Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 25 Menntaskólanemar í Frakklandi: Kennsluaðferðum og lé- legum aðbúnaði mótmælt Perpignan í Frakklandi. Frá Margréti E. Ólafsdóttur, fréltaritara Morgunblaðsins. Reuter. UM EITT hundrað þúsund franskir menntaskólanemar efndu í gær til mikilla mótmæla í mörgum stærstu borgum landsins til að leggja áherslu á kröfur sínar um fjölgun kennara og betri aðbúnað í skól- um. Mótmæli af þessu tagi hafa verið tíð og stundum ofsafengin að undanförnu. Námsmönnunum finnst ríkisstjórn Michels Rocards koma of skammt til móts við kröfur þeirra en hún ákvað í síðustu viku að auka framlög til menntamála um 9% á næsta ári, eða í 217 milljarða franka, jafnvirði 2.387 milljarða ÍSK. Meðal þess sem menntaskóla- nemarnir fara fram á er að aðstaða í sjálfum skólunum verði bætt en þeir saka yfirvöld um að taka lítið tillit til þarfa nemenda. Þeir vilja að fækkað verði í bekkjum þannig að í hveijum slíkum sitji 40 nemend- ur hið mesta. Nemendurnir hafa og krafist þess að vörðum verði fjölgað innan skólanna en í stærri borgum hefur borið á því að undan- förnu að hópar ungmenna ráðist að nemendum og ræni þá tískufatn- aði og öðrum verðmætum. Þá eru nemendur ósáttir við kennsluað- ferðir í frönskum menntaskólum og nefna einkum að þeir fái ekki tæki- færi til að taka virkan þátt í kennsl- unni. Þeir telja að stúdentsprófið sé lítils metið í Frakklandi og segja að nánast sé nauðsynlegt að bæta við sig fjögurra ára háskólanámi ætli merin að standast kröfur sam- félagsins og fá viðunandi starf. Um 80 prósent franskra ungmenna í hveijum árgangi ljúka stúdents- prófi og eru flestir 18 ára að aldri þegar þeir ná þeim áfanga. Skömmu eftir að fyrstu mót- mælagöngurnar fóru fram boðaði menntamálaráðherra Frakklands, Lionel Jospin, ákveðnar breytingar. Stöðum gangavarða var' fjölgað og því heitið að framlög til mennta- mála yrðu aukin. Er gert ráð fyrir því að á næsta ári muni framlög til þessa málaflokks í fyrsta skipti verða hærri en útgjöld ríkisins á vettvangi varnarmála. Menntamálaráðherrann Jack Lang hefur hvatt ungmennin til að sýna stillingu en svör og viðbrögð hans hafa vakið litla þrifningu með- al menntaskólanemanna. Þannig efndu um 100 þúsund námsmenn til mótmæla víða um land í gær, þar af 50 þúsund í höfuðborginni, París. Mótmælin fóru að mestu frið- samlega fram en þó tóku smáhópar grímuklæddra manna sig út úr og brutu rúður í verslunum. Hermdarverk IRA harð- lega fordæmd Belfast. Reuter. KIRKJULEIÐTOGAR og stjórn- málamenn fordæmdu á sunnu- dag írska lýðveldisherinn (IRA) fyrir hryðjuverk samtakanna sem myrtu fjóra andaveiðimenn skammt frá Loch Neagh-vatni á Norður-írlandi á laugardag. Tvö fórnarlambanna voru í lögreglu landsins. „Þessir morðingjar starfa í óþökk allra, kaþólikka jafnt sem mótmæl- enda, hvort sem er á N-írlandi eða í írska lýðveldinu," sagði Hugh Annesley, lögreglustjóri á N-Ir- landi. Dr. Cahal Daly, harður gagn- rýnandi IRA, er fyrir skömmu var kjörinn erkibiskup kaþólikka í ír- landi, sagði kirkjudeildir beggja vegna landamæranna hafa samein- ast um að reyna að stöðva ofbeldið. Þessar tilraunir hefðu komið í veg fyrir að ástandið yrði jafnt slæmt og í Líbanon. Reuter Sigri fagnað of fljótt Jorge Carpio, einn af frambjóðendum í forsetakosningunum í Guate- mala, sést hér sigurviss er hann hafði greitt atkvæði á sunnudag. Skoðanakannanir gáfu til kynna að Carpio ætti mesta möguleika á sigri en er búið var að telja 7% atkvæða í gær var annar maður og áður óþekktur, Jorge Serrano, langefstur með um 36% fylgi, Carpio var í þriðja sæti. Serrano er talinn hafa fengið mikið af atkvæðum sem Efrain Rios Montt, fyrrverandi hershöfðingi, hefði hlotið ef framboð hans hefði ekki verið úrskurðað ógilt. Rios Montt er sakaður um að bera ábyrgð