Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29, NÓVEMBER 1900 ' 39 Skýrsla um Byggðastofnun til umræðu: Matthías Bjamason andvíg- ur því að „hlaupa í fang EB“ tuginn en annars staðar á landinu hefði nánast engin fjöigun verið. Ræðumaður gagnrýndi einnig sjálf- stæðismenn og framsóknarmenn fyrir ráðsmennsku sína í ríkisstjórn 1983-88, sérstaklega stefnuna í gengis- og vaxtamálum. Ragnar hvatti mjög til þess að Landsvirkjun seldi raforku í heildsölu á sama verði um allt land. Einnig gagn- rýndi hann að stofnanir sem þjón- uðu landinu öllu greiddu mikinn hluta sinna gjalda í Reykjavík og Þingmenn áhyggjufullir vegna fjárhagsstöðu Byggðastofnunar STEINGRÍMUR Hermannsson forsætisráðherra gerði grein fyr- ir skýrslu sinni um Byggðastofn- un á Alþingi í gær. Skýrslunni var dreift í lok síðasta þings en hafði ekki hlotið umfjöllun á Al- þingi. Allir ræðumenn höfðu þungar áhyggjur af bágum hag stofnunarinnar og hvöttu til þess að úr yrði bætt. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra taldi að verkefni Byggðastofnunar væri tvíþætt, annars vegar væri hún umfangs- mikil lánastofnun en hins vegar þróunarstofnun. Vegna erfiðleika í atvinnulífi landsbyggðarinnar hefði fyrri þátturinn verið mjög umfangs- mikill og orðið að veita fjölmörg lán til að afstýra neyð og voða í atvinn- umálum. Á síðastliðnu ári hefði stofnunin þurft að afskrifa 243 milljónir kr. Það kom fram í máli ráðherra að fyrirgreiðsla stofnunarinnar hefði fyrst og fremst verið fjár- mögnuð með lántökum og hefðu þær yfirleitt numið um tveimur þriðju hlutum af lánveitingum hvers árs. Á síðasta ári var notuð heimild til lántöku til að greiða upp óhag- kvæmari lán og voru því lántökur 14% hærri en lánveitingar. En nettó lántökur stofnunarinnar námu 1.338 eða 84% af iánveitingum. Rekstrarkostnaður Byggðastofn- unar nettó taldist vera um 103 milljónir kr. en stofnunin hefur komið upp útibúi á Akureyri og vísi að öðru útibúi á ísafirði. Það kom skýrt frain í máli for- sætisráðherra að hagur Byggða- stofnunar væri erfiður. 1989 hefðu lánveitingar numið 1.586 milljörð- um, styrkveitingar hefðu numið 50 milljónum, og hlutabréf verið keypt fyrir 90 milijónir en það sem af væri þessu ári hefðu 1.200 milljón- ir verið afgreiddar í lán en 100 milljónir í styrki og fyrir lægi að afgreiða a.m.k. 50 milljónir til við- bótar í styrki og 200 milljónir í lán og hlutabréf verið keypti fyrir 50 milljónir kr. Eigið fé Byggðastofnunar var í árslok 1989, 1,820 milljarðar, 18,9% af heildareign og hafði lækk- að úr 24,3% Þessi mikla lækkun væri framhald langtíma rýrnunar á hlutfalli eigin fjár. Og stafaði ann- ars vegar af miklum lántökum stofnunarinnar en hins vegar af því að mikið hefði verið Iagt til hliðar í afskriftareikninga til að mæta óhjákvæmilegum töpum. Á þessu ári væri búið að afskrifa 190 millj- ónir og stefndi nú í að afskriftasjóð- Matthías Bjarnason ur sem var um 250 milljónir í árs- byijun yrði tómur um áramót. Áætlað eigið fé í októberlok nemur 1,870 milljörðum en með hliðsjón af 80 milljóna verðbótaþætti næmi tap um 30 milljónum. Miðað við að setja 500 milljónir í afskriftasjóð yrði tap ársins 530 milljónir og eig- ið fé þá um 1.240 milljónir eða 12% af niðurstöðutölum efnahagsreikn- ings. Þetta hlutfall var 33% þegar Byggðastofnun tók til starfa 1985. Ræðumaður sagði óhjákvæmi- legt að bæta eiginfjárstöðu Byggða- stofnunar og tryggja henni fjár- magn til atvinnuþróunar. Forsætisráðherra rakti ýmsan talnafróðleikj m.a. að í frumvarpi til fjárlaga væri lagt til að leggja fram 250 milljónir króna og væri það hækkun um 50 milljónir. Byggðastofnun hefði sjálf farið fram á 700 milljónir. Ríkisstjórnin myndi gera tillögu til fjárveitingar- nefndar um að ríkissjóður yfirtæki einhver lán frá stofnuninni. Forsætisráðherra fór einnig í sinni ræðu nokkrum orðum um óhaggtæða byggðaröskun og nauð- syn þess að snúa þessari þróun við með ýmsum aðgerðum, t.d. jöfnun orkuverðs og eflingu ákveðinna þjónustukjarna á landsbyggðinni. Byggðastofnun hlyti að gegna þar stóru hlutverki við þá þróun en hún hefði verið um of önnum kafin við björgunaraðgerðir. Steingrímur Hermannsson taldi Byggðastofnun hafa sannað gildi sitt og í mörgum tilvikum tekist að forða atvinnu- bresti. S^eingrímur Hermannsson Björgunaraðgerðir Matthías Bjarnason tók undir að starfsemi Byggðastofnunar hefði að verulegu leyti snúist um björg- unaraðgerðir frá mánuði til mánað- ar. Einnig kom fram í máli hans að framlög ríkissjóðs hefðu farið sílækkandi en á árum áður hefði Byggðasjóður notið mun hærri framlaga á fjárlögum. Matthías gat þess m.a. í ræðu sinni að miðað við framlög um miðjan áttunda áratug- inn, ættu framlögin nú að nema um 1.000 milljónum á verðlagi árs- ins 1989. Endalausar lántökuheim- ildir og sáralítil framlög af fjárlög- um væru að ganga af stofnuninni dauðri. Ræðumaður gagnrýndi harðlega ýmis gjöld, t.d. væru stimpilgjöld greidd af lánum frá Byggðastofnun en lán Fiskveiðasjóðs og Atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgreina ekki. Einnig að stofnunin greiddi 0,25% ríkisábyrðargjald vegna óbeinnar ríkisábyrgðar á lánum hennar en Framkvæmdasjóður ís- lands greiddi slíkt ekki vegna gam- alla lagaákvæða. Matthías kom víðar við í ræðu sinni, ræddi byggðavandann, fersk- fiskútflutning og stefnuleysi í fisk- vinnslumálum hér á landi. Matthías Bjarnason taldi ýmsa vera orðna mjög þess fýsandi að íslendingar gengju í Evrópubandalagið en Matthías vildi ekki kaupa aðild því verði sem upp væri sett og lýsti yfir eindreginni andstöðu við að „hlaupa í fang Evrópubandalags- ins“. Svipt lífsbjörginni Ragnar Arnalds (Ab-Nv) sagði byggðamálin vera flestu mikilvæg- ara og taldi ekki góða þróun að íbúum suðvesturhomsins hefði fjölgað um 24 þúsundir síðasta ára- sagði það brýna byggðastefnu leiðrétta slíkt misrétti. að Málmfríður Sigurðardóttir (SK-Ne) benti á að byggðamálin gætu verið margslungin, t.d. þáttúr fiskveiðistjórnar. Hafnarbótum í Grímsey væri fagnað en um leið væri dugmikið fólk svipt lífsbjörg- inni vegna kvóta í sjávarútvegi. Hún minnti á tillögur Samtaka um kvennalista varðandi byggðakvóta. Málmfríður rakti óheillavænlega byggðaþróun sem yrði að sporna við, þótt aðstoð Byggðstofnunar hefði oft nýst til að afstýra gjald- þrotum og atvinnuleysi. Málmfríður lauk lofsorði á skýrsluna en kvað áhyggjuefni að fjárhagsstaða stofn- unarinnar væri versnandi og það ríkisframlag sem henni væri ætlað veitti lítið svigrúm til aðgerða. Það væri höfuðnauðsyn að tryggja fjár- hag stofnunarinnar svo hún gæti sinnt sínu hlutverki. Stefáni Valgeirssyni (SFJ-Ne) var óhagstæð byggðaþróun ekki síður áhyggjuefni en fýrri ræðu- mönnum. M.a. rakti hann slæma stöðu atvinnufyrirtækja á lands- byggðinni og sagði vaxtastefnuna valda hér miklu um. En á því máli hefði ríkisstjómin tekið linlega. Einnig fagnaði hann því mjög að Matthías Bjarnason væri ekki sam- mála flokkssystur sinni Ragnhildi Helgadóttur í afstöðunni til Evrópu- bandalagsins. Bankaráð, Norðurlandaráð, þíngmannaráð, ríkisreikningar ALÞINGISMENN kusu menn og varamenn í bankaráð Seðlabanka Islands, Norðurlandaráð og í Vestnorræna þingmannaráðið; enn- fremur voru kosnir þrír yfirskoðunarmenn ríkisreikninga. Tveir list- ar voru í kjöri, stjórnarliða og stjórnarandstæðinga. Frambjóðendur voru ekki fleiri en svo að allir náðu kjöri. í bankaráð Seðlabanka íslands voru valdir: Davíð Aðalsteinsson, bóndi, Ólafur B. Thors, forstjóri, Ágúst Einarsson, prófessor, Guð- mundur Magnússon, prófessor, og Geir Gunnarsson, alþingismaður. Varamenn eru: Leó Löve, lögfræð- ingur, Davíð Scheving Thorsteins- son, forstjóri, Margrét Heinreksdótt- ir, lögfræðingur, Halldór Ibsen, framkvæmdastjóri, og Birgir Björn Siguijónsson, hagfræðingur. Kjörtímabil bankaráðsmanna er frá 1. nóvember 1990 til 31. október 1994. Eftirtaldir þingmenn voru valdir til setu í Norðurlandaráði: Páll Pétursson (F-Nv), Sighvatur Björgvinsson (Á-Vf), Hjörleifur Guttormsson (Ab-Al), Jón Kristjáns- son (F-Al), Ólafur G. Einarsson (S-Rn), Þorsteinn Pálsson (S-Sl) og Hreggviður Jónsson (S-Rn). Varamenn: Valgerður Sverrisdóttir (F-Ne), Rannveig Guðmundsdóttir (A-Rn), Guðrún Helgadóttir (Ab-Rv), Guðni Ágústsson (F-Sl), Friðrik Sophusson (S-Rv), Birgir Isleifur Gunnarsson (S-Rv) og Ingi Björn Albertsson (S-Vl). Kosningin gildir þar til ný kosning hefur farið fram á næsta reglulegu Alþingi. í Vestnorræna þinginannaráðið voru valdir: Alexander Stefánsson (F-Vl), Árni Gunnarsson (A-Ne), Ragnar Amalds (Ab-Nv), Ásgeir Hannes Eiríksson (B-Rv), Birgir ísleifur Gunnarsson (S-Rv) og Málm- fríður Sigurðardóttir (SK-Ne). Vara- menn: Stefán Guðmundsson (F-Nv), Eiður Guðnason (A-Vl), Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl), Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir (B-Rv), Pálmi Jóns- son (S-Nv), Danfríður Skarphéðins- dóttir (SK-Vl), Kosningin gildir þangað til ný kosning fer fram á næsta reglulegu Alþingi. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn- inga voru valdir: Geir H. Haarde, alþingismaður, Lárus Finnboga- son, endurskoðandi, og Magnús Benediksson, endurskoðandi. Fnimkvæðið dugði Karpov ekki til sigurs ___________Skák______________ Karl Þorsteins Anatoly Karpov og Garrí Kasp- arov sömdu um jafntefli í 15. einvígisskákinni í Lyon eftir 33 leiki og tæplega fimm klukku- stunda taflmennsku. Byijunin var Grunfeld vörn og ellefu fyrstu leikirnir voru þeir sömu og í þrettándu einvígisskák- inni á laugardaginn en þá breytti Karpov frá fyrri taflmennsku. Mik- il uppskipti fylgdu í kjölfarið og í endataflinu hafði Karpov örlitla yfirburði sem koðnuðu niður gegn öruggri vörn heimsmeistarans. Staðan í einvíginu er jöfn að afloknum fimmtán skákum. Hvor keppandi hefur hlotið sjö og hálfan vinning. Hvítt: Anatolíj Karpov Svart: Garrí Kasparov Grunfeld vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 - d5 4. cxd5 - Rxd5 5. e4 - Rxc3 6. bxc3 - Bg7 7. Be3 - c5 8. Dd2 Karpov teflir sama afbrigði og í 9. og 13. einvígisskákinni. 8.. 0-0 9. Rf3 - Da5 10. Hcl - e6 11. Bh6!? í 13. einvígisskákinni lék Karpov 11. d5. Áframhaldið tefld- ist ll..exd5 12. exd5 He8 13. Be2 Bf5! 14. 0-0 Rd7 15; h3 Rb6 og svartur jafnaði taflið. I mótsblaðinu í Lyon benti fyrrum heimsmeistari, Boris Spasskíj á biskupsleikinn sem hugsanlega endúrbót eftir 13. skákina. Því vakti það mikla at- hygli að Kasparov íhugaði svarleik- inn í 45 mínútur rétt eins og fram- haldið væri ekki undirbúið. ll..Rc6 Lakara væri ll..cxd4 12. Bxg7 Kxg7 13. cxd4 Dxd2+ 14. Rxd2 Rc6 15. Rb3.12. h4 Til greina kom að leika 12. d5. Eftir 12..exd5 13. Bxg7 Kxg7 14. exd5 eru færi hvíts heldur betri. 12..cxd4 13. Bxg7 - Kxg7 14. cxd4 - Dxd2+ 15. Kxd2 - Hd8 16. Ke3 - Bd7 Hvítur státar af örlitlum stöðuyfirburðum þrátt fyrir að jafntefli sé líklegustu úr- slit. Höfuðstyrkur Karpovs liggur einmitt að vinna úr slíkum stöðum. Gegn Kasparov þurfa yfirburðirnir samt að vera áþreifanlegri til þess að vinnings megi vænta. 17. Hbl - Hab8 18. Bd3 - Re7 19. h5 - f6 20. hxg6 - hxg6 21. Hh2 - b6 22. g4 - e5! Kasparov unir þess illa að sitja aðgerðalaus. Ef Karpov fengi óáreittur að leika 23. g5! væri' hvíta staðan mun betri. 23. dxe5 - Bxg4 24. exf6+ - Kxf6 25. Rd4 Hvítum er nauðsyn að halda riddaranum á borðinu. Eftir 25. Be2? Bxf3 26. Bxf3 Hac8 stæði svartur jafnvel betur að vígi. Og 25. e5+? einkennist af of mikilli bjartsýni. Eftir 25..Kg7 26. Rg5 Rd5+ 27. Kd2 Rf4 28. Hh7+ Kg8 29. Hbhl Hxd3+ 30. Kc2 Bh5 er ekkert mát að finna. 25..IIb7! 26. f3?! Mephisto skáktölvan var ekki ánægð með þennan leik og rakti stöðuna umsvifalaust til vinnings fyrir hvítan! 26. Hg2! gaf betri möguleika í því skyni. Þá gengur m.a. ekki 26..Hbd7? 27. Hxg4 Hxd4 28. e5+! Kxe5 29. Hxd4 Hxd4 30. f4! Hxf4 31. Hb5+ og hvítur vinnur. 26..Hbd7 27. Hb4 - Be6 28. Hc2 Við fyrstu sýn virð- ist 28. Bb5 sterkari leikur. Eftir 28..Hc7 29. f4 eru möguleika hvíts óneitanlega betri. Svartur leikur betur 28..Hd6! 29. f4 Kg7. Þá gengur auðvitað ekki 30. e5? Hxd4 31. Hxd4 Rf5+ og 32..Hxd4 næst. Peðið á a2 er í uppnámi og 30..a5 liggur í loftinu þannig að svartur hefur sfst lakara tafl. 28..a5 29. Ha4 - g5! 30. Bb5 - Hd6 31. Be2 - Bd7 32. Hac4 - He8! 33. Hb2 - Rd.c+ Kasparov bauð jafntefli um leið og hann lék þessum leik sem Karpov þáði eftir skamma umhugs- un. Möguleikar svarts eru síst lak- ari í lokastöðunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.