Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Hvort gilda landslög eða hnefaréttur á Islandi? eftir Gísla Baldur Garðarsson Harmleikur Hildar Ólafsdóttur, Stefáns Guðbjartssonar og barna þeirra, sem aðallega hefur komið þannig fram í fjölmiðlum, að tekist er á um forsjá yngstu dóttur hjón- anna, hefur nú tekið á sig þá mynd, sem útilokað er að horfa á þegj- andi. Dómsmálaráðherra ætlar nú sýnilega að nota máiið sér til pólitísks framdráttar. Hann hefur komið í veg fyrir að Stefán Guð- bjartsson nái fram rétti sínum og jafnframt svikið öll loforð, sem hann og hans ráðuneyti hafa gefið föð- urnum. Ráðherra hefur tekið þá persónulegu ákvörðun að láta und- an kröfum þrýstihóps, sem mjög hefur haft sig í frammi með það fyrir augum að koma í veg fyrir að landslögum verði beitt. Dóms- málaráðherra hefur gerst réttarníð- ingur. Hann hefur gerst sekur um valdníðslu á einu viðkvæmasta sviði réttarframkvæmdar. Slíkur maður er ekki fær um að gegna æðsta embætti á sviði löggæslu og dóms- mála. Á meðan hann er við völd búum við ekki í réttarríki. Níðskrifum ekki svarað Harmleikur þessara fyrrverandi hjóna og barna þeirra hefur staðið í mörg ár. Hann hefur þegar skilið eftir sig sár sem aldrei gróa. Síðustu hlutar þessa harmleiks hafa verið sérstaklega átakanlegir. Óvandaðir Qölmiðlar hafa gert sér mat úr að birta málatilbúnað móðurinnar, — sama hversu lágt hefur verið seilst til að koma höggi á Stefán. Þessum níðskrifum hefur Stefán ekki svar- að. Skrif þessi hafa þó náð að mynda svokallað aimenningsálit þar sem menn gerast óvægnir dómarar, — jafnvel þeir, sem gera sér grein fyrir að aðra hlið málsins vantar. Þá hlið, sem hlutlausir sérfræðingar í Kaupmannahöfn FÆST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI hafa talið vega þyngra en hina. í hópi hinna óvægnu dómara, sem byggja niðurstöður sínar á æsifrétt- um eru menn og konur, sem hafa megnað að bijóta svo rétt á mannin- um og barninu, að horfur eru á að þau hafi nú verið slitin hvort frá öðru til frambúðar. Þess eru ijölmörg dæmi, að óvönduð æsiskrif hafa leitt til myndunar almenningsálits sem náð hefur inn í raðir þeirra sem gæta eiga laga og réttar. Þau dæmi eru mörg, þar sem æsiskrifin hafa orð- ið hinn eiginlegi dómstóll. Slíkir „dómar“ hafa alltaf leitt til hör- munga. Ég minni á Geirfinnsmálið og Hafskipsmálið. En ég man ekki eftir einu dæmi um að þau hafí leitt til góðrar niðurstöðu. Flutningur máls af þessu tagi í fjölmiðlum er mér mjög á móti skapi. Ég hef því reynt að förðast það, en nú er svo komið, að ráð- herra hefur komið í veg fyrir að unnt sé að fara réttarfarsleiðir í málinu. Á það er ekki hægt að horfa þegjandi. Ég ætla mér ekki að fara út í það að meta, hvort barninu er betur borgið hjá föður eða móður. Það er ekki mitt hlutverk, og það er heldur ekki hlutverk almennings í landinu. Það er hlutverk þeirra sem að lögum taka ákvarðanir í forsjár- deilumálum. Ákvörðun um það hef- ur verið tekin fjórum sinnum. Nið- urstaðan hefur alltaf verið sú, að réttara sé að stúlkan sé hjá föður sínum. Þessar ákvarðanir hafa sætt sérstakri skoðun af hálfu umboðs- manns Alþingis. Hann hefur talið þær fullkomlega eðlilegar og þar með á fullgildum rökum reistar. Reyndar hefur umboðsmaður lokið sérstöku lofsorði á fagleg vinnu- brögð í