Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 45 Lfmæliskveðja: lónas Asgeirsson skíðakappi - sjötugur Jónas Ásgeirsson frá Siglufirði r sjötugur í dag, en hann var um rabil einn af fremstu skíðamönn- m þessa lands. Jónas ólst upp á liglufirði þar sem vagga skíða- próttarinnar var á þeim tima. Um .rabil rak hann þar verslunina tsgeir, en hann flutti til Reykja- íkur á árinu 1968 þar sem hann lefur síðan stundað verslunar- törf. Á þessum tímamótum er tilefni il að riíja upp í örstuttu máli af- kipti Jónasar og afrek á sviði þrótta. Við sem kynntumst Jónasi íþróttum dáðum mjög leikni íans, áræði og öryggi í skíða- Leiðréttingar í afmælisgrein um Rósu Stefáns- lóttur, hússtjórnarkennara 95 ára Morgunblaðinu 10. október sl., )ls. 29, er vitnað í kvæðið Vöggu- jóð eftir Matthías Jochumsson. lljúgfróður maður náði tali af mér >g benti mér á villu í einu atriði 'arðandi tildrög kvæðisins. Eins og ram er tekið orti séra Matthías það ,il sr. Jóns Þorvaldssonar fyrrum )rests á Stað á Reykjanesi og konu íans sem var ranglega nefnd Her- lís Snæbjarnardóttir. Hið rétt er ið hún hét Ólína og var dóttir Snæ- jjarnar í Hergilsey. Þakka ég þessa ibendingu og bið velvirðingar á •angherminu sem er alfarið á ibyrgð undirritaðs. Þá hef ég veitt athygli leiðum iennaglöpum: Vitnað í lítið en eink- ir fallegt ljóð úr hinni ágætu ljóða- 3Ók Séð og munað eftir Christian Matras sem Þorgeir Þorgeirsson oýddi, en það er með réttu á þessa eið: Glöggt er það skáld sem grefur þau upp gömlu orðin með æskuljómann. Villan er sú að fallið hefur niður greinisendingin á síðasta orðinu sem er auðvitað afleitt og vil ég biðja höfund, þýðanda og lesendur velvirðingar á þessu. Vil svo nota tækifærið til þess að hvetja alla ljóð- vini til þess að lesa þessa skemmti- legu ljóðabók, Séð og munað. Hún er gefin út 1987 af Þýðingaútgáf- unni. Magnús Skúlason stökkinu, en skíðastökkið var hans uppáhaldsgrein. Annars var hann liðtækur í öllum greinum skíða- íþróttarinnar og keppti í þeim öll- um. Hann var sérlega laginn og hafði gott vald á tækninni. Fyrst varð Jónas íslandsmeistari í norr- ænni tvíkeppni á árinu 1939 að- eins 18 ára gamall. íslandsmeist- ari í skíðastökki varð hann fyrst árið 1943 en það endurtók hann síðan sjö sinnum. Ég minnist þess enn þegar Jónas var síðast ís- landsmeistari í skíðastökki, en það var á Akureyri árið 1957 þá 36 ára gamall. Það varð að gera hlé á stökkinu eftir fyrri ferð vegna skafrennings og slæms veðurs. Okkur keppendum leist ekki meira en svo á framhaldið, en stökkinu var haldið áfram. Þá naut sín vel hin mikla reynsla og yfirburðaör- yggi hans, en það stóðst honum enginn snúning. A þeim árum sem skíðastökkið var og hét hér á landi var ómetan- legt fyrir okkur yngri þátttakend- ur í íþróttinni að njóta samfylgdar Jónasar á Siglufirði. Hann var mikill ærslabelgur og alltaf var mikið líf og fjör í kringum hann, en hann þreyttist aldrei á því að leiðbeina þeim yngri og miðla þeim af reynslu sinni. I nokkur ár stund- aði Jónas skíðakennslu víða um land. Enn er hann fullur af áhuga á því að leiðbeina og leita leiða til eflingar íþróttum, einkum skíð- astökkinu, sem vissulega hefur