Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 21

Morgunblaðið - 18.11.1990, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 21 Jemens. Seinna fór ég með Britu Muayed að hitta hann, hvar hann býr í Hadda, úthverfi Sana’a. Al- Futaih er með krullótt hár sem er farið að gisna, hógvær og glaðleg- ur. Hann sýndi mér bjarta vinnustof- una og tók fram margar myndir og- sýndi mér. Litagrafíur frá gömlu Sana’a vöktu sérstaka hrifningu mína, svo og myndin „Þijár konur“ sem er birt með þessari grein. Hún fannst mér dramatísk og dulúðug. En A1 Futaih fæst ekkert síður við olíu, hefur spreytt sig á að gera höggmyndir og þreifáð fyrir sér með gerð nokkurra smákvikmynda. Krakkar á götu. Stelpan reyndi að skýla sér bak við strákana en var þó spennt fyrir myndatöku. mig augum öðru hveiju; ég fór að halda ég hefði farið langt með að eyðileggja veisluhöldin. Eg reyndi að smeygja mér inn í samræður um börn og heimili en það gekk ekki. Mér hafði orðið alvarlega á í mess- unni og þeim var ekki skemmt. Að lokum var okkur svo vísað út í matartjaldið. Þar var hávaðinn eins og í fuglabjargi. Þjónustustúlkur hlupu um með potta og gríðarstór föt og skelltu á tjaldgólfið. Aðrar komu með vatnsflöskur, og sumar gengu á milli raðanna og útbýttu stórum brauðhleifum, hentu þeim í okkur eins og úrillur kennari væri að afhenda vondum nemendum stílabækur. Þarna var soðið lamba- kjöt, kryddbollur, hrísgijón og marg- ar tegundur af humus og ávaxta- hlaup í öllum regnbogans litum og það át hver eins og hún hefði ekki séð mat í mánuð. Tvær voru saman um skeið en annars voru guðsgaffl- arnir notaðir og servíettur sáust hvergi. Jafnskjótt og hver hafði etið nægju sína - sem var ekki lítið - stóð hún upp, sagði ekkert við kóng né prest og hvarf aftur inn í húsið. Það stóð til að drekka te og tyggja dulítið gatt. Ég ákvað að Játa hér lokið veisluþátttöku minni.Á leið út úr portinu hitti ég litlar stelpur sem sögðust vera frænkur brúðarinnar. Ég gaf þeim blómin og tók mynd af þeim í sárabætur. Einn fyrsta morguninn minn var mótmælaganga um helstu götur Sana’a, í hana flykktust allir karl- menn sem vettlingi gátu valdið. Þeir hlupu um með kreppta hnefa, báru spjöld og borða og sumir veifuðu jambia og á spjöldunum var Múbar- ak Egyptalandsforseta hótað lífláti og þeim leiðtogum bölvunar beðið sem hefðu sett Irak í viðskiptabann. Það varð augljósara með hveijum degi hvar Jemenar standa þó þeir hafi dregist a _að taka þátt í að for- dæma innrás íraka í Kúveit. Enn magnaðist svo reiðin þegar sú frétt barst eins og eldur í sinu að egypskir hermenn hefðu tekið sér stöðu við landamæri Jemens og Saudi Arabíu. „Þetta eiga að heita bræður okkar,“ sögðu menn fullir bræði. Þessa daga gerðist það einn- ig að Saudi Arabar tóku sig til og vísuðu úr landi um einni og hálfri milljón Jemena sem hefur unnið þar. Það er hætt við að þetta verði til að auka enn á erfiðleika stjórnar landsins. Sumt af þessu fólki hefur unnið í mörg ár í Saudi Arabíu og fæstir fengu að taka með eigur sín- ar. Milljónir riala hefur þetta fólk sent heim á mánuði hverjum og þó Jemenar séu nú sjálfir farnir að vinna nokkra olíu er það naumast meira en dropi í hafið og veikburða atvinnumarkaður Jemens þolir ekki að ein og hálf milljón snúi heim og hafi að litlu eða engu að hverfa. Ein afleiðing þessa var að á göt- unum og á opinberum byggingum fjölgaði með hveijum degi myndum af Iraksforseta og Ali Saleh forseta Jemens. Götusalar buðu myndir af Saddam og þær runnu út eins og heitar lummur. Ég veitti því líka athygli að sumar bílbeyglurnar á götunum voru ekki með númar en þess í stað hafði inynd af Saddam Al-Futaih er liðlega fertugur og áður en hann sneri sér að listsköpun