Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 íslenska sendinefndin á þingi Alþjóða þingmannasambandsins í Punta del Este í Uruguay. Fremst sitja Geir H. Haarde, formaður Islandsdeildar sambandsins, og Ólafur Þ. Þórðarson alþingismaður. Fyrir aftan þá eru Þorsteinn Magnússon, Geir Gunnarsson alþingismaður og Ásta Lúðvíksdóttir. Kenýamenn höfnuðu erindi norrænna þingmanna Fáheyrð framkoma, segir Geir H. Haarde formaður Norð- urlandahópsins á þingi Alþjóða þingmannasambandsins Samtök félagsmálastjóra: Ráðstefna um vel- fer ðar s veitarfélagið Á ÞINGI Alþjóða þingmannasam- bandsins í Uruguay í síðustu viku bar það meðal annars til tíðinda, að Geir H. Haarde alþingismaður, formaður norræna þingmanna- hópsins, afhenti fulltrúum Kenýa bréf þar sem þess var farið á leit við þá, að séð yrði til þess að ken- ýski andófsmaðurinn Koigi wa Wamere fengi sanngjörn réttar- höld og hann verði ekki látinn sæta harðræði. Hann hafði fengið hæli í Noregi sem pólitískur flótta- maður, en var handtekinn fyrir skömmu þegar hann kom til Afríku. Fulltrúar Kenýa á þinginu neituðu að taka við bréfinu og skiluðu því aftur, sólarhring eftir að þeir höfðu fengið það í hend- ur. Þetta segir Geir H. Ilaarde vera fáheyrða framkomu og sýna algjöran misskilning á hlutverki Alþjóða þingmannasambandsins. Alþjóða þingmannasambandið er rúmlega aldar gamalt og er eitt af megin hlutverkum þess að vinna að framgangi þingræðis og lýðræðis í heiminum. Sambandið heldur þing tvisvar á ári. Síðara þing þessa árs var haldið í Punta del Este, litlum bæ skammt frá Montevideo, höfuð- borg Uruguay. Héðan fóru þrír full- trúar íslenskra þingmanna, Geir H. Haarde formaður íslensku sendi- nefndarinnar, Ólafur Þ. Þórðarson og Geir Gunnarsson. Innan Alþjóða þingmannasam- bandsins starfar óformlega norrænn hópur þingmanna Islands, Danmerk- ur, Svíðþjóðar, Noregs og Finnlands og voru 35 þingmenn þessara landa í Uruguay. Löndin skiptast á að hafa formennsku fyrir hópnum og að þessu sinni kom það í hlut íslands og var Geir H. Haarde kjörinn til þess. Geir H. Haarde sagði, að á meðan þingið stóð, hafi komið fréttir frá Noregi um að Kenýamaðurinn Koigi wa Wamere hafði verið handtekinn þegar hann fór til Afríku og settur í fangelsi í Kenýa. Ákveðið var að fulltrúar Norðurlandanna afhentu fulltrúum Kenýa bréf, þar sem þess er farið á leit við Kenýamenn, að þeir beiti sér fyrir því að maðurinn fái sanngjöm réttarhöld, honum verði leyft að ræða við lögfræðing og hitta fjölskyldu sína og að hann verði ekki látinn sæta pyntingum eða öðru harðræði. „Það var ákveðið að óska eftir fundi með Kenýamönnunum á þing- inu þar sem ég gerði grein fyrir málinu, ásamt formönnum sendi- nefnda hinna Norðurlandanna, og afhenti bréfíð. Kenýamenn tóku því bréfi ekki fagnandi," sagði Geir. Á meðan þróaðist málið svo, að Kenýa sleit stjómmálasambandi við Noreg og segir Geir að þar komi inn í mótmæli Norðmanna eftir öðrum leiðum og vegna fleiri atburða í Kenýa. „Það sem síðan gerðist var að þegar Kenýamennirnir voru búnir að liggja með þetta skjal í einn dag, þá skiluðu þeir því, neituðu að taka við því. Það gerðist eftir að ég var farinn heim og því létu þeir Norð- mennina fá skjalið. Þeir sögðu að þetta væri opinbert mótmælaskjal og þeim væri illa við að taka við þvf. Okkar skoðun var að þetta væri ekki slíkt plagg. Við værum þama sem þingmenn í okkar eigin nafni, ekki sem fulltrúar ríkisstjóma okkar, við væmm að beina því til þeirra sem kollega okkar á þinginu, að þeir beiti sér fyrir því, að orðið yrði við tilmæl- unum. En, það er með fulltrúa margra ríkja sem ekki em lýðræð- isríki, að þeir era ekki óháðir eða sjálfstæðir þingmenn, heldur fulltrú- ar sinna ríkisstjórna." Geir sagði Kenýamennina hafa borið því við að svona erindi ætti að fara í gegn um formlegar leiðir eins og sendiráð. „Það þýðir jafnframt að þeir hafna því að hægt sé að nota þennan vettvang til skoðana- skipta milli þingmanna. Þessi vett- vangur hefur einmitt oft verið kjörið tækifæri fyrir þingmenn landa að reyna að komá á sættum um ýmis mál, eins og á milli Breta og Arg- entínumanna, þama náðist samband sem varð mjög miklivægt til þess að koma á sambandi milli landanna aft- ur efti Falklandseyjastríðið. Sama var þegar stríðið geisaði milli íraka og Irana. Á síðasta þingi afhenti Norður- landahópurinn, sem þá var undir for- ystu Finna, Sovétmönnunum bréf þar sem mótmælt var áformum um að flytja kjarnorkutilraunimar til Novaja Zemlja. Rússarnir tóku erind- inu vel og kváðust mundu koma því áleiðis og þannig er hinn rétti andi þessara þinga. íslendingar notuðu einnig þennan vettvang á sínum tíma í þorskastríðum til að koma sínum sjónarmiðum fram. En, það em ákveðin ríki sem misskilja hlutverk þessara samtaka, eins og dæmið um Kenýamennina nú sýnir.