dalað mikið frá gullaldarárunum á Siglufirði. Á árinu 1946 fór Jónas fyrst utan bæði til Svíþjóðar og Noregs til æfinga og keppni, en með í för . voru þeir Haraldur heitinn Pálsson og Sigtryggur Stefánsson nú bú- settur á Akureyri. Þetta mun hafa verið fyrsta ferð íslenskra skíða- manna til annarra landa til æfinga og keppni. Árið 1947 keppti Jónas síðan, ásamt Jóni Þorsteinssyni frá Siglufirði, í hinni frægu stökk- braut Holmenkollen í Noregi. Það hefur þurft talsverðan kjark fyrir stráka norðan úr landi til að keppa í þeirri braut án þess að fá nokk- urt tækifæri til æfinga í brautinni REYR- HÚSGÖGN ...hjá okkur eða í hliðstæðum brautum. Jónas tók þátt í fyrstu Ólympíu- leikum vetraríþrótta sem Islend- ingar tóku þátt í, en það var í St. Moritz í Sviss árið 1948. íslenskir keppendur voru fjórir, Jónas einn í stökkinu, en þrír í alpagreinum, þeir Guðmundur Guðmundsson, Magnús Brynjólfsson, báðir frá Akureyri, og Þórir Jónsson, Reykjavík. Fararstjóri var Einar B. Pálsson verkfræðingur og þjálf- ari Hermann Stefánsson kennari. Jónas stökk af sínu alkunna ör- yggi og stóð sig vel þótt ekki yrði hann í fremstu röð. Jónas lék knattspyrnu með meistaraflokki KS í fjölda ára og var þar í fararbroddi, laginn og leikinn með boltann. Skíðin eru þó alltaf hans uppáhald og eftir að hann flutti til Reykjavíkur hef- ur hann átt sæti bæði í Skíðafé- lagi Reykjavíkur og Skíðaráði Reykjavíkur fullur af áhuga á skíðunum. Það var oft glatt á hjalla hjá Jónasi og Möggu í Hlíð á Siglu- firði þar sem áhugamenn um skíði og knattspyrnu mættu og ræddu málin. Umræður voru oft liflegar enda húsráðandinn ekki í vand- ræðum með að glæða þær fjöri með glettni sinni og frásagnar- snilld. Enn eru málin rædd á heim- ili þeirra hjóna í Reykjavík og svo verður vonandi um ókomin ár. Áhuginn hverfur aldrei. Bestu heillaóskir í tilefni dags- ins kæri vinur. _ Ólafur Nilsson GAMIA KOMPANIID^rt KRISTJÁN SIGGEIRSSON Hesthálsi 2 ■ 4 Reykjavík. Simi 91-672110 Æ nCMám JJgjj btion , lotion ÚTGERÐARMENN SKIPSTJÓRAR Viö viljum vekja athygli ykkar á því aö viö höfum fengið aögang að viðlegukanti svo til við verkstæðisdyr okkar. Þetta hefur þá þýðingu að vinnutími nýtist mun betur en áður við verk sem við tókum að okkur öllum til hagsbóta. Þrjú skip hafa á þessu ári fengið þjónustu frá okkur við hinn nýja viðlegukant. Hilmir II (Röst). Nýjartogvindurog hálf auto kerfi. Freyr VE. Nýjar togvindur og hálf auto kerfi Súlnafell. Endurnýjun á eldra kerfi. SÉRGREIN OKKAR ER VINDUR OG VINDUKERFI Teiknistofa okkar hannar vindukerfi eöa breytingar á þeim. VÉLRVERKSTfEÐI SIG. SVEINBJÖRNSSON Hfi SKEIÐARÁSI - 210 GARÐABÆ SÍMI 52850 - FAX 652860 og lotion,vernda húðina gegn kulda ( kulda vetrarins þornar húöin. Hún framleiðir ekki lengur fitu, verður viðkvæm og hrjúf. Sebamed krem og lotion gefa húðinni tvöfalda vörn. Sebamed hefur pH-gildið 5,5 sem er það sama og hjá heilbrigðri húð, því helst jafnvægi á varnarlagi húðarinnar. Sebamed heldur einnig jafnvægi á náttúrulegu fitu-og rakainnihaldi húðarinnar. Húðin helst því heilbrigð dg falleg. Sebamed krem og lotion fást í næsta apóteki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.