Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Oleg Gordíjevskíj um helstu hjálparhellur KGB í Danmörku: Einfalt og trúgjamt fólk sem vissi ekki að það var misnotað SOVÉSKI njósnarinn Oleg Gordíjevskíj, sem var lengi í þjónustu öryggislögreglunnar KGB og gerðist gagnnjósnari fyrir Breta á áttunda áratugnum, hefur gefið út bók í Bretlandi sem vakið hefur mikla athygli, ekki sist á Norðurlöndum. I bókinni segir að Norðmað- urinn Arne Treholt hafi verið einn af fimm mikilvægustu njósnurum Sovétmanna á Vesturlöndum. Gordíjevskíj, er flúði Sovétríkin 1985 og var talinn einhver mikilvægasti gagnnjósnari Vesturveldanna, starfaði samanlagt tíu ár í Kaupmannahöfn og lýsir m.a. starfsemi KGB í Danmörku í bók sinni. Hann segir KGB hafa lagt áherslu á að hafa áhrif á almenningsálitið í landinu og hafi sovéski sendiherr- ann, Níkolaj Jegorítsjev, verið ánægður með árangurinn, sagt að Danir „borðuðu úr lófa“ Sovétmanna. Danska blaðið Jyllandsposten fjallaði nýlega um bók Gordíjevskíjs. Hann segir leiðtoga danska kommúnistaflokksins hafa fengið reglubundnar fyrirskipanir í sov- éska sendiráðinu. „Skipununum var síðan komið áleiðis til ýmissa danskra friðarhópa og samtaka, s.s. „Samstarfsnefndar um frið og öryggi“, „Friðarkvenna", „Aldrei oftar stríð“ og „Burt með kjam- orkuvopnin“, oft fyrir tilstuðlan forsvarsmanna í hópunum sem ekki voru kommúnistar. Hjá KGB og í sendiráðinu litum við, með réttu eða röngu, á alla þessa hópa sem kommúníska baráttuhópa í dular- klæðum. Fyrstnefndi hópurinn var það reyndar tvímælalaust.“ Gordíjevskíj segir að KGB hafí stutt með ráðum og dáð hugmynd- ina um kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd. Beitt hafí verið öllum brögðum til að hafa áhrif á skoðan- ir ráðamanna og fjölmiðlafólks, einkum blekkingaráróðri og ýmiss konar óbeinum mútugjöfum eins og boðsferðum til Sovétríkjanna. KGB hafí í skýrslum sínum til Moskvu staðhæft að starf stofnun- arinnar hafi átt ríkan þátt í stefnu ríkisstjónar jafnaðannanna í mál- efnum Atlantshafsbandalagsins sem fólst í því að skila séráliti í erfíðum málum sem snertu vígbún- að, svonefndri „footnote“-stefnu. Bestu upplýsingamar fengust, að sögn Gordíjevskíjs, frá fólki utan kommúnistaflokksins, og segir hann frá látnum og ekki nafn- greindum þingmanni Sósíalíska þjóðarflokksins, áður kommúnista, er hafí af hugsjónaástæðum fóðrað Sovétmenn á öllu sem hann komst yfir. Níkita Khrústsjov Sovétleið- togi hafi á sínum tíma bannað að kommúnistar á Vesturlöndum væru notaðir sem njósnarar, heppi- legra væri að þeir væru úr öðrum flokkum. Augum lokað fyrir illmennsku Gordíjevskíj segir fæstar hjálp- arhellur KGB í Danmörku hafa verið raunverulega föðurlandssvik- ara eða útsendara. „Þetta var einf- alt, trúgjarnt fólk sem hafði ekki hugmynd um að verið var að mis- nota það... Margir Danir sem unnu fyrir okkur sáu ekki eða vildu ekki sjá illmennskuna í kerfí kommúnismans. Margir stjórn- málamenn og aðrir sem móta skoð- anir í landinu hafa einfaldlega aldr- ei skilið þetta og af eðlilegum or- sökum er þetta kerfí því enn óskilj- anlegra fyrir almenning. Þessi fá- fræði og einfeldni hafði í för með sér hneigð til að fegra Sovétríkin og Sovétkerfíð. Ég tel að dæmigert viðhorf á Vesturlöndum sé: Við erum gott og vingjarnlegt fólk. Það getur bara ekki verið rétt að hinir Oleg Gordíjevskíj. Ekki er skýrt frá dvalarstað hans í í Bretlandi af ótta við hefnd KGB. séu það ekki líka. Vesturlandabúar trúa á hið góða og skilja ekki að kominn er í heiminn ný mannteg- und, homo sovieticus, sem hegðar sér á einn hátt gagnvart útlending- um, annan gagnvart valdhöfunum og hinn þriðja gagnvart fjölskyldu og vinum og e.t.v með enn einum hætti gagnvart sjálfum sér. Á Vest- urlöndum vill fólk ekki skilja að þessi nýi maður, gjörólíkur menntamönnum í Rússlandi keisar- atímans, er lygari og svikari, sið- laus hugleysingi sem hlítir engum grandvallarreglum." Prófkjör sj álfstæðismanna í Reykjavík DAGANA 26. OG 27. OKTÓBER 1990 Prófkjörið hefst á morgun, föstudag, og er kjörstaður þann dag í Valhöll, Háaleitisbraut 1. Laugardag verða kjörstaðir 5 talsins. Kjósið í því hverfi sem þér hafið nú búsetu í Ef þér hafið fiutt til Reykjavíkur eftir 1. desember 1989 og ætlið að gerast flokksbundinn, þurfið þér að framvísa vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á lögheimili í Reykjavík. Kjörstaðir verða opnir sem hér segir: Föstudaginn 26. október frá kl. 13:00 -22:00 í Valhöll, Háaleitisbraut 1 -öll kjörhverfin saman. Laugardaginn 27. október frá kl. 09:00 - 22:00 á 5 kjörstöðum í 6 kjörhverfum. Atkvæðisrétt eiga: Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem eiga munu kosningarétt í Reykjavík þann 25. apríl 1991 og undirritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík íýrir lok kjörfundar. Hvernig á að kjósa ? Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem óskað er að þeir skipi endanlegan framboðslista. Þannig skal talan 1 sett fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi fyrsta sæti framboðslistans, talan 2 fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem óskað er að skipi annað sæti framboðslistans o.s.frv. 1. Kjörhverfí: Nes- og Melahverfi, Vestur- og Miðbæjarhverfi og Austurbæjar- og Norðurmýrarhverfi. Oll byggð vestan Snorrabrautar og einnig byggð vestan Rauðarárstígs að Miklubraut. Kjörstaður: Hótel Saga (Nýja álman), 2. hæð, C-salur - Gengið inn um austurdyr. 2. Kjörhverfi: Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi og Langholtshverfi, öll byggð vestan Kringlumýrarbrautar og norðan Suðurlandsbrautar. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. (Vestursalur, 1. hæð). 3. Kjörhverfi: Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut í vestur og Suðurlandsbraut í norður. Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1. (Austursalur 1. hæð). 4. Kjörhverfi: Árbæjar-og Seláshvcrfi og Ártúnsholt. Kjörstaður: Hraunbær 102B (Suðurhlið). 5. Kjörhverfi: Breiðholtshverfin - öll byggð í Breiðholti. Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við Gerðuberg. 6. Kjörhverfi: Grafarvogur - öll byggð í Grafarvogi. Kjörstaður: Verslunarmiðstöð að Hverafold 1-3. 130 norskir borgarar verða sóttir til Kenýu Norðmenn hætta allri aðstoð við landið Ósló. Frá Helge Sorensen, fréttarilara Morgunblaðsins. NORSKA sfjórnin hefur tekið á leigu breiðþotu til þess að sækja um 130 Norðmenn til Kenýu eftir að sfjórnvöld þar í landi riftu stjómmálasambandi ríkjanna. Meðal þeirra sem koma heim með þotunni eru sendiherra Noregs í Kenýu og flest allir starfsmenn norsku þróunarstofnunarinnar NORAD. Á vegum hennar eru 150 Norðmenn í Kenýu. Því til viðbótar er talið að um 250 norskir ríkis- borgar dveljist í landinu, flestir Flugslys áKúbu Havana. Reuter. FLUGVÉL í eigu kúbanska flugfélgsins Cubana de Aviacion brotlenti í aðflugi að flugvellinum í borginni Santiago de Cuba í fyrrinótt. Flugvélin var af gerðinni YAK-40 og smíðuð í Sovétríkj- unum. Hún var að koma úr áætlunarflugi frá borginni Ca- maguey er hún fórst en áf anga- staðurinn er á eynni austan- verðri. Féll hún til jarðar nokk- uð frá fiugvellinum klukkan 01:46 að staðartíma í fyrrinótt. Ekki hefur verið látið uppi hversu margir biðu bana í slys- inu en um borð voru alls 31 maður, farþegar og áhöfn. vegna trúboðsstarfa. Ekki er talið að sambandsslitin muni trufla starfsemi norskra hjálparstofnana og trúboðssamtaka. Nokkrir starfsmenn sendiráðs- ins verða fyrst um sinn eftir áfram í Nairóbí. Norska stjómin hefur nú svarað formlega ásökunum Kenýumanna er leiddu til þess að þeir ákváðu að rifta stjómmála- sambandi ríkjanna. Þeim er öllum vísað á bug en Kenýumenn héldu því meðal annars fram að Norð- menn hefðu aðstoðað landflótta kenýska andófsmenn sem barist hefðu gegn alræðisstjórn Daniels Araps Moi. Heimildarmenn innan kenýsku lögreglunnar hafa haldið því fram við norska ríkisútvarpið að andófs- maðurinn Koigi wa Wamwere hafi verið handtekinn utan Kenýu, líklega í Úganda. Hann hafði feng- ið pólitískt hæli í Noregi en hvarf skyndilega og næst spurðist til hans í Nairóbí er skýrt var frá handtöku hans og honum gefið að sök að hafa undirbúið vopnaða baráttu gegn stjórn Moi. Vegna sambandsslitanna munu Norðmenn stöðva alla þróunarað- stoð við Kenýu en hún nemur 120 milljónum norskra króna, jafnvirði 1,1 milljarðs ÍSK, á ári. Þing Sovétríkjanna: Sovétlög æðri lögnm einstakra lýðvelda Moskvu. Reuter. SOVÉSKA þingið samþykkti í gær að sovésk Iög væru æðri Iögum einstakra sovéskra lýðvelda og borga. Einnig samþykkti þingið að auka enn frekar hið víðtæka framkvæmdavald Míkhails Gor- batsjovs, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins. Tilgangur samþykktar sovéska þingsins er talinn vera sá að hnykkja á sovéskri lögsögu í málum er varða jafnt sjálfstæðismál ein- stakra lýðvelda og niðurrif Lenín- líkneskja á torgum bæja og borga. Óljóst er með hvaða hætti lögun- um verður framfylgt þar sem fjöldi lýðvelda og einstakra sovéskra borga hirðir ekki um ákvarðanir Moskvustjórnarinnar í veigamiklum málum og fer sínu eigin fram. Þingið samþykkti m.a. að Gorb- atsjov gæti upp á eigin spýtur rek- ið yfirmenn fyrirtækja, stofnana og samtaka sem hlýddu að hans mati ekki opinberum fyrirmælum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.