Morgunblaðið - 18.11.1990, Síða 48
Bögglapóstur
um ollt lond
PÓSTUR OG SÍMl
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6. 101 REYKJA VÍK
TELEX 2127, PÓSTFAX 681811, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 18. NÓVEMBER 1990
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Fyrrum foringi í sovésku leyniþjónustunni í samtali við Morgunblaðið:
KGB í nánu sambandi við
stjórnmálamemi á Islandi
Núverandi foringi leyniþjónustu hersins skráður sem konsúll í sendiráðinu
ÁRIÐ 1981 hafði útsenduruni sovésku leyniþjónustunnar, KGB, á
Islandi tekist að koma á leynilegu trúnaðarsambandi við þrjá íslenska
stjórnmálamenn úr Sjálfstæðisflokknum, Alþýðu-
bandalaginu og Framsóknarflokknum, að mati Olegs
Gordíevskíjs, fyrrum foringja í sovésku leyniþjón-
ustunni, sem Morgunblaðið átti samtal við í gær.
Hann tók fram að ekki hefði verið um njósnara að
ræða heldur hefðu þessir menn verið í trúnaðarsam-
bandi við fulltrúa sovésku leyniþjónustunnar. Oleg
^-5^_Gordíjevskíj var einn helsti sérfræðingur KGB í
málefnuin Norðurlanda og hafði verið útnefndur yfir-
maður KGB í Lundúnum er hann flúði vestur yfir oieg Gordíevskíj
Járntjaldið árið 1985. Hærra settur KGB-foringi hef-
ur aldrei áður flúið til Vesturlanda. I samtalinu kom fram að ólíkt
því sem gerist annars staðar eru umsvif leyniþjónustu Rauða liers-
ins (GRU) meiri hér á landi en umsvif KGB. Yfirmaður GRU á ís-
landi segir Gordíevskíj að sé Vladímír K. Mínkevítsj, sem skráður
er sem konsúll á lista þeim sem utanríkisráðuneytið gefur út með
nöfnum erlendra sendimanna á Islandi.
Nýverið kom út á Bretlandi bók
eftir Gordíevskíj og breska
^aagnfræðinginn Christopher
Ándrew um sögu KGB og hefur
hún vakið heimsathygli. Morgun-
blaðið sneri sér til Gordíevskíjs og
spurði um samband KGB og ís-
lands þar sem hann sinnti málefn-
um Norðurlanda sérstaklega á
löngum starfsferli sínum.
Gordíevskíj kvaðst hafa þessar
upplýsingar frá fyrrum yfirmanni
KGB á íslandi, Gergel að nafni, en
þeir tveir deildu herbergi um skeið
í höfuðstöðvum KGB í Moskvu.
„Það var talað um að KGB hefði
tekist að koma á leynilegu trúnað-
arsambandi við fjóra menn á ís-
landi. Ég man að einn þeirra var
. í Alþýðubandalaginu og annar í
stærsta stjórnmálaflokki landsins
og ég man einnig greinilega að
Framsóknarflokkurinn var nefnd-
ur. Að auki hafði tekist að koma
slíku sambandi á við einn þeirra
sem stóð framarlega í íslensku frið-
arhreyfingunni,“ sagði Oleg
Bjartsýnir þjófar
í Kópavogi:
Gripnir af
"•lögreglu í
sama húsi
LÖGREGLAN í Kópavogi stóð
tvo menn að innbroti í bæjarfó-
getaskrifstofurnar þar á sjötta
tímanum í gærmorgun. Þjófarnir
þóttu bjartsýnir með afbrigðum,
því skrifstofurnar eru í sama
húsi og lögreglustöðin.
Gengið er inn í lögreglustöðina
norðanmegin í húsinu, en þjóf
arnir brutust inn á aðra hæð húss-
ins og fóru inn sunnan megin á
húsinu. Þeir höfðu lítinn óskunda
gert þegar lögreglan kom af neðri
hæðinni og handtók þá.
Rannsóknarlögreglan hefur mál-
ið á sinni könnu. Þar fengust þær
upplýsingar í gærmorgun að yfir-
“P^.eyrslur biðu þess að mesta ölvíman
rynni af mönnunum.
Gordíevskíj og bætti við að um
starfandi stjórnmálamenn hefði
verið að ræða. Hann vildi ekki full-
yrða neitt um samband KGB og
Alþýðufiokksins. Hann tók fram
að hér væri ekki um eiginlega
A
Arni sagði að til þess að ná fyrir-
sjáanlegum hallarekstri niður
benti allt til þess að um helmings
njósnara að ræða. Vegna smæðar
íslands hefði útsendurum KGB ver-
ið bannað að ráða íslenska upp-
ljóstrara. Þess í stað hefði verið
ákveðið að reyna að koma á leyni-
legu trúnaðarsambandi (á ensku
Confidential Contacts, innskot
Morgunblaðið). Þetta fólk hefði
ekki verið á mála hjá KGB en þeg-
ið gjafir við ýms tækifæri og ferð-
ir til Sovétríkjanna. Ólíkt því sem
tíðkaðist annars staðar hefðu fund-
ir þessa fólks og KGB-mannanna
ekki farið fram á veitingastöðum
heldur á heimilum útséndara sov-
ésku leyniþjónustunnar í
Reykjavík. Hann gat þess að al-
menna reglan væri sú að KGB-
mönnum væri bannað að hafa sam-
skipti við fulltrúa kommúnista-
flokka í erlendum ríkjum en gerð
hefði verið undantekning .hvað Al-
þýðubandalagið varðaði þar sem
mat manna í höfuðstöðvunum hefði
verið það að þar væri ekki um
hreinræktaðan kommúnistaflokk
samdráttur yrði að verða á starf-
semi á handlækninga- og Iyflækn-
ingadeildum spítalans, og einnig
að ræða.
