Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBER 1990 Fegnrð einfaldleikans Bókmenntir Jóhanna Kristjónsdóttir Jakobina Sigurðardóttir: Vegur- inn upp á fjallið, smásðgur Útg. Mál og menning 1990 Form smásögunnar, agað og knappt, fellur vel að þeim stíl sem Jakobína Sigurðardóttir hefur tam- ið sér. Ég er ekki frá því nema þessar smásögur séu besta verk sem ég hef lesið eftir hana. Þó er ekki svo að skilja að hér sé farið inn á nýjar brautir, söguefni eða tök höfundar á þeim eru hvorki absúrd né frumleg. Þau eru raunar • ákaflega hefðbundin ef ég mætti leyfa mér að nota það orð. „Undir sverðsegg" gerist á Gol- gata; Jesús hefur verið hengdur upp á krossinn ásamt ræningjunum og María móðir hans er nærri. Hún fylgist með þjáningum þessa sonar síns og rifjar upp lífshlaup hans, sérstætt og furðulegt í augum hennar og Jósefs, foreldra hans. Þau hafa elskað hann eins og lífið í bijóstinu, kannski er hún sú sem hefur komist næst því að skilja hann. Og nú þegar flestir hafa snú- ið við honum bakinu eða afneitað honum, þá stendur hún við kross- inn.„Því hún, hún ein bíður krafta- verksins. Allir hinir, þeir sem æpa, þeir sem þegja, þeir sem gráta hafa sleppt tökum á voninni um krafta- verkið. Hún ein bíður. Vegna þess hefír hún fylgt honum alla þessa löngu þjáningarleið." Jósef maður hennar hefur reynt að kaupa son þeirra lausan en til einskis og nú hefur hann flúið og er einn með kvöl sinni. Hjá henni er Jóhannes næstelsti sonur þeirra, sem hefur hlúð að bróður sínum og verndað og mun veita móður þeirra styrk þegar stundin kemur. En dauðinn nálgast og þegar Jesús segir „Kona. Sjá, þar er sor.ur þinn ... Sjá, þar er móðir þín.“ furðar hún sig á því hann ávarpi sig á þennan hátt. Eða er eitthvað annað sem býr að baki þessara orða? Þegar öndin hefur yfirgefið líkama sonarins og hún gerir sér ljóst að kraftaverkið sem hún trúði á verður ekki, skilur hún hvað Jes- ús átti við með orðum sínum. Og „í myrkvuðu hugskoti hennar Jakobína Sigurðardóttir mwíÁmm ísMxmA'f/yi * Um næstu helgi munum við flytja verslun okkar yfir götuna að Lágmúla 8. Til þess að auðvelda okkur burðinn munum við bjóða vörumar í verslun okkar til sölu út þessa viku með 15-50% afslætti. Komið og gerið stórgóð kaup, því svona tækifæri gefst ekki hvenær sem er. Allt á að seljast hvort sem það heitir ÞVOTTAVÉL-BRAUÐRIST-ELDAVÉL-SKRÆLINGARHNÍFUR BORVÉL EÐA STEIKINGARPANNA * SJAUMST! * 15-öjx ^sumji BRÆÐURNIR ORMSSON HF Lágmúla 9, sími 38820 bjarmar örlítið af annarlegu ljósi. Lífið veitir henni enga undankomu- leið. Nú veit hún það.“ Þetta er ljóð- ræn saga og tær, fágætlega vel unnin. „Hvísl í grasi gróinnar slóðar“ er sambland harmljóðs og prósa um lífið á afskekktum stað áður og fyrrum, líf sem nú er ekki því hark- an í lífsbaráttunni í aldanna rás rændi mennina getu og gleði. Þetta er að mínum dómi ófullgerð saga og mér þykir höfundur ekki með á hreinu hvað hann vill sagt hafa. Titilsaga bókarinnar er um mæðgin - hann snýr heim eftir langa úti- vist, kærulaus, óábyrgur og hefur aldrei gert annað en notfæra sér fólk og misnota tilfinningar þess. Hann er kannski breyttur núna? Það má alltaf leyfa sér að vona. Einhvern tíma lærist þeim sem lif- ir, eða hvað. Óekki. Hann er kom- inn til að leggja veg upp á fjallið hennar af því þar á að setja upp radarstöð. Hún á ekki kosta völ, semji hún ekki með góðu verður landið hennar tekið eignarnámi. Það eru samskipti mæðginanna sem er þungamiðja sögunnar og þeim kemur Jákobína til skila með hóg- værð en tilfinningahita. Slíkt er á fárra færi. „Opnaðu munninn" segir frá gömlu þjökuðu og þjáðu fólki, aldur og kröm hefur svipt það virðingu sinni og getu og það á allt undir annarra náð og miskunn. Efni sög- unnar er í sjálfu sér fýsilegt en það hefði mátt vinna meira úr því, sag- an verður veigaminni en efni standa til. I „Skrifað stendur" er drengur að vitja eldgamals, farlama og blinds langafa, uppnuminn af hetju- sögunni, samtalsbókinni sem var að koma út um ævi hans. Og þó. Var einhver að skrifa ævisögu hans? Og ef svo var hvernig bar það að og hvenær og hvemig fór það fram og hvað er satt af því sem stendur i þeim heilmikla doðranti. Það örlar á háði og glettni í frásögninni sem Jakobína mætti leika sér oftar með. Þessi glettni en líka meira hlýja er í sögunni „Hann mælti svö fyrir" sem er „ævisaga" heimaalningsins Gimlu sumartíð. Innsæi höfundar og lifandi lýsing, einföld og skír, gerir þá sögu óviðjafnlega aflestr- ar. „Beðið eftir morði“ er nokkuð glúrin saga um aldurhnigna konu sem situr við sjónvarpið og bíður eftir að eitthvað gerist, líklega morð því það var tekið fram í dag- skránni að í henni væru atriði sem börnum og veikluðu eða viðkvæmu fólki væri ekki hollt að horfa á. En svo er ekkert morð, bara einhveijar samfarasenur sem sú gamla getur að sönnu dæst yfir en komast ekki í hálfkvisti við ef það hefði nú ver- ið eins og eitt morð. Síðasta sagan „Systur" er í nokkuð annarri tón- tegund en hinar, f henni meiri fjálgni og jafnvel beiskja þegar far- ið er höndum um samband systr- anna sem halda að þær þekkist og skiiji hver aðra. En verða þess áskynja hver með sínu móti að sá skilningur og kannski væntumþykj- an er einhvers staðar víðs fjarri. Flestar sögurnar bera vott um vönduð og skáldleg vinnubrögð, það er ekki ærslum í máli fyrir að fara. Það er Hamsunskur tónn í þessari bók, einfaldleiki sem hrífur og sest að í sálinni. ■ BL ÚSKVÖLD verður á Tveim- ur vinum fimmtudaginn 29. nóv- ember að venju. Að þessu sinni er mjög sérstakt tríó sem skemmtir. Það er skipað þeim Kristjáni Kristjánssyni á gítar, munnhörpu og þar að auki sér hann um söng, Þorleifi Guðjónssyni á bassa og Reyni Jónassyni á harmónikku. Um helgina skemmta íslandsvinir en þeir hafa ekki skemmt í Reykjavík í 2 mánuði. Sunnudag og mánudag skemmtir ný hljóm- sveit. Hún heitir Tvöfalda beat-ið og hana skipa Stefán Hilmarsson úr Sálinni, Eiður Arnarsson úr Stjórninni, Jón Ólafsson, Stefán Hjörleifsson og Ólafur Hólm úr Nýdönsk. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.