Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 29. NÓYEMBER 1990 ?45 Eyrarbakkaveginn og Fúsi var beð- inn að taka verkið að sér í fyrsta lagi af því að hann var formaður verkalýðsfélagsins og gat því útveg- að marga menn og í öðru lagi af því að hann hafði verið ökumaður með hesta. Gerði hann þá svimandi hátt tilboð. Vissi auðvitað ekkert að hveiju hann gengi. Svo fengust hvorki menn né hest- ar. Torfskurðarmenn litu ekki við tilboði Vigfúsar. Hann hélt sjálfur að 40 hesta þyrfti til verksins en fáir fengust. Loks komu þeir sem vildu skera torfið og reyndist þá til- boð Vigfúsar það hagstætt að þeir komust á klukkutíma í full daglaun. En lausnin á flutningavandamálinu var þessi: Vigfús var þá að smíða Aðalból. Hann átti þar væna sperru- kjálka. Hann lét smiðina smíða sleða úr þeim, 4-6 metra á lengd. Fékk svo vin sinn Sigfús Öfjörð til að lána sér mann og traktor sem dró sleðana með torfinu upp á þjóðveg. Gekk þetta allt í logandi hvelli eins og Ameríkanar vildu hafa það. Reyndar gekk verkið svo fljótt fyrir sig að samningar voru aldrei settir á blað, aðeins handsalað. Ég spurði svo Fúsa hvað hann hefði haft upp úr verkinu og hann svaraði: „Eins og bílverð var þá held ég að ég hafi getað keypt eins og tvo bíla þegar allt var uppgert." Svona sögur þyl ég nú ekki meira um vin minn, Vigfús Guðmundsson. Hann var frásagnameistari og fór alltaf vel með allar sögupersónur sínar. Því átti hann vísar vinsældir og vann fyrir hina ólíklegustu menn á hinum ólíklegustu stöðum á landinu. Hann var þrautseigur óbil- andi í hverri raun. Eftir stríð hélt hann sig mest við vörubílaakstur og rútuútgerð og tók síðustu ár sín á Selfossi að sér sorphreinsun fyrir staðinn. Árið 1963 lá leiðin aftur suður og nú settist hann að á Sel- tjamarnesi sem fyrr er sagt. Þá var hann nær sextugu en vílaði ekki fyrir sér að gerast togarasjómaður hjá útgerð Tryggva Ófeigssonar. En sfðast átti hann róleg ár þarna á Nesinu og eitt sinn er fundum okkar bar saman þá sagðist hann vera kominn frá því að spila brids. Það gerði hann tvisvar í viku „til að halda við heilasellunum". Ég hygg að Vigfús Guðmundsson hafi alltaf verið sveitamaður hvert sem leið hans lá annars. Tvennt kemur mér síðast í hugann í þessum dreifðu minningum. Vigfús var einn af skipuleggjendum fjárflutning- anna miklu milli suðurlands og Þing- eyjarsýslu haustin 1952 og 1953. Fyrirfram var talinn ógjörningur að hægt væri að flytja féð á bílum alla þesa leið. Helst var rætt um að reka allan hópinn suður Sprengisand og hafa bíla á eftir til að hirða það sem gæfist upp. En Vigfús og félagar hans sýndu með skipulagsgáfu sinni að þetta var gerlegt og tókst hið besta. Vel man ég það kvöld er fjár- flutningunum lauk haustið 1952 og Vigfús kom heim fagnandi sigri. Þá var hvað léttast yfir honum sem ég hefi séð. Rösklega hálfsextugur fór Vigfús að stunda fjallferðir. Það gerði hann af lífi og sál. Fór mörg haust á fjall með Flóamönnum og komst lengst í það eitt haustið að vera 32 daga á hestbaki. Markmiðið hjá honum eins og fleirum var að komast í lengstu leitina inn í Arnarfell undir Hofsjökli. Það var svipað markmið