Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 Lífeyrissjóðamál: Samkomulag og orða- skylmingar í efri deild LÍFEYRISSJÓÐAMÁL voru rædd vítt og breitt í efri deild í gær. Til umræðu var frumvarp til laga um ársreikning og endurskoðun lífeyrissjóða. Flutningsmaður er Guðmundur H. Garðarsson (S/Rv). Frumvarpið olli ekki ágreiningi en harka færðist í umræðuna er á leið. Jón Helgason forseti deildarinnar varð oft að beita fundarbjöll- unni. í frumvarpi Guðmundar er m.a. sú skylda lögð á stjórnir lífeyris- sjóða að semja ársreikning fyrir hvert almanaksár í samræmi við reglur sem Seðlabanki íslands set- ur. Endurskoðun hjá lífeyrissjóði skal framkvæmd af tveimur skoð-. unarmönnum völdum eftir ákvæð- um í reglugerð sjóðsins og einum skoðunarmanni sem er löggiltur endurskoðandi. í greinargerð með frumvarpinu segir m.a. að mjög mikilvægt sé fyrir farsælt starf lífeyrissjóðanna að óháð stofnun, óháðir aðilar hafi með höndum eftir- lit með fjárreiðum og fjárvörslu lífeyrissjóðanna með reglubundnum hætti. En þar stendur einnig að í reglugerðum lífeyrissjóðanna séu ströng ákvæði um gerð reikninga og endurskoðun og þeim hafi að sjálfsögðu verið fylgt. En lagasetn-- ing eins og flutningsmaður Ieggi til muni þó enn betur tryggja fram- kvæmd þessara mála og veita eig- endum sjóðanna betra aðhald og tryggingu fyrir góðri meðferð þeirra miklu fjármuna sem eru í lífeyrissjóðunum. Flutningsmaður benti m.a á að um 100 lífeyrissjóð- ir væru starfandi og heildareignir þeirra næmu um 116 milljörðum. Hann lét þess getið að þetta mál væri endurflutt, hefði verið afgreitt með viðunandi hætti í efri deild en dagað uppi í þeirri neðri. Karl Steinar Guðnason (A/Rn) taldi fmmvarpið vera þess eðlis að það yrði samþykkt, í máli hans kom fram að það þyrfti að vinda bráðan bug að því að fækka lífeyrissjóðum. Ekki allt á suðvesturhornið Karvel Pálmason (A/Vf) kvaðst þakklátur fyrir að svona frumvarp væri komið fram og sagði það hart að það þyrfti að flytja svona mál en það „þarf að hemja og temja ýmsa sauði“. Karvel sagði einnig að það kynni að vera rétt að fækka þyrfti lífeyrissjóðum en lífeyrissjóð- ur fyrir alla landsmenn mætti ekki verða til þess að safna öllum sjóðum á suðvesturhornið. Það yrði að vera deildaskipting eftir landshlutum. Karvel saknaði frumvarps um lífeyrissjóði og vænti þess að hæst- virtur fjármálaráðherra gengist fyr- ir þyí að útbúa heildarfrumvarp um það mál. Guðrún J. Halldórsdóttir taldi frumvarp Guðmundar góðra gjalda vert, allir þyrfti og væru þakklátir fyrir leiðbeiningar og aðstoð. I máli hennar kom einnig fram að lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn mætti ekki verða til þess að safna öllu til Reykjavíkur og ennfremur að þess yrði að gæta að réttur kvenna yrði ekki fyrir borð borinn. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra greindi frá því að skipuð hefði verið nefnd til að fjalla um lífeyrissjóðsmálin og í henni ættu sæti fulltrúar þingflokkanna og aðila vinnumarkaðarins. Fjár- málaráðherra var þess fullviss að í nefndinni sætu margir þeirra sem besta þekkingu hefðu á þessum málum og vonaðist hann eftir að bráðlega kæmi í ljós hvernig menn vildu taka á framhaldinu. En það væri nauðsynlegt að um þetta mál skapaðist nokkuð breið samstaða. Um frumvarpið sem væri til um- ræðu sagði fjármálaráðherra að það nyti stuðnings fjármálaráðuneytis . og sín og það væri vonandi að neðri deild áttaði sig á því að meðferð efri deildar á málinu væri skynsam- leg. Karl Steinar Guðnason (A/Rn) sagði hægt að haga hlutunum þann- ig