Morgunblaðið - 29.11.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. NÓVEMBBR 1990 '
41
Sú fyrsta eða tuttug-
asta o g fyrsta?
ESTEE LAUDER
SNYRTIVÖRUKYNNING
föstudaginn 30. nóvember fró kl. 14 — 18.
10% aff mælisaf sláttur.
eftirívarH. Jónsson
Hvað er samtímalist? Hveijir eru
listamenn samtímans? Eru það þeir
sem stunda list sína á vorum dög-
um, án tillits til þess hvar í flokk
verkum þeirra er skipað? Eða _er
samtímalist aðeins bundin við
ákveðnar stefnur, stíltegundir og
isma?
Þessar spurningar vöknuðu, þeg-
ar forsvarsmenn Listasafns Islands
kynntu á dögunum sýningu fimm
myndlistarmanna frá Sovétríkjun-
um sem „fyrstu sýninguna á íslandi
á sovéskri samtímalist". Sýning
þessi var opnuð á listasafninu sl.
laugardag, 17. nóvember, og mynd-
listarmennirnir nánar kynntir í
blöðum: Tveir eru „fulltrúar kons-
eptliststefnunnar í Moskvu sem á
rætur sínar að rekja til 7. áratugar-
ins ...“ og aðrir tveir „hafa skapað
persónulegt tjáningarform sem á
upptök sín í suður-rússneskum bar-
okkstíl, svo og framúrstefnu-
stíl...“ Og til nánari skýringar er
sagt að list tveggja hinna fyrr-
nefndu sé „kaldhæðnislegur leikur
að sovéskri hugmyndafræði“, en list
hinna tveggja „er ekki eins háð
hugmyndafræðinni og hins hópsins
og andstöðunni við kerfið“. Sá
fimmti „fjallar m.a. um austur-vest-
ur klofninginn í verkum sínum og
hugtakið „Moskva er Róm hin
þriðja“, þar sem vísað er til hruns
Rómaveldis og örlaga Konstant-
inopels".
Forráðamenn Listasafns íslands
leggja bersýnilega ákveðna merk-
ingu í hugtakið samtímalist og telja
ekki alla gjaldgenga í hóp samtíma-
listamanna þó að samtíðarmenn
séu. Huglæg afstaða til myndefnis
og útfærslu þess, þjóðfélagsgerðar
og stjórnvalda o.s.frv. greini að
listamenn samtímans og alla hina.
Með því að gefa sér þessar forsend-
ur er sjálfsagt hægt að nefna sýn-
mguna „Aldarlok" fyrstu sýningu á
íslandi á sovéskri samtímalist. En
þá er heldur ekki sögð nema hálf
sagan.
Staðreyndin er nefnilega sú, að
þeir skipta orðið mörgum tugnm
sovésku myndlistarmennirnir, sem
fengið hafa verk sín sýnd á Is-
landi, listamenn frá flestum lýðveld-
um Sovétríkjanna. Ýmsir aðilar hér
á landi hafa staðið fyrir þessum
sýningum, sem settar hafa verið
upp á undanförnum árum og ára-
tugum og fylla nú orðið annan tug-
inn a.m.k., en oftast hafa þær Jþó
verið á vegum félagsins MIR,
Menningartengsla íslands og Ráð-
stjórnarríkjanna, í tengslum við
árlega sovéska daga. Sýningarefnið
hefur verið af ýmsum toga; olíumál-
verk, svartlist, vatnslitamyndir,
leikmyndir, listmunir o.fl. Og sýn-
ingarnar hafa verið settar upp víðar
en í húsakynnum MÍR, m.a. á
Kjarvalsstöðum, í Listasafni alþýðu,
bögasal Þjóðminjasafnsins og Ás-
mundarsal og einnig á nokkrum
stöðum utan Reykjavíkur, t.d. í
Hveragerði, Akranesi, Neskaupstað
og Hafnarfirði, en í ágústmánuði í
fyrra var myndarleg listsýning frá
Moldavíu í Hafnarborg.
Auðvitað hafa verkin á sýningum
þessum verið misjöfn að gæðum,
eins og gengur, og að sjálfsögðu
ekki gefið hugmynd um allt það sem
var að gerast á hveijum tíma í
hópi þeirra listamanna í Sovétríkj-
unum, sem framúrstefnulegastir
voru eða gagnrýnastir á umhverfi
sitt og samfélag. Allt að einu hafa
sýningarnar varpað nokkru ljósi á
stöðu myndlistar í hinum ýmsu lýð-
veldum Sovétríkjanna og verið fróð-
legar þeim sem gáfu sér tíma til
að skoða. Það má segja Morgun-
„Staðreyndin er nefni-
lega sú, að þeir skipta
orðið mörgum tugum
sovésku myndlistar-
mennirnir, sem fengið
hafa verk sín sýnd á
Islandi, listamenn frá
flestum lýðveldum Sov-
étríkjanna;“
blaðinu til hróss, að listrýnir blaðs-
ins, Bragi Ásgeirsson, lagði yfírleitt
alltaf leið sína á hinar sovésku sýn-
ingar, skrifaði um þær í blaðið og
sagði á þeim kost og löst. Er það
meira en sagt verður um flesta
aðra fjölmiðla.
Með þessum orðum er ég ekki
að amast við þeirri sýningu á sov-
éskri nútímalist, sem uppi er í Lista-
safni íslands þessar vikurriar, síður
en svo. Fagna ber öllum tækifærum
sem gefast til kynningar á nýjum
og ólíkum menningarstraumum í
útlöndum og ekki hvað síst í Sov-
étríkjunum nú á miklum umbrota-
tímum. Svo er og um þessa sýn-
ingu. En mér fannst ástæða til að
minna á, svo ekki gleymdist, að
margir sovéskir listamenn sam-
tímans hafa áður átt verk á sýning-
um á íslandi. Fimmmenningamir
eru ekki hinir fyrstu.
Höfundur er formaður MÍR.
Verð með vsk.: Kr. 6.225,- án efnis.
Nýtið ykkur þessa ódýru þjónustu og
tryggið gangöryggi bílsins í vetur!
FÓLKSBILALAND H.F.
FOSSHÁLSI 1.SÍMI67 39 90
Snyrtistofan Hrund,
Grænatúni 1, Kópavogi, sími 44025.