Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 63 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS 3 Óréttlátur dómur Ágæti Velvakandi. í sumar varð ég vitni að árekstri tveggja bifreiða í Borgartúni hér í Reykjavík. Það var ekki aðeins áreksturinn sem skefldi mig heldur aðdragand- inn sem var með eindæmum. Það sem vakti athygli mína á japanskri bifreið, sem ekið var eftir Borgartúni í vesturátt, var fyrst hraði hennar, sennilega um 80 km á klukkustund, og síðan skerandi flaut því Volvo-bifreið var til hálfs á akrein hennar. Ö>-ugglega hefur ökumaður Volvo-bifreiðarinnar séð að þarna , var hætta á ferðum og stöðvað bif- réið sína þannig að hann var til hálfs á tveimur akreinum og veit a ég og aðrir er á horfðu að af tvennu illu undir þessum kringumstæðum setti hann að hafa valið skárri kost- inn. Ökumaður japönsku bifreiðarinn- ar hægði ekki ferðina eins og mað- ur skyldi hafa haldið, heldur lá á flautunni og á síðasta augnabliki voru bremsurnar troðnar í botn og tilraun gerð til að beygja frá en alltof seint því bifreiðin skreið áfram og bifreiðirnar skullu saman með skelfilegum gný. Þama hafði ökumaður japönsku bifreiðarinnar nógan tíma til að stöðva bifreið sína, hvað þá að hægja ferðina og aka framhjá Volvo-bifreiðinni því auðvelt var fyrir aðrar bifreiðir, sem á eftir komu, að komast framhjá þeim tveim, sem í árekstrinum lentu, og áþeirri akrein semjapanskabifreið- in var á. g Þó að ég teldi það kannski óþarfa I því þarna var um að ræða að mínu mati augljósa og óþarfa ákeyrrslu þá gekk ég að lögregluþjóni, sem var að athuga vettvanginn, og bauð mig fram sem vitni og skrifaði hann nafn mitt niður. spurði nokkurra spurninga og innti ég hann eftir hvort þeir þyrftu ekki vitnisburð minn og sagði hann að samband yrði haft við mig. Núna löngu seinna hitti ég eig- anda Volvo-bifreiðarinnar og spurði hann hvort hann hefði ekki fengið tjónið bætt. Nei, það er nú öðru nær, sagði hann, því einhver lögfræðinganefnd hefði dæmt hann í órétti vegna ólöglegrar stöðu bifreiðar hans og hann hefði því tapað þessu máli. Nú varð ég hissa því ekki var nóg með það að aldrei var ég kallað- ur fyrir sem vitni heldur varð ég meðvitaður um það óréttlæti sem fólk getur orðið fyrir. Þarna var japönsku bifreiðinni ekið með hraða langt yfír leyfileg mörk og síðan ekið á kyrrstæða bifreið með, ef mér leyfist að segja það, að því er virtist ásetningi þar til í það síðasta. Einkennilegt er að það er algjör óþarfi að bjóða sig fram sem vitni eins og þetta tilfelli hefur berlega leitt í ljós. Hugsið ykkur ef einhver sér bif- reið, sem staðsett er ólöglega á ein- hvern hátt, þá má samkvæmt lög- fræðinganefndinni bara gamna sér við að keyra á hana, en sennilega mun þessi lögfræðinganefnd biðja fólk um að valda ekki líkamsmeið- ingum. Það er sárt að vita af óréttlæti, sem þessu, en sárara þó að vita að þessi óskeikula nefnd gefur frá sér endanlegan dóm og skilaboðin frá henni til okkar eru ótvíræð því for- dæmið er gefið. Látið nú gamminn geisa og skemmtið ykkur vel. Borgari Þessir hringdu .. . Kettlingur Fjögura mánaða blíðlyndur kettlingur, fress, óskar eftir góðu heimili. Er bröndóttur með hvítar loppur. Upplýsingar í síma 39815. Hestasvipa Hestasvipa úr tré og nýsilfri fannst við Seljaveg í Vesturbæn- um í október. Upplýsingar í síma 12287. Slæða Blámunstruð silkislæða tapað- ist fyrir utan Glæsibæ sl. föstu- dag. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 37966. Gleraugu Gleraugu í brúnu hulstri töpuð- ust fyrir utan Þjóðleikhúskjallar- ann aðfaranótt 24. nóvember. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 666583. Vetrarakstur S.T. hringdi: „Nú fer í hönd sá tími er slys í umferðinni eru tíðust. Oft er hálku um að kenna og þá er mik- ils um vert að bíllinn sé vel bú- inn. Ég tel þann áróður sem verið hefur á móti nagladekkjum hæp- inn en miklu máli skiptir hvernig ástand dekkja er. Er ég þá kom- inn að aðalatriðinu. Það eru nefni- lega sumir ökumenn sem ætla að spara og láta sumardekkin duga yfir veturinn. Vegna þessa skap- ast mikil slysahætta og það er ekki spurning að það eru þessir bílar sem fyrst stoppa og mynda umferðarhnúta þegar hálka gerir vart við sig. Herða ætti efitlit með þessu, það yrði öllum til góðs.“ Gullarmband. Gullarmband tapaðist 4. nóv- ember, í Fóstbræðraheimilinu eða á Melunum. Finnandi er vinsam- legst beðinn að hringja í síma 10486. Hlífðarplast Hlífaðrplast af kerru tapaðist í október á leiðinni frá Kaplaskjóls- vegi út að Háskóla eða á leið frá Straumnesi í Breiðholti út að Fjöl- brautarskólanum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 10548. Einnig talaði ég við ökumann Volvo-bifreiðarinnar og einn áhorf- anda, sem var á sama máli og ég að þarna hefði verið um að ræða ofsahraða og gáleysi ökumanns þeirrar japönsku. Talsvert löngu síðar hafði maður frá tryggingafyrirtæki Volvo-bif- reiðarinnar samband við mig og Litlu raftœkin frá SIEMENS gleðja augað og eru afbragðs jólagjafir! i 9 Íkaffivélar hrærivélar brauðristar || vöfflujárn || strokjárn || handþeytarar eggjaseyðar djúpsteikingarpottar hraðsuðukönnur dósahnífar áleggshnífar kornkvamir ,jaclette“-tæki veggklukkur vekjararklukkur rakatæki bílryksugur handryksugur blástursofnar hitapúðar hitateppi o.m.fl. Lítiö inn til oklcar og skoöið vönduö tœki. Munið umboösmenn okkar víðs vegar um landið! Komnir aftur KULDASKÓR Ath. úr mjúku leðri með grófum sóla Litir: Svartur, dökkbrúnn Stærðir: 25-47 Verð frá kr. 2.995,- 5% stgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Kringlunni, Domus Medica, sími 689212 Egilsgötu 3, sími 18519 tofpM ---'SKÚR-INN iMv VELTUSUNDI1 21212 KOLAPORTIÐ - NÚ EINNIG Á SUNNUDÖGUM Borgarstjóri hefur nú heimilað okkur að hafa Kolaportið opið á sunnudögum tiljóla. Næstu helgi verða því tveir Kolaports- markaðir - sá gamli góði á laugardaginn og nýr og spennandi á sunnudaginn. Pantanasíminn er 687063 (kl. 16-18). Afh.: Tökum nú einnig við pöntunum ú sölubásum í janúar og febrúar. KOLAPORTIÐ Man Ka£>StOZ‘T ... undir seðlabunkanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.