Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 Vertu ekki stöðugt að tala um þessa matargerð þíua. Mundu að ég verð líka að borða. Við borðum aðeins það sem við höfum ráð á að borga . .. KR-TindastólsdeM- in í körfuknattleik Til Velvakanda. Það ætti víst að vera fagnaðar- efni út af fyrir sig að Morgunblað- ið, útbreiddasta fréttablað á ís- landi, hafi bryddað upp á þeirri nýbreytni að fjalla um körfuknatt- leik, bæði í máli og myndum og stundum svo ítarlega að heil opna er undirlögð af myndum og texta sem einvörðungu snerta körfu- knattleik. En það sem verra verður þó að teljast er það að umfjöllunin einskorðast nær eingöngu við tvö lið, þ.e.a.s. KR og Tindastól, en hvernig skyldi nú standa á því? Jú, það mætti kannski segja að bæði liðin eru í toppbaráttunni, reyndar ásamt Keflvíkingum og Njarðvíkingum sem um árábil hafa staðið í toppbaráttunni og jafnan átt góðu gengi að fagna. Það rými sem þessum liðum er úthlutað ásamt hinum liðunum í deildinni til umfjöllunar um leiki þeirra, að frátöldum KR-ingum og Sauð- krækingum, er á stærð við dálkana sem notaðir eru við dánartilkynn- ingarnar, nema þá að þau séu svo lánsöm að fá að leika við annan- hvorn „risann“. Hins vegar tel ég aðalástæðuna fyrir því að KR og Tindastóll njóti prentfrelsis blaðs- ins betur en önnur lið vera þá, að liðin hafa úr meiri peningum að moða en hinar „skotturnar" í deild- Týndur köttur Kötturinn á myndinni heitir Jenni. Þeir sem hafa séð hann eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 35534. inni. Það hlýtur að teljast furðu- legt að lið KR, sem síðastliðin ár hefur nær eingöngu spilað fyrir dómara og ritara þar sem áhorf- endur virðast ekki hafa haft áhuga á því að mæta, tók þátt í Evrópu- keppni meistaraliða í ár á meðan lið sem spila að öllu jöfnu fyrir fullu húsi áhorfenda sáu sér ekki færa þátttöku sökum féleysis. Bæði KR og Tindastóll hafa Suð- urnesjamenn í sínum liðum, KR- ingar 1 stk. og Tindastóll 2 stk. Að auki hefur Tindastóll tvo út- lendinga og ekki má nú gleyma. risanum Pétri Guðmundssyni sem a.m.k. fær borgað u.þ.b. 150 þús- und á meterinn. Suðurnesjamenn- irnir tveir sætta sig örugglega ekki við mylnsuna sem til fellur af féköku þeirra sem áðurtaldir njóta. Gaman væri-að velta því fyrir sér hvar Sauðkrækingar stæðu í deildinni ef þeir myndu reiða sig eingöngu á heimamenn, sennilega yrði fljótlega farið að auglýsa eftir þeim í dagblaðinu undir dálkheitinu tapað/fundið. Morgunblaðinu virðist hins veg- ar ekki þykja það merkileg frétt að Keflvíkingar misstu fimm menn frá síðasta tímabili, þá Guðjón Skúlason landsliðsmann og jafn- framt besta leikmann úrvalsdeild- arinnar að mínu mati, Magnús Guðfinnsson landsliðsmann, Nökkva Jónsson landsliðsmann, Einar Einarsson verðandi lands- liðsmann og Ingólf Haraldsson sem lék vel í fyrra. Þetta þykja mér vera miklar fréttir að lið sem misst hefur slíkan mannskap skuli vera á toppnum í sínum riðli. En hvernig hafa Keflvíkingar eiginlega farið að því að „fram- leiða“ endalaust góða körfuknatt- leiksmenn? Jú, með markvissri uppbyggingu yngri flokka og þar eiga Keflvíkingar svo sannarlega hauk í horni, þar sem Stefán Arn- arson er. Stefán hefur um langt skeið haft umsjón með þjálfun yngri flokka og er nú svó komið að strákar sem Stefán hefur þjálf- að eru komnir í meistaraflokk og hafa staðið sig vonum framar, en hefur hans nafn borið á góma á íþróttasíðunum? Nei, enda erfitt að verðmerkja slíkan mann. Að lokum vil ég hvetja þá menn sem sjá um íþróttasíðu Morgunblaðsins að gera liðum í úrvalsdeildinni jafnt undir höfði með umíjöllun sinni, einnig bera skrif einstakra blaðamanna blaðsins vitni um það að þekking á íþróttinni er í algjöru lágmarki og er það miður hjá svo stóru- blaði. Tómas Tómasson Hví gerirðu þig ekki gjaldþrota? Til Velvakanda. Ég var að hlusta á viðtal við konu í útvarpinu. Hún var að segja frá reynslu sinni og uppgjöf. Myrk- viði húsnæðismálanna, leiðbeining- arleysi bankanna sem hafa