Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990 35 r*-. AKUREYRI Krossanes: Vonast eft- ir fyrstu loðmmni NÝR gufuketill Krossanesverk- smiðjunnar var ræstur í gær og i framhaldi af því verða brædd bein í verksmiðjunni í tilraunaskyni. Verksmiðjan ætti síðan að vera tilbúin að taka á móti loðnu til bræðslu um helgina. Hilmar Steinarsson verksmiðju- stjóri sagði að ekki hefði náðst að ljúka lokafrágangi í verksmiðjunni fyrir síðustu helgi eins og stefnt var að, en í liðinni viku var stefnt að því að prufukeyra vélar verksmiðjunnar um nýliðna helgi. 30 daga gæsla fyrir meint sifskaparbrot MAÐUR á fimmtugsaldri hefur verið úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald og til að sæta geðrannsókn vegna meintra sif- skapar- og skírlífisbrota. Kæra þess efnis barst til rann- sóknarlögreglunnar á Akureyri á fimmtudag í síðustu viku og var maðurinn handtekinn á föstudag. Eftir yfirheyrslur þótti ástæða til að úrskurða hann í 30 daga gæslu- varðhald. Hópar skáta frá Akureyri og Dalvík brugðu sér út í Hrísey um helg- ina, en þar voru þeir á dróttskátanámskeiði. Að sjálfsögðu fengu skát- ar far með Hríseyjarfeijunni Sævari milli lands og eyjar, en þessi mynd var tekin af hópnum skömmu áður en ferjan lagði að bryggjunni á Arskógssandi. Skátará siglingu Morgunblaðið/Rúnar Þór Morgunblaðið/Rúnar Þór Katrín Ragnarsdóttir rekstrarfulltrúi á Fræðsluskrifstofunni við skáp er piltarnir sviptu upp er þeir brutust inn á skrifstofuna. Tveir piltar á reynslulausn: Brutust inn á sjö staði um helgina TVEIR ungir menn hafa verið úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarð- hald, en þeir brutust inn á sjö staði á Akureyri um helgina, auk þess að stela bifreið. Litið höfðu þeir upp úr innbrotunum, en unnu tölu- verðar skemmdir. Mennirnir eru um tvítugt, nýsloppnir úr afplánun á Litla-Hrauni og voru á reynslulausn. Brotist var inn í Sundlaug Akur- eyrar aðfaranótt sunnudags og fór viðvörunarkerfi af stað á lögreglu- stöðinni. Brugðust lögreglumenn skjótt við og náðust piltarnir þar. Höfðu þeir náð um fjögur þúsund krónum í skiptimynt. Mennirnir voru færðir í fagnageymslur lög- reglunnar. Er á leið sunnudaginn bárust rannsóknarlögreglu tilkynningar af öðrum innbrotum í bænum, m.a. hafði verið farið inn í hús við Furu- velli 13 og brotist inn á nokkrum stöðum þar. Farið var inn á skrif- stofu Skapta hf., Hljóðmynda, Fræðsluskrifstofu Norðurlandsum- dæmis eystra, sálfræðideildar skóla og inn á skrifstofu sérkennslufull- trúa. Þá hafði einnig verið brotist inn í Háskólann á Akureyri. Á öllum stöðum höfðu nokkrar skemmdir verið unnar, en litlu stolið. Við yfirheyrslur hjá rannsóknar- lögreglu viðurkenndi annar mann- anna aðild að áðurnefndum innbrot- um og'einnig að hafa stolið bifreið við Hamragerði. Sú fannst óskemmd skammt þar frá. Einnig viðurkenndi maðurinn innbrot í hús Sambandsins í Reykjavík. Mennirnir voru úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarðhald. Þarna voru á ferðinni sunnanmenn sem brugðu sér norður strax að lokinni afplánun