dómsmálaráðuneytinu. Lömunaráhrif æsiskrifa Þótt ég hafí sjálfur verið þeirrar skoðunar, að forsjárdeilumál eigi fremur að sæta venjulegri dóm- stólameðferð en úrlausn stjórn- sýsluaðila, er ég engu að síður sann- færður um að þetta mál hefur sætt mjög ítarlegri og vandaðri meðferð af hálfu fólks, sem er til þess vel hæft. Ég hef verið lögmaður mannsins frá því að þau hjónin skildu fyrir sex árum. Lögmenn konunnar hafa verið 9 eða 10. Á þessum tíma hefur þetta deilumál verið nánast stöðugt til meðferðar. Sú meðferð hefur verið mun vand- aðri heldur en hægt er að búast við að yrði, ef málsaðilar ættu að leggja ágreininginn fyrir venjulegan dóm- stól. Ég hef því í seinni tíð farið að efast um að skoðun mín sé rétt, — þar til að til sögunnar kom Óli Þ. Guðbjartsson. En það er ekki hin efnislega nið- urstaða í málinu, sem ég ætlaði að gera að umræðuefni í grein þessari heldur framkvæmd laga og réttar. Mér hefur blöskrað ólýsanlega að horfa upp á þau lömunaráhrif sem æsiskrif fjölmiðla geta haft á réttar- kerfið í landinu. í stuttu máli er efni tveggja síðustu þátta harmleiksins á þá leið, að Hildur fékk barnið skráð í vega- bréf sitt. Hún fór og sat fyrir barn- inu, tók það með leynd og flutti það frá Spáni til íslands. Með þessu broti vann hún þann rétt að málið var endurupptekið á faglegum grunni með rannsóknum sérfræð- inga og sérstakri ákvörðun um for- sjá. Sú ákvörðun var að vísu ekki henni í hag. Þegar úrskurður lá fyrir tók hún barnið enn á ný með ólögmætum hætti. Að þessu sinni úr vörslu barnaverndarnefndar. Maðurinn leitaði eftir atbeina lögreglu við að fínna barnið en var ekki sinnt nema í orði kveðnu. Upp var kveðínn úrskurður um húsleit- arheimild en áður en húsleit fór fram var konunni tilkynnt frá RLR hvað til stæði. Manninum tókst um síðir að ná barninu sjálfur og fara með það heim. Loforð ráðherra Annar kafli hófst svo sl. vetur þegar ráðherra fól starfsmönnum ráðuneytisins að koina á umgengn- isrétti. Ráðherra hafði í ólögmætum hótunum um að forsjá yrði breytt- ef ekki yrði orðið við þessari kröfu. Eftir nokkurt þóf féllst maðurinn á að senda barnið til heimsóknar hingað, enda hafði ráðuneytið þá gefíð honum eftirtalin þijú loforð: 1. Að ráðuneytið skyldi sjá til þess og ábyrgjast að barninu yrði skilað til hans aftur á réttum tíma. 2. Að ráðuneytið skyldi ábyrgjast allan kostnað sem hugsanlega kynni að leiða af því að konan myndi neita að afhenda barnið, þ.m.t. kostnað við lögfræðiaðstoð. 3. Að ráðuneytið tæki ekki til meðferðar neina kröfu konunnar um breytingu á forsjá á meðan barnið væri hér á landi. Konan undirritaði drengskapar- heit í ráðuneytinu um að baminu yrði skilað. Jafnframt lá þá fyrir fyrirheit mannsins um að hann myndi samþykkja umgengnisrétt bamsins við móður og systkini í framtíðinni ef allt gengi eðlilega fyrir sig. Konan sveik gefin drengskapar- heit og neitaði að láta barnið af hendi. Ég, sem lögmaður mannsins, var boðaður á fund í dómsmálaráðu- neytinu þar sem mér var tjáð að ráðuneytið teldi þörf á formlegum atbeina mannsins við að fá barnið afhent með beinni fógetagerð. Jafn- framt var af hálfu þriggja starfs- manna ráðuneytisins gefín sú yfír- lýsing að ráðuneytið myndi standa straum af öllum kostnaði vegna lögmannsaðstoðar og vegna hugs- anlegra ferða