Morgunblaðið - 13.11.1990, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NÓVEMBER 1990
35
r*-.
AKUREYRI
Krossanes:
Vonast eft-
ir fyrstu
loðmmni
NÝR gufuketill Krossanesverk-
smiðjunnar var ræstur í gær og i
framhaldi af því verða brædd bein
í verksmiðjunni í tilraunaskyni.
Verksmiðjan ætti síðan að vera
tilbúin að taka á móti loðnu til
bræðslu um helgina.
Hilmar Steinarsson verksmiðju-
stjóri sagði að ekki hefði náðst að
ljúka lokafrágangi í verksmiðjunni
fyrir síðustu helgi eins og stefnt var
að, en í liðinni viku var stefnt að því
að prufukeyra vélar verksmiðjunnar
um nýliðna helgi.
30 daga gæsla
fyrir meint
sifskaparbrot
MAÐUR á fimmtugsaldri hefur
verið úrskurðaður í 30 daga
gæsluvarðhald og til að sæta
geðrannsókn vegna meintra sif-
skapar- og skírlífisbrota.
Kæra þess efnis barst til rann-
sóknarlögreglunnar á Akureyri á
fimmtudag í síðustu viku og var
maðurinn handtekinn á föstudag.
Eftir yfirheyrslur þótti ástæða til
að úrskurða hann í 30 daga gæslu-
varðhald.
Hópar skáta frá Akureyri og Dalvík brugðu sér út í Hrísey um helg-
ina, en þar voru þeir á dróttskátanámskeiði. Að sjálfsögðu fengu skát-
ar far með Hríseyjarfeijunni Sævari milli lands og eyjar, en þessi
mynd var tekin af hópnum skömmu áður en ferjan lagði að bryggjunni
á Arskógssandi.
Skátará siglingu
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Katrín Ragnarsdóttir rekstrarfulltrúi á Fræðsluskrifstofunni við
skáp er piltarnir sviptu upp er þeir brutust inn á skrifstofuna.
Tveir piltar á reynslulausn:
Brutust inn á sjö
staði um helgina
TVEIR ungir menn hafa verið úrskurðaðir í sjö daga gæsluvarð-
hald, en þeir brutust inn á sjö staði á Akureyri um helgina, auk þess
að stela bifreið. Litið höfðu þeir upp úr innbrotunum, en unnu tölu-
verðar skemmdir. Mennirnir eru um tvítugt, nýsloppnir úr afplánun
á Litla-Hrauni og voru á reynslulausn.
Brotist var inn í Sundlaug Akur-
eyrar aðfaranótt sunnudags og fór
viðvörunarkerfi af stað á lögreglu-
stöðinni. Brugðust lögreglumenn
skjótt við og náðust piltarnir þar.
Höfðu þeir náð um fjögur þúsund
krónum í skiptimynt. Mennirnir
voru færðir í fagnageymslur lög-
reglunnar.
Er á leið sunnudaginn bárust
rannsóknarlögreglu tilkynningar af
öðrum innbrotum í bænum, m.a.
hafði verið farið inn í hús við Furu-
velli 13 og brotist inn á nokkrum
stöðum þar. Farið var inn á skrif-
stofu Skapta hf., Hljóðmynda,
Fræðsluskrifstofu Norðurlandsum-
dæmis eystra, sálfræðideildar skóla
og inn á skrifstofu sérkennslufull-
trúa. Þá hafði einnig verið brotist
inn í Háskólann á Akureyri. Á öllum
stöðum höfðu nokkrar skemmdir
verið unnar, en litlu stolið.
Við yfirheyrslur hjá rannsóknar-
lögreglu viðurkenndi annar mann-
anna aðild að áðurnefndum innbrot-
um og'einnig að hafa stolið bifreið
við Hamragerði. Sú fannst
óskemmd skammt þar frá. Einnig
viðurkenndi maðurinn innbrot í hús
Sambandsins í Reykjavík.
Mennirnir voru úrskurðaðir í sjö
daga gæsluvarðhald. Þarna voru á
ferðinni sunnanmenn sem brugðu
sér norður strax að lokinni afplánun
á Litla-Hrauni, en þeir voru á
reynslulausn. Ferðina nýttu þeir,
að því er virðist, einkum til innbrota.
