Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 4
5 oeei H3HMMVCM .62 JlUOAdUTMMn QIQAJaHUOHOM .-4-— ---- ----—-----------------------MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 Morgunblaðið/Ámi Sæberg. Melonie Byrd og Cheryl Kirkland með Júlíusi Sólnes umhverfisráðherra og Jóni Ingimarssyni verkfræð- ingi hjá iðnaðarráðuneytinu. VEÐURHORFUR íDAG, 29. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Bretlandseyjum er 1.028 mb hæð og önnur áiíka er yfir Noröaustur-Grænlandi. Um 400 km suður af Hvarfi er 968 mb lægð sem hreyfist lítið en lægðardrag frá henni fer norður yfir landið. SPÁ: Suðlæg átt, víöa kaldi eða stinningskaldi. Súld eða rigning öðru hverju sunnanlands og vestan en þurrt að mestu og jafnvel nokkuð bjart veður norðaustanlands. Hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG OG FÖSTUDAG: Suðlæg og suðvestlæg átt, sums staðar nokkuð hvöss um norðan- og vestanvert landið. Rigning eða súid sunnanlands og vestan en þurrt að mestu norð- austanlands. Hlýtt, einkum á Noröur- og Austurlandi. TÁKN: / Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * '* * * * * Snjókoma * * * ■|0o Hitastig: 10 gráður á Celsfus — Þoka = Þokumóða' ’ , ’ Súld OO Mistur —\~ Skafrenningur j-^ Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM ki. 12:00 í gær að ísl. tíma hitl veður Akureyri 3 alskýjað Reykjavik 4 rigning Bergen 4 rigning Helsinki +1 þokumóða Kaupmannahöfn 4 skýjað Narssarssuaq B skýjað Nuuk +3 snjókoma Osló -r3 þokumóða Stokkhólmur 0 skýjað Þórshöfn vantar Algarve 15 skýjað Amsterdam 5 þokumóða Barcelona 11 mistur Beriin 6 rigning Chlcago 0 alskýjað Feneyjar 9 rigning Frankfurt S alskýjað Glasgow 1 reykur Hamborg 4 skýjað LasPalmas vantar London 7 háffskýjað Los Angeles 12 helðskirt Lúxemborg 3 skýjað Madrfd 7 léttskýjað Maiaga 14 léttskýjað Mallorca 10 rígning Montreal 10 skýjað NewYork 12 léttskýjað Orlando 21 þokumóða Paris 4 skýjað Róm 14 skýjað Vln 5 súld Washíngton 14 þokumóða Winnlpeg +20 heiðskfrt Y othreinsibúnað- ur ekki raunhæfur » - segja Cheryl Kirkland og Melonie | Byrd, yfirmenn umhverfísvama Alumax TVEIR af yfirmönnum umhverfisvarna álvers Alumax í Atlanta eru | nú hér á landi í boði iðnaðarráðherra og hafa átt fund með umhverf- isráðherra, forsvarsmönnum hollustuverndar og sveitarstjórnar- mönnum á Vatnsleysuströnd. Er þetta liður í undirbúningi bygging- ar álvers á Keilisnesi. í samtali við Morgunblaðið sögðu Cheryl Kirkland og Melonie Byrd, sem bera ábyrgð á framkvæmd mengunarvama við álverið í Atlanta, að þær væru hér aðallega til að veita upplýsingar um hvaða vandamál væri helst við að eiga varðandi um- hverfismál í verksmiðjunn, hvaða mælingar væru gerðar til að fylgjast með mengun, og hve oft, o.s.frv. Þær sögðu að þar væri að auki lögð veruleg áhersla á að endur- vinna, eða nýta á annan hátt, úrgang frá verkmiðjunni í Atlanta, svo sem pappír, plastefni og umbúðir. Stefnt væri að því að ná að nýta allan slík- an úrgang frá verskmiðjunni árið 1995. Þegar þær voru spurðar hvaða umhverfisvandamál kynnu að koma upp á Keilisnesi töldu þær að þau yrði ekki mörg, þar sem búnaður verksmiðjunnar yrði jafnvel enn full- komnari en þeirrar í Atlanta. Að- spurðar um vothreinsibúnað til að hreinsa brennisteinsdíoxíð, sem tals- verð umræða varð um fýrir skömmu, sögðust þær telja að sú vothreinsi- tækni, sem nú stæði til boða, væri ekki nægilega góð, og skapaði meiri vandamál en hún leysti; í raun væri verið að hreinsa loftið með því að setja úrganginn í vatn. „Þetta hefur þó ekki verið mikið vandamál í okkar verksmiðju, vegna þess að þar fer svo lítið brennisteins- díoxíð út í andrúmsloftið. Þótt tekin séu sýni rétt utan við álverið mælist þetta efni varla, eða um 0,08 míkrógrömm í kúbikmetra af lofti, meðan viðmiðunarmörkin eru 365 míkrógrömm," sagði Kirkland. Þær sögðu að