Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR- 29. NOVEMBER 1990 SAMSTÆÐAN Fyrir allt þetta 52.050,- stgr. • 16 aðgerða þráðlaus fjar- stýring • Magnari: 2x60W með 5 banda tónjafnara • Útvarp: FM/AM/LW, 24 stöðva minni og sjálfvirkur stöðvaleitari . • Segulband: tvöfalt með hraðupptöku, Dolþy B og samtengdri spilun • Plötuspilari: reimdrifinn, hálfsjálfvirkur • Geislaspilari: með tvö- faldri „digital/analog" yfir- færslu, 16 minni, lagaleit ofl. • Heyrnartæki • Hátalarar: 70W þrískiptir JAPÖNSK GÆÐI Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 • Sími 680780 I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I <aður fiöldi DEUTZ-FAHR rúllubindivéla 1991 til afgreiðslu í desember á hagstæl boðsverði. Hafið samband strax. A-'íf mknh zm; y ■■ Ný löggjöf um þjónustu við fatlaða í Noregi eftir Margréti Margeirsdóttur í byijun næsta árs taka gildi í Noregi ný lög sem munu hafa í för með sér gagngerar breytingar varð- andi félagslega þjónustu fyrir fatl- aða þar í landi. Norska stórþingið samþykkti ný lög árið 1988 sem fela í sér að sér- þjónusta við fatlaða sem hefur ver- ið á vegum fylkisráða færist alfarið frá fylkjum til sveitarfélaganna. Þessar breytingar eiga að taka gildi frá 1. janúar 1991. Jafnframt mæla lögin svo fyrir um að svo- nefndar sólarhringsstofnanir fyrir fatlaða skuli lagðar niður á næstu 5 árum og að því verði lokið 1996. Vistmenn á þessum stofnunum munu flytja út í litlar heimiliseining- ar sem sveitarfélögin sjá þeim fyrir sem og annarri þjónustu sem þeir þurfa. Þessar stofnanir hafa hingað til verið reknar sem sérþjónusta á veg- um fylkisráðanna en verða frá næstu áramótum á vegum sveitar- félaga, sem bera bæði fjárhagslega og faglega ábyrgð á þeim frá næstu áramótum. Sveitarfélögin hafa sem sagt fengið 5 ára aðlögunartíma til að leggja þær niður. Þegar haft er í huga að á þessum stofnunum í Noregi eru milli 5-6 þúsund manns fer varla milli mála að hér er um gagngerar breytingar á félagsþjónustu að ræða og viða- mikið verkefni. Þessar. breytingar krefjast mjög -mikillar skipulagn- ingar af hálfu sveitarfélaganna sem hafa fengið umtalsvert ríkisframlag frá árinu 1988 til að undirbúa og koma á fót þjónustu í samræmi við þarfir þeirra sem flytja af stofnun- um. Húsnæðismálin eru vitaskuld stór þáttur í þessu nýja þjónustu- kerfí og er gert ráð fyrir að á næstu 10 árum verði þörf fyrir a.m.k. 8-9 þús. íbúðir og rými á sambýlum til að mæta húsnæðisþörf fatlaðra bæði hvað varðar þá sem koma af stofnunum og hinna sem koma úr foreldrahúsum. Ýmiss konar önnur þjónusta felst m.a. í að koma á fót dagvistarúr- ræðum, aðstoð í heimahúsum, út- vega stuðningsíjölskyldur og til- sjónarmenn sjá um að starfsþjálfun og atvinnumöguleikar séu fyrir hendi ásamt ferðaþjónustu o.s.fi-v. Sveitarfélögunum í Noregi var uppálagt af stjórnvöldum að hefja undirbúningsstarfið strax á árinu 1988, þar á meðal að gera áætlun um hvern einstakling sem flytti út af stofnun, með tilliti til þeirrar þjónustu sem þyrfti að vera til stað- ar í sveitarfélaginu. Ennfremur hafa að sjálfsögðu verið gerðar framkvæmda- og fjárhagsáætlanir vegna þessara umfangsmiklu breyt- inga og höfðu 85% af sveitarfélög- unum skilað slíkum áætlunum fyrir tilskilinn tíma, þ.e. fyrsta mars á þessu ári, þar sem fram kemur hver kostnaðurinn verður svo að stjórnin og Stórþingið gætu tekið afstöðu til þess hversu mikið ríkis- framlagið þyrfti að verða næstu árin. Gert er ráð fyrir að fjármagnið sem hefur farið til rekstrar stofnana flytjist óskipt yfir til sveitarfélag- anna. Það er auðvitað rétt að geta þess að mörg sveitarfélög í Noregi hafa árum saman sinnt þjónustu við fatlaða eins og aðra íbúa og má í því sambandi t.d. nefna Meland sem er 4.500 manna sveitarfélag skammt frá Bergen. Þar hefur ver- ið byggð upp þjónusta fyrir fatlaða og felld inn í almenna kerfið allar götur frá 1975. Þannig má segja að sveitarfélögin séu misjafnlega í stakk búin bæði hvað varðar hug- myndafræði og skipulagningu til að axla þá ábyrgð sem lögin hafa lagt þeim á herðar. Norðmenn gera sér grein fyrir því að það er fleira en fjárraagn sem þarf til, þegar svo viðamiklar breyt- ingar eru á döfinni. Það þarf mikið af vel menntuðu og þjálfuðu starfs- fólki til að annast og sjá um þjón- ustuna. Þess vegna hafa verið skip- ulögð í stórum stíl sérstök nám- skeið og fræðslufundir fyrir starfs- menn sveitarfélaganna með það að markmiði að efla hæfni og þekkingu þeirra til að mæta þeim kröfum sem þetta nýja skipulag hefur í för með sér. Einnig hefur verið gefið út ógrynni af upplýsingabæklingum og leiðbeiningum fyrir sveitarfélög og starfsmenn þeirra, sem norska félagsmálaráðuneytið og starfshóp- ar á vegum þess hafa séð um. Þá hafa fjölmiðlar, bæði svæðis- bundnir og á landsvísu, verið mikið notaðir til að koma á framfæri hverskyns fræðslu fyrir almenning til að auka þekkingu og hafa áhrif á viðhorf fólks í þá veru að þau verði jákvæð gagnvart þessum 0 Tónlistarviðburður í Háskólabíói í kvöld kl. 20.00 Stjórnandi: Eri Klas Einsöngvari: Aage Haugland Félagar úr Karlakór Reykjavíkur og Karlakórnum Fóstbræðrum auk breskra kórsöngvara’ Kórstjórar: Peter Locke og Paul Rosenbaum Viðfangsefni: Arvo Part: í minningu Benjamins Britten M. Mussorgsky: Söngvar og dansar dauðans D. Sjostakovitsj: Sinfónía nr. 13 „Babi Jar“ Aðgöngumiðar í Háskólabíói ISM r % r á Islandi er styrktaraðili SI starfsárið 1990-91 Samkort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.