Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.11.1990, Blaðsíða 41
.MOKGUNMAÐID, SUNfjUPAGUR-.l^NÓjVEMBER litjW Ljóðabók eftir Krist- ján Amason ÚT ER komin hjá Máli og menn- ingu ljóðabókin Einn dag enn eftir Kristján Árnason. Þetta er önnur ljóðabók Kristjáns og í henni eru 72 ljóð. Hún skiptist í þijá hluta, I. Undir óson- lagi, II. Þrettán þankabrot um lífið, en sá hluti er allur undir sonnettu- hætti, og loks eru þýðingar í III. hlutanum. Þýðingarnar spanna næstum 2.700 ár bókmenntasög- unnar, og meðál tuttugu og fjög- urra höfunda sem Kristján glímir við eru Saffó, Goethe, Heine, Rilke og Auden. Kristján Árnason er fæddur 1934. Hann stundaði nám í Þýska- landi og Sviss og hefur kennt bók- menntir við Menntaskólann á Laug- arvatni og Háskóla Islands. Kristján hefur skrifað greinar um bókmennt- Kristján Árnason ir og heimspeki og þýtt fjölda bók- menntaverka. Bókin er 97 bls., prentuð í Prent- smiðjunni Odda. Ingibjörg Eyþórs- dóttir hannaði kápu. Bókin er gefin út bæði innbundin og í kilju. Reykhólasveit: Sundhöll byggð í Djúpadal Reykhólasveit. DJUPIDALUR er þekkt stórbýli frá fornu fari og þaðan er Björn Jónsson ritstjóri faðir Sveins Björnssonar fyrsta forseta ís- lands. * IDjúpadal búa hjónin Jenný Leifs- dóttir og Samúel Sakaríasson frá Eskifirði ásamt börnum sínum. Þau.eru: Brynja sem er lærður matsveinn, Sigurdís sem er í bú- fræðinámi á Hólum með fiskirækt sem sérgrein. í Djúpadal er mjög góð aðstaða til fiskiræktar. Leifur sem vinnur við 'búið. Helga er við nám í grunnskólanum á Reykhólum og yngsta barn þeirra hjóna, Þóra, sem er þriggja ára. Samúel er ekki með mjög stórt bú en hann býr með sauðfé og eru ærnar 298 en ærnar eru afurðasam- ar. Beit er góð en tún kalsöm og verður hann oft að sækja slægjur Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Kvenfélagskonur af formannafundi SSK fyrir framan Sjúkrahús Suðurlands. Sunnlenskar kvenfélagskonur: Sundhöllin í Djúpadal. í aðrar sveitir. Samúel er búinn að byggja upp flest eða öll hús í Djúpadal og er nú að gera upp gamla íbúðarhúsið sem hann ætlar að nota fyrir ferðaþjónustu. Fyrir fáum árum lét Samúel bora fyrir heitu vatni og fékk um 20 1/sek. af um 70 gráðu heitu vatni. Hann var búinn að leggja hitaveitu í íbúðarhúsið og nú er loftið í súg- þurrkunarkerfinu hitað svo að nú þornar heyið miklu hraðar. Fyrir tveimur eða þremur árum fór heilsa Samúels að bila og varð hann að dvelja langtímum saman á INNLENT Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson sjúkrahúsum og heilsuhælum og allt útlit fyrir að hann yrði bundinn við hjólastól þar sem eftir væri. Með fádæma dugnaði er hann laus við hjólastólinn og fer ótrúlega mik- ið um með hjálp hækja. Heit böð eiga vel við Samúel og sjúkdóm hans og Samúel hefur sjaldan dáið ráðalaus og lagði hann í það stór- virki að byggja sér „sundhöll“. Sundhöllin er 15 metrar að lengd . en laugin sjálf er 1Ö metrar að lengd ■ og breiddin er 4 metrar en breidd hússins er 5,80 m. Við sundlaugina eru baðklefar og í miðju er snyrti- klefi. Húsið yfir lauginni er járn- klætt timburhús, vel einangrað og klætt með hvítu plasti að innan. Eini styrkurinn sem Samúel hef- ui' fengið er frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar en þeir eiga sumarbústaði þarna í grennd og lögðu þeir fram 300 þúsund krónur og hafa hjálpað til með vinnufram- lög. Þeir fá svo aðgang að sundhöll- inni í staðinn. - Sveinn Tækjakaup til sjúkrahússins fjármögnuð með jólakortasölu Selfossi. SUNNLENSKAR kvenfélags- konur afhentu afhentu Sjúkra- húsi Suðurlands nýlega sírita — monitor sem notaður er til athug- ana á þunguðum konum og mæl- ir meðal annars hjartslátt fóst- ursins. Aársfundi Sambands sunn- lenskra kvenna fyrr á þessu ári var ákveðið að