á Litla-Hrauni, en þeir voru á reynslulausn. Ferðina nýttu þeir, að því er virðist, einkum til innbrota. Norðurlandskjördæmi eystra: Sama fólk í þremur efstu sætunum hjá Framsókn Guðmundur Bjarnason, liedbrigðisráðherra, varð í 1. sæti er framsóknarmenn á Norðurlandi eystra völdu á framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þrjú efstu sætin eru óbreytt frá því sem var fyrir síðustu kosningar. Alls tóku tæplega 170 manns þátt í kosningu á listann. Guðmundur Bjarnason fékk 162 Teitssonar, Reykdælahreppi, og atkvæði í 1. sæti, en samtals tóku Þorgeirs Hlöðverssonar, Ljósa- 166 þátt í kosningunni. Valgerður vatnshreppi. Sigfús fékk flest at- Sverrisdóttir alþingismaður varð í kvæði í fyrstu og annarri umferð, 2. sæti, en hún fékk 143 atkvæði en í þeirri þriðju þar sem eingöngu og Jóhannes Geir Sigurgeirsson bóndi á Öngulsstöðum í þvi 3. Jóhannes Geir fékk 84 atkvæði, eða 50,6% atkvæða í 3. sætið, þannig að einungis einu atkvæði munaði að kjósa þyrfti aftur, en þær reglur gilda við val á fram- boðslistann að frambjóðandi þarf að fá helming atkvæða til að kosn- ingin teljist'þ-ild. Guðmundur Stef- ánsson framkvæmdastjóri ístess hf. á Akureyri fékk 41% atkvæða í 3. sætið, eða 71 atkvæði. Guð- mundur lenti í 4. sæti listans að loknum tveimum kosningum í sætið. í fyrstu umferð fékk Guð- mundur 64 atkvæði, Daníel Árna- son 69 og Bragi Bergmann 27. í annarri umferð fóru leikar þannig að Guðmundur fékk 92 atkvæði og Daníel 73. í 5. sæti er Daníel Árngson skrifstofumaður á Akur- eyri og fyrrverandi sveitarstjóri á Þórshöfn og fékk hann 132 at- kvæði. í í 6. sæti lenti Guðlaug Björnsdóttir bæjarfulltrúi á Dalvík með 91 atkvæði. Kosið var í þrígang um 7. sæti listans og stóð kosningin á milli fimm einstaklinga, Sigfúsar Karls- sonar, Akureyri, Sigfríðar Þor- steinsdóttur, Akureyri, Bjarna Aðalgeirssonar, Húsavík, Ara Wélagslíf □ EDDA 599013117 = 2 □ FJÖLNIR 599013117 -1 Atkv. I.O.O.F. OB 3= 172131 18Ví = □ HAMAR 599011137 - 1. I.O.O.F. Rb. 1 = 14011138 - 9. III. □ HELGAFELL 599011137 IV/V 2 í Frískanda, Faxafeni 9 Byrjendanámskeið hefst 22. nóvember. Hugleiðsla, Hatha- jóga, öndunartækni og slökun. Leiðbeinandi: Helga Mogensen. Opnir timar: Mánudaga-laugar- daga kl. 07.00. Mánudaga- fimmtudaga kl. 18.15. Mánu- daga og miðvikudaga kl. 12.15. Upplýsingar og skráning hjá Heiðu (sími 72711) og Helgu (á kvöldin í sima 676056). var kosið á milli hans og Bjarna Aðalgeirssonar varð endirinn sá að Bjarni fékk 69 atkvæði og Sig- fús 61. í síðustu umferðinni var kosið á milli Bjarna Aðalgeirsson- ar bæjarfulltrúa og útgerðar- manns á Húsavík og Sigfúsar Karlssonar framkvæmdastjóra á Akureyri, en Bjarni hlaut bindandi kosningu með 8 atkvæða mun. AD-KFUK Fundur í kvöld kl. 20.30 i Langa- gerði 1. „Húsvörður i 40 ár". Elísabet G. Magnúsdóttir segir frá. Hugleiðing: Susie Bach- mann. Allir konur velkomnar. Konur munið eftir basarnum laugardaginn 1. desember á Háaleitisbraut 58-60. mýtt sSmanúmer "ugiýsngadehdæ éBVfU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.