á hryðjuverkum hægrimanna fyrir nokkrum árum en ta- lið er að um 100 þúsund manns hafi látist í innanlandsátökum í Guate- mala sl. 30 ár. Evrópubandalagið: Svipta Færeyinga þorsk- veiðiheimild í Eystrasalti Kaupmannahöfn. Frá Nils Jorgen Bruun, ÓSAMKOMULAG er nú komið upp milli Evrópubandalagsins (EB) og Færeyinga í viðræðum um fiskveiðisamning þessara aðila fyrir næsta ár. Deilt er um 800 tonna þorskkvóta sem Færeyingar hafa fengið að veiða í fiskveiðilögsögu Austur-Þjóðverja í Eystrasalti ár hvert í skiptum fyrir 6.000 tonna kolmunnakvóta. Þennan samning vill EB ekki endurnýja nú og ber við að banda- lagið hafi ekki þörf fyrir kol- munnakvótann við Færeyjar. Færeyingar höfðu fimm ára rammasamning við Austur-Þýska- land og rennur hann ekki út fyrr en í apríl 1992. Kjartan Höydal, fiskimálastjóri Færeyinga, segir það óþolandi að EB standi ekki við þennan samning. „Það er ákaf- lega ósanngjarnt að láta breyting- arnar í Þýskalandi koma með þess- um hætti niður á okkur,“ segir hann. Höydal bendir á að afkoma færeysku fiskiskipanna, sem veitt hafi í Eystrasalti, sé algerlega háð þorskkvótanum þar. fréttaritara Morgunblaðsius. Samkomulag hefur hins vegar tekist um aðra þætti fiskveiði- samningsins, það er veiðiheimildir Færeyinga í Norðursjó, fyrir vest- an Bretland og við Grænland, auk heimilda EB til veiða á færeyskum miðum. Samningaviðræðurnar hefjast að nýju 3. desember næst- komandi. Þýskaland: Sovéskar handsprengj- ur á 800 krónur stykkið Hainborg. Reuter. HANDSPRENGJUR, hríðskotarifflar og önnur vopn eru nú á útsölu í austurhluta Þýskalands. Það eru sovéskir hermenn sem með þessum hætti reyna að drýgja tekjur sínar. hermennina. Þeir vilja koma vopnum sínum sem fyrst í verð áður en þeir verða kallaðir heim. I sömu frétt kemur fram að fimmtíu sovéskir hermenn hafi sótt um hæli sem pólitískir flótta- menn í Þýskalandi undanfarna viku. Að auki hafi 150 hermenn strokið úr búðum sínum á þessu sama tímabili. Þýska fréttatímaritið Der Spi- ege/’segir frá því að svartamark- aðsverðið á Kalashnikov- hríðskotarifflum sé 200 mörk (7.200 ÍSK), skammbyssum 100 mörk (3.600 ÍSK) og hand- sprengjum 25 mörk (800 ÍSK). Að sögn blaðsins eru það einkum vopnasalar, þýskir og erlendir, sem verslað hafa við sovésku Reuter Jannis Ritsos látinn Gríska skáldið Jannis Ritsos lést í gær, 81ns árs að aldri. Ritsos var sannfærður kommúnisti alla sína tíð og margsinnis fangelsað- ur eða rekinn úr landi eftir seinni heimsstyijöld vegna stjórnmálaaf- skipta sinna. Hann var tvisvar orðaður við Nóbelsverðlaunin en fékk þau ekki. Á hinn bóginn fékk hann Lenínverðlaunin sovésku 1977. Tónskáldið Mikis Þeódorak- is, sem nú er orðinn hægrisinni,. gerði lög við mörg ljóða Ritsos og urðu sum þeirra vinsælir bar- áttusöngvar vinstrisinna næstu árin. HLJÓÐKÚTAR FRÁ USA NÝ SENDING í FLESTAR GERÐIR AMERÍSKRA BÍLA Einnig TURBO-KUTAR með2“-2y4“-2y2“ stútum Gæðavara - gott verð Póstsendum Opið laugardaga kl. 10-13 Bílavörubúóin FJODRIN Skeifan 2 simi 82944 Við hðfum eftirfarandi notaðar fiskvinnsluvéiar til sölu: BAADER 440 - FLATNINGSVÉL Þeir, sem áhuga hata á ein- BAADER 189 - FLÖKUNARVÉL hverjum hessara véla, hafi BAADER 190 - FLÖKUNARVÉL vinsamlegast samband viö: BAADER 182 - FLÖKUNARVÉL C0FISH GR0UP BAADER 415 — HAUSUNARVÉL P.O.Box 23 BAADER 184 - FLÖKUNARVÉL N-8430 Myre, Norge BAADER 150 - FLÖKUNARVÉLFVRIR KARFA Simi: 9047-88-34300 BAADER 170 - FLÖKUNARVÉL FYRIR FLATFISK Telefox: 9047-88-34301 BAADER51 - R0ÐFLETTIVÉL Telex: 65071 Cofis n Myndatökur fró kr. 7.500,-. Öllum okkar myndatökum fylgja tvœr stœkkanir 20x25 sm. Ljósmyndastofurnar Mynd, Hafnarfirbi, sími 54207, Barna- og fjölskylduljósmyndir, Reykjavík, sími 12644, Ljósmyndastofa Kópavoqs, sími 43020
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.