Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 29 Smásagnasafn eft- ir Erlend Jónsson Lífsstríð Margrétar eftir Eirík Jónsson og örlög Eínars Bene- diktssonar IÐUNN hefur gefið út bókina Væringinn mikli eftir Gils Guð- mundsson. Bókin ber undirtitilinn Ævi og örlög Einars Benedikts- sonar. I kynningu útgefanda á bókinni segir meðal annars: „Þar er æviferill þessa mikla skálds og stórbrotna framkvæmdamanns rakinn og veitt innsýn í verk hans og óvenjulega athafnasemi. Víða er leitað heimilda um skáldið og ævi þess og mikill fjöldi manna kemur við sögu. Fáir Islendingar hafa barist af meiri eld- móði fyrir hugsjónum sínum og fáir flogið hærra á vængjum skáldskapar og andargiftar en Einar Benedikts- son. Ljóð hans lifa með þjóðinni, djúpvitur sannleikur, áköf barátta, ' snilld sem á fáa sína líka. Athöfn fylgdi orði, og lífshlaup hans var ferð um breiðgötur og einstigi heims- ins gæða.“ Bókin er prentuð í Odda hf. Hátíðarfund- ur um veit- ur heits og kalds vatns VERKFRÆÐINGAFÉLAG ís- lands minnist 80 ára afmælis Vatnsveitu Reykjavíkur sl. haust og 60 ára afmælis Hitaveitu Reykjavíkur í ár með hátíðarfundi sem lialdinn verður föstudaginn 30. nóvember nk. í Gerðubergi í Breiðholti og hefst kl. 14.00. Á fundinum munu hitaveitustjóri og vatnsveitustjóri ásamt öðrum full- trúum veitnanna og aðrir sérfræð- ingar segja frá sögu veitnanna og framtíðarhorfum. Er ekki að efa að margt forvitnilegt kemur þar fram m.a. um ástand lághitasvæða Hita- veitu Reykjavíkur og hvernig á að reku þau í framtíðinni, en eins og nú er almennt viðurkennt er jarðhit- inn ekki ótæmandi auðlind, segir í fréttatilkynningu frá Verkfræðinga- félaginu. Rakin verður saga veitnanna í stuttu máli og í upphafi fundar og í lokin munu Davíð Oddsson borgar- stjóri í Reykjavíkur og Páll Gíslason formaður Veitustofnana Reykjavíkur flytja stutt ávörp. ÍSAFOLD hefur gefið út bókina Endurfundi eftir Erlend Jónsson, safn þrettán sagna. Þetta er ell- Gils Guðmundsson Bók um ævi efta bók höfundar en annað smá- sagnasafn hans. Þessar nýju sögur eru, segir á kápu, „ byggðar upp af þjóðlífs- myndum sem oftar en ekki er varp- að á kunnuglegan bakgrunn. Mann- gerðimar eru einnig af því taginu sem flestir kannst við. Og sögusvið- ið getur verið heimahús, vinnustað- ur, skólastofa eða bíll uppi á heiði svo nokkuð sé nefnt. Þótt söguþráð- urinn dragi stundum slóða nokkra áratugi aftur í tímann er hvarvetna tekið mið af veruleika líðandi stund- ar.“ Bókin Endurfundir er 177 bls. ■ SKJÖL í 800 ár, sýning Þjóð- skjalasafns íslands í Bogasal Þjóðminjasafnsins, verður fram- lengd til 9. desember nk. vegna mikillar aðsóknar. Sýningin er opin þriðjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 11-16. Kynningarbæklingur liggur frammi á sýningarstað. Á sýningunni má sjá sýnishorn íslenskrar skjalasögu, frá upphafi Reykjavíkurborgar 1185 til laga um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði 1989, skjöl á skinni, pappír og tölvudisk- Eiríkur Jónsson Um síðir birtir þó til. Margrét giftist Islendingi og fann að lokum hamingju. Hún býr nú í Þorláks- höfn. Lífsstríðið er 189 bls. Prentstofa G. Ben prentaði og batt í band. Teiknideild Fróða hannaði bók- arkápu. Aðventan hefst nú um helgina. Þar með hefst jólaundirbúningur á flestum íslenskum heimilum. AÐVENTUKRANSAR. Aðventukransinn er orðinn ómissandi þáttur í aðdraganda jólahátíðarinnar. Eigum nú fyrirliggjandi ótrúlega mikið úrval af allskonar aðventukrönsum, stórum sem smáum. Einnig allt skreytingarefni, vilji fólk útbúa kransinn heima. JÓLAGRENI - NOBILIS. Vandið val á jólagreni, kaupið gott greni sem hefur verið geymt við réttar aðstæður. Látið fagfólk okkar veita góð ráð. Við mælum nú sérstaklega með NOBILIS greni. Það er fallegt og barrheldið. JÓLATRÉSSALAN ER HAFIN. JÓLIN BYRJA HJÁ OKKUR. Opið alla daga frá kl. 9-22 Erlendur Jónsson að stærð, unnin í ísafoldarprent- smiðju hf., en útgefandi er ísafold. um. Brugðið er upp myndum úr sögu Reykholts, embættismanna, sem sátu staðinn þar og manna þeim tengdum, sömuleiðis úr ís- lenskri stjórnsýslu og réttarfari sem og eignarhaldsþróun. Sýningin hef- ur staðið frá 3. nóvember og verið vel sótt. FRÓÐI HF. hefur gefið út ævi- sögu Margrétar Róbertsdóttur sem nefnist Lífsstríðið - Frá Þriðja ríki Hitlers til Þorláks- hafnar eftir Eirík Jónsson. Æviferill Margrétar er lyginni líkastur og erfiðleikar og hörm- ungar framan af við hvert fótmál. Lífshlaup flestra er sem samfelld paradísarganga.í samanburði við það sem hún hefur mátt þola. Margrét fæddist og ólst upp í Þriðja ríki Hitlers. Hún lýsir reynslu stríðsáranna sem ung stúlka og þeim hörmungum sem tóku við þegar Rauði herinn hern- umdi austurhluta Þýskalands í stríðslok og eirði engu. EFtir miklar hremmingar komst hún til íslands og réð sig sem vinnukona á sveitabæ í Fljótshlíð- inni. Ekki voru erfiðleikarnir þó að baki því fyrstu ár íslandsdvalar- innar reyndust ótrúlega erfið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.