Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 19

Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 19 Salka Valka í Det Norske Teatret: „Margt gott en sýn- ingin langdregin“ - segir í leikdómi í Aftenposten „JORUNN Kjellsby bar uppi þessa sýningu," segir Eilif Straume í leikdómi sínum í norska dagblaðinu Aftenposten um uppfærslu Det Norske Teatret á leikgerð Stefáns Baldurssonar og Þorsteins Gunnarssonar á Sölku Völku Halldórs Laxness sem frumsýnd var í Osló á fimmtudagskvöld í síðustu viku. „Hún var móðir og leit- andi sál hér á jörðu. Heil í sorg sinni og gleði. Það var þessi innri hlýja kvenverunnar, sem við könnumst við úr sögum skáld- jöfranna Laxness og Heinesens, sem lýsti henni brautina gegnum fátækt og kulda.“ Straume minnir á hversu leik- uppfærsla skáldsögu eins og Sölku Völku sé vandasamt verk. Hann segir að Stefáni Baldurssyni hafi tekist að glæða stóra kafla verksins lífi og lit, sérstaklega í fyrsta hlutanum, þó að vissrar stöðlunar gæti í stöðugt endur- teknum atriðum með söng og spili — fyrst með Hjálpræðishernum og síðan mótmælaaðgerðum sósíalista. „Þetta er vafalaust rétt mynd af staðbundnu, íslensku fá- mennissamfélagi í byijun aldar- innar þar sem lífið sjálft var staðl- að,“ segir Straume, „en frá leik- rænu sjónarmiði getur það orðið einhæft.“ Straume segir að sér hafi fund- ist sviðsmyndin hrá og einföld: Vísbending um bryggju og fisk- reit og stórar, hvítar tröppur sem yfirgnæfðu annað á sviðinu og lágu upp til kaupmannshússins og prestssetursins; yfirstéttar- fólkið er hátt yfir almenning haf- ið. „Sérkennileg lausn hjá leik- myndahönnuðinum, Þórunni Þorgrímsdóttur,“ segir Straume. Hann segir að hin unga leik- kona, Anneke von der Lippe, hafi leikið aðalhlutverkið af nákvæmni og öryggi. Bilið milli mildi og undirgefni móðurinnar annars vegar og þvermóðskulegs sjálf- stæðis dótturinnar hafi verið með því áhrifamesta við sýninguna. Straume hrósar þýðingu Knut Odegárds og segir að margt hafi verið vel gert í þessari sýningu. Þó hafi sér fundist hún langdreg- in, sérstaklega eftir hlé. „Eftir stendur mynd af tveimur konum: Jorunn Kjellsby og Anneke von der Lippe, móður og dóttur. Þær eru eins og tvær ásjónur Janusar; frá annarri stafar hlýju, fijósemi og kvenlegleika frumkonunnar, þeirri mildi sem svo oft er misnot- uð; frá hinni stafar sterkari sjálfs- vitund og ákveðni," segir Eilif Straume. Leikhús fyrir börn í Norræna húsinu KAÞARSIS - leiksmiðjan frumsýnir mánudaginn 19. nóvember leik- ritið Saga um lítinn prins. Hugmyndin að verkinu er sótt í sögu franska rithöfundarins Saint-Exxupéry, Litli prinsinn, en leikhópur- inn hefur unnið 40 mínútna langa leikgerð byggða á sögunni, sem ætluð er 3-7 ára gömlum börnum. Sýningar verða í sal norræna hússins við Hringbraut og þar ætlar Kaþarsis að bjóða áhorfendum í ævintýralegt ferðalag um heim litla prinsins í fylgd með leikurum Kaþ- arsins. Leikarar í Sögunni um lítinn prins eru þau Asta Arnardóttir, Erling Jóhannesson, Sigurþór Al- bert Heimisson og Skúli Gautason. Leikstjóri er Kári Halidór og Árni Harðarson sér um tónlist. Sýningar verða sem fyrr segir í sal Norræna hússins, mánudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og föstu- daga, bæði fyrir og eftir hádegi. Stærri hópar getá pantað sýningar eftir samkomulagi en nánari sýn- ingartími verður auglýstur síðar. Allar upplýsingar um sýninguna eru veittar í síma 16252 eða í Nor- ræna húsinu i síma 17030. Sýning- ar á Sögu um lítinn prins verða fram í miðjan desember. (Úr frcttatilkynningu) Afgreiðslutími verslana í Reykjavík: Aukið fijálsræði veld- ur litlum breytiugum - segir Magnús Finnsson fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna MAGNÚS Finnsson framkvæmdasljóri Kaupmannasamtakanna telur ekki að aukið frjálsræði í reglum um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík frá áramótum muni hafa miklar breytingar í för með sér. Samkvæmt gildandi reglum hafi fjölda verslana verið heimilt að hafa opið til 22 á kvöldi en fæstar hafi fært sér það í nyt. Hann segir engan vafa á, að þar sem afgreiðslutíminn lengist í reynd við þessa breytingu, muni aukinn launakostnaður koma að fullu fram í hækkuðu verðlagi. Magnús sagði að samtök kaupa- manna hefðu um árabil barist fyr- ir auknu fijálsræði á þessu sviði og kysu að búa við það. Hins veg- ar væri vinnutími verslunarmanna og -eigenda þegar einhver sá lengsti sem þekktist og ef hann lengdist enn yrði sjálfsagt fljótlega erfitt að fá fólk til starfa, ekki síst ef mikið yrði um að verslanir yrðu opnar á sunnudögum. Hann kvaðst telja líklegt að vinnutíma- mál yrðu ofarlega á blaði í næstu kjarasamningum við verslunar- menn, sem áður hefðu sett fram kröfur um hámarksvinnutíma, vaktavinnu og sérstaka samninga fyrir hveija tegund verslana. Virðisaukaskattur - Námskeið Ert þú á réttri leið með virðisaukaskattinn ? Endurskoðun hf. og Sinna hf. standa fyrir námskeiðum um virðisaukaskatt, þar serh áhersla verður lögð á reglur og aðferðir við tekjuskráningu, innskatt og bókhald auk umfjöllunar um ákvæði laga og reglugerða. Námskeidin standa yfir tvö kvöld og verda haldin sem hér segir: * Verslun og þjónusta 20. og 21. nóvember 1990 kl. 20 - 2230 * Iðnaður og iðnaðarmenn 27. og 28. nóvember 1990 kl. 20 - 2230 Þátttaka tilkynnist í síma 91-651233. Námskeiðin verða haldin að Bæjarhrauni 12 í Hafnarfirði. Námskeiðsgjald er kr. 7000. Endurskoðun hf. mm Sinna hf. löggiltir endurskoðendur Bæjarhrauni 12 220 Hafnarfjörður rekstrar- og fjármálaráðgjöf Bæjarhrauni 12 220 Hafnarfjörður Endurskoðun hf. veitir almenna þjónustu á sviði endurskoðunar, reikningsskila, bókhalds og skattamála. Sinna hf. fæst við rekstrar- og fjármálaráðgjöf og veitir aðstoð í tölvumálum. GÓLFEFNAKYNNING ■ p Hartek lioganas í tilefni af því að TeppabúðinJ 1 £} / « • 1 .. 1 M hefur nú fensið e l: * j* ^ C h ^ gólf— og vej PartekHö 20-80 % afslátt af ^gjandi lager. áið hágæðaflísar á TEPPABUDIN GÓLFEFNAMARKAÐUR SUÐURLANDSBRAUT 26- S - 91 681950

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.