gefa Sjúkrahús- inu tækið. Það var keypt fyrir ijár- framlög frá kvenfélögunum og síðan að meginhluta til fyrir fé úr jólakortasjóði sambandsins og kost- aði 1,3 milljónir króna. Á formanna- fundi fyrir skömmu sem haldinn var á Selfossi var tækifærið notað til þess að afhenda tækið formlega. Jólakortasala Sambands sunn- lenskra kvenna er að hefjast um þessar mundir en allar tekjur af þeirri sölu renna til tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Suðurlands. - Sig. Jóns. Gísli Ingólfsson ■ / BYRJUN nóvember opnaði ný verslun með köfunarbúnað í Skeifunni 19, 3. hæð. Eigandi er Gísli Ingólfsson kafari og veitir hann alla nauðsynlega ráðgjöf við val á búnaði. Þá býðst viðgerðar- þjónusta fyrir allan seldan búnað. Um er að ræða búnað fyrir áhuga- og atvinnumenn frá Scubapro, Oceanic, Apeks, DSI, Gates og Oban. Opnunartími er frá kl. 9.00- 12.00 og 13.00-17.00. Ritgerðir um hagfræði og efnahagsmál HIÐ íslenska bókmenntafélag hefur gefið út bókina Almanna; hag eftir Þorvald Gylfason. í bókinni eru endurprentaðar 75 ritgerðir um hagfræði og efna- hagsmál, sem hafa áður birst í Morgunblaðinu, Vísbendingu og Fjármálatíðindum. Bókin skiptist í 10 meginkafla, sem heita: Hagfræði stjórnmál og vísindi, Verðbólga, verðbólga, Gengi krónunnar, Fjármál ríkisins, Bankar peningar og vextir, Vinnu- markaður, Atvinnuvegir, Erlend viðskipti, Frá útlöndum og Lands- hagir og lífskjör. Bókin er 458 blaðsíður. Á bókarkápu segir m.a.:„ Höfuð- tilgangur útgáfunnar er að bregða birtu á þrálátan efnahagsvanda íslensku þjóðarinnar og vekja les- endur til umhugsunar um það, með hvaða ráðum sé hægt að vinna bug á vandaum til frambúðar. Hér er hugað að undirrót verðbólguvan- dans, sem er alvarleg meinsemd í þjóðlífinu enn sem fyrr, og þráfelld- um rekstrarerfiðleikum atvinnuveg- anna og meðfylgjandi afkomuvanda Þorvaldur Gylfason almennings. Sérstök áhersla er lögð á að athuga ýmsa bresti í innviðum efnahagslífsins í landinu og árekstra ólíkrá hagsmuna, sem standa í vegi fyrir hyggilegri hag- stjórn. Bókinni er þannig öðrum þræði ætlað að hjálpa lesendanum að skyggnast undir yfirborð hinnar endalausu efnahagsumræðu, sem gnæfir yfir önnur mál á Islandi um þessar mundir. Efni bókarinnar er þó ekki allt bundið við vandamál líðandi stundar, heldur er einnig að finna í henni fræðilegar ritgerðir um ýmis önnur efni tengd efna- hagsmálum og hagstjórn". Myndin er tekin af fundi Tæknifélags mjólkuriðnaðarins á íslandi. Tæknifélag mjólkuriðnaðarins: Umhverfisvernd rædd á haustfundi í Stykkishólmi HAUSTFUNDUR Tæknifélags mjólkuriðnaðarins á íslandi var haldinn í Stykkishólmi dagana 9.-11. nóv. sl. Voru þar mættir félagsmerin af öllu landinu. Þetta er í annað sinn sem fund- urinn er haldinn hér. Afundinum var aðallega rætt um breytingar sem fyrirhug aðar eru á reglugerð um mjólk og mjólkurvörur frá 1986. Felast þær aðallega í breytingum á hugtökum á mjólkurafurðum og strangari regjum um flokkun mjólkur. Á föstudag kynntu tveir erind- rekar fyrirtækisins Elopak í Nor- egi, þaðan sem mörg samlög liafa fengið sínar mjólkurumbúðir, hug- myndir sínar til umhverfismála og verndunar en félagið er alltaf að þróa í þessum efnum umbúðir og annað sem gæti valdið sem bestri umhverfisvernd. Kom m.a. fram að Elopak ræktar víða skóga og í ýmsum löndum til framleiðslu sinnar og rækta meira heldur en það eyðii' til umbúða. Er lagt á það mikil áhersla að uppgræðsla skóga verði mun meiri en eyðing þeirra. Laugardagurinn fór að mestu leyti í að ræða þetta aðalefni fund- arins og tóku margir til máls og létu sín viðhorf í ljósi. Engar ályktanir voru gerðar en stjórninni falið að huga nánar að þessu máli og kynna sínar niður- stöður hið fyrsta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.