Morgunblaðið - 18.11.1990, Síða 43
MoiiGUNBLADií) FOLK I FRETTUM 'SUNNUDAGOR 18. NÓVEMBER 199Ó
43
F.v. Sigurveig Jónsdóttir aðstoðarfréttasljóri Stöðvar 2, Hailgrímur
Jónsson sparisjóðsstjóri í Sparisjóði vélstjóra, eiginkona hans Þórunn
Rafnar og Edda Hermannsdóttir skrifstofustjóri í Heilbrigðisráðu-
neytinu.
TONnS
IBM-tónleikar
Sinfóníunnar
Sinfóníuhljómsveit íslands hélt sérstaka tónleika um síðustu helgi í
tengslum við sýninguna „Undraheimur IBM“, en IBM er styrktar-
aðili Sinfóníunnar á yfirstandandi starfsári. Tónleikarnir voru íyrir sér-
staka boðsgesti IBM.
„IBM er fyrsta einkafyrirtækið til að axla þá menningarlegu ábyrgð
að styrkja fjárhagslega starfsemi Sinfóníunnar. Hann er umtalsverður
og hljómsveitinni mikil hvatning og kærkomin viðurkenning á gildi hennar
í menningarlífi þjóðarinnar," segja IBM-menn. Meðal verka á tónleikunum
má nefna Níundu sinfóníu Dvoraks, aríu Greifafrúarinnar úr Brúðkaupi
Fígarós og Adagio frá 1965 fyrir flautu, hörpu og strengi eftir Jón Nordal.
F.v. Aldís Benediktsdóttir bankamaður og eiginmaður hennar Sigurð-
ur E. Guðmundsson forstjóri Húsnæðisstofnunar rikisins, Ævar
Kjarlansson útvarpsmaður og eiginkona hans Guðrún Kristjánsdótt-
ir myndlistarkona.
F.v. Margrét Þorvaldsdóttir neytendablaðamaður og eiginkona Há-
skólarektors, Valgerður Valsdóttir og Guðrún Sigurjónsdóttir eigin-
kona Vals Valssonar bankastjóra Islandsbanka sem er lengst til
hægri, en á milli hjónanna grillir í Sigmund Guðbjarnason Háskóla-
rektor.
NÝR OG STÆRRI
SUZUKISWIFT
Sighvatur Blöndahl í fjallagal-
lanum.
MANNRAUNIR
Tjaldið sprakk í tætlur yfir höfðum okkar
SUZUKISWIFT SEDAN er sérlega glæsi-
legur og rúmgóður fjölskyldubíll, þar
sem vel fer um farþegana og nægt rými
er fyrir farangur.
SUZUKI SWIFT SEDAN býðst með afl-
miklum 1,3 I og 1,6 I vélum, 5 gíra
handskiptingu eða sjálfskiptingu. Einn-
ig er hann fáanlegur með
sítengdu aldrifi.
• Til afgreiðslu strax.
• Komið og reynsiuakið.
Verð frá kr. 814.000 stgr.
Opið mánud. - föstud. kl. 9-18.
Laugard. kl.13-16.
$ SUZUKI
--***-----------
SUZUKIBÍLAR HF.
SKEIFUNNI 17 ■ SiMI 685100
lega sprakk í tætlur yfir höfðum
okkur og rauk í mörgum slitrum út
í veður og vind, en við sátum eftir
í stórhríðinni í svefnpokunum! Af
öðrum þáttum bókarinnar má nefna
björgunarleiðangur inn á Eiríksjökul
er flugvél með tveimur breskum flug-
mönnum hrapaði þar og reynslusögu
úr Suðurlandsslysinu 1986,“ sagði
Sighvatur.
Þess má geta, að bókin er skreytt
40 ljósmyndum sem allar eru af vett-
vangi mannraunanna sem um ræðir.
Einn hinna nýju höfunda í jóla-
bókaflóðinu sem er óðum að
bresta á er Sighvatur Blöndahl, fjöl-
miðlamaður sem lengst af á ferli
sínum hefur verið við Morgunblaðið
og síðar Stöð 2. Bók hans heitir
„Mannraunir" og kemur út á vegum
Fróða í vikunni sem nú er að hefj-
ast. Nafn bókarinnar ber með sér
efni hennar, en Sighvatur segir nán-
ar frá:
„Þetta er bók sem ég er búinn að
ganga með i maganum í mörg ár.
Bókin skiptist í níu mannraunaþætti
og hef ég sjálfur komið við sögu í
nokkrum þeirra, en í öðrum hef ég
skráð frásagnir þeirra sem lentu í
raununum. I öllum tilvikum utan einu
komust menn lifandi frá reynslunni.
Ég hef verið í fjallamennsku í 21 ár
og því upplifað margt og það er svo
skrýtið að þó maður lendi í vitlausu
veðri og bráðri lífshæýtu, er maður
varla búinn að fara í heitt bað við
heimkomuna að skipulagning næstu
ferðar er hafín. Nema hvað, ég
ímynda mér að einhverjir geti haft
gaman af að lesa svona sögur. Ekki
svo að skilja að ég viti ekki að þús-
undir annarra sagna hljóta að vera
merkilegri og meiri. Samt, þetta hef
ég upplifað og þetta er nú komið á
prent,“ segir Sighvatur.
