Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 4 NEYTENDAMAL Nautgripakjöt, flokkun kjöts og gæði Nautakjöt í fyrsta flokki Breyting á neysluvenjum Þessar breyttu neysluvenjur, sem innkaupin gefa til kynna, hafa orð- ið á 20 ára tímabili og án þess að þeim væri veitt sérstök athygli. Þær má að hluta rekja til ’68 kynslóðar- innar sem öllu vildi breyta og gjarn- an hafnaði ríkjandi hefðum m.a. í mataræði. Þessi kynslóð vildi ekki feitt kjöt. Hún hafnaði reyndar einnig hinum hefðbundna soðna fiski, þó að hún uppgötvaði hann síðar meðhöndlaðan með nýjum matreiðsluaðferðum. Á þessum tíma var lambakjötið selt frosið, í heilum lærum með fituklumpum, feitur framparturinn sagaður niður í súpukjöt og hryggurinn heill eða sneiddur niður í skósólaþunnar kóti- lettur. Þessu fékkst ekki breytt, því sneri þessi kynslóð sér að fituminna kjöti, nautgripakjötinu, og renndi þar með stoðum undir nautgripa- rækt í landinu. Komið á móts við óskir neytenda Segja má að nautgriparæktendur hafi á þessu tímabili tekist að koma á móts við óskir neytenda, hvað varðar framboð á fitulausu kjöti. Fjölbreyttari skurður á nautakjöt- inu bauð einnig upp á meiri fjöl- breytni í matargerð en áður hafði verið og unga kynslóðin var tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Nýjar lyst- ugar mataruppskriftir gengu manna á milli og þar með var lagð- ur grunnur að nýju neyslumunstri yngri kynslóðarinnar. Þessar breyt- ingar höfðu einnig áhrif á aðra kjöt- framleiðslu og er þar átt við kjúkl- Matsreglur fyrir ís- lenskt nautgripakjöt Samkvæmt regiugerð um slátr- un, mat og meðferð slálurafurða frá árinu 1988 er nautgripakjötið flokkað í 6 aðal flokka: 1. Ungkálfakjöt; er af kálfum yngri en þriggja mánaða. í I. fl.: UK I, fara vel holdfylltir skrokk- ar með ljósu fallegu kjöti og ekki léttari en 30 kg. UK II, fara skrokkar svipaðir að útliti og UK I 20-30 kg. að þynd. UK III fer kjöt af nýfæddum kálfum innan við 20 kg eða allt að 3. mánaða aldri sem vegna lýrðar eða útlits komast ekki í UK I eða UK II. 2. Alikálfakjöt er af kálfum þriggja til tólf mánaða. Þeir eru merktir: AK I, séu skrokkar vel holdfyllt- ir, einkum læri og bak og kjötið Ijóst og fíngert. Fitan skal vera ljós og mynda sem jafnastan hjúp um skrokkinn og skal hann vega a.m.k. 75 kg. AK II, hafa sæmilegt holdarfar og útlit og vegá a.m.k. 40 kg. AK III, í þennan flokka fara þeir skrokkar sem ekki fara í AK I eða AK II vegna rýrðar, útlits- galia eða þyngdar. 3. Ungueytakjöt: í þennan flokk falla skrokkar af nautum uxum og kvígum 12 til 30 mánaða: UN I,* séu þeir þykkholda og sérlega vel vöðvafylltir, einkum læri og bak og ekki léttari en 150 kg. Fitan-skal vera ljós, jafn dreifð og hæfilega þykk en þó ekki þykkari en 8 mm yfir bak- vöðva. UN I, séu þeir vel vöðvafylltir einkum yfir Iæri og bak, en ekki léttari en 130 kg að þyngd. Fitan skal vera ljós en ekki þykkari en 8 mm yfir bakyöðva. UN II, séu þeir sæmilega vöð- vafyllir, ekki feitari en í UN I og ekki léttari en 100 kg. UN II-F, séu þeir sæmilega vöðvafylltir, ekki feitari en í UN I og UN II. UN III, ná þeir ekki að flokk- ast í UN II vegna rýrðar, eða vegna þess að kjötið er áberandi dökkt. 