Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.10.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. OKTÓBER 1990 H Maður, líttu þér nær eftir Ragnhildi Kolka Það er athygli vert hve mikið umræða dagsins í dag snýst um siðgæði og siðgæðisvitund. Þó eru þetta ekki ný hugtök. Allt frá dög- um Grikkja hafa menn verið að dröslast með þessa byrði í fartesk- inu og leitun er að þeim manni sem viðurkennir að hann sé gersneyddur öllu siðgæði. En hvaða hugmyndir höfum við um siðgæðisvitund okkar sjálfra og hveijir bera ábyrgð á henni? Menn tala um skort á siðgæði í stjómmálum og skort á siðgæði í viðskiptum. Fjálglega ræðum við svik og pretti manna sem kosnir hafa verið til að veita þjóðinni for- ustu, en í hita kosningabaráttu gleymast gerðir þeirra og áður en varir em þeir aftur komnir á þing, ef ekki sestir á ráðherrastóla. Það er engin furða þó þeir haldi síðan áfram uppteknum hætti, þeim hefur fyrirgefist allt og eins og börn, sem komast upp með óknytti, ganga þeir á lagið. En sökin er ekki ein- ungis þeirra, við eigum hlut að henni líka, því það vomm við sem veittum þeim brautargengið. Á sviði viðskipta er málið nokkuð öðravísi í sniðum. Hér á íslandi hefur skapast nokkurs konar hefð fyrir því að tortryggja alla sem ein- hveijar krónur hafa handa á milli, sbr. kaupmenn og útgerð. Þetta er arfur frá bændasamfélaginu sem við emm sprottin úr, en í seinni tíð hefur þessi tortryggni beinst gegn viðskiptalífinu almennt og þá oft Hvað skal segja? Tónlist Ragnar Björnsson Orðlaus situr maður undir orgelleik Louis Thiry, hins franska. Hvemig er þetta hægt? Ekki er aðeins að organ- leikarinn sé blindur, nokkrir þekktustu organleikarar sög- unnar hafa mátt búa við það, og þykir flestum nóg, en engan veit ég sem auk þess hefur mátt þola aðeins fjóra fingur á annarri hendi og meira að segja þeir fjórir ekki heilir. Hvemig er þetta hægt? spyr maður sjálfan sig, að skila síðan erfið- um verkefnum á orgelið með þessa vöntun? Er hægt að þjálfa og teygja mannslíka- mann í það óendanlega og temja viljann ótakmarkað? Ótal slíkar spumingar koma upp í hugann við að hlusta á leik Thiiy en fullnægjandi svör fást engin. Hann hóf leik sinn á þrem verkum eftir César Frank, Prelúdíu, fúgu og til- brigði, verki sem varla er hægt að kalla þessum virðulegu heit- um, svo ófullkomin er fúgan og tilbrigðið. Her fannst strax, á því hvernig hann notaði radd- ir hljóðfærisins, að kominn var franskur orgelleikari og manni varð strax hugsað, er rétt að nota þetta þýsk-rómantíska orgel á þennan hátt, svarið var hvers vegna ekki. Nokkurrar varfæmi gætti í leik Thiry í verki þessu og þótti manni það ekki óeðlilegt. Annað verkið, Prére, var mjög fallega rad- dvalið og uppbyggt og margt var glæsilega gert í a-moll-kór- alnum nr. 3, þó saknaði ég nokkuð fransks hugmynda- flugs og skaphita. Þættimir úr Hvítasunnumessu Olivers Messiaen vom fluttir af djúpum skilningi og þekkingu á Messia- en og hér naut flutningur Thiry Ragnar Björnsson sín best. Thiry lauk tónleikun- um með f-moll-Fantasíu Moz- arts þessu mjög svo erfiða (fyr- ir orgel) og vanþakkláta verki. Ég undraðist að hann skyldi yfirleitt komast fram úr þessu verki, svo bæklaður sem hann er, en lítið varð maður var erfið- leikanna. Hins vegar spilaði hann verkið með sömu „frönsku" raddskipaninni og spuming er hvort það sé rétt; og eðlilegt. Spuming er einnig hvort hægu þættimir í Fanta- síunni þurfa ekki meiri „lyft- ingu“, svolítið verða þeir lang- dregnir, leiknir svona mikið á sama nótnaborðið. Ánægjulegt er að upplifa hvað orgelið hefur tekið miklum og jákvæðum stakkaskiptum við viðgerð og breytingar á því. Undirritaður var á sínum tíma vantrúaður á fyrirhugaðar breytingar, en óskar þeim nú til hamingju sem stóðu fast á sínu. ekki að tilefnislausu. Óheilindi og undirferli ráða ríkjum, menn lifa hátt og smákóngar heyja stríð sín á milli, en almenningur borgar brús- ann. Þegar menn verða uppvísir að sviksamlegu athæfi, þá er dóms- kerfi okkar það þungt í vöfum