu skapgerð, sem ekkert fékk raskað. Þau hjónin Sigurbjartur og Þuríð- ur byggðu í upphafi hjónabands síns íbúðarhús nr. 10 við Skúla- skeið ofan við Hellisgerði á einum fegursta stað í bænum. Á þeim tíma þótti hús þeirra vera með stærri húsum, miðað við þeirra tíma venju, en síðar bættu þau við húsið allmyndarlega. Áttu þau hjónin þar glæsilegt heimili og bjuggu þar allt til þess að heilsa þeirra bilaði, þá fluttu þau í hjúkrunarheimilið Sól- vang og hafa dvalið þar hátt í þijú ár. Við Ásta minnumst margra ánægjulegra stunda á heimili þeirra hjóna og margra skemmtilegra ferða á sjó og landi, sem við höfum farið saman á liðnum árum. Við sendum Þuríði, dætrum, tengdason- um, dætrabörnum og ættfólki okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Sigurbjarti Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Vigfús Sigurðsson Andlát afa míns, Sigurbjarts Vil- hjálmssonar, fylgdi í kjölfar veik- inda síðustu ára. Þær minningar sem ég á um afa og eru mér kærast- ar eru þó frá æskuárum mínum í Hafnarfirði þegar við bjuggum í návist við afa og ömmu á „Skúló“, sem við nefndum eftir heimili þeirra á Skúlaskeiði 10. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til afa og ömmu og þar var oft glatt á hjalla. Afi hafði gaman að tónlist og hann lék á harmonikku. Þegar fjölskyldan kom saman dró afi oft fram „nikkuna" sína og við krakkarnir hoppuðum og dönsuðum meðan kraftar entust til. Sjálfur hafði afi líka gaman af að dansa og hann og amma tóku saman snúning hvenær sem tilefni gafst til. Og það var ekki aðeins heima á Skúló sem við nutum návistar afa. Oft tók hann okkur systkinin í sunnudagsferðir í bílnum með ömmu. Hann var ræðinn og hafði gaman af að spjalla við fólk hvar sem við stöldruðum við f þessum ferðum. Afi var afkastamikill og naut sín í starfi. Ég hef haft gott samband við Hallberu, systur hans, sem búið hefur í Bandaríkjunum um árabil. Við höfum oft haft gaman af sögun- um sem hún á um afa og þeim systkinunum frá yngri árum. Ég veit að afa leið illa undir lok- in. Honum fannst erfitt að þurfa að vera meira og minna rúmfastur og háður öðrum um flesta hluti. Afi er nú loksins fijáls aftur. Hlýjar minningar um hann verða með okk- ur um ókomna tíma. Þuríður Erla Halldórsdóttir t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN EGILSSON vélstjóri frá ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 27. október kl. 14.00. Hulda Jónsdóttir, Garðar Hinriksson, Egill Jónsson, Gunnhildur Birna Friðriksdóttir, Jón Ásgeir Jónsson, ' Jónína Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, LILJA SIGURÐARDÓTTIR, Ásvegi 17, Akureyri, sem lést 19. október, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 26. október kl. 13.30. Ágúst Ólafsson, Rannveig Ágústsdóttir, Þórður Hinriksson, Ólafur Ágústsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Þórarinn Ágústsson, Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Ingibjörg Sigríður Ágústsdóttir, Erlingur Bergvinsson og barnabörn. t Systir mín, mágkona og frænka, ODDBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR, Hátúni 10, verður jarðsungin föstudaginn 26. október kl. 13.30frá Fossvogs- kapellu. Kristín H. Guðjónsdóttir, Ragnar Þ. Guðlaugsson, Guðjón Ragnarsson, Hanna G. Ragnarsdóttir, Halldóra G. Ragnarsdóttir og fjölskyldur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ERLA EYJÓLFSDÓTTIR, Engjaseli 84, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. október kl. 10.30. Viðar Magnússon, Bettý Guðmundsdóttir, Reynir Magnússon, Magnea Aradóttir, ívar Magnússon, Sigrún Kjærnested, Smári Emilsson, Nanna K. Magnúsdóttir. Gyða Eyjólfsdóttir, Svana Eyjólfsdóttir, Trausti Eyjólfsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.