Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990
Sálarlíf og memiing-
Bókmenntir
Guðmundur Heiðar
Frímannsson
Sigmund Freud: Undir oki sið-
menningar, Hið íslenska bók-
menntafélag, 1990, 87 bls.
Eftir því sem ég kemst næst, er
Undir oki siðmenningar önnur
bókin eftir Sigmund Freud, sem
þýdd er á íslenzku. Það er þarft
verk að koma ritum þessa merka,
austurríska læknis á íslenzku og
ánægjulegt, þegar vel tekst til, eins
og hjá Sigurjóni Björnssyni í þessari
bók.
Það eru ekki margir menn, sem
hafa haft meiri áhrif á hugsunar-
hátt þessarar aldar en Freud. Mér
hefur ekki virzt hann hafa haft af-
gerandi áhrif innan fræðigreinarinn-
ar sálarfræði nema á afmörkuðu
sviði sálmeinafræði eða klínískrar
sálarfræði. En Freud hefur haft
mikil áhrif á hugsunarhátt mennt-
aðra manna um víða veröld og kenn-
ingar hans hafa verið ræddar í þaula
af heimspekingum þessarar aldar
og fjöldamörg skáld og rithöfundar
hafa tekið mið af honum.
Það er þó erfiðara en kann að
virðast að greina, hver áhrif hans
hafa verið. Kannski er augljósast
að segja, að skoðanir hans á kyn-
hneigð og hlutverki hennar í sálarlíf-
inu hafí haft mest áhrif, en Freud
taldi, að kynlífsorka væri grunnþátt-
ur sálarlífsins, sem gæti skýrt fjölda-
margt í fari manna. Bæði væri um
bein orsakatengsl að ræða og dulin,
þegar hneigðin væri bæld og um-
myndaðist í dulvitundinni. Það er
alveg ljóst, að þessi kynlífskenning
hafði mikið hneykslunargildi á sínum
tíma og hefur það kannski enn, en
mér er mjög til efs að húii hafi eitt-
hvert varanlegt gildi.
Annað, sem mætti nefna, er kenn-
ing hans um uppbyggingu sálarlífs-
ins í það, sjálf og yfirsjálf, sem teng-
ist skiptingunni í vitund og dulvit-
und. En ég held, að ástæða sé til
að efast um gildi þrískiptingarinnar.
Sömuleiðis er greinarmunurinn á
vitund og dulvitund miklu mun
flóknari og erfiðari viðfangs, en Fre-
ud virðist nokkurn tíma átta sig á.
Mér virðist þó ekki hægt að hafna
dulvitundarhugtakinu sem ótæku,
en það er ekki auðvelt verk að skýra,
hvernig sálarlíf getur verið dulvitað.
Mér hefur virzt, að kannski séu
merkustu áhrif Freuds þau að fá
okkur til að sjá og skilja, að sálarlíf
er ekki gegnsætt, ef svo má að orði
komast. Það hefur verið ein máttug-
asta hugmynd heimspekinga og
ýmissa annarra frá dögum René
Descartes á sextándu og sautjándu
öld, að sálarlíf væri skýrt og ljóst,
ef við bara hugsuðum um það með
fullri athygli. En það er ýmislegt,
sem bendir til þess, að svo geti ekki
verið. Ég hef grun um, að þetta
gæti reynzt drýgsta framlag hans
til skilnings á eðli sálarlífs. En um
það er erfitt að segja nú.
í þessari bók útfærir Freud kenn-
ingu sína til að skýra þróun menn-
ingar. Freud hafði lengi skipt
hneigðum manna í tvo flokka, kyn-
hneigð og dauðahvöt. Sú fyrri miðar
að viðhaldi lífs en dauðahneigðir að
eyðingu og sundrungu. Eins og Sig-
uijón Björnsson rekur í formála, þá
var greinarmunurinn á milli þessara
grunnhvata eða grunnhneigða ekki
ljós og það er í þessu riti, sem Freud
gerir bezta grein fyrir skoðunum
sínum um þptta efni. Hann leitast
við að skýra þróun og viðgang ýmis-
legs í mannlegu félagi með því að
rekja það til þessara eðlishneigða.
Það ætti ekki að koma á óvart, að
dauðahvötin er talin slæm og ógna
mannlegu félagi. Til að menn séu
ekki hver öðrum vargar, þá sér sam-
félagið til þess að árásargirnin, sem
er ein birting dauðahvatarinnar,
nýtist mönnum til bættrar siðmenn-
ingar. Það gerist með því, að árásar-
girnin innhverfist „og verður mikil-
vægur orkugjafi yfirsjálfsins" eins
og Sigutjón orðar það. Félag við
aðra menn, sem reist er á ást og
Freud telur að byggist á kynhneigð-
um á endanum, stuðlar því að sið-
menningu og kemur í veg fyrir að
öflugar, sundrandi hneigðir mann-
seðlisins nái fram að ganga.