brennisteinsmengun við Keilisnes yrði jafnvel minni vegna þess að þar yrðu notuð enn brenni- steinssnauðari rafskaut en í Atlanta. Og það virtist ekki vera gáfulegt að setja upp vothreinsibúnað, sem væri nánast úreltur, til að hreinsa þennan litla úrgang. Þó sögðust þær telja að eftir nokkur ár yrði tækni við vothreinsun betri og þá gæti borgað sig að setja slíkan búnað upp. Þær Byrd og Kirkland skoðuðu Keilisnes og sögðu það mjög góðan stað fyrir álver. Þær sögðust þó hafa óttast að erfitt yrði að slétta hraunið svo hægt væri að byggja á svæðinu en verið fullvissaðar um að það yrði ekki vandamál. Þá lýstu þær einnig mikilli hrifningu yfir því sem þær höfðu séð af Islandi og voru sérstak- lega ánægðar með veðrið þótt rignt hefði nánast allan tímann sem þær höfðu dvalið hér. MAÐUR á fertugsaldri hefur játað að hafa sent hingað til Iands 120 grömm af hassi í fimm sendingum frá Amsterdam. f öllum sending- unum voru leikföng og voru þijár þeirra stílaðar á börn. Tollverðir í Tollpóststofunni fundu efnið í sendingunum og maðurinn var handtekinn síðastliðinn föstudag þegar vitjað var um sendingamar. Maðurinn, sem á að baki langan af- brotaferil en hefur þó lítið komði vð sögu fíkniefnamála, játaði sök sína og var látinn laus á laugardag. Send- ingamar hafði hann stílað á fólk sem hann kannaðist og börn þess en það var ekki í vitorði með honum. Meðal annars hafði hassi verið troðið inn í brúður og rafhlöðuhólf leikfangabíla. Faldi hass í * leikföngum og sendi börnum Hitaveita Reykjavíkur: Styrkveitingar í til- efni 60 ára afmælis f TILEFNI 60 ára afmælis Hita- veitu Reykjavíkur ákvað veitu- stjórn að styrlga annars vegar verkfræðideild Háskóla íslands um fimm milljónir króna, og hins vegar Hannes Hólmstein Giss- urarson, lektor, sem hlýtur um tvær milljónir króna á næstu tveimur árum. Verkfræðideild HÍ hlýtur styrk- inn til eflingar vísindalegrar þekk- ingar á eðli og umgengni við þá orkulind sem jarðhitinn er, en Hannes Hólmsteinn vegna ritunar ævisögu Jóns Þorlákssonar, sem hann vinnur að. Hitaveitan greiðir Hannesi Hólm- steini sem samsvarar lektorslaun- um næstu tvö ár og nema greiðslur til hans milli 80 og 90 þúsund krón- um á mánuði á því tímabili, að sögn Páls Gíslasonar, formanns veitu- stjórnar. Styrkurinn til Hannesar verður því í heild um tvær milljónir króna. „Hugmyndin varð til í samræðum okkar háskólarektors og Páls Gísla- sonar, í hófí sem rektor hélt. I fram- haldi af því skrifaði ég bréf [til veitustjórnar] þar sem ég lagði það til að Hitaveitan minntist meðal annars afmælis síns með því að kosta ritun ævisögu Jóns Þorláks- sonar,“ sagði Hannes Hólmsteinn í samtali við Morgunblaðið. Fyrir 60 árum var heitu vatni hleypt á hitakerfí Austurbæjarbam- askólans í Reykjavík. Miðað er við að þá hafi rekstur Hitaveitu Reykja- víkur hafíst, en fjórum árum fyrr hafði Jón Þorláksson, verkfræðing- , ur, varpað fram þeirri hugmynd að nota jarðhita til að hita upp hýbýli bæjarbúa. Leist ekki á , markaðshlut- deild íscóla Segir Davíð Schev- ing Thorsteinsson „VIÐ ætlum að halda áfram og það mun taka nokkra mánuði að komast að niðurstöðu," sagði Dav- íð Scheving Thorsteinsson for- stjóri Sólar hf. en hann átti í gær viðræður við fulltrúa Pepsi-cola um yfirtöku á framleiðslu á drykýarvörum fyrirtækisins. Fulltrúar Pepsi-cola héldu af landi brott í gær en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ræddu þeir einnig við forsvarsmenn í Ölgerð Egils Skallagrímssonar og skoðuðu verk- smiðjuna. Davíð sagði ekki hafa komið skýrt | fram hvort það yrði gert að úrslita- atriði að fyrirtæki hans hætti fram- leiðslu á Iscóla en hann hefði orðið þess áskynja að fulltrúum Pepsi-cola hefði ekki litist á blikuna þegar þeir uppgötvuðu hve mikla markaðshlut- deild sá drykkur hefur hérlendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.