eins og fyrir kaþólska að komast til Rómaborgar. Við Vigfús fórum sam- an haustið 1960 og áttum reyndar ekki að fá það, annar of ungur, 23 ára, hinn of gamall, 57 ára. En þar sýndi Vigfús mikla þrautseigju og óvenju mikla vináttu á afréttinum. í laumi sagði hann mér svo frá síðar að þá hafi hann verið búinn að fara um allan Holtamannaafrétt og auð- vitað búinn að sjá oft út yfir Þjórsá og kynnast þar ömefnum. í þessari ferð reyndi ég það af Vigfúsi og fleirum að kynslóðabilið hættir um leið og vináttan myndast. Ég man hann líka í Amarfellsbrek- kunni í síðsumarsólinni og vil vita af honum núna í jafn sígrænum sól- arlöndum. Eða þannig held ég að bamatrú okkar beggja sé. Páll Lýðsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) I dag verður Vigfús Guðmunds- son, bílstjóri, lagður til hinstu hvíldar í Selfosskirkjugarði. Fúsi, eins og hann var ævinlega kallaður, fæddist í Neðradal í Bisk- upstungum 16. september 1903 og andaðist í Vífilsstaðaspítala 22. þessa mánaðar og var því 87 ára þegar hann lést.' Hann var sonur hjónanna Guðmundar Vigfússonar og Þómnnar Runólfsdóttur. Fúsi fór fljótlega að vinna fyrir sér. Ég held að ég fari ekki með rangt mál að hann hafi alfarið séð fyrir sér frá því hann var 11-12 ára gamall. Fúsi var einn af okkar sjálfmennt- uðu mönhum. Hann tók sér ævin- lega bók í hönd áður en hann lagð- ist til svefns. Hann sagði mér eitt sinn frá því þegar hann var lítill og átti að vera að vinna og var að stelast til að lesa, var sagt að hann ætti ekki að vera að þessu því vitið yrði ekki látið í askana. Fúsi var með fyrstu bílstjórum hér á landi, hann hóf vöruflutninga ferðir milli Selfoss og Reykjavíkur og fljótlega festi hann kaup á mann- flutningabíl sem alltaf eru kallaðir rútur. Þannig var það að Fúsi var sjálfkjörinn bílstjóri ef farið var í ferðalög og ég tala ekki um ef mannfagnaðir voru. 1. desember 1931 gekk Fúsi að eiga Guðrúnu Jónsdóttur, myndar- og glæsikonu. Þau reistu sér stórt og glæsilegt hús á Selfossi og nefndu það Aðalból. Lítið dæmi um reglusemi á heimilinu. Allt haglega merkt og hver hlutur átti sinn stað. Gunna og Fúsi eignuðust 5 drengi. Eggert er slökkviliðsstjóri á Sel- fossi og giftur Huldu Vilhjálmsdótt- ur, þau eiga 3 börn. Guðni er versl- unarmaður, var giftur Ásu Vil- hjálmsdóttur, þau eignuðust tvö börn, dóttur sína misstu þau í bílslysi fyrir nokkrum árum. Þór er skólastjóri við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi, hann er gift- ur Hildi Hákonardóttur, hann á 2 • börn. Jón er skipstjóri hjá Eimskipa- félagi íslands og er giftur Valgerði Sverrisdóttur og þau eiga 2 börn og búa í Reykjavík. Örn er mjólkur- fræðingur og giftur Kristínu Thor- arensen, þau eiga 3 börn og búa í Reykjavík. Barnabörn eru orðin 12 og barnabarnabörn 14 talsins. Konu sína missti Fúsi 1950 og voru drengirnir 9, 12, 14, 16 og 18 ára. Mig, sem þessar línur skrifa, langar að rifya upp hvernig leiðir okkar Fúsa Iágu saman. Það var veturinn 1957—48 að ég var við nám á Laug- arvatni. Selfossbíó var þá nýlegt hús og voru þar haldnar stærri og fínni samkomur, það þarf ekki að orðlengja að þarna átti að