mannsins hingað til lands þar til lögmætu réttarástandi yrði á komið. Fógetaréttur úrskurðaði að barn- Viðtalstimi borgarfulltrúa i Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals ■ Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur frá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum. Allir borgarbúar velkomnir. Laugardaginn 27. október verða til viðtals Árni Sigfússon, í borgarráði, stjórn sjúkrastofnana, húsnæðisnefnd, atvinnumálanefnd, Margrét Theódórsdóttir, í fræðslu- og skólamálaráði, ferða- málanefnd, og Haraldur Blöndal, formaður umferðarnefndar. W Sf W W’ W W W’ W W’ w w K J I I I I t f t í t ið skyldi tekið af konunni með inn- setningargerð. Úrskurð þennan kváðu upp þrír dómarar, þ.e. fóg- eti, sálfræðingur og barnageðlækn- ir. Barnið falið Konan neitaði nú að gefa upp verustað barnsins. Leitað var til Rannsóknarlögreglu ríkisins um aðstoð við að fínna barnið. Því var hafnað. Leitað var til lögreglunnar í Reykjavík sem hafnaði beiðninni á þeirri forsendu að verkið ætti með réttu að heyra undir RLR. Ríkissak- sóknari fékk málið til umfjöllunar og taldi að lögreglan í Reykjavík ætti að sinna málinu. Lögreglan í Reykjavík hélt við fyrri afstöðu og neitaði að reyna að finna bamið. Mér var tjáð, að lögreglan myndi þó veita sinn atbeina og taka bam- ið ef vitað væri um dvalarstað þess og fógeti færi fram á aðstoð. Við svo búið ákvað maðurinn að óska eftir því að fógeti færi á heim- ili konunnar að kvöldi laugardags- ins 8. september sl. Fógeti, bróðir mannsins og ég fómm á staðinn. Þegar ljóst var að stúlkan væri á staðnum var kallað á lögregluna. Hún mætti á staðinn og bjó sig undir að taka bamið. Þá kom sendi- boði frá fulltrúa lögreglustjóra sem bar þau boð að barnið mætti ekki taka nema fulltrúi frá barnavemd- arnefnd kæmi á staðinn. Var jafn- framt sagt að sá hefði verið til kvaddur og kæmi von bráðar. Safnað liði Er ekki að orðlengja það, að á næstu mínútum dreif að mikið lið manna, sem virtust þess albúnir að hindra með valdi að barnið yrði tekið. Það var mat yfírlögreglu- þjóns, að til átaka kæmi ef haldið yrði áfram gerðinni. Var af þeim sökum ákveðið að hætta við. Maðurinn kom til landsins og óskaði eftir því að fá að hitta dótt- ur sína. Því varð ekki við komið fyrr en hann hafði verið hér í nær þijár vikur. Þá var honum heimilað að tala við barnið í stuttan tíma í húsnæði sem Dómkirkjuprestur lagði til. Inni í herberginu með þeim feðginum voru Dómkirkjuprestur, tveir sérfræðingar og elsta systir bamsins, sem mjög hefur stutt móður sína í þessu deilumáli. Fyrir utan biðu 15-20 menn, líklega þeir sömu og höfðu komið á vettvang 8. september. Ég hef heyrt að þar muni hafa verið á ferðinni sam- starfsmenn núverandi sambýlis- mapns Hildar, sem vinnur á greiðabíl. Vegna atburðanna 8. september kærði borgarfógeti lögreglustjór- ann í Reykjavík til dómsmálaráð- herra fyrir að hafa synjað sér um atbeina. Ekki er vitað til þess að ráðherra hafi sinnt þeirri kæm. í kærunni kom fram að fógeti teldi ekki unnt að koma fram inn- setningu við svo búið. í þessu orða- lagi taldi maðurinn að fælist réttar- sýnjun og var hún kærð til Hæsta- réttar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú, að synjunin væri ekki nægilega skýr og var málinu vísað frá. Þá var á ný farið