Morgunblaðið - 13.11.1990, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. NOVEMBER 1990
A-evrópsk friðsemd
bjargaði málunum
__________Skák_____________
Margeir Pétursson
MEÐ þrjá Sovétmenn og einn
Pólverja hálfum vinningi á und-
an fyrir síðustu umferð gerði
ég mér ekki miklar vonir um
efsta sæti á opna meistaramóti
Vínarborgar sem lauk helgina
3.-4. nóv sl. En friðsemd A-Evr-
ópumannanna kom sér vel, þeir
sömdu stutt jafntefli innbyrðis
og með sigri yfir júgóslavneska
alþjóðameistaranum Perovic*
tókst mér að ná þeim. Öflug-
asta skákmanni Tékka, Lubom-
ir Ftacnik tókst einnig að sigra
og urðum við því sex jafnir í
efsta sæti mótsins. Lev Psak-
his, sem tefldi æfingaeinvígi við
Kasparov í sumar fyrir HM,
missti hins vegar af lestinni
með því að ná aðeins jafntefli
við lítt þekktan V-Þjóðverja,
Gschnitzer að nafni.
Þetta var í níunda sinn sem
meistaramót Vínarborgar er hald-
ið með þessu formi, en það hefur
aldrei verið eins öflugt og í þetta
sinn. Það voru stærsti banki Aust-
urríkis, Creditanstalt Bankverein
og Casinos Austria AG, sem mun
vera stærsta fyrirtæki heims á
sínu sviði, sem kostuðu þetta
mót. Næsta ár er ætlunin að
bæta enn um betur og tefla í
mörgum flokkum. Vínarborg er
reyndar ein af vöggum nútíma-
skáklistar. Taflíélagið þar var
stofnað árið 1857 og með öflugum
stuðningi barónanna Rotschild og
Kolisch voru þar haldin mörg
sterkustu alþjóðaskákmótin á
síðasta fjórðungi 19. aldar og
fyrsta fjórðungi þessarar. Fremsti
skákinaður Austurríkismanna
fyrr og síðar er án efa Karl Schlec-
hter (1874-1918) sem gerði m.a.
jafntefli, 5-5, við Lasker í heims-
meistaraeinvígi árið 1910 og var
svo óheppinn að tapa síðustu
skákinni.
Þar sem Vínarborg er mjög
nálægt mörgum A-Evrópulöndum
komu margir þátttakendur þaðan
og eins og venjulega voru þeir
sigursælir.
Lokastaðan varð þessi:
1-6. Wojtkiewicz, Póllandi,
Gavrikov, Krasenkov og Kengis,
Sovétríkjunum, Ftacnik, Tékkó-
slóvakíu og Margeir Pétursson 7
v. af 9 mögulegum.
7-16. Psakhis, ísrael, Röder,
Gschnitzer og Zysk, V- Þýzkal-
andi, Kolev og Danailov, Búlgaríu,
Nijboer, Hollandi, Fauland, Lend-
wai og Dúckstein, Austurríki, 6 'A
v.
Þátttakendur í A flokki voru
alls 171 tölu, þar af 11 stórmeist-
arar og 20 alþjóðlegir meistarar.
Ef menn eru fjarri sínu bezta
á mótum sem þessum getur farið
mjög illa, eins og sást á frammi-
stöðu Kevins Spraggett, sem
komst í átta manna úrslit síðasta
áskorendamóts og féll ekki út þar
fyrr en í bráðabana. Hann virtist
vanmeta hina þéttingssterku A-
Evrópumeistara og endaði með
aðeins 50% vinninga, eða 4 ‘A.
Fremsti skákmaður Austurríkis,
Jozef Klinger, varð að sætta sig
við sama vinningshlutfall, en hann
hafði þó þá afsökun að hafa sofið
yfir sig í einni skákinni.
Eg fór fremur rólega af stað,
hlaut þtjá vinninga úr fyrstu fjór-
um, en vann þá tvær í röð og
komst í toppinn. Þá tefldi ég hins
vegar mjög illa gegn Wojtkiewicz
og gaf honum kost á að ná óstöðv-
andi kóngssókn, sem hann út-
færði reyndar nokkuð skemmti-
lega.
Hvítt: Margeir Pétursson
Svart: Wojtkiewicz, Póllandi
Kóngsindversk vörn
I. d4 - Rf6 2. c4 - c5 3. d5 -
d6 4. Rc3 - g6 5. e4 - Bg7 6.