að landsbyggðin fengi það í sinn hlut sem hún ætti. Hann fór einnig nokkrum orðum um óeðlilegan rekstrarkostnað lífeyrissjóða og naumar peningagreiðslur til lífeyr- isþega í almenna lífeyrissjóðakerf- inu. Guðmundur H. Garðarsson gerði í nokkru máli grein fyrir sínum skoðunum og reynslu af lífeyris- sjóðsmálum. Hann fagnaði því að Guðmundur H. Garðarsson umræðan hefði‘ færst á breiðari grundvöll. Hann fór nokkrum orð- um um séreignarsjóði og einka- reikninga og sagði þá ágæta en þeir breyttu því ekki að lífeyrissjóð- ir á félagslegum grundvelli störfuðu áfram, „Island er ekkert Wall Street.“ Lífeyrissjóðirnir væru byggðir á grundvelli gagnkvæmra trygginga. Guðmundur taldi að þró- unin yrði í þá átt að til viðbótar við grunnkerfi félagslegra lífeyrissjóða, kæmu séreignarsjóðir eða sérstakir eftirlaunareikningar og það hefði gríðarleg áhrif á forsendur eftir- launakerfisins. En við kæmumst aldrei hjá að sinna þeirri grundvall- arskyldu að sjá um þá sem væru ekki í þeirri aðstöðu að skapa sér þær tryggingar sem um væri talað. Guðmundur fór nokkrum orðum um starf nefndar á vegum heil- brigðis-- og tryggingaráðuneytis og um tillögur hennar í þá átt að tekju- tengja greiðslu úr almenna trygg- ingakerfinu. Guðmundur sagði skerðingu tekjutryggingar vera gífurlegt ranglæti og þetta rang- læti ætti að auka. Hann sagði einn- ig að lífeyrisþegar í almennum lífeyrissjóðum væru tvískattaðir. Guðmundur boðaði einnig frumvarp Ólafur Ragnar Grímsson um breytingar á skattalögum. Hann sagði að þingmenn þyrftu m.a. að taka afstöðu til þess að allir lífeyris- þegar njóti óskertrar tekjutrygging- ar úr almenna tryggingakerfinu. Og það yrði að hækka skattleysis- mörk þannig að hið minnsta 90 þúsunda króna tekjur yrðu skatt- frjálsar. Guðmundur rakti í nokkru máli m.a. vandatekjulágra éinstakl- inga, nokkuð bar á frammíköllum og urðu að lokum orðaskylmingar milli fjármálaráðherra og flutnings- manns, með undirspili frá fundar- bjöllu deildarforseta, Jóns Heiga- sonar. „Pólitískur refur“ Fjármálaráðherra, Ólafur Ragn- ar Grímsson, steig í stólinn þegar Guðmundur hafði lokið máli sínu. Hann taldi örla á þeim misskilningi að það væri ríkissjóður sem tæki til sín meginhlutann af tekjuskatts- kerfinu. Til sveitarfélaganna færu um 12 milljarðar en tii ríkissjóðs tíu milljarðar. íbúi í Reykjavík borg- aði meiratil Reykjavíkur en ríkisins. Karvel Pálmason (A/Vf) tók und- ir skoðun Guðmundar H. Garðars- sonar að lífeyrisgreiðslur væru tvískattaðar eins og hann taldi vera. Hann. fór einnig nokkrum orðum um væntanlegt frumvarp um al- mannatryggingakerfið og leist illa á þau drög sem kynnt hefðu verið. Guðmundur H. Garðarsson gagn- íýndi á nýjan leik skerðinguna á greiðslum úr almenna trygginga- kerfinu_ og talaði um eignasvipt- ingu. Úr sal heyrðist „kjaftæði". Fyrtist ræðumaður nokkuð og sagði að þessi ummæli hæstvirts fjár- málaráðherra yrðu færð í sögu þingsins. Óiafur Ragnar Grímsson taldi Guðmund H. Garðarsson vera að ráðast gegn borgarstjóra Reykjavíkur því hann gerði fyrst og fremst kröfur um að útsvörin yrðu lækkuð á íbúum Reykjavíkur. — Guðmundur mótmælti þessari túlkun. — Ólafur talaði nokkuð um tekjur einstaklinga, fjárhag Reykjavíkur og greiðslur íbúa Mos- fellsbæjar til Hitaveitu Reykjavíkur. Einnig um hátekjufólk og skatt- frelsi íjármagnstekna. Guðmundur H. Garðarsson (S/Rv) gerði í fundarlok athuga- semd og sagði fjármálaráðherra reyna með ósæmilegum hætti að sá ósætti milli manna í forystu Sjálfstæðisflokksins. Hann nefndi einnig Ólaf Ragnar Grímsson „pólitískan