Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.10.1990, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 9 NÝTT NÁMSKEIÐ Innhverf íhugun er einföld tækni, sem allir geta lært. Dagleg iðkun hennar veitir djúpa og endurnærandi hvíld, sem vinnur gegn streitu. Nýtt námskeið í innhverfri íhugun hefst með kynningar- fyrirlestri sem allir geta sótt endurgjaldslaust og án skuldbindingar. Staður: Laugavegur 24 (4. hæð). Tími: Kl. 20.30. í kvöld, fimmtudag. Nánari uppiýsingar í síma 16662. íslenska íhugunarfélagið. TOYOTA NOTAÐIR BÍLAR Athugasemd! Bílar með staðgreiðsluverði eru einnig fóanlegir með lónakjðrum skv. lónatöflu Toyota bílasölunnar. TOYOTA COROLLA DX HB '87 Grænn. 4 gíra. 5 dyra. Ekinn 56 þús/km. Verð 570 þús. TOYOTA LANDCRUISER STW ’88 Hvítur. 5 gíra. 5 dyra. 100% driflæsing- ar. Ekinn 51 þús/km. Verð 2.450 þús. VW GOLF MEMPIS '89 Dökkgrár. 5 gíra. 3 dyra. Vökvastýri. Ekinn 9 þús/km. Verð 980 þús. Ath. skipti. TOYOTA COROLLA XL '88 Beige. Sjálfsk. 5 dyra. Ekinn 21 þús/km Verð 620 þús. staðgr. Engin skipti. MAZDA 323 LX ’87 Blár. 4 gíra. 3 dyra. Ekinn 62 þús/km. Verð410þús. stgr. 44 1 44 MMCGALANT’85 Blár. 5 gíra. 4 dyra. Ekinn 48 þús/km. Verð 660 þús. TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Brottflutning- ur ungs fólks Lilja Mósesdóttir, hag- fræðingur og Iektor við Háskólann á Akureyri, ritaði nýlega grein í Vísbendingu, rit Kaup- þings hf., um efnahags- mál. Þar fjallar Lijja um flóttann af landsbyggð- inni frá nýju sjónarhorni. Hér á eftir verður stiklað á helztu atriðum í grein hennar: Gera má ráð fyrir að einn árgangur, þ.e. 4.000 einstaklingar, komi að meðaltali út á vinnumark- aðinn á ári og um 1.000 einstaklingar láti af störf- um vegna aldurs. Ef koma á í veg fyrir aukið atvinnuleysi ungs fólks, þarf því um 3.000 ný störf ár hvert næstu tvo ára- tugi. Á árinu 1989 voru 46% allra einstaklinga 24 ára og yngri búsettir á landsbyggðinni og 54% á höfuðborgarsvæðinu. Miðað við þessi hlutföll þarf atvinnulífið á lands- byggðinni að geta tekið við að meðaltali 1.380 ein- staklingum á ári næstu tvo áratugi, ef koma á í veg fyrir frekari brott- flutning. Brottflutningur undanfarinna ára hefur leitt til fækkunar í aldurs- hópum 25 ára og eldri. Hlutfallslega fleira fólk er yngra en 25 ára á landsbyggðinni, en eftir 25 ára aldur snýst dæmið við og allir aldurshópar vinnandi einstaklinga eru fjölmennari á höfuðborg- arsvæðinu. Þróunin er mjög skýr á Norðurlandi vestra. Þetta bendir til þess að á líðandi áratug hafi margt ungt fólk á landsbyggðinni ekki fundið starf við hæfi að afloknu námi og/eða nokkurra ára vinnu á vinnumarkaðinum. Vaxandi skráð atvinnuleysi Fram til þessa hefur atvinnuleysi vcrið gefinn lítill gaumur á íslandi. Atvinnuleysi eftir kjördæmum janúar til september 1990 Vesturiand Norðurland vcstra Höfuð- borgar- svæðið ■ 1 j 1 Konur ■■ Kartar Norðuriand cyslra LM Heimild: Félagsmálaráöuneytiö Suðumes Fleiri konur en karlar flytja suður Mun færri konur búa á landsbyggðinni en karlar, en því er öfugt farið á höfuðborgar- svæðinu. Fleiri konuren karlar flytjast brott af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðis- ins, enda er um mun þrengri atvinnumögu- leika kvenna að ræða þar en karla. Ungt fólk flyst einnig mikið suður, þar sem það finnur ekki störf við sitt hæfi í heimabyggð. Ástæðan er lágar atvinnu- leysistölur í samanburði við OECD-löndin. Undan- farin ár hefur atvinnu- leysi aukist vegna mikils samdráttar í efnahagslifi þjóðárinnar. Tölur um atvinnuleysi á Islandi eru þó enn mun lægri en at- vinnuleysistölur annarra OECD-landa. Vaxandi at- vinnuleysi síðustu missera hefur komið með meiri þunga niður á konum en körlum. Á árinu 1986 var hlutfail atvinnulausra af mannafla 0,7% og skiptist