hafði hann lesið enskar bókmenntir við Kaíróháskóla og stjórnmálafræði í Bagdad. En síðan lét hann þau fræði sigla sinn sjó og hélt til náms við Listaakademíuna í Dusseldorf í Vestur-Þýskalandi og síðar nam hajin við Kölnarháskóla. Þar kynnt- ist hann Ilenu konu sinni og þau eiga þijú börn. Hann hefur haldið sýningar í flestum Arabalöndum, í Japan, Eng- landi og Þýskalandi, Bandaríkjunum og Frakklandi og Noregi og víðar auk þess sem hann hefur verið dug- legur að sýna í Jemen. „Mér fannst framan af óhugsandi að ég gæti lifað af list minni,“ sagði hann og segist hafa kennt, myndskreytt bækur og ýmislegt fleira. „Jemenar hafa yfirleitt ekki þörf fyrir að skreyta heimili sín með málverkum, allra síst grafík eins og ég fékkst næstum eingöngu við um tíma. Ef landar mínir kaupa málverk vilja þeir mikla litadýrð,” sagði Fu- ad. Smám saman hefur vegur hans farið vaxandi bæði heima og eriend- is og hann er nú á starfslaunum frá ríkinu í ár en gegnir annars starfi forstöðumanns nýlistaskólans í Sana’a. „Ég er ekki snjall að útskýra verk- in mín og af hveiju ég geri þetta svona eða hinsegin. Ég finn að gamla borgin, Sana’a innan múrann'a, heillar mig. Ég sé enda- laust nýja drætti, fleti, ljós og skugga þegar ég er þar. Ég býst líka við að all- ir lista- menn sæki inn- blástur í náttúru síns lands Slappað af með gattgúlpinn á réttum stað úti í vinstri kinn. og í dag- legt líf fólksins." Hann segir að það hefði aldrei komið til greina að setjast að í Þýskalandi en hann hafi öðlast dýr- mæta reynslu og lært mikið. „Jemen er eiginlega eins og geðklofi - það er land fortíðarinnar en haldið óseðj- andi þörf fyrir að breyta öllum hefð- um og siðum og tileinka sér nýjung- ar of hratt og án þess að hafa þekk- ingu og hæfni til að slíkt geti tekist. Það veitir rnér stöðugan inn- blástur en innblástur er ekki alltaf auðveldur viðfangs og alls ekki allt- af jákvæður." í kveðjuskyni gaf Al-Futaih mér litógrafíu frá gömlu Sana’a og ég var náttúrlega frá mér numin af ánægju. Þegar ég kom heim á hótel rakst ég á jórdanskan kunningja, Ghassan Ifram, sem vinnur hjá Seðlabankanum. Hann kynntist Is- lendingi hjá Alþjóðabankanum í Washington fyrir 12 árum en Ifram mundi ekki nafnið og gat því ekki beðið að heilsa. Hann leit forvitnis- lega á mig og myndina eftir Al-Futa- ih til skiptis. „Þú hlýtur að hafa góð laun hjá blaðinu þínu, fyrst þú liefur efni á þessu,“ sagði hann. „Ég hef haft áhuga á að eignast mynd eftir Al-Futaih en hann er mjög dýr sem er eðlilegt. Svona frábær listamað- ur.“ Mér hafði öldungis láðst að hugleiða peningagildi myndarinnar En þessar blokkir í Aden gætu verið hvar sem er. verið sett í plötustað. Ég varð ekki vör við að lögreglan hefði neitt við slíka skráningu að athuga. Næstsíð- asta daginn var ég eina ferðina að skemmta mér á saltmarkaðnum og rakst þá á grip sem virtist eftirsótt- ur, einkum meðal húsmæðranna. Það var ufnkaupapoki með þrykktri mynd af þeim áðurnefndu félögum Saddam og Saleh að horfast í augu. Ég keypti mér einn fjólubláan og sá eftir því að hafa ekki fengið mér fleiri. Pokanum má sem hægast breyta í lítinn snotran púða og hefði ugglaust mælst vel fyrir í fjölskyld- unni sem jólagjöf. Og þá getur mað- ur með sanni sagt að hvílt sé við vanga Saddams sem er ekki ama- legt. Á göngu um hverfi í Sana’a'sem ég hafði ekki komið í áður rak ég augun í „Gallerí eitt“ handan göt- unnar. Það er nýlega tekið til starfa og það á og rekur Fuad Al-Futaih, frægasti listmálari Jemens og sá eini sem hefur getið sér orð utan og þar fyrir utan hugsa ég hann hefði liðið í ómegin ef ég hefði trúað honum fyrir töxtum Blaðamannafé- lags íslands. Ég sagði íbyggin að hann hefði átt að hugleiða þetta áður en hann