öðrum hnöppum að hneppa en beina mönn- um sem bágt eiga en horfa á þá sem einhvern auð eiga og reyna að gera allt fyrir þá. Ég veit að það er erfitt að fá hrein svör út úr bankakerfinu, því sumir þurfa þangað margar ferðir. Þungt og sárt hvert sporið er stend- ur í sálminum. Alltaf borin von og manni sagt að koma á morgun eða í næstu viku. Þetta er eins og kon- an sagði að vera í sporum þess sem bíður eftir að verða hálshöggvinn. í helgum fræðum segir Kristur: í dag en freistarinn: Á morgun. En eftirtektarverðasta frásögn kon- unnar var: Úrslitaúrræðið var að knýja á dyr lögmanns og þar var skýrt og skoririort sagt og enginn dráttur: Hvað er þetta? Því gerirðu þig ekki gjaldþrota? Heyrði ég rétt? Er hægt að trúa þessu? Er þetta skýringin á öllum þessum gjaldþrot- um og fjölgun lögmanna út um allt? Svari hver fyrir sig, en lengi getur vont versnað. Árni Helgason HÖGNI HREKKVfSI /,Þb\& géðu til si'n nv-t^n caei/n/v'AN ÚAEOHUKlD. " / P/5KBÚP F3ÖlMuNDAe '/ Vikveqi sknfar að er merkilegt að fylgjast með því, hve Bretar vanþakka oft foringjum sínum vel unnin verk. Nú hefur Margaret Thatcher orðið að segja af sér sem foringi íhalds- flokksins, kona, sem reisti Bi’etland úr brunarústum eftir langa stjórn- arsetu Verkamannaflokksins. Landið var nánast sem íjúkandi rúst, hver höndin upp á móti ann- arri og ógerningur að hafa hemil á nokkru fyrir uppvöðslusömum verkalýðsfélögum. Margaret Thatcher, jarnfrúin eins og hún var kölluð, reisti við efnahag landsins og allt fór að blómstra, sem drepið hafði verið í dróma ríkisumsvifa og ríkisafskipta. Nú er glæsilegur ferill á enda, en endirinn er ekki eins glæsilegur. Þó mun járnfrúin njóta mikils trausts meðal hins almenna flokks- manns íhaldsflokksins og kom það berlegast í ljós í þætti ITV-stöðv- anna, sem sýndur var á Stöð 2 nýlega. Þar var rætt við ýmsa flokksmenn, sem ýmist studdu Thateher eða Heseltine, en þegar viðstaddir í upptökusal sjónvarps- stöðvarinnar voru beðnir um að rétta upp hönd og segja hvort þeirra þeir styddu, kom í ljós að sárafáir studdu Heseltine, en þorrinn allur járnfrúna. Niðrirstaðan af þessum þætti var sem sé að Thatcher nýtur enn yfirburða trausts hins almenna flokksmanns — vantraustið á járn- frúna er því nánast eingöngu bund- ið við þingflokk íhaldsflokksins. En hér í upphafi var þess getið, hve gjarnt Bretum væri að fara illa með frábæra foringja sína. I því sambandi má minna á hrakfarir Sir Winstons Churchills eftir heimstyij- öldina síðari. Éftir að hann hafði stappað stálinu I Breta öll styijald- arárin og stýrt þeim í gegnum við- sjái'verða tíma, spörkuðu þeir hon- um sem forsætisráðherra. Þetta gerðu raunar kjósendurnir þá, en nú eru það þingmenn íhaldsflokks- ins, sem sparka í Margareti Thatch- er. Um þetta má segja, „að sjaldan launar kálfur ofeldið". Churchill átti þó afturkvæmt í stól forsætis- ráðherra eftir „sparkið" fræga, en líklegast á Thatcher það ekki. Svo sem að líkum lætur hefur mikið verið fjallað um erfið- leika íhaldsflokksins í íslenzkum fjölmiðlum að undanförnu. Þar virð- ist mikill hringlandaháttur ríkja um hver staða Margaretar Thatchers er innan flokksins. Ljósvakamiðl- arnir hafa þar sérstaklega hamrað á því, að Heseltine hafi boðið sig fram gegn járnfrúnni í formanns- stöðu flokksins. Þetta er að sjálf- sögðu vitlaust, því að allt annar maður gegnir formannsstöðu í flokknum. Nafn hans er Kenneth Baker og ekki hefur frétzt af því að hann hyggist segja stöðu sinni lausri. Hins vegar hefur Thatcher verið leiðtogi flokksins og þeirri vegsemd fylgir jafnan, þegar flokk- urinn er í stjórnaraðstöðu, að við- komandi er einnig forsætisráð- herra. Víkveija finnst þessi villa heldur hvimleið og lýsir engu öðru en vanþekkingu á brezkum stjórn- málum. Fer ekki hjá því, að þegar menn heyra slíkri firru fleygt, að velt sé fyrir sér, hvort fleira kunni að vera missagt í frásögnum fjöl- miðla, sem þessu halda fram.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.