“ Geir sagði að aðaldeilumál þings- ins hafí verið Persaflóadeilan. „írak- amir héldu auðvitað uppi vörnum fyrir sig, en voru ofurliði bornir og harðlega fordæmdir. Svo var líka ályktað um atburðina í Jerúsalem sem urðu rétt fyrir þingið.“ Mál sem höfðu verið undirbúin fyrir þingið og ályktað var um vora annars vegar læsi og menntamál, hins vegar um leifarnar af nýlendu- stefnu í heiminum. SAMTÖK félagsmálastjóra á ís- landi mun halda ráðstefnu um velferðarsveitarfélagið, dagana 5. til 6. nóvember næstkomandi. Ráðstefnan er haldin að Borgart- úni 6, Reykjavík. Tilgangurinn með ráðstefnu um velferðarsveitarfélagið, er meðal annars að fræða þátttakendur á gagnrýnan hátt um nýmæli í lög- gjöf um félagsmálaþjónustu í landinu og tengja lagaatriði þessi og stefnuna sem í þeim felst. Með- al nýjunga sem kynntar verða eru breytingar á lögum um verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga með til- liti til félagslegra þjónustu og reynslan sem fengist hefur af þeim. Breytingar á lögum um félagslegt húsnæði er tóku gildi fyrr á þessu ári og frumvarp til laga um félags- lega þjónustu á vegum sveitarfé- laga sem lagt var fyrir alþingi í vor. Kynnt verður frumvarp til laga um leikskóla, frumvarp til laga um verndun barna og ungmenna og frumvarp til laga um breytingar á bamalögum. Ný sjónarmið sem upp hafa komið við endurskoðun laga um málefni fatlaðra og breytingar á lögum um málefni aldraðra. Að lokinni kynningu munu gagn- rýnendur, sem hafa hagsmuna að gæta sem neytendur eða notendur laganna, setja fram sína skoðun og ijórir fyrirlesarar fjalla um velferð- arhugtakið, stefnu og þróun verl- ferðar á íslandi. í frétt frá samtökunum segir, að efni ráðstefnunnar komi öllum við en sérstaklega mun það nýtast sveitarstjórnarmönnum og fulltrú- um í félagsmálanefndum sveitarfé- laga, svæðisstjórna ríkissins og stjórnmálamönnum. Skráning þátt- töku fer fram á Félagsmálastofnun Kópavogs. Bjórinn lækkaður ÖLKRÁIN Stöngin inn, Borgart- úni 32, hefur lækkað bjórinn um 30% og segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu, að lækkunin gildi alla daga. Á Stöngin inn lækkar 1/2 lítri úr 500 í 350 krónur, en þetta magn kaupir veitingahúsið á um 200 krónur. Bjórflaskan lækkar úr 450 krónum í 300 krónur. Teknir við bensínstuld ÖRYGGISVERÐIR frá Securitas stóðu tvo pilta um tvítugt að bensínþjófnaði við bílasölu Bif- reiða- og landbúnaðarvéla við Suðurlandsbraut í fyrrakvöld. Piltarnir höfðu meðferðis stóran plastbrúsa og dælu sem þeir hugðust nota til að ná bensíni af tönkum bíla. Öryggisverðirnir kölluðu til lög- reglu sem tók mennina í sína vörslu og málið til rannsóknar. Brynleifur H. Steingr- ímsson læknir, Sólvöll- um 1, Selfossi. 61 árs. Maki: Hulda Guðbjörns- dóttir. Árni Johnsen blaðamað- ur, Rituhólum 5, Reykjavík. 46 ára. Maki: Halldóra Filippusdóttir. Arnar Sigurmundsson framkvæmdaslj óri, Bröttugötu 30, Vest- mannaeyjum. 46 ára. Maki: María Vilhjálms- dóttir. Arndís Jónsdóttir kenn- ari, Nýjabæ, Selfossi. 45 ára. Maki: Sigurður Sig- urðarson. Baldur Þórhallsson há- skólanemi, Ægissíðu, Djúpárhreppi, Rangár- vallasýslu. 22 ára. Sam- býliskona: Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Kjartan Björnsson hár- skeri, Austurvegi 31, Selfossi. 25 ára. Maki: Ásdis Hrönn Viðarsdótt- Þorsteinn Pálsson al- þingismaður, Brúna- * «■ o r»—a q íanai 0, iwynjavm. ■*« ára. Maki: Ingibjörg Rafnar. Drífa Hjartardóttir bóndi, Keldum, Rangár- ValISSýSÍU; 40 ára. Maki: Skúli Lýðsson. Jóhannes Krisljánsson bóndi, Höfðabrekku, Mýrdal. Vestur-Skafta- fellssýslu. 38 ára. Maki: Sólveig Sigurðardóttir. Eggert Haukdal alþing- ismaður, Bergþórshvoli, V estur-Landeyjum, Rangárvallasýslu. 57 ára. Prófkjör Sjálfstæðisflokks' ins í Suðurlandskjördæmi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi gefa tíu I Þeir sem bjóða sig fram í prófkjörinu eru hér kynntir: manns kost á sér. Prófkjörið fer fram laugardaginn 27. október. |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.