ref“. Salóme Þorkels- dóttir (S/Rn) gerði einnig athuga- semd, sagði m.a. Ólaf Ragnar hafa gengið fram af sér, skildi ekki, hvað maðurinn væri að fara. Og taldi Ólaf Ragnar reyna að gera eðlilegt samstarf sveitarfélaga tor- tryggilegt. Ólafur Ragnar sagðist hafa verið að vekja athygli á að Reykjavíkurborg seidi nágrönnum sínum bæði rafmagn og heitt vatn og gróðinn af þeirri sölu væri það mikill að hægt væri að hafa útsvör Reykvíkinga lægri. Salóme sagði fjármálaráðherra reyna að draga úr orðum sínum og sveitarfélög væru fullfær um að semja sín á milli um sinn hag. Að lokum var atkvæðagreiðslu um það frumvarp sem í upphafi var til umræðu frestað. Jarðgangagerð: Alþjóðlegt heildarútboð Þingsályktartillaga Kristins Péturssonar Áfengismál: Bættar vörumerkingar EIÐUR Guðnason (A/Vl) end- urflutti síðastliðinn þriðjudag frumvarp í efri deild þar sem lagt er til að vörmerkingar á fljótandi og áfengum söluvarn- ingi ÁTVR verði auknar. Flutningsmaður leggur til að við 13. gr. bætist ný málsgrein er orðist svo: „Áfengis- og tóbaks- verslun ríkisins skal að höfðu samráði við landlæknisembættið ogf Umferðarráð merkja allar umbúðir undir áfengi, sem selt er í útsölum hennar, með viðvörun þar sem fram kemur að áfengis- neysla barnshafandi kvenna geti valdið fósturskaða og neysla áfengis og akstur ökutækja fari ekki saman.“ í greinargerð er m.a. bent á að 'Islendingar voru meðal fyrstu þjóða til að lögleiða að merkimið- ar um skaðsemi tóbaks voru sett- ir á allar tóbaksumbúðir. Einnig er þess látið getið að í Banda- ríkjunum hafi verið fyrir nokkru í lög leitt, að viðvaranir um skað- semi áfengis skuii að finna á öllum áfengisumbúðum og sé þar ekkert undanskilið. íslenskt áfengi s.s. Eldur-ís vodka og Icy vodka sé selt þar vestra með viðvörunum. Ekki verði séð að neinir tæknileg- Ljósmynd/Vigfús Sigurgeirsson ir örðugleikar séu samfara því að merkja áfengi sem selt sé hér á landi með viðlíka hætti. Frumvarpið hlautjákvæðar við- tökur þingmanna og var vísað til annarrar umræðu og allsheijar- nefndar. SAMGONGUBÆTUR og stefnumörkun í jarðgangagerð eru sérstakt áhugamál þing- manna af landsbyggðinni. Krist- inn Pétursson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stefnumörkun í jarðgangagerð á Austurlandi og heildarútboð framkvæmda. Kristinn Pétursson (S/Al) legg- ur til að Alþingi álykti að fela samgönguráðherra að láta und- irbúa heildarútboð jarðganga- framkvæmda á Austurlandi. í und- irbúningnum felst m.a. að stefna að alþjóðlegu útboði jarðganga- framkvæmda á Austurlandi þar sem nauðsynlegustu jarðgöng verði boðin út í einu heildarút- boði. Fjármögnun til 40 ára með hagstæðu láni verði skilyrði í út- boðinu. Iðntæknistofnun verði m.a. falið að meta aukna fram- leiðni og afkomubata fyrirtækja með tilkomu jarðganga, sparnað þjóðarinnar vegna minni snjóm- oksturs, meta hvort gjaldtaka ætti að fara fram ,af umferð um jarð- göngin og þá með hvaða hætti. Iðntæknistofnun er einnig ætlað að skila Alþingi skýrslu um arð- semismat og tilhögun heildarút- boðs jarðganga á Austurlandi þar sem stéfnt verði að útboði á síðari hluta framkvæmdatíma aðrennsl- isganga að stöðvarhúsi Fljótsdals- Kristinn Pétursson. virkjunar, síðari hluta árs 1993. í greinargerð með tillögunni segir m.a. að þessi tímasetning sé mikil- væg þar sem alþjóðlegt útboð tæki mið af sterkri samkeppnis- stöðu væntanlegs verktaka við aðrennslisgöngin og eigi þessi málsmeðferð að tryggja að hag- kvæmt tilboð berist í heildarútboð jarðganga á Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.