Be2 - 0-0 7. Bg5 - h6 8. Bf4
- He8!?
Leikið til að sneiða hjá aðalaf-
brigðinu 8. — e6 9. dxe6 — Bxe6,
sem er ekki sérlega traust á svart.
9. Dd2 - Kh7 10. 0-0-0?
Þetta reynast nú heldur betur
óheppileg viðbrögð gegn hinum
rólega 8. leik svarts. Ég vanmat
II. leiks svarts, en eftir hann er
engin leið fyrir hvítan til að fá
teflandi stöðu.
10. - 1)5 11. f3 - Da5! 12. cxb5
- a6 13. b6 - Rbd7 14. b7 -
Bxb7 15. g4 - Hfb8 16. h4 -
Bc8 17. Dc2
undra þótt þetta standist. Eftir
misheppnaða byijun hvíts standa
á honum öll spjót.
18. Kxb2 - Ilb8+ 19. Kcl -
Da3+ 20. Kd2 - Hb2 21. Hbl
Eini varnarmöguleikinn, en því
miður þarf svartur ekki strax að
taka drottninguna, heldur á hann
banvænan millileik.
21. — Rxe4+! 22. Rxe4 — Hxc2+
23. Kxc2 - f5 24. gxf5 - gxf5
25. Bd3 — c4 26. Rg5+ — hxg5
27. Bxf5+ - Kg8 28. Bd2 -
Dxa2+ 29. Kcl — Rc5 og hvítur
gafst upp.
Þar með var ljóst að ég yrði
að vinna tvær síðustu skákirnar
til að eiga möguleika á efsta sæti,
en daginn eftir var röðin kominn
að mér að detta í lukkupottinn í
byijuninni:
Hvítt: Sjöberg, Svíþjóð
Svart: Margeir Pétursson
Drottningarindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 - e6 3. Rf3 -
b6 4. g3 - Ba6 5. Dc2!?
Hér er miklu algengara að leika
5. Da4 eða 5. b3, en þetta þarf
þó ekki að vera miklu síðra.
5. — c5 6. Bg2 — Rc6 7. dxc5
— bxc5!?
Tveimur umferðum áður á mót-
inu hafði Psakhis leikið 7. — Bxc5
gegn Sjöberg og unnið fljótt eftir
hrikalegan afleik Svíans, en ég
vildi ekki gefa honum kost á að
endui-bæta taflmennsku sína.
8. 0-0 - Hc8 9. Bf4 — Be7 10.
Hdl - 0-0 11. b3?!
Þessi leikur er fullhægfara og
gerir svaiti kleift að jafna taflið
strax.
11. - (15! 12. cxd5?
Eftir þetta hrynur hvíta staðan
hreinlega. Nauðsynlegt var að
leika 12. Re5, þótt svarta staðan
sé.eilítið þægilegri eftir 12. —
Rxe5 13. Bxe5 - Rd7 14. Bb2 -
d4.
12. - Rxd5!
Hvítur virðist alveg hafa
gleymt þessum möguleika. Nú
hótar hvítur óþyrmilega 13. —
Bf6 og þar að auki væri 13. —
Rd4 sterkt. Hvítur getur heldur
ekki lokið liðsskipan sinni á eðli-
legan hátt, því 13. Rc3 er svarað
með 13. — Rd4! og svartur vinnur
mann.
13. De4 - Bf6 14. Re5
14. — Rxf4! 15. Hxd8 — Rxe2+
16. Khl
Endataflið eftir 16. Dxe2 —
Bxe2 17. Hxc8 — Hxc8 18. Rxc6
— Hxc6 19. Bxc6 — Bxal er al-
veg vonlaust því svartur hefur peð
yfir og þar að auki biskupaparið.
16. - Hfxd8 17. Rxc6 - Hdl +
18. Bfl - Hxfl+ 19. Kg2 -
Hgl+ 20. Kh3 — h5! og hvítur
gafst upp. Hann tapar miklu liði,
en aðalhótun svarts í stöðunni er
21. — Rf4+ og síðan 22. — Bfl
mát!
Rétt er einnig að geta þess að
í 14. leik gat svartur einnig tryggt
sér liðsyfirburði með því að leika
15. — Rd4, sem er þó ekki alveg
eins fljótvirkt.