Norðurlandskjördæmi eystra:
Sama fólk í þremur efstu
sætunum hjá Framsókn
Guðmundur Bjarnason, liedbrigðisráðherra, varð í 1. sæti er
framsóknarmenn á Norðurlandi eystra völdu á framboðslista
flokksins fyrir alþingiskosningarnar í vor. Þrjú efstu sætin eru
óbreytt frá því sem var fyrir síðustu kosningar. Alls tóku tæplega
170 manns þátt í kosningu á listann.
Guðmundur Bjarnason fékk 162 Teitssonar, Reykdælahreppi, og
atkvæði í 1. sæti, en samtals tóku Þorgeirs Hlöðverssonar, Ljósa-
166 þátt í kosningunni. Valgerður vatnshreppi. Sigfús fékk flest at-
Sverrisdóttir alþingismaður varð í kvæði í fyrstu og annarri umferð,
2. sæti, en hún fékk 143 atkvæði en í þeirri þriðju þar sem eingöngu
og Jóhannes Geir Sigurgeirsson
bóndi á Öngulsstöðum í þvi 3.
Jóhannes Geir fékk 84 atkvæði,
eða 50,6% atkvæða í 3. sætið,
þannig að einungis einu atkvæði
munaði að kjósa þyrfti aftur, en
þær reglur gilda við val á fram-
boðslistann að frambjóðandi þarf
að fá helming atkvæða til að kosn-
ingin teljist'þ-ild. Guðmundur Stef-
ánsson framkvæmdastjóri ístess
hf. á Akureyri fékk 41% atkvæða
í 3. sætið, eða 71 atkvæði. Guð-
mundur lenti í 4. sæti listans að
loknum tveimum kosningum í
sætið. í fyrstu umferð fékk Guð-
mundur 64 atkvæði, Daníel Árna-
son 69 og Bragi Bergmann 27. í
annarri umferð fóru leikar þannig
að Guðmundur fékk 92 atkvæði
og Daníel 73. í 5. sæti er Daníel
Árngson skrifstofumaður á Akur-
eyri og fyrrverandi sveitarstjóri á
Þórshöfn og fékk hann 132 at-
kvæði. í í 6. sæti lenti Guðlaug
Björnsdóttir bæjarfulltrúi á Dalvík
með 91 atkvæði.
Kosið var í þrígang um 7. sæti
listans og stóð kosningin á milli
fimm einstaklinga, Sigfúsar Karls-
sonar, Akureyri, Sigfríðar Þor-
steinsdóttur, Akureyri, Bjarna
Aðalgeirssonar, Húsavík, Ara
Wélagslíf
□ EDDA 599013117 = 2
□ FJÖLNIR 599013117 -1 Atkv.
I.O.O.F. OB 3= 172131 18Ví =
□ HAMAR 599011137 - 1.
I.O.O.F. Rb. 1 = 14011138 -
9. III.
□ HELGAFELL 599011137
IV/V 2
í Frískanda, Faxafeni 9
Byrjendanámskeið hefst 22.
nóvember. Hugleiðsla, Hatha-
jóga, öndunartækni og slökun.
Leiðbeinandi: Helga Mogensen.
Opnir timar: Mánudaga-laugar-
daga kl. 07.00. Mánudaga-
fimmtudaga kl. 18.15. Mánu-
daga og miðvikudaga kl. 12.15.
Upplýsingar og skráning hjá
Heiðu (sími 72711) og Helgu (á
kvöldin í sima 676056).
var kosið á milli hans og Bjarna
Aðalgeirssonar varð endirinn sá
að Bjarni fékk 69 atkvæði og Sig-
fús 61. í síðustu umferðinni var
kosið á milli Bjarna Aðalgeirsson-
ar bæjarfulltrúa og útgerðar-
manns á Húsavík og Sigfúsar
Karlssonar framkvæmdastjóra á
Akureyri, en Bjarni hlaut bindandi
kosningu með 8 atkvæða mun.
AD-KFUK
Fundur í kvöld kl. 20.30 i Langa-
gerði 1. „Húsvörður i 40 ár".
Elísabet G. Magnúsdóttir segir
frá. Hugleiðing: Susie Bach-
mann. Allir konur velkomnar.
Konur munið eftir basarnum
laugardaginn 1. desember á
Háaleitisbraut 58-60.
mýtt sSmanúmer
"ugiýsngadehdæ
éBVfU