„Sem dæmi um mannraunir sem
sagt er frá í bókinni og ég hef sjálf-
ur upplifað get ég nefnt frásögn af
ferð minni ásamt fleirum á Eig-
ertind. Við vorum varla sestir á topp-
inn, eftir erfitt klifur í vondu veðri,
en þvílík óveðursský hrönnuðust upp
að það var þreifandi bylur og kuldi
næsta einn og hálfa sólarhringinn.
Vegna snjóflóðahættu gátum við
ekki flúið niður sömu leið og við
komum upp, heldur urðum við að
þreifa okkur aðra leið. Sem dæmi
um hvers lags hjakk það var, þá
vorum við 18 klukkustundir að þreifa
okkur eftir hamri sem að öllu jöfnu
tekur tvo klukkutíma að afgreiða!
Öðru sinni vorum við þrír saman á
Kili og lentum í bijáluðu veðri. Það
vildi svo einkennilega til, að eitt það*
síðasta sem ég gerði áður en lagt
var í hann, var að lesa mér til um
hver viðbrögð ættu að vera ef tjaldið
fyki ofan af mönnum við slíkar kring-
umstæður. Er veðurhamurinn æstist
hafði ég á orði við félaga mína að
ég hefði verið að lesa mikla speki
og við skyldum búa okkur samkvæmt
henni. Drógum á okkur jöklagallana
og skriðum ofan í svefnpokana. í
sömu mund reif vindurinn sér leið inn
í tjaldið og svipti því í loft upp.
Skipti engum togum, að tjaldið hrein-
REIÐUR PABBI
ÚTI í BÆ
EEinhvers staðar úti í bæ
er maður sem hugsar mér
þegjandi þörfina. Ég veit ekki
hvað hann heitir og myndi ör-
ugglega ekki þekkja hann i
isjón, enda hef
ég bara hitt
hann einu>:
sinni. En þá
varð ég þess
valdandi að
hann lenti í dá-
litlum vanda
sem hann mun
súpa seyðið af
fram á næsta vor. Atvikið átti
sér stað í september í skóla-
stofu vestur í bæ. Kringum-
stæður gætu ekki hafa verið
sakleysislegri. Foreldrafundur
í 4.-A. Möminur og pabbar sátu
á litlum stólum við lítil borð
og hlustuðu á kennarann segja
frá fyrirhuguðu námsefni vetr-
arins. Reyndar voru mömm-
urnar í yfirgnæfandi meiri-
hluta. Einungis tveir pabbar
höfðu getað fengið frí úr vinn-
unni þennan dag, því þeirra
störf eru svo miklu merkilegri
en það sem mömmur dunda sér
við á daginn. Það var líka
greinilegt að öðrum pabbanum
á þessum foreldrafundi fannst
hann vera að hlaupa í skarðið
fyrir eiginkonuna. Við áttum
öll að skrifa nafnið okkar á
blað og stilla þvi upp á borðinu
fyrir framan okkur, en þessi
maður skrifaði riafn konu*
sinnar stórum stöfum. Ekki
sitt eigið nafn! Hann leit aug-
ljóslega ekki á sig sem föður
skólabarnsins heldur sem eig-
inmann móðurinnar — og
þetta var hennar deild. Þarna
sátum við sem sagt og komið
var að því að velja fulltrúa í
foreldraráð fyrir nýbyrjað
skólaár. Mamma, sem setið
hafði i ráðinu í þrjú ár, baðst
undan endurkjöri og það
fannst öllum viðstöddum sjálf-
sagt mál. Hins vegar bauðst
enginn til að taka við af kon-
unni, þrátt fyrir itrekaðar óskir
kennarans um sjálfboðaliða.
Það var því ekki um annað að
ræða en að draga um þetta.-
Kennarinn útbjó þess vegna
litla miða, gerði kross á einn
þeirra, braut þá saman og setti
í krukku. Sá, sem fengi kross-
inn, færi í foreldraráðið. Þegar
ljóst var að hveiju stefndi stóð
allt í einu gusan út úr pöbbun-
um tveimur. Þeir kepptust við
að lýsa því hvað þeir væru
hræðilega uppteknir frá
morgni til kvölds, jafnt um
helgar sem hvunndags. Þeim
nægði barasta ekki sólarhring-
urinn til að sinna öllum brýnu
verkefnunum sem þeir hefðu á
sinni könnu og það væri tómt
mál að tala um að þeir yrðu
með í svona lottói. Á meðan
sátu mömmurnar þegjandi.
Stilltar og prúðar byrjuðu þær
síðan að draga miða úr kruk-
kunni, án þess að að mögla,
þótt ljóst væri að karlarnir æt-
luðu ekki að taka þátt í þessu
með þeim. Meira að segja mam-
man, sem setið hafði i foreldr-
aráðinu í þrjú ár, dró miða og
einnig kona sem verið hafði
formaður Jafnréttisráðs. Það
var þá sem ég klúðraði öllu fyr-
ir karlinum. Ég neitaði að
draga miða nema karlarnir
gerðu það líka. Sagði að við
mömmurnar hefðum örugglega
ekkert minna að gera en pab-
barnir og krafðist jafnréttis
kynjanna. Að endingu neydd-
ust karjarnir til að láta undan
og taka miða úr krukkunni.
Þið hefðuð átt að sjá svipinn á
öðrum þeirra, þegar hann slétti
úr miðanum og við blasti stór
kross!
eftir Jónínu
Leósdóttur