jafnt milli kynja. Atvinnu- leysi fyrstu 8 mánuði þessa árs var 2,0% af mannafla og voru konur mun líklegri tíl að verða atvinnulausar en karlar. Atvinnuleysi meðal kvenna var 2,67» af mann- afla en ekki nema 1,6% nieðal karla. Þessi at- vinnuleysishlutföll eru frekar vanáætluð en ofá- ætluð, þar sem skráning hér á landi nær ekki tíl allra sem eru atvinnulaus- ir og Ieita atvinnu. Skrán- ingin er nátengd bótaréttí og þvi vantar mjög oft þá einstaklinga á atvinnu- leysisskrá sem ekki eiga rétt á bótum en leita at- vinnu eins og t.d. heima- vinnandi fólk, verktakar, fólk sem nýlokið hefur námi og fólk sem ekki kærir sig um „smánar- greiðslur" úr atvinnuleys- istryggingarsjóði (bætur miðast við taxta fyrir al- menna fiskvinnu, starfs- aldursþrcp eftir 7 ár). Auk þess sem atvinnu- leysistölur eru vanáætiað- ar er einnig um skekkju að ræða hvað varðar áætl- aðan mannafla. Atgervisflótti kvenna Mikill munur er á tölum yfir atvinnuleysi á lands- byggðiuni og höfuðborg- arsvæðinu. Ef atvinnu- leysi eftir kjördæmum er skoðað fyrstu 8 mánuði ársins, sést að atvinnu- leysi hefur verið mest á Vesturlandi og Austur- landi. Norðurland eystra og Norðurland vestra fylgja síðan í kjölfarið. Áthyglisvert er að mikill munur er á atvinnuleysi kvenna og karla í flestum landsbyggðakjördæmun- um en ekki á höfuðborg- arsvæðinu. Þetta er at- hyglisvert í Ijósi þess að færri konur en karlar búa á landsbyggðinni. Á árinu 1989 voru 3.679 fleiri karlar en konur búsettir á landsbyggðinni og 2.533 fleiri konur en karlar bjuggu á höfuðborgar- svæðinu. Mikið atvinnu- leysi meðal kvenna á landsbyggðinni er afleið- ing stöðnunar í atvinnulífi landsbyggðar í saman- burði við_ höfuðborgar- svæði. Arsverkum á landsbyggðinni fjölgaði um 8,1% á tímabilinu 1981-1988 en um 25,2% á höfuðborgarsvæðinu. Aukin þjónustustarfsemi á vegum cinkaaðila og ríkisins hefur því ekki vegið upp á móti sam- drættí í landbúnaði og fiskvinnslu á landsbyggð- inni í sama mæli og á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hefðbundnar at- vinnugreinar landsbyggð- arinnar eru mjög háðar árstíðasveiflum, búa kon- ur á landsbyggðinni við mun minna atvinnuöryggi en konur á höfuðborgar- svæðinu. Lítíð atvinnuör- yggi og stöðnun atvinnu- lífsins virðist því hafa leitt til meiri brottflutnings kvenna en karla af lands- byggðinni tíl höfuðborg- arsvæðisins. Ef stöðva á brottflutning kvenna, ungs fólks og annarra atvinnulausra einstakl- inga, verður landsbyggð- in að knýja á byggða- stefnu sem tekur mið af þörfum þessara einstakl- inga og eykur fjölbreytni atvinnulifsins. Einingabréf 2 eru eignaskattsf rj áls Einingabréf 2 eru ávöxtuð í sjóði sem saman stendur af húsbréfum og ríkisskuldabréfum. Innlausnargjald af Einingabréfum hefur verið lækkað og fellt alveg niður ef tilkynnt er um innlausn með 60 daga fyrirvara. Hjá Kaupþingi býðst eigendum húsbréfa að skipta húsbréfum sínum fyrir Einingabréf 2. Sölugengi verðbréfa 25. október 1990 Einingabréf 1 5,126 Einingabréf 2 2,783 Einingabréf 3 3,3 71 Skammtímabréf 1,726 Gengi hlutabréfa hjá Kaupþingi hf. 25. október 1990. kaupgengi söíugengi Alþýðubankinn hf. 1,24 1,30 Hf. Eimskipafélag íslands 5,40 5,66 Flugleiðir hf. 2,09 2,19 Fróði hf. 0,95 1,00 Grandi hf. 1,80 1,90 Hampiðjan hf. 1,65 1,73 Hlutabréfasjóðurinn hf. 1,63 1,72 Eignarhaldsf. Iðnaðarbankans hf. 1,60 1,68 Olíufélagið hf. 5,50 5,78 Olíuverslun Islands hf. 1,85 1,95 Sjóvá - Almennar hf. 6,50 6,85 Skagstrendingur hf. 3,90 4,10 Skeljungur hf. 6,00 6,30 Sæplast hf. 6,65 7,00 Tollvörugeymslan hf. 1,05 1,10 Verslunarbankinn hf. 1,33 1,40 Utgerðarfélag Akureyringa hf. 2,95 3,10 Þróunarfélag Islands hf. 1,60 1,70 KAUPÞING HF Kringlunni 5, sími 689080
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.