Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 11 Eva Mjöll Ingólfsdóttir, fiðia DPUglaS Poggioli, píanó. í Seljakirkju, Breiðholti, fimmtud. 25. okt. kl. 20.30 í íslensku óperunni sunnud. 28. okt. kl. 16.00 Aðgöngumiðar hjá Veröld, Austurstræti 17 og við inngang^ Konsertumboöiö OPUS Mikið hrap féll úr suðurenda Reynisfjalls. Vík: Island að minnka Vík. LAUGARDAGINN 1. apríl 1989 kl. 3.30 um nóttina féll mikið hrap úr suðurenda Reynisfjalls, á móts við svokallaðan Klakk. Þar sem áður var sjór að Klakknum og ófært að ganga fyrir hann er nú kominn gijót- skriða og unnt að ganga þar fyrir fjallið og vestur í Reynis- hverfið. Ekki er vitað hvort þessi grjót- skriða hefur getað breytt sjávar- straumnum næst landinu hér austan við fjallið, en af einhverjum ástæðum hefur sjórinn stöðugt verið að vinna á fjörunni austan við Reynisfjallið og færast nær Víkinni síðan. Gamlir sjóvarna- og sand- græðslugarðar sem staðið hafa hér í áratugi 50-100 metra uppi í landi eru nú horfnir og þar sem áður voru uppgræddir melgras- hólar er nú þverhníptur sandbakki sem stöðugt grefur úr í brimum. Ekki er fjarri lagi að ísland hafi minnkað hér til suðurs frá Víkinni um eina 100 til 200 metra. Ef til vill er náttúruöflunum farið að ofbjóða framkvæmdaleysi okkar Sunnlendinga í hafnargerð fyrir Suðurlandi og tekin til sinna ráða í að gera hér höfn. Það er verst ef náttúruöflin hafa tekið þá ákvörðun í leiðinni að fylla upp höfnina á Höfn í Hornafirði. Þá vaknar sú spurning hvort náttúran meinti eitthvað sérstakt með því að hefja þessa landeyð- ingastarfsemi hér í Vík á okkar fræga gabbdegi 1. apfíl. - R.R. Tímaritið 2000 NÝ RÖDD í ÍSLENSKRI TÓNLIST List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það var með sanni fyrirferðar- mikið tímarit um listir, er hóf út- komu sína í sumar og mér barst í hendur með tilmælum um umsögn, enda skarar það sjónlistir. Tímaritið nefnist því táknræna nafni 2000, því að nú er stutt til aldamótanna og má geta ráð fyrir umbrotasömum áratug fram undan. Hitt er svo auðvitað persónulegt mat og umdeilanlegt, hvort alda- mótin byiji árið 2000 eða 2001, en menn hafa lengi deilt um, hvort miðað skuli við árið eitt eða núll. Máli sínu til fulltingis segja þeir, sem aðhyllast kenninguna um eitt, að sagan hermi af árinu eitt fyrir Krist og eitt eftir Krist en hvergi komi fram viðmiðun við núllið! Samkvæmt því er níundi áratug- inn enn í fullu gildi og nefna skal að á sýningu Norræna listabanda- lagsins á núlistum sjöunda áratug- arins, voru nokkrar myndanna með áratalið 1971. Hitt er svo annað mál, að ártalið 1972 kom einnig fyrir og jafnvel 1974, en hvað leyf- ist ekki vísum, þegar tilgangurinn helgar meðalið! Brot þessa listtímarits minnir einna helst á dagblað, en það er með þykkara móti, svo að það leið- ir hugann að helgar- eða viðhafnar- útgáfum stórblaða heimsborganna, en til útlanda er fyrirmyndin auðvit- að sótt. Það er dirfskan og stórhugurinn á bak við framkvæmdina, sem fyrst og fremst vekur athygli og aðdáun, en hins vegar stingur það einnig í augu, hve byijendabragurinn er mikill, svo á köflum minnir einna helst á skólablað í stækkuðu formi. Nefni ég helst