Gordíevskíj sagði að sérstakar
reglur giltu um starfsemi KGB á
íslandi sem mótaðar hefðu verið
annars vegar með tilliti til smæðar
landsins og þá sérstaklega
Reykjavíkur og þeirrar staðreyndar
að Islendingar hefðu ávallt rekið
fremUr vinsamlega utanríkisstefnu
í garð Sovétríkjanna. í sovéska
sendiráðinu í Reykjavík störfuðu
þrír, hugsanlega fjórir, KGB-for-
ingjar. Útsendarar leyniþjónustu
hersins, GRU, væru hins vegar
fleiri, sennilega sjö en hugsanlega
allt að 11. Þar af væru þrír þeirra
skráðir sem sovéskir stjórnarerind-
rekar. „Vladímír Mínkevítsj stjórn-
ar aðgerðum GRU á íslandi. Hann
er reyndur, þekktur og duglegur'
leyniþjónustumaður. Ég veit að
hann hugðist flytja sig til Dan-
merkur en dönsk yfirvöld neituðu
honum um landvistarleyfi og þá
kom hann til íslands," sagði
Gordíevskíj.
yrði að draga verulega úr starfsemi
á endurhæfingar- og taugadeild og
qldrunardeildum.
„Mér sýnist á þessari stundu að
yfir áramótin þurfi að loka 135
rúmum af 493, eða um 30%, en það
gæti þó orðið allt að 50% samdrátt-
ur. Þetta hefur verið kallað yfir
okkur, en við vonumst til að þetta
sé ekki varanlegt ástand. Það fer
þó að verða svo ef við erum stöð-
ugt hýrudregin, og þá þýðir ekki
Vinnustöðvun í
Straumsvík:
Deilt um
baðvatn
STARFSMENN í kerskálum ál-
versins í Straumsvík lögðu niður
vinnu í gærmorgun til að mót-
mæla því, að fjórir starfsmenn
hafa verið áminntir fyrir að fara
í bað nokkru fyrr en gert er ráð
fyrir í reglum fyrirtækisins.
Jafnframt telja starfsmennirnir
að baðvatnið sé of kalt.
Að sögn Jakobs Möller, starfs-
mannastjóra ÍSAL, gera reglur fyr-
irtækisins ráð fyrir að starfsmenn
í kerskálum fái að fara í bað 12
mínútum fyrir lok vaktar en um-
ræddir starfsmenn hafi verið búnir
að baða sig og þurrka 15 mínútum
fyrir vaktarlok. Jakob segist ekki
hafa heyrt áður kvartað yfir því að
sturturnar væru kaldar.
Gert var ráð fyrir að fram-
kvæmdastjórn ÍSAL hittist síðdegis
í gær vegna þessa máls.
annað en að viðurkenna að ekki er
hægt að reka þetta sjúkrahús á
þeim afköstum sem við höfum gert.
Ef ríkið þvingar okkur til að loka,
þá þýðir það væntanlega að sjúkl-
ingar þurfa að fara heim, en það
er ljóst að heimahjúkrun, sem kost-
uð er af ríkinu, er á engan hátt
tilbúin til að axla þau verkefni. Það
er því enginn vandi leystur með því
að loka þessum rúmurn," sagði
Árni.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Skotveiðimenn frá Akureyri halda til veiða á Öxnadalsheiði í gærmorgun. Þeir mega búast við
kæru frá Skotveiðifélagi Akrahrepps.
Félagar í Skotveiðifélagi
Eyjafjarðar, SKOTEY, héldu til
rjúpnaveiða á Öxnadalsheiði í
gærmorgun. Deilur hafa staðið
um heimild inanna til rjúpna-
veiða þar, eftir að Skotveiðifé-
lag Akrahrepps leigði fugla-
veiðiréttinn af sveitarstjórn
Akrahrepps.
SKOTEY telur félaga sína vera
í fullum rétti við ijúpnaveiðar
á heiðinni án þess að greiða fyrir
veiðileyfi en því mótmæla for-
svarsmenn Skotveiðifélags Akra-
hrepps. Um tugur manna úr Eyja-
firði fór til ijúpna í gær og voru
nöfn tveggja veiðimanna skrifuð
niður og hyggst Skotveiðifélag
Akrahrepps kæra þá til lögreglu
fyrir ólöglegar ijúpnaveiðar.
Allt að helmings samdráttur um
áramót í rekstri Borgarspítala
HORFUR eru á að dregið verði allt að 50% úr starf-
semi á flestum deildum Borgarspítalans um næstu
áramót vegna fyrirsjáanlegs 47 niilljóna króna
rekstrarhalla spítalans á þessu ári. Heilbrigðisráð-
herra hefur synjað ósk spítalans um aukafjárveit-
ingu til rekstrarins, og að sögn Árna Sigfússonar,
formanns stjórnar Borgarspítalans, mun því óhjákvæmilegt annað
en að draga verulega úr starfseminni.