og ómarkvisst að enga sekt er að sanna, þegar mál koma loks til dóms, ef þau em ekki löngu fymd þegar þar að kemur. En skort á siðgæðisvitund er víðar að finna en í stjómmálum og viðskiptum. í raun er allt þjóðfélag- ið gegnsýrt og á sviði vísindanna em lögmál fmmskógarins í fullu gildi. Hver otar sínum tota og bola- brögðin sem þar er beitt, til að koma sér og sínu nafni áfram, eru með ólíkindum. Hver kannast ekki við sögur af mönnum sem eigna sér vinnu annarra í krafti valds síns eða beita vagnhestum fyrir sig? Þessi vinnubrögð eru ekki nein ein- stök fyrirbrigði og þetta er ekki bara hegðun manna úti í hinum stóra grimma heimi. Hér á landi geta menn þurft að mæta til vinnu í fullum herklæðum og_skaka sín vopn daglega, eigi þeir að hafa vinnufrið. Gleymi menn brynjunni heima einn dag eða deili þeir upp- lýsingum með öðmm, er voðinn vís. Reyni menn síðan að sækja sinn rétt fæst engin hjálp, því hver þarf að veija sitt skinn og allir vona að athyglin beinist ekki næst að þeim. Og alltaf eru til þeir, sem gleðjast yfir óförum annarra. En hvernig stendur á því að menn em tilbúnir að svæfa sam- viskuna? Er það skortur á sjálfs- gagnrýni, eru það vonbrigðí með viðtökur heimsins á hæfileikum þeirra eða eru þetta bara einstakl- ingar sem líta sig stórt, en standa síðan ekki undir því og em því til- búnir til að skreyta sig með stolnum fjöðrum? Þessari spurningu verður ekki svarað hér, en eitt er víst að ástæðurnar eru . mýmargar og Mennt er máttur og em það orð að sönnu, en menntun ein út af fyrir sig bætir ekki manninn. Það er ekkert samasemmerki milli. menntunar og manngildis, þó annað Ragnhildur Kolka „Það er ekki einn mannsaldur frá því menn gátu treyst orð- heldni og handsali í við- skiptum hér á landi. Núna nægir ekki einu sinni að marg yfirfarnir samningar, sem skrifað er undir í beinni útsend- ingu sjónvarps til þjóð- arinnar, séu virtir.“ tengjast upphaflegu spurningunni, um siðgæðisvitund okkar. Nú bendir kannski einhver á að þessi vinnubrögð séu ekki sakhæf. Rétt er það. Það eru engir lagabálk- ar til um slík samskipti. Samfélagið hefur komið sér saman um ákveðn- ar samskiptareglur sem talið er að hæfi siðmenntuðum mönnum. En ef ekki er um beint fjárhagslegt tjón að ræða er hugtakið siðmennt- aður maður ákaflega teygjanlegt. útiloki ekki hitt. Máttur, sem felst í því að misnota aðstöðu sína og beita valdi þá sem eiga lífsafkomu sína undir þeim, er ekki til að stæra sig af. Það er ekki einn mannsaldur frá því menn gátu treyst orðheldni og handsali í viðskiptum hér á landi. Núna nægir ekki einu sinni að marg yfirfarnir samningar, sem skrifað er undir í beinni útsendingu sjónvarps til þjóðarinnar, séu virtir. Þegar skálaræðum lýkur og nánast áður en blekið nær að þorna er búið að svíkja öll loforð. Eftir höfð- inu dansa limirnir og siðleysið teyg- ir sig um ailt þjóðfélagið og því miður virðist siðgæðisþrek íslend- inga á hröðu undanhaldi fyrir fé- græðgi, metorðapoti og sýnihneigð fólks, sem gleymir að líta í eigin barm. Meðan menn komast upp með að misnota annað fólk pólitískt, íjárhagslega eða með öðmm óheil- indum, þá skiptir ekki máli hve mörgum orðum er eytt á kaffistof- um, í kvöldverðarboðum eða á kránni í að hneykslast á framferði annarra, það eru bara innantóm orð. Þegar við horfum upp á órétt- læti eða emm beitt því, án þess að bregðast við því, þá höfum við slak- að á kröfunni. Við höfum skorast undan þeirri ábyrgð að takast á við vandann og erum því samsek. Það erum nefnilega við sem emm sið- gæðisvitundin. Hún er ekki bara eitthvað sem aðrir eiga að hafa, hún á að búa í okkur öllum og okk- ur ber skylda til að leggja rækt við hana og halda í henni lífi. Er ekki kominn tími til að spyrna við fótum? Það getum við best gert með því að mótmæla siðleysi í hverri mynd sem það birtist og láta menn standa skil gerða sinna. Höfundur er meinatæknir. Raunverulegt tækifæri eftir Björgu Einarsdóttur í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík 26. og 27. október