Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 19
6af 63 eftirKatrínu Fjeldsted Næstu tvo daga ganga flokks- bundnir sjálfstæðismenn að kjör- borði og velja sér frambjóðendur á framboðslista til Alþingis í vor. Kjósa á minnst átta en mest tólf manns. Mikilvægt er að nota það tækifæri, sem þarna býðst, til að láta í ljós vilja sinn, og rétt að benda kjósendum Sjálfstæðis- flokksins, sem ekki eru flokks- bundnir, á það, að gangi þeir í flokkinn, allt fram á kjördag, geta þeir einnig tekið þátt í prófkjör- inu. Ég hef reyndar mínar efa- semdir um það, að prófkjör tryggi þá fjölbreytni, sem nauðsynleg er á slíkum framboðslista. Þótt lög- fræðingar, viðskiptafræðingar og hagfræðingar séu þjóðfélagi okkar nauðsynlegir, þá þarf við val á framboðslista að gæta þess, að hæfíleg breidd sé i framboðinu. Sjálfstæðisflokkurinn telur farsæl- ast, að þar vinni stétt með stétt, og að því þarf að hyggja. Þá er ekki síður mikilvægt að gæta að hlut kvenna; ég er ein þeirra, sem hef hvatt til þess, að þriðjungur frambjóðenda, hið minnsta, á list- um flokksins sé konur. Ekki af því að þær eru konur, heldur vegna þess, að til eru svo margar hæfar konur. Listi, borinn fram í nafni Sjálfstæðisflokksins, verður að endurspegla mannlíf í landinu. Það er mikilvægt, að hæfar konur gefí kost á sér í pólitísku starfi. Ein slík kona er Þuríður Pálsdóttir. Þuríður Pálsdóttir Ég tel mig ekki tala gegn neinu því hæfa fólki, sem nú gefur kost á sér til prófkjörs, þótt ég gangi fram fyrir skjöldu, Þuríði Pálsdótt- ur til stuðnings. Ég hvatti hana eindregið til þess í fyrra að gefa kost á sér í miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins og hafði við orð, að það væri fyrsta skref hennar inn á þing. Þótt það væri sagt í gamni, þá fylgdi því að sjálfsögðu líka MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 _; . „ . ;—i-l--í-------I-----I :—: alvara. Sú pólitíska lífssýn, sem Þuríði er í blóð bðrin, á erindi inn á Alþingi íslendinga. Hún hefur með störfum sínum sem listamað- ur, kennari, í félagsmálum og í harðri þjóðfélagsumræðu, til dæm- is um skattamál, sýnt, að hún er þrælpólitísk, en talar jafnframt mál, sem allir skilja. Hún hefur reynslu, hugrekki, húmor og pólitískt nef til að starfa á AI- þingi. Veitum henni veglegt braut- argengi til þess. Sex af sextíu og þremur Frá árinu 1987 hafa sjálfstæðis- menn í Reykjavík einungis átt sex þingmenn af sextíu og þremur. Þó nýtur Sjálfstæðisflokkurinn fylgis yfír sextíu prósent Reyk- víkinga, eins og fram kóm í borg- arstjórnarkosningum nú í vor. Það ber því brýna nauðsyn til þess, að flokkurinn auki fylgi sitt verulega á þingi og að þingmönnum Reyk- víkinga fy'ölgi til muna. Sýnum því með þátttöku í prófkjörinu, að það sé hægt að ná fram sigurstrang- legum lista, sem höfðar til allra stuðningsmanna sjálfstæðisstefn- unnar. ÞURÍÐUR PÁLSDÓTTIR • HÚN er óheföbundinn stjórnmálamaður, einörö og talar mál sem allir skilja. • HÚN hefur ákveðnar skoðanir og dirfsku til að fylgja þeim eftir. • HÚN er þekkt baráttukona sem á erindi á þing. TRYGGJUMÞURIÐI5. SÆTIÐ Höfundur er læknir og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Stuðningsmenn 19 I mijm li C '/JF fi Æwm I m Línóleum dijkur -NÁTTIJRULEGA NÍÐSTERKUR OG FER VEL UNDIR FÆTI Fallegur, sterkur, heimilislegur °g þægilegur undir fæti er lýsing sem hæfir línóleum-dúk vel. En þá á eftir að taka frant að línóleum er hlýlegt og umfram allt náttúrulegt efni sem á vaxandi vinsældum að fagna á íslenskum heimilum og stofnunum vegna þeirra kosta sem fyrr eru nefndir. Skoðaðu litaúrvalið hjá Teppalandi-Dúkalandi og njóttu þess að fá afgreiðslu hjá fyrsta ílokks fagfólki. ím hjá^^ Gólfmeistarar í meira en 20 ár Teppaland• Dúkaland Grensásvegi 13 • sími 83577
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.