halda ball, sem mig langaði einhver ósköp að fara á og með einhveijum ráðum komst ég frá Laugarvatni niður að Selfossi án þess að hugsa um hvern- ig ég kæmist til baka. Þá voru eng- ar ferðir á milli nema mjólkurbíllinn á morgnana, fáir eða engir áttu fólksbfla eða að minnsta kosti ekki þeir sem stunduðu böllin! Fúsi var að vanda að keyra fólk á ballið og sá eini sem var með bfl þama á staðnum. Ég vék mér a honum og spurði hvort hann gæti hjálpað mér. Ég tek það fram að við höfðum aldrei sést áður. Keyra eina stelpu upp að Laugarvatni. um hánótt var ekkert smámál, 4-5 tíma ferð fram og til baka, þá voru veg- ir ekki malbikaðir og þar að auki átti ég enga peninga til að borga túrinn. „Já, já,“ sagði þessi yndis- legi maður, „þú borgar það bara seinna“ og hló undur fallega. Þessi litla frásögn lýsir meira en nokkuð annað mannkostum þessa manns, hann var alltaf boðinn og búinn til að leysa hvers manns vanda og spáði ekki í hvenær pen- ingarnir kæmu, hvort þeir kæmu. Veturinn leið, vorið 1944 veiktist Gunna, kona hans, af alvarlegum sjúkdómi þannig að hún varð að liggja rúmföst og yngsti drengurinn 7 ára og svo átti að ferma næst- elsta drenginn. Það passaði ekki konu Vigfúsar Guðmundssonar., Þannig vildi það til að ég kom að Aðalbóli og var mér strax tekið eins og ég væri ein af fjölskydunni. Gunna lifði í 2 ár eftir þetta, seint mun mér líða úr minni þegar Fúsi gekk á eftir kistu konu sinnar, með drengina sína 5 við hlið sér. Fúsi vann áfram við keyrslu og hélt heimili fyrir drengina meðan þeir voru að vaxa úr grasi. Seinna giftist Fúsi Jóhönnu Stefánsdóttur frá Haga í Gnúpveijahreppi og eignuðust þau 2 böm. Þau heita Guðmunda og Stefán. Jóhanna lifir mann sinn. Árið 1963 seldi Fúsi Aðalbólið og þar var lengi lögreglu- stöð og nú er sjúkrasamlagið þar til húsa. Fúsi fluttist með fjölskyldu sinni á Seltjarnamesið. Þá var Fúsi á sextugsaldri og gerðist togarasjó- maður, lengst af á togaranum Ur- anusi og var þar þangað til hann var kominn hátt á áttræðisaldurinn. Einnig var hann vaktmaður á skip- um hér við höfnina í Reykjavík. Fúsi var búinn að vera lélegur til heilsu um langt skeið og vissi að hveiju stefndi. Hann var sáttur við allt og alla og sagði sínu dags- verki lokið. Um leið og ég kveð þennan mæta mann vil ég þakka honum allar gömlu stundimar sem voru okkur bæði erfiðar og skemmtilegar. Guð og gæfan fylgi og styrki Jóhönnu konu hans og börn þeirra tvö, syni hans fimm og fjölskyldur þeirra. Veri hann kært kvaddur, guði á hendur falinn. Hafi hann hjartans þökk fyrir allt og allt. Það mælir, Jónina Björnsdóttir frá Oddgeirshólum. Umboðsmenn um land allt. BRÆÐURNIR DJORMSSONHF Lágmúla 8. Sími 38820 Afbragistæki fyrir öll eldhús! Við kynnum ykkur Tefal, framleiðanda framúrskarandi eldhústækja. Hér eru viðurkennd tæki áferðinni, fallega hönnuð, bæði fjölhæf og auðveld í notkun. Tefal er í dag með söluhæstu framleiðendum á sviði smærri heimilistækja og leiðandi i hönnun þeirra ogþróun. Lítið inn hjá okkur og kynnið ykkur línuna frá Tefal. Með þessum tækjum verða eldhússtörfin tilhlökkunarefni!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.