fór að-læra hagfræði. Skundaði svo til herbergis með dýr- gripinn minn. Éins og ég hef minnst á fyrr í skrifum um Jemen hefur verið unnið mikið uppbyggingarstarf í gömlu Sána’a. UNESCO hefur lagt ráðgjöf og mannskap í að endurgera gömul hús í sinni upprunalegu mynd og lagfæra þau sem eru illa farin. Ýmsar ríkisstjórnir á Vesturlöndum hafa líka átt frumkvæði um að láta gera við einhver ákveðin svæði og mér skildist á herra Vilas jiótelstjóra á Taj Sheba að þar væru ítalir fram- arlega í flokki. Hann sagði mér frá Giampaulo Moscariello sem hefði unnið meira og minna í Jemen við skipulagningu og ráðgjöf í gömlu Sana’a í þrettán ar og hvatti mig til að hitta hann. Ég náði í Moseari- ello í síma og daginn eftir kom hann á Fíatlúsinni sinni og sótti mig út í skrifstofuna sína í gömlu borg. Hann sagði að skipulagt endur- reisnarstarf hefði varla byijað fyrr en 1984, þá hefði ítalskur arkitekt, Ferroni, og liðsmenn hans gert mjög ítarlega könnun og uppdrátt af nán- ast hveiju húsi og tillögur lagðar fram með kostnaðaráætlun og öllu sem til þurfti. Upp frá því hefði svo verið unnið sleitulaust og verkið er að skila árangri þó mikið sé óunnið. „ Afstaða manna hefur gerbreyst síð- ustu árin. Nú er stjórnvöldum orðið ljóst hvað Sana’a hefur merkilegu - sögulegu og menningarlegu hlut- verki að gegna og hefur verið sett á laggirnar stofnun sem ber ábyrgð á að varðveita menningarverðmæti í landinu. En það er býsna mikil skriffinnska hér í landi og stundum þarf að beita ýmsum brögðum til að þetta gangi vel og greiðlega fyr- ir sig. Það er misskilningur að það sé ekki gott að búa í þessum húsum, þau hafi bara útlitssjarma. Þau eru skynsamlega gerð og flestu hagan- lega fyrir komið enda finn ég hvað borgin hefur mikið tilfmningalegt gildi - fyrir alla - hvar sem þeir búa í landinu." Ég sagði honum frá því létta áfalli sem ég hefði fengið þegar ég kom til Adens í því sem áður var Suður-Jemen. Umhverfi borgarinnar er að sönnu stórbrotið og fagurt en blokkirnar hefðu þess vegna getað verið í Breiðholtinu. Það er fátt jem- enskt við þá borg. Hann kinkaði kolli. „Aden er áreiðanlega miklu auðveldari borg en Sana’a, en sjarma og sérkenni Sana’a hefur hún náttúrlega ekki.“ Giampaulo og raunar fleiri viku einatt að því í samtölum við mig um að gattneyslan færi óskaplega illa með Jemena, „heilastarfsemin fer öll í hægagang", sögðu menn. Sann- að er að gatt er eins konar eiturlyf og það tyggja allir milli kl. 2 og 4 á hveijum degi. Börn byija 12 ára að nota gatt og konur tyggja það heima hjá sér bak við luktar dyr. Jemenskur læknir sagði mér að fleira um áhrif gatts hefði uppgötv- ast fyrir ekki ýkja löngu. Stöðug neysla gatts dregur úr pótens karl- manna en því er svo öfugt farið með konur, þær æsast allar upp. „Þetta verður til að karlmaður á mjög erf- itt með að ljúka samförum og afleið- ingarnar hafa orðið þær að jemen- skar konur taka sér elskhuga sem ekki notar gatt.“ Tölur um fæðingar í Jemen benda til að þessar niðurstöður séu annað hvort ekki fullkomlega sannferðugar eða að viðhöldin séu með afbrigðum fijó því fæðingartíðni er með því hæsta sem þekkist í Arabaheimin- um. Það fór ekki milli mála að menn fagna sameiningu Jemenríkjanna. Á hinn bóginn staðhæfa margir að sameiningin hafi gengið of hratt fyrir sig og alls konar praktísk atr- iði hefðu verið látin sitja á hakanum. „Við hlökkuðum öll til að landið yrði eitt en þessi snögga vending hefur ekki gert okkur gott og það er eins og menn séu dálítið ráðvilltir og ruglaðir.” „Þessu hefur verið hespað af og við höfum ekki fengið nógan tíma. Inshallan náum við þó áttum," sögðu margir í mín eyru. Og það væri óskandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.