Afmælisdagabók
eftir Amy Engilberts
HÖRPUÚTGÁFAN hefur gefið
út nýja íslenska bók, Afmælis-
dagar nieð stjörnuspám, eftir
Amy Engilberts.
Bókin skiptist í 12 kafla og fær
hvert stjörnumerki sérstaka um-
íjöllun. Greint- er frá eiginleikum
fólks sem fætt er í hinum ýmsu
stjörnumerkjum og sérstakir reitir
til þess að færa inn nöfn vina og
minna þannig á afmælisdaginn
þeirra. Einnig er sagt frá frægu
fólki sem fætt er í viðkomandi
stjörnumerkjum.
í inngangsorðum bókarinnar
segii': „Þessi litla afmadisdagabók
er ætluð til þess að gleðja vini og
kunningja. Ilver afmælisdagur
minnir á hið liðna, en einnig þær
vonir sem bundnar eru við fram-
tíðina. Með því að minnast vina og
gleðjast á afmælisdögum færast
manneskjurnar nær hver annarri. —
Amy Engilberts."
Afmælisdagar með stjörnuspám
er 130 bls. Filmuvinna, prentun og
bókband er unnið í prentsmiðjunni
Odda hf.
Amy Engilberts
BÚSÁHÖLD — GJAFAVÖRUR — LEIKFÖNG O.FL.
PANTIÐ JÖLAVÖRURNAR NÚNA
Síðasti móttökudagur jólapantana er 20. nóvember
Verð miðað við gengi 23.8.1990 PÖNTUNARSÍMI52866.
Þrjár myndir og ein til
Kvikmyndir
Arnaldur Indriðason
Sögur að handan („Tales from
the Darkside: The Movie“).
Sýnd í Regnboganum. Leik-
stjóri: John Harrison. Aðalhlut-
verk: Deborah Harry, Christian
Slater, David Johansen, James
Remar, Rae Dawn Chong.
Nútímanorn (Deborah Harry)
dulbúin eins og slétt og felld út-
hverfahúsmóðir heldur blaðburða-
dreng lokuðum inni í búri í eldhús-
inu hjá sér og ætlar að hafa hann
í kvöldmatinn en höfuðlausn hans
er að segja henni hrollvekjur.
Þannig er búin til umgjörð utan
um þijár stuttar hryllingsmyndir
sem vekja hvorki hrylling né ótta
þótt þær séu vel gerðar tæknilega
og stundum talsvert groddara-
lega. Þær eru byggðar á sögum
Arthur Conan Doyles, Stephen
Kings, sem flestir ættu að þekkja,
og Michael McDowells, höfundar
Bjölludjússins sællar minningar.
Yfirbragðið er í dulítið alvöru-
lausum, kómískum stíl sem er
ágætur til síns brúks en dregur
að mestu úr skelfingaráhrifunum
í leikstjórn John Harrisons eins
og berlega kemur í ljós í fyrstu
sögunni uin múmíu sem vaknar
til lífsins á háskólaheimavist og
stútar fjendum eiganda síns.
Christian Slater er glettilega góð-
ur banamaður smyrlingsins (ef
hægt er að tala um að drepa
múmíur) en það sárvantar hroll í
yfirborðskennda söguna.
Þá er lítið vit í sögu númer tvö
en nóg af smekkleysu. Hún er
gerð eftir handriti horrormeister
B-hroðans, George A. Romeros,
uppúr sögu Stephens Kings um
banvænan kött á dimmu herra-
setri. Eigandinn ræður til sín
leigumorðingja að kála kettinum,
sem hann kennir um að hafa drep-
ið þrjá íbúa hússins, en morðing-
inn (David Johansen) hefur hvergi
roð við svarta kisa, er að lokum
skríður oní maga hans í gegnum
munninn í ljótasta og teygðasta
atriði allrar myndarinnar; virki-
lega ósmekklegt og blóðmjólkað
af Harrison.
Lokahrollurinn er blanda af
skrýmslasögu og ástarsögu eftir
McDowell um listmálara sem lofar
dreka einum að segja aldrei til
hans og atburðanna kvöldið sem
þeir rekast saman. Á sama tíma
hittir hann ástina sína og tíu árum
seinna segir hann henni allt með
hörmulegum afleiðingum. Myndin
er ágætlega leikin af Remar og
Chong en burðarlítil eins og hinar
full fyrirsjáanleg.