fram á að inn- setning yrði reynd. Nú kvað fógeti upp úrskurð um að hann teldi það ómögulegt vegna afstöðu lögregl- unnar. Þeim úrskurði var vísað til Hæstaréttar með kæm. Þegar ráð- herra frétti af kærunni gerði hann sér lítið fyrir og sendi konunni bréf þar sem henni var tilkynnt um að málið hefði verið tekið til meðferð- ar. Við svo búið gat Hæstiréttur ekki annað en staðfest að gerðin skyldi ekki fram fara að svo stöddu. Annmarkar á meðferð þessa deilumáls em mýmargir. Sumir þeirra em þess eðlis, að í réttarríkj- um hefðu þeir kostað menn stöðu- missi. Ég ætla aðeins að tæpa á þeim sem mér fínnst sjálfum alvar- legastir. Gísli Baldur Garðarsson „Ráðherra hefur tekið þá persónulegu ákvörð- un að láta undan kröf- um þrýstihóps, sem mjög hefur haft sig í frammi með það fyrir augum að koma í veg fyrir að landslögum verði beitt.“ Loforð svikin Ráðherra lofaði manninum ýmsu, m.a. því þrennu, sem hér að framan er tíundað. Ráðherra er æðsti vald- hafí á sviði löggæslu og dómstóla. Honum var því í lófa lagið að standa við gefín loforð. Það fum sem kom á lögreglu vegna málsins hefði æðsti yfirmað- ur hennar, dómsmálaráðherra, átt að taka til meðferðar þegar í stað. I nágrannaríkjum okkar er lögreglu beitt án tafar ef upp koma mál af þessu tagi. Það getur enginn verið í vafa um að það er hlutverk Iög- reglu að leita að barni, sem haldið er frá löglegum forsjármanni þess, í felum og e.t.v. gegn vilja bams- ins. Sérstaklega þegar dómstóll hefur úrskurðað að barnið skuli tekið af viðkomandi. Komi upp deila milli lögregluembættanna, hvert þeirra eigi að framkvæma verkið, sker að sjálfsögðu æðsta stjórnvald- ið, þ.e. ráðherra, endanlega úr því. Það gerði hann ekki. Kveðinn var upp gæsluvarðhalds- úrskurður yfír konunni þegar hún neitaði að gefa upp dvalarstað barnsins. Til þess er lagaheimild og þessu ráði er óhikað beitt í ná- grannaríkjunum, t.d. í Danmörku. Þegar til vistunar kom birtist for- stöðumaður fangelsismálastofnun- ar og gaf út þá tilskipun að konan yrði ekki vistuð í fangelsi. Þar með hafði þessi embættismaður gert úrskurð dómara að engu. Æðsti yfirmaður hans er dómsmálaráð- herra. Jafnvel honum var ljóst, að það fékk tæpast staðist að embætt- ismaðurinn gæti komið í veg fyrir réttarframkvæmdina. En hann gerði ekkert. Ekki gefin út ákæra Konan hefur tvívegis verið kærð til ríkissaksóknara fyrir að fremja brot á 193. gr. hegningarlaga er fyallar um barnsrán. Ríkissaksókn- ari hefur ekki séð ástæðu til þess að gera neitt í málinu. í Danmörku var faðir, sem tók barn sitt frá móðurinni með leynd sl. vor, ákærð- ur og dæmdur í átta mánaða fang- elsi, þar af fimm mánuði skilorðs- bundið. Signý Sen, fulltrúi lögreglu- stjóra, greip fram fyrir hendur fóg- eta og kom í veg fyrir framkvæmd innsetningar. Hún bar fyrir sig ákvæði í barnavemdarlögum sem er efnislega á þá leið að fulltrúi bamavemdamefndar skuli vera við- staddur ef taka þarf barn með fóg- etavaldi. Það er að sjálfsögðu rangt. Hann á einungis að vera viðstaddur sem aðili, — sá er biður um gerð- ina. Gerðarbeiðendur þurfa alltaf að vera viðstaddir gerð af þessu tagi. Þess má geta, að forsvars- menn barnavemdamefndar telja þessa lögskýringu lögreglunnar ekki fá staðist og segjast hefðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.