Morgunblaðið - 18.11.1990, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.11.1990, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MYNDASOGUR SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) W* Þú getur lent í deilum fyrri hluta dagsins. Þú hefur góða dóm- greind núna og færð mikla upp- örvun í frístundastarfi þínu. Láttu ferðalög og rómantík ganga fyrir öðru. Naut (20. apríl — 20. maí) Þó áð fjármálaútlitið sé gott frá þínum bæjardyrum séð geturðu ient í karpi út af peningum. Gerðu innkaup og bjóddu til þín gestum í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) 4» Fóik er fúst að mæta þér á miðri leið, svo að það er engin ástæða til að æðrast. Rómantískar til- finningar eru endurgoldnar og hjón njóta þess að taka ákvarðan- ir í sameiningu. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hg Dagurinn byijar ekki sem allra best, en áður en hann er allur verður þú himinlifandi yfír því hversu vel þér hefur miðað áfram. Þér opnast ný leið til tekjuöflun- ar. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Láttu uppstökkan vin ekki koma þér úr jafnvægi í dag. Það eru horfur á að rómantík og gleði setji svip sinn á líf þitt núna, þökk sé hugðarefnum þínum. Góða skemmtun. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ýttu ekki um of á eftir hiutunum í dag. Þú ert á heimavelli þar sem fjölskyldan og heimilið eru annars vegar. Kvöldið verður notalegt. Vog (23. sept. - 22. október) Það er ráðlegast fyrir þig að treysta á eigin dómgreind núna. Kunningi þinn sem þykist allt vita gerist einum of aðsópsmikill í lífi þínu. Þú ferð út á meðal fólks í kvöld. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Þér líkar illa að vera ýtt til hliðar núna. Dagurinn verður engu að síður indæll og þér gengur vel í vinnunni. Fjármálavit þitt er traust um þessar mundir. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Þú hressir upp á heilsuna og útlit- ið á næstu vikum. I dag gengur allt eftir þínum kokkabókum. Þú átt auðvelt með að tjá skoðanir þínar og hefur ánægju af ferð sem þú tekur þátt í. Steingeit (22. des. - 19. janúar) í dag áttu auðvelt með að ráða fram úr vandamálum og ná ár- angri á andlega sviðinu. Þú getur lent í minni háttar karpi fyrri hluta dagsins, en kvöldið verður ein samfelld uppskeruhátíð hjá þér. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það er ekki ástæða til að deila um smávægilegustu ákvarðanir. í heildina tekið verður dagurínn líflegur og þú hittir margt fólk. Taktu þátt í hópstarfí. I kvöld skaltu leggja áherslu á samveru. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) 'S* Það verður einhver hvellur hjá fjölskyldunni fyrri hluta dagsins. Þú veist upp á hár hvert þú stefnir í næstu framtíð og gerir áætlanir í samræmi við það. AFMÆLISBARNIÐ er gætt inn- sæis- og stjórnunarhæfileikum. Það sækist eftir að taka þátt í opinberu lífi og getur náð langt ! stjómmálum, lögfræði, kennslu og trúmálum. Það vinnur best þegar það er innblásið og gæti látið að sér kveða í listum. Það metur fjárhagslegt öryggi mikils, en ætti að forðast að hneigjast um of til efnishyggju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni ‘visindálegra staðreynda. DÝRAGLENS TOMMI OG JENNI LJOSKA SMAFOLK Það ér orðið langt síðan ég hef séð ekla sokkahúfu mhhhmbmmmhbmhrphi BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Skynjunin er vanaföst. Við lærum að sjá hlutina á ákveðinn hátt og höldum okkur fast við þá túlkun. En þessi formfesta skynjunarinnar byrgir okkur að vissu leyti sýn. Við sjáum ekki hið augíjósa þótt það blasi við. í skák heitir það skákblinda, í brids bridsblinda, nema hvað! Suður gefur; NS á hættu. Norður ♦ 107 VÁ ♦ Á8743 ♦ Á9853 Austur ... * 63 V875432 ♦ G1062 ♦ D Suður ♦ ÁKDG98 VKD ♦ K ♦ G764 Vestur Norður Austur Suður — — • ' — 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 lauf Pass 4 spaðar Pass Pass 6 spaðar Pass Pass Útspil: Hjartagosi. Setjum okkur í spor suðurs. Á hvað horfir hann fyrst og fremst? Lauflitinn, er það ekki? Hvernig eigi að vinna úr honum án þess að gefa nema einn slag? En lesandinn hugsar kannski dýpra. Hvað með að fríspila tígulinn? Til þess verður hann að liggja 4-3, svo mikið er víst, en er samgangurinn nægur? Hér gætu menn blindast og haldið að eina innkomu vanti. Tígli er spilað ákóng, spaða á tíu, tígulás tek- inn og tígull trompaður. Ef hjartakóngurinn heima væri bara óbreyttur hundur myndi blasa við að trompa hjarta (sem þarf hvort eð er að gera) og nota innkomuna til að fría 5. tígulinn. Laufásinn er þá enn í borðinu. En af því að kóngurinn er nú einu sinni kóngur í ríki sínu þegar ásinn er farinn, þá er erfítt að hugsa sér að trompa hann. Við erum ekki vön því og þess vegna gæti okkur yfirsést möguleikinn. Að lesandanum undanskildum, að sjálfsögðu. SKÁK Vestur ♦ 542 ¥ G1096 ♦ D95 ♦ K102 Umsjón Margeir Pétursson Á opnu Skákmóti í Badenweiler í Þýskalandi um síðustu mánaða- mót kom þessi staða upp í viður- eign sovézka stórmeistarans Vikt- ors Kupreitsjíks (2.440), sem hafði hvítt og átti leik, og enska alþjóðameistarans Jonathans Levitts (2.455). Svartur lék síðast 21. — Db5-d7??, en sá afleikur kostar hann drottninguna. 22. Hxh6! og svartur gafst upp, því hann bjargar ekki bæði mátinu og drottningunni. Jafnit-Qg efstir á mótinu urðu sovézku stórmeist- ararnir Kupreitsjík og Zaitsjík, Þjóðveijinn Muse og tékkneski stórmeistarinn Jansa með 7 'A v. af 9 mögulegum. 7 v. hlutu Lev- itt, Þjóðveijarnir Tischbierek og Knaak, Porper, ísrael og Efimov, Sovétríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.