máli mínu til stuðnings hinar klisjukenndu, flennistóru myndir, er prýða blaðið En vissulega má hafa mikið gam- an af því að fletta slíku tímariti og það inniheldur heilmikinn fróðleik, þótt ýmsar greinanna séu heldur stuttar og rýrar í roðinu miðað við ábúðarmiklar myndir og feitletrað- ar fyrirsagnir. Fjölbreytnin er mikil og satt að segja er það ótvíræður styrkur rits- ins og það, sem helst er í takt við tímann, sem eru opin og víðsýn skoðanaskipti. Auðvitað er það á skjön við þau öfl, sem þekkja aðeins eina mið- stýrða skoðun, og að allar andstæð- ar séu af hinu vonda og því beri að halda „sannleikanum eina“ fram hvað sem það kostar. Þau kerfi, sem hafa viðhaft slík viðhorf, riða alls staðar til falls og svo mun einnig verða hvað listpólitíkina snertir á næstu árum, því að nýr heimur krefst nýrra viðhorfa á öllum vígstöðvum. Því meir sem maður flettir ritinu, því betur verða manni ljósir allir hinir miklu og margvíslegu mögu- leikar, sem fólgnir eru í fram- kvæmdinni og það er von mín, að aðstandendunum auðnist að halda útgáfunni áfram og að hnökrar verði miskunnarlaust sniðnir af næsta eintaki. Ritið verði í samræmi við nútímann allt um kring, en ekki einungis af því, sem mest er haldið að okkur í fjölmiðlum og ljósvaka- miðlum. Einmitt vegna sérstöðu ritsins hefur það möguleika á að ná til stórs lesendahóps og þar með verða eftirsóknarvert á auglýsingamark- aðnum, en mörg veglegustu listtímarit heimsins eru einmitt fjár- mögnuð með glæsilegum og hug- myndaríkum auglýsingum frá stór- fyrirtækjum, sem sumar hveijar eru fagurfræðilegt augnayndi. Málarinn Henri Matisse sagði eitt sinn, að menn ættu ekki að rembast við að vera frumlegir, því að ef leyndist neisti af frumleika í manni, þá kæmi hann fram. Þannig mætti og einnig skjóta að þeim sem eru í forsvari tímarits- ins 2000; reynið ekki að vera snið- ugir, því að ef þið eruð það, þá kemur það fram, eðlilega og áreynslulaust... DEBUT—TÓNLEIKAR KOSNINGA- SKRIFSTOFA EyjólfsKonráðs Jónssonar er í Sigtúni 7,sími 29600 Höfum opið frá kl. 10-22 alla daga l/f Eyjólfur Konráð Jónsson eins og t.d. af stjórnmálamönnum og goðum í poppheiminum, sem allir, sem grannt fylgjast með mál- um og blöðum og tímaritum fletta, eru búnir að sjá 2001 sinnum og gott meir. Frumleg getur það því ekki talist og ei heldur hinar mörgu nektar- myndir né hin ólystuga teikni- myndasaga „nakinn hádegisverð- ur“ sem er ekki par fyndin. Ekki trúi ég öðru en að íslenzkt þjóðfélag búi yfir svo gróskumiklu og sérstæðu mannlífi, að óþarfi sé að fyggja upp útjaskaðar lummur frá útlandinu, þótt múgsefjunaröfl- in vilji telja mönnum trú um, að þetta sé hinn eioi og sanni tónn. Hann er það nefnilega aðeins svo lengi sem „réttir“ menn hagnast á æðinu. Upplýstir útlendingar leita tvímælalaust fyrst og fremst eftir hinu sérstæða í íslenzku þjóðfélagi og brosa vorkunnsamlega, er þeir reka sig á allar eftirlíkingar stærri þjóðfélagsheilda, sem staðfesta ein- ungis minnimáttarkennd og smæð okkar. FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ Verk eftir Kreisler, Bartók, Wieniawsky, Ravel, Bach og Brahms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.