næst- komandi eru sautján manns í fram- boði, allt gott fólk og frambæri- legt. Ljóst má vera að flokksmenn hljóta að komast í kastþröng þegar gengið verður að kjörborði þar eð kjósa skal fæst átta manns og flest tólf. I hópi frambjóðenda nú em að- eins fjórar konur, þær Sólveig Pét- ursdóttir varaþingmaður, Lára Margrét Ragnarsdóttir hagfræð- ingur, Rannveig Tryggvadóttir hús- móðir og þýðandi og Þuríður Páls- dóttir ópemsöngvari. Þær em ekki fleiri en svo að kjósandi sem í reynd vill auka hlutfall kvenna meðal kjör- inna fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þarf ekki að komast í kastþröng varðandi konur. Og gamla viðkvæð- ið að of margar konur séu í fram- boði og þær komist ekki áfram vegna mikillar dreifingar atkvæða fellur að þessu sinni um sjálft sig. Sólveig Pétursdóttir er því eina konan í framboði nú sem hefur reynslu af þingstörfum; hún hefur oftsinnis sem varaþingmaður verið kvödd til starfa á Alþingi á yfir- standandi kjörtímabili. Rök mæla því með að hún sé valin í það sæti er Ragnhildur Helgadóttir stendur upp úr og Sólveig hefur sjálf svarað því kalli og mælst til stuðnings í þriðja sæti listans. Stangast það ekki á við kosn- ingavinnu hinna kvennanna þar eð stuðningsmenn Láru Margrétar hafa nefnt hana í fjórða til sjötta sæti og Þuríður Óskar sérstaklega eftir stuðningi í fimmta sæti. Af Björg Einarsdóttir Ljúkum kosmngum kl. 21 eftir Gunnlaug Þórðarson Á undanfömum kosningum til Alþingis og sveitastjóma hef ég átt sæti í undirkjörstjóm á tveimur kjörstöðum í höfuðborginni og þar af leiðandi fylgst vel með þátttöku í þessum kosningum. Það mun vera samdóma reynsla allra þeirra, sem starfað hafa við kosningar á kjör- dag, að þorri kjósenda hafi kosið fyrir klukkan níu að kvöldi kjördags og að tíminn milli kl. 9 og 11 að kvöldi hafí að heita má reynst dauð- ur í öllum kjördeildum. Á síðustu tveimur klukkutímum kosninga- dags hafi komið að kjósa fólk, sem virðist vilja gera í því að koma á síðustu stundu og svo meira og minna óreglusamt eða áhugasnautt „Öllum ætti að vera Ijóst hve þessi breyting er sjálfsögð o g því skora ég á þingflokka og þingmenn að koma þessu á.“ fólk, sem jafnvel hefur verið drifið á kjörstað af öðrum og þá stundum og á vegum Bakkusar. Mer er óhætt að fullyrða, að allt það fólk, sem ég hef rætt við og unnið hefur við kosningar á undanfömum áratug, telur það vera algjöran óþarfa að teygja kosningar fram til kl. 23 á kjördegi, heldur beri að ljúka kosn- ingu klukkan 21. Einnig þykist ég vita að yfirkjörstjóm Reykjavíkur er á sama máli. Með því að ljúka kosningum kl. 21 sparast bæði mik- il vinna og fjármunir og það er al- mennt séð sjálfsagt bæði vegna gjörbreyttra samgönguhátta og möguleika á að kjósá fyrir kjördag. Það er ofur einfalt að færa þenn- an hátt kosninga hjá okkur til nú- tímalegra horfs, einfaldlega með því að setja tölustafina 21 í stað 23 í seinni málsgrein 93. greinar laga nr. 80 frá 1987. Öllum ætti að vera ljóst hve þessi breyting er sjálfsögð og því skora ég á þingflokka og þingmenn að koma þessu á. Þegar breytingin verður á orðin mun fólk undrast hví þetta hafi ekki verið gert fyrr. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. hálfu Rannveigar er talað um að skipa henni í öruggt sæti. Nú er raunveralega tækifæri fyr- ir fólk að sýna í verki að það vilji kraftmikla pólitíska skírskotun út í raðir kjósenda með vali sínu á fram- boðslistann. Það er pólitísk nauðsyn að listinn endurspegli þjóðfélagið, þar sem konur og karlar era hlið við hlið í fjölskyldunni, á vinnu- markaðinum og í tómstunda- og félagsstarfi. Þannig er raunveruleikinn á Is- landi á ofanverðri 20. öld og þann raunveruleika verður stærsti stjórn- málaflokkur landsins, breiðfylking kjósenda, Sjálfstæðisflokkurinn, að tileinka sér. Það pólitíska .útspil á ekki að eftirláta öðrum eins og nú em blikur á lofti um. Gunnlaugur Þórðarson Höfundur er fyrrverandi miðstjórnarmaður Sjálfstæðisflokksins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.