4. Nautakjöt: Undir þennan flokk fellur kjöt af nautum og uxum 30 mánaða og eldri. Þetta kjöt er merkt; N I, séu skrokkarnir vel vöðva- fylltif og af gripum yngri en 4 ára. N II, séu þeir af nautum og uxun eldri en 4ra ára eða rýrum gripum sem éru yngri. 5. Kýrkjöt: Skrokkar áf kúm skulu merktir: K I, af kúm fimm ára og yngri, vel holdfylltir og ekki mjög feitir, fitulag skal ekki vera þykkra en 12 mm 'yfir bakvöðva. K II, séu þeir af eldri kúm sæmi- lega holdfylltir og fita eins og KI. K ll-F, af kúm á öllum aldri, sæmilega holdfylitir, en fita yfir 12 mm yfir bakvöðva. K 111, kjöt áf lýrum kúm á öllum aldri eða gallaðir í útliti. 6. Nautgripakjöt með áverka: í þennan flokka falla skrokkar eða skrokkhlutar sem teljast göiluð vara vegna marbletta, verkunargalla s.s. vegna rangrar sögunar, skorinna vöðva o.þ.h. og merkist þannig að til viðbótar gæðaflokksmerkingu kemur tölustafurinn X, sbr. UN* X, eða K I X, o.s.frv. I í'eglugerðinni segir ennfremur um skilgreiningu á fitu; að með ljósri fitu sé átt við hvítleita yfir- borðsfitu gagnstætt gulleitri. Um þyngdarmörk á ungneytakjöti segir að sé skrokkurinn sérstaklega vel gerður miðað við kröfur fyrir ákveð- inn undirflokk, sé matsmanni heim- ilt að lækka kröfur um lágmarks- þyngd um allt að 3% reiknað í heil- um kg. svo að skrokkurinn fari í betri flokkinn. Við lestur þessa kafla, um mat á nautgripakjöti, kemui' í ljós að gæðakjötið hér á landi er „ungneyt- akjötið." Nautakjötið er aftur á móti ekki í sérstökum gæðaflokki, enda er ekki getið um fitulag eða önnur gæðaeinkenni í matsreglun- um. M. Þorv. Nú virðist hafa orðið ákveðin stöðn- un í nautgripakjötsframleiðslunni og tengjast hún ekki síst flokkun á kjötinu og reyndar gæðum einnig. Það hefur ekki verið þróuninni til framdráttar að nautgripakjötsfram- leiðslan er hér aukabúgreina bænda og hefur hún.verið meðhöndluð sem slík. Stöðunin kemur m.a. fram í því að íslenskum neytendum hefur ekki staðið til boða nema einn flokk- ur hautgripakjöts og það er fyrsti flokkur. Það er eins og allt kjöt af nautgripum hérlendis verði að 1. flokks kjöti á leiðinni frá sláturhúsi í kjötborð verslana. Þó aðeins um 60-70% af löglega slátruðum naut- gripum falli í 1. flokk. En til að falla í 1. flokk, UN I, þarf gripurinn að vera minnst 12 mánaða og mest 30 mánaða og ekki undir 130 kg eðalSO kg og með 8 millimetra fitu- lag. Raunar tryggir þessi llokkun á nautgripakjöti neytendum harla lítið gæðin. Fitan, sem á að vera ljós á UN I er venjulega skorin burtu af kjötinu áður en kjötið kem- ur fyrir sjónir neytenda í kjötborði. Gæði kjötsins geta líka verið æði misjöfn. Verðið segir lítið vegna þess að verðlagning er fijáls. Fyrsta flokks kjöt í kjötborði. Upplýsingar til neytenda í lágmarki Upplýsingar um kjötmat og kjöt- gæði hins opinbera til neytenda hafa verið hér í algjöru lágmarki, af þeim ástæðum verða neytendur sjálfir að reyna að gæðameta kjötið við kjötborðið. Neytendum til fróð- leiks látum við fylgja hér upplýsing- ar, bandarískar að vísu, sem ætlað- ar eru þarlendum neytendum til fræðslu og aðstoðar við innkaup á nautakjöti. Þar í landi er nautakjöt metið í sex kjötflokka. Erlendir staðlar nema það sé vel hangið, og vel fitu- ofið eða fitusprengt. Kjötið er bragðmikið, kjötþræðir fínir, það er meyrt og fitulag er hvítt. Þetta er mjög dýrt kjöt vestan hafs. Hér á landi er ekki framleitt kjöt í þéss- um gæðaflokki. Þeir eru: Úrvals-kjöt (Prime) er af ungum gripum sem aldir eru á sérstakan hátt. Kjötið (vöðvi) er vel rautt, Hágæða-kjöt (Choice) hefur minni fitu en úr- valskjötið hefur í hinum fituofnu vöðvum. Það hefur aðeins dekkri litblæ, en kjötið er öðru leyti jafn safaríkt og meyrt og úrvalskjöt- ið. Gæða-kjöt (Good) Kjöt í þessum flokki er fremur meyrt og er hlut- fall á milli magurs kjöts og fitu, hærra í þessum flokki en flokkunum sem áður hafa verið nefndir. Kjötið er dekkra með litlum fituvef í vöð- Jarðtenging heimilistækja Flest tæki sem notuð eru í eldhúsi og þvottahúsi eiga að vera jarðtengd og má tengingin hvergi rofna. Því verður að gæta þess að nota alltaf jarðtengdar klær á tæk- in. Tenglar í eldhúsi og þvottahúsi eiga allir að vera jarðtengdir. Framlengingarsnúrur fyrir jarðtengd tæki verða að vera með jarð- tengdar klær og tengistykki. Raftæki með þetta merki eru með tvöfalda einangrun. Þau má ekki jarð- tengja. Þetta merki táknarjarð- tengingu. Gul- grænajarð- þráðinn á að tengja þar sem þetta merki er. Athugið hvaða raftæki eiga að verajarðtengd. í ójarðtengda kló koma tveir taugaendar eða fjölþættir þræðir. Afeinangrið 8-10 mm af endun- um og snúið saman. Herðið festiskrúfur þéttingsfast. Hlífðarkápa taugarinnar á að vera undir taugafestingunni og vel liert að, svo að taugin dragist ekki úr klónni. Jarðtengd kló hefur 3 þræði. Gulgræni þráðurinn tengist á jarðtengiskinnuna sem merkt er með jarðtengistákninu. Þessi þráður á að vera 10 mm lengri en hinir þræðirnir. (Upplýsingar frá Rafmagnseftirliti ríkisins) ÞAÐ fer ekki fram hjá neinum sem kemur að kjötborði í matvæla- verslun, og sér hvernig fólk hagar innkaupum sínum, að matarvenj- ur almennings hafa breyst mikið frá því sem áður var. Má merkja það á vali hinna mismunandi aldurshópa á kjötmeti. Neytendur má í stórum dráttum setja í þrjá flokka þegar kemur að vali á kjöti. Unga fólkið sneiðir hjá kjöti með fitu, þeir sem eru á miðjum aldri vilja gjarnan einhverja fitu á kjötinu, þar sem fitan þykir gefa til kynna að um meyrt kjöt sé að ræða, en þeir sem eldri eru vilja á móti gjarnan feitt kjöt vegna þess að ekki þykir bragð af kjötinu nema á því sé sæmileg fita. ingarækt og svínaeldið sem virtist þrífast vel án ríkisstyrkja. Fram- leiðendur lögðu sig fram við að koma á móts við óskir neytenda og voru fljótir aðlaga sig markaðnum. Neytendur hafa kunnað vél að meta það, enda hefur framleiðsla þessara kjöttegunda aukist og eru þær orðn- ar fastur þáttur í mataræði flestra landsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.