Það er á ýmsan hátt fróðlegt að
sjá, hvernig Freud fer að. En mér
virðist þessi bók fyrst og fremst
markverð sem aldarspegill, en ég
skal um leið játa, að ég er ekki sér-
lega heillaður af kenningum hans
yfirleitt. En vegna mikilvægis Fre-
m m*
icnnniiini
SNORRABRAUT 56
Símar: 13505 14303
Sigmund Freud
uds, þá er bókin vel þess virði að
vera lesin af athygli.
Það geta margvísleg rök hnigið
til þess, að fallast ekki á skoðanir
Freuds. Þær miðast við og eru reist-
ar á reynslu hans sem læknis í sam-
skiptum við sálsjúkt fólk og ekki
víst, að þær eigi við í sama mæli
um heilbrigða. Sömuleiðis er smætt-
unarkenning af þessu tæi, þ.e.a.s.
að rekja megi allar aðrar kenndir
til tveggja undirstöðuhneigða, á yfir-
borðinu ósennileg. Þannig er ást alls
ekki sama og kynlífslöngun. Það er
satt, að I eðlilegu mannslífi fer þetta
tvennt gjarnan saman, en ást er hins
vegar mun margbreytilegri en kyn-
hneigð. Móðurást til dæmis kemur
kynhneigð ekkert við. Sömuleiðis
held ég, að það sé í bezta falli vill-
andi að líta á sálarlíf sem orkukerfi.
En það er tvennt, sem lesendur
þessarar bókar mættu hafa í huga,
þegar þeir hugsa af einhverri gagn-
rýni um hana. í fyrsta lagi þá legg-
ur Freud að jöfnu veilíðun eða
ánægju og hamingju og virðist álíta
menn því hamingjusamari sem þeir
eru ánægðari. En þetta er ósköp
einfaldlega rangt, eins og sannfær-
ast má um af smásögu Sigurðar
Nordals “Ferðin sem aldrei var far-
in“. Hamingjan er dularfull og hún
virðist hafa þann eiginleika, að því
ákafari sem maður er í að höndla
hana, því fjarlægari verður hún.
Hitt atriðið, sem ég vildi nefna er
umfjöllun Freuds um trú og trúar-
brögð. Siguijón fjallar um þetta af
hófsemi og sanngirni í formála bók-
arinnar. En það er ástæða til að
bæta því einu við, að það er hugsun-
arvilla að halda, að trúarsannindi séu
mannanna verk. Séu trúarsannindi
einhver til, þá geta þau ekki verið
mannanna verk, því þau eru öll reist
á þeim sannleika, að Guð sé til. Það
er því öldungis fráleitt að halda, að
hægt sé að skýra trúarþörf með
sálarlífsskýringum eða efnahagsleg-
um, ef einhveijir trúa marxisma
enn. Mér virðist raunar, að Freud
sé haldinn því yfirborðslega guð-
leysi, sem hefur þjakað margan góð-
an manninn á þessari öld og er ein-
hver ómerkilegasta skoðun, sem
hugsast getur.
Eg get ekki betur séð, en að þýð-
ingin sé vel úr garði gerð og á lipru
og góðu máli, eins og búast mátti
við frá Siguijóni Bjömssyni. Ég
hafði gaman af ýmsum orðum, sem
fóru vel í textanum, eins og „um-
burðarleysi" í stað „ofstækis" eða
„þröngsýni". Ég held, að flestir ættu
að geta lesið bókina sér til gagns
og gamans alveg óháð því, hvort
þeir em sammála þeim skoðunum,
sem þar eru bornar fram. Það er
raunar full ástæða til að koma fleiri
verkum Freuds á íslenzku.
Skáldaga eftir Böðv
ar Guðmundsson
IÐUNN hefur gefið út skáldsögu
eftir Böðvar Guðmundsson. Ber
hún heitið Bændabýli og er
fyrsta skáldsaga höfundar.
í kynningu útgefanda segirm.a.:
„Sögumaður leikur sér hér að furðum
mannlífsins í bland við raunsæislegar
þjóðlífslýsingar. Skoplegar hliðar
mannlífsins eru dregnar fram en um
leið lögð áhersla á harmsöguleg átök.
Aðalpersóna sögunnar, Þórður
Hlíðar, finnur stundum til þess að
hann sé ekki alveg venjulegur mað-
ur, honum kunni að vera ætlað ann-
að og stærra hlutverk fyrir land og
fólk. Hann gerist maður og spámað-
ur hins nýja tíma I íslenskum land-
búnaði og þá getur ýmislegt gerst,
kannski ekki allt mjög kristilegt."
Böðvar Guðmundsson
Royal
LYFTIDUFT
Notið ávallt bestu
hráefnin í baksturinn.
Þér getið treyst
gæðum ROYAL
lyftidufts.