Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 27 Morgunbl aðið/RIR Ekið inn í biðskýli Ökumaður þessarar hraðskreiðu Corvettu missti stjóm á henni á mótum Lokinhamra og Vegghamra í Grafarvogi klukkan 23.25 á þriðjudagskvöld. Bíllinn kastaðist út af veginum og stöðvaðist hálfur inni í biðskýli SVR. Betur fór en á horfðist, því enginn var í biðskýlinu, sem er gjörónýtt. Bíllinn skemmdist mjög mikið, var dreginn burt af kranabíl og er jafnvel talinn ónýtur. Ökumanninn sakaði lítið. Svíar aðstoða við eflingu Löggild- ingarstofunnar BJÖRN Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri viðskiptaráðuneytisins og Lars Ettarp forstjóri Sænsku við- urkenningarstofnunarinnar, undirrituðu í gær samning um samstarf um eflingu á starfsemi Löggildingarstofunnar. Er til- gangurinn sá að Löggildingar- stofan geti veitt íslenskum próf- unar- og vottunarstofum viður- kenningu á því að þær yppfylli kröfur sem gerðar eru til slíkrar starfsemi. í frétt frá viðskiptaráðuneytinu segir að EFTA og EB vinni nú að breytingum á reglum um milliríkja- viðskipti, sem séu m.a. samræmdar eiginleikakröfur til vöru, og aðferð- ir við prófun og vottun á vöru og þjónustu. Þá þarf sjálfstæður óháð- ur aðili að staðfesta fyrir hönd við- komandi stjórnvalda, að prófunar- og vottunarstofur uppfylli fyrirfram ákveðnar kröfur. Slíkur óháður aðili er ekki til hér á landi og hefur verið ákveðið efla og endurskipuleggja starfsemi Lög- gildingarstofunnar svo að hún geti tekið að sér það verkefni, og Hefur verið gert samkomulag við sænsku viðurkenningarstofnunina um að aðstoða við þessa endurskipulagn- ingu. Segir viðskiptaráðuneytið, að gert sé ráð fyrir að sænska stofnun- in stuðli að því að Löggildingarstof- an öðlist nauðsynlegt traust er- lendra systurstofnana sem allra fyrst. Bókun í borgarráði: Vinnubrögðum ráðherra mótmælt FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins í borgarráði, hafa lagt fram tillögu að bókun vegna vinnubragða heilbrigðisráð- herra og aðstoðarmanns hans um skýrslu ráðherraskipaðrar nefndar um samstarf sjúkra- húsa í Reykjavík. í bókuninni segir, „Ljóst, er að á sama tíma og formaður nefndar- innar, aðstoðarmaður ráðherra, undirritar tillögur nefndarinnar um samstarf, hafi hann þegar lagt til við ráðherra að hlutverki sam- starfsráðs, skv. tillögu nefndarinn- ar yrði gjörbreytt í yfirstjórn sjúkrahúsanna, það stjórnaði fjár- veitingu til þeirra og gerði hlut- verk réttkjörinna stjórna veigal- ítið. Þá er ljóst, að samkvæmt fjár- lagafrumvarpi hefur íjárveiting til sjúkrahúsa í Reykjavík þegar verið skert. Borgarráð mótmælir því, að nið- urstöður nefndarinnar séu nýttar sem tylliástæða fyrir væntanlegu frumvarpi heilbrigðisráðherra, en tillögur ráðherra ganga þvert gegn tillögu nefndarinnar. Borgarráð telur að með nefndarálitinu hafi verið stigið mikilvægt skref til aukins sam- starfs og hagræðingar innan sjúkrahúsa í Reykjavík. Framferði heilbrigðisráðherra og aðstoðar- manns hans stefnir þessu sam- starfi í hættu.“ Atkvæðagreiðslu um bókupina var frestað í borgarráði. Samdráttur í rekstri Landakotsspítala 1989 í ársskýrslu sjálfseignarstofn- unarinnar St. Jósefsspítala fyrir árið 1989 kemur fram að rekst- ur spítalans einkenndist af sam- drætti í kjölfar minnkandi fjár- veitinga til rekstrarins. Tæplega 20% af legurými sjúkrahússins var lokað af þessum sökum og dróst starfsemin saman sem því nam. Framlög úr ríkis- sjóði voru 995,3 milljónir á síðasta ári en 855,2 milljónir árið 1988. Einnig fékk sjúkrahúsið aukafjár- veitingu vegna hallarekstrar fyrri ára að upphæð 74 milljónir kr. Eigið fé Landakotsspítala var nei- kvætt um 117 milljónir um sein- ustu áramót. Launakostnaður er langstærsti gjaldaliðurinn og nam hann 668 milljónum á séinasta ári samanbo- rið við 632 milljónir árið 1988. Aðrir stórir útgjaldaliðir eru m.a. lyfjakostnaður sem nam 62,7 millj. árið 1989 og kostnaður vegna rannsókna sem var 53,3 milljónir í fyrra. Legudögum á Lándakotsspítala fækkaði milli ára úr 63.985 árið 1988 í 58.576 á síðasta ári og innlögðum sjúklingum úr 5.693 í 5441 á milli ára. A Landakotsspítala eru alls tæplega 493 stöðugildi, þar af eru 107 fyrir hjúkrunarfræðinga, 89 fyrir sjúkraliða, 44 fyrir skrif- stofufólk og 32 fyrir lækna. Geir H. Haarde Skrifstofa stuðmngsmanna Geirs H. Haarde er að Túngötu 6, símar 24527 og 24597 INtelhuuia y INIiislhnuiii LJÓSRITUNARVÉLAR TELEFAX Fjölbreytt úrval, frá þeim minnstu upp í afar fullkomnar og afkastamiklar ljósritunarvélar. Frá litlum upp í afar fullkomin telefaxtæki. vi'uéMmn OPTíMA Akureyn ÁRMÚLA 8 - SÍM/ 67 90 00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.