Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 20

Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NOVEMBER 1990 _J 'Dagar í Jemen: í „BRÚDKAUPSVEISLU“ OG Á FUND AL FUTAIH LISTMÁLARA Texti og myndir: Jóhanno Kristjónsdóttir Ég skimaði í allar áttir og kreisti nokkur blóm milli handanna. Hvar var brúðurin? í veislutjaldinu voru að minnsta kosti tvö hundruð konur, allar komnar aftur í svartar eða rósóttar skikkjur. Nokkrar smástelpur í tjullkjólum. En brúðurin sást hvergi. Ég gaf sessunaut mínum olnbogaskot og reyndi að gera henni skiljanlegt hvers ég leitaði. Hún brosti út að eyrum og kafroðnaði. Stamaði að þar sem þetta væri þriðji dagur veislunnar mættu brúðhjónin nú loks hittast tvö og ein. „Þau hafa ekki sést síðan í gærkvöldi,“ skríkti hún og hélt áfram að roðna og brosa. Dæmigerð Sana’a-kona. Borgarhlið gömlu Sana’a. g var stödd í kvenna- veislu á brúðkaups- hátíð í Sana’a. Ég hafði ekki græna glóru um hvað brúð- hjónin hétu en móð- urbróðir brúðgumans Hamid Zohra hafði boðið mér hátíðlega í kvennaveisluna þennan dag. Auð- vitað hafði ég tekið því fagnandi, keypt fáein blóm á leiðinni og það virtist enginn hissa þegar ég birtist í veislunni. Hins vegar hafði þetta allt gengið dálítið skringilega fyrir sig. Ég hafði sett. litfilmu í myndavél- ina; það skyldi þó aldrei renna upp sú stund sem ég hef hingað til ekki átt í Jemen og víðar í þessum heims- hluta að ég fengi að taka myndir af konum óskýldum. Við komuna hafði ég litið í kringum mig eftir húsfreyjunni en sá engan meiri myndugleika í einni svartklæddu þústinni umfram aðra. Mér var vísað inn í jemenska stofu þar sem sátu á sessum við veggina nokkrar konur á öllum aldri. Þær höfðu kastað af sér skikkjunum og klæddar í munstraða silkjóla, með skart og skraut og fagurlega málaðar. Þær voru niðursokknar í samræður og skiptu sér sáralítið af mér. Inn í þessa vistarveru voru einlægt að slæðast fleiri og fleiri konur. Með einu handtaki sviptu þær af sér hulum, grímum og skikkjum og svo heilsuðust þær eftir kúnstarinnar reglum. Þær eldri kysstu yngri kon- urnar ekki á kinnina, heldur snertu eigið handarbak með vörunum og réttu að þeim yngri sem báru það síðan að vörum sér og skiluðu því svo aftur til eldri dömunnar. Þær voru augsýnilega nokkuð tor- tryggnar í minn garð og þegar ég tók upp myndavélina og bað um leyfi til að fá að smella af nokkrum mynd- um fór óánægjumurr um stofuna. Þær hristu höfuðið mjög ákveðnar á svip og sumar stukku á fætur og bjuggust til að steypa kuflinum yfir sig aftur ef ske kynni ég bryti það lögmál sem skal virt; konur eru ekki myndaðar hér. Ég lagði afsakandi frá mér vélina og sneri mér kumpán- leg að þeim sem næstar mér voru. En það kom fyrir ekki og þýðlég framkoma þeirra við mig var rokin út í veður og vind. Þær horfðu á mig illilegar á svip og ég hélt um tíma að þær myndu rífa af mér myndavélina og síðan yrði mér kast- að út með skömm. Mér var ekkert sérlega rótt en tautaði eitthvað um að þær væru bara í svo fallegum kjólum og allt það. Þær yngri mild- uðust ögn en hinar eldri færðu sig lengra frá mér, stungu saman nefj- um og pískruðu reiðilega og gutu á Fuad A1 Futaih við eitt verka sirina